Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einar Stefánsson og Þorsteinn Loftsson stunda rannsóknir á gláku og glákulyfjum Aðeins hægt að hægja á þrðun sjúkdómsins /3-CYC-ODEXTRI Í\J CHEM 'CAL STRJCTLRE SCHEVÁllC DRAWIK3 DF Trtf CfC'-CDEXTRlN .CYLINDER T.LOF'SSCN HÉR má sjá hringlaga form burðarefnisins sem Þorsteini og Einari tókst að fá til að nota í augndropa og flytja lyf sem verkar á augnþrýsting. GLÁKA þrengir sjónsviðið þannig að það er líkast því sem sjúklingur horfí gegnum rör. HRÖRNUN eða kölkun í augnbotnum veldur fyrst og fremst truflun á miðju sjónsviðs en hliðarsjón og ratsjón eru í lagi. SKÝ á augasteini getur valdið því að móða verður yfir allt sjónsviðið. ÞEGAR sjónhimna losnar verður sjónskerðing af öðrum toga og færist þá svartur skuggi yfir sjón- sviðið, ýmist neðan frá, frá hliðum eða að ofan. Morgunblaðið/Kristinn EINAR Stefánsson, prófessor í augnlækningum við Háskóla Islands. Mögulegt er að menn gangi með glákusjúk- dóm lengi vel án þess að hafa hugmynd um það. Jóhannes Tómas- son kynnti sér rann- sóknir íslenskra vís- indamanna á gláku og lyfjum sem beitt er til að halda henni niðri. GLÁKA hefur verið og er enn algengur augnsjúk- dómur hérlendis, en hann fá einkum þeir sem komn- ir eru yfir miðjan aldur. Byrjunar- einkenni er hægfara eða lúmskt sjóntap og geta menn gengið með sjúkdóminn um alllanga hríð án þess að verða hans varir, þar sem hann ágerist mjög hægt. Mikill þiýstingur í augum gefur til kynna grun um gláku og uppgötvist hann er hægt að grípa til meðferðar til að draga úr líkum á því að sjúk- dómurinn leiði til blindu, sem hann gerir sé meðferð ekki beitt. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, hefur unnið að rannsóknum á verkun lyfja við meðferð gláku. Þá hafa Einar og Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði, unnið að þróun lyfja sem gefa má sem augndropa og hafa einkaleyfi á aðferð sem þeir hafa notað í rannsóknum sínum. Morgunblaðið ræddi við Einar Stefánsson um málið og greindi hann í upphafi frá nokkrum atrið- um varðandi gláku: „Gláka hefur alltaf verið algeng- ur sjúkdómur á Islandi og er það enn. Glákublinda var landlæg langt fram eftir þessari öld og í ritgerð árið 1923 komst Helgi Skúlason augnlæknir að þeirri niðurstöðu að glákublinda væri algengari hér- lendis en í nokkru öðru Evrópu- landi,“ segir Einar. Hann segir glákublindu hins vegar á undan- haldi, því 250 manns hafi verið skráðir blindir vegna gláku árið 1950 en 80 um þessar mundir. Á sama tíma hefiu- þjóðinni fjölgað mjög, öldruðum hlutfallslega meira, og segir hann að því megi ætla að hlutfall glákublindu hafi lækkað sex til áttfalt á síðari hluta aldarinnar. Áður en við fáum skýr- inguna á því er Einar spurður hvað gláka sé: Margir sjúkdómar „Glákusjúkdómar eru í raun margir, en hérlendis er svonefnd hægfara, gleiðhoma gláka algeng- ust. Hún verður annars vegar vegna rýmunar á sjóntaug sem veldur því að taugasímar skemm- ast og sambandið milli heila og augna rofnar sem leiðir til skerð- ingar á sjónsviði og á endanum blindu, sé ekkert að gert. Hins veg- ar stafar gláka af hækkuðum augn- þrýstingi sem verður vegna þess að rásir í auganu stíflast og augn- vökvinn kemst ekki út. Sambandið milli þessara orsaka er þó ekki ein- hlítt, en vitað er líka um gláku að hún er arfgeng. Meðferðin byggist á því að lækka augnþrýstinginn með ýmsum aðferðum, svo sem lyíjum, skurðaðgerð eða ley- sigeislameðferð. Hins vegar er ekki um lækningu að ræða heldur fyrirbyggjandi aðgerðir, meðferð sem byggist á því að hemja sjúk- dóminn þannig að hann valdi ekki blindu og yfirleitt er meðferðin sú að menn fá glákulyf út ævina. í rannsókn sem við höfum gert á augndeildinni og Friðbert Jónas- son, dósent, hefur staðið fyrir, kom m.a. í ljós að flestir glákusjúklingar á íslandi vita af sjúkdóminum og eru á meðferð. Mun fleiri af gláku- sjúklingum hafa verið greindir með gláku og fengið viðunandi meðferð hérlendis en í nágrannalöndunum. Hlutfallið er 85% sjúklinga hjá okkur en um 50% í nágrannalönd- um. Þar sem svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis komast menn að því að um helmingur glákusjúklinga veit ekki af sjúk- dómi sínum og hefur þar af leið- andi enga meðferð fengið. Hátt greiningarhlutfall hér á stærstan þátt í þeim mikla árangri sem náðst hefur í því að draga úr gláku- blindu hérlendis síðustu áratug- ina.“ Hver er ástæðan fyrir háu grein- ingarhlutfalli á gláku hérlendis? „Hún er einkum sú að hérlendis eru það augnlæknar sem mæla sjón manna þegar þeir þurfa að fá gleraugu. í leiðinni mælum við augnþrýsting hjá öllum sem komn- ir eni yfir fertugt og þá geta sést fyrstu merki um gláku. Þess vegna getum við haldið áfram að fylgjast með því fólki sem virðist hætt við að fá gláku og hafið meðferð. I öðrum löndum annast sjóntækja- fræðingar sjónmælingar að hluta og þar er greining augnsjúkdóma svo sem gláku síðri. I þessum löndum geta menn því ekki sinnt því forvarnastarfi sem við gerum í leiðinni." Aukaverkanir Lyf sem nota má í baráttunni við gláku hafa lengi verið í þróun og notuð með nokkrum árangri undanfarin ár. Ýmsar tegundir lyfja eru notuð og þeirra á meðal eru svonefndir karbon anhydrasa- hemjarar. Til þessa hafa þessi lyf verið notuð sem töflur eða hylki, en þeim fylgja nokkrar aukaverk- anir. Því hafa augu manna beinst að þeim möguleika að framleiða lyfið sem augndropa, sem hefur verið nokkrum vandkvæðum bundið. Erlend lyfjafyrirtæki hafa allt frá árinu 1960 unnið að þeirri þróun og fyrir hálfu öðru ári sendi eitt þeirra augndropa á markað í þessum lyfjaflokki. íslendingar hafa einnig verið að verki á þessu sviði og hafa þeir Einar og Þorsteinn unnið að rann- sóknum og þróun síðan snemma á þessum áratug. Rannsóknaráð Is- lands, Rannsóknasjóður Háskóla íslands og erlent lyfjafyrirtæki hafa lagt fé í rannsóknirnar, en þeim er hvergi nærri lokið og legg- ur Einar áherslu á að hér sé verið að stíga lítil skref en þó áhuga- verð. Þorsteinn Loftsson fékk árið 1994 einkaleyfi á tækni sem gerir mögulegt að búa til augndropa sem verkað geta í þessu skyni. Hafa tilraunir farið fram bæði í dýrum og mönnum. Einar Stefánsson segir að lyf hafi verið notuð til að lækka þrýst- ing í augum allt frá sjötta áratugn- um og þau nýst í þágu glákumeð- ferðar. Lyfin voru í töflum eða hylkjum en gallinn við þau hefur verið verulegar aukaverkanir sem takmarkað hafa notkun þeirra. Frá árinu 1960 hafi erlend lyfja- fyrirtæki reynt að koma lyfi við glákusjúkdómum í form augn- dropa og fyrir hálfu öðru ári hafí eitt þeirra sent slíkt lyf á markað. Hann segir þróunai-vinnu þeirra Þorsteins Loftssonar engu að síð- ur halda áfram og ætlan þeirra sé sú að búa til kraftmeiri augndropa. „Tæknin sem Þorsteinn notar til að búa til augndropana byggist á burðarefni sem heitir Cyclodextr- in. Það era hringlaga sykursam- eindir sem mynda eins konar kleinuhring. Hann getur verið í vatnslausn og innra byrði hrings- ins hefur fituleysanlega eiginleika, þar sem fituleysanlegar sameindir geta komið sér fyrir, til dæmis lyfj ið Acetazolamide, sem verkar á augnþrýstinginn. Þannig gátum við blandað saman Cyclodextrin og Acetazolamide og búið til vatns- lausn sem nota mátti sem augn- dropa.“ Einar segir að þegar hafi farið fram tilraunir í dýram og mönnum, m.a. í samvinnu við er- lent lyfjafyrirtæki og segir hann að þar hafi þeim tekist að sýna fram á að lyfið sé ágætlega virkt í augndropaformi. Rannsaka jafnframt lífeðlis- fræði sjóntaugarinnar Einar og Þorsteinn sóttu um einkaleyfi á tækninni árið 1994 og hafa tilraunir staðið yfir síðan. Þróunarvinnan heldur áfram og segir Einar það verða að koma í ljós hvort hún leiði til fleiri skrefa í átt til framleiðslu og markaðssetn- ingar. Nokkuð ár muni enn líða þar til niðurstöður fáist í þeim efn- um. Jafnframt þessu verkefni hef- ur Einar unnið að sérstakri rann- sókn á því hvaða áhrif augnþrýst- ingurinn hafi á heilbrigði sjóntaug- arinnar. „Rannsóknir okkar á lífeðlis- fræði sjóntaugarinnar hafa bent til þess að þessi lyfjaflokkur hafi ekki einungis áhrif á augnþrýsting heldur líka á súrefnisbúskap sjón- taugarinnar. Benda tilraunirnar til þess að glákulyfin kunni að hafa bein áhrif á heilbrigði sjóntaugar- innar og íýrnun hennar í gláku. Þessi kenning kollvarpar ekki gömlu kenningunni um að augn- þrýstingur sé mikilvægur varðandi glákumeðferð, því breyting á augnþrýstingi getur haft áhrif á súrefnisbúskap sjóntaugarinnar. Við vonumst til þess að rannsókn- irnar muni leiða til nýs skilnings a lífeðlilsfræði gláku og nýrra að- ferða sem kemur í veg fyrir blindu. Það er fyrir okkur, vísindamönn- unum sem stöndum að þessum rannsóknum, það mikilvægasta í þessu. En það er líka til marks um breyttan tíðaranda í vísindum að það varð fyrsta verk okkar að sækja um einkaleyfi fyi-ir nýtingu á þessari nýju þekkingu og þannig eru vísindi og viðskipti að nálag- ast, líka á svæði læknisfræði," seg- ir Einar Stefánsson að lokum. I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.