Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 40
*40 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Um að lifa
af bækur
/
„Lesturinn er veruháttur Islendingsins.
Að lesa er að vera. Lífsbarátta Islendings-
ins ferfram í bókunum, í bókmenntunum.
Tilvera kans byggist á því að hann hafi
sogið í sig merginn úr arfinum og skilað
honum frá sér í nýju formi, í nýju efni,
með nýju inntaki, - nýtt á gömlum merg,
það er Island, land í sífelldri endurnýjun,
lífæxlast aflífi, orð aforðum,
bækur afbókumf
ÞAÐ ER orðin mál-
venja að tala um
bókaflóð á haustin.
Flóðið skellur á okkur
og kaffærir, enginn
fær við neitt ráðið. Og þetta flóð
birtist ekki einungis í formi
bókanna sjálfra heldur einnig í
formi auglýsinga um bækur,
frétta um bækur, viðtala um
bækur, ritdóma um bækur.
Bóka-þetta og bóka-hitt hellist
yfir fólk af þvílíkum jötunmóð að
um stund er eins og allt annað
standi í stað, það sé ekkert ann-
að líf, engin annar tími - aðeins
þessi bókatími.
Bókaútgáfan er orðin ein af
höfuðskepnum landsins, ógn-
vekjandi náttúruafl sem við ber-
um ótta-
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
blandna virð-
ingu fyrir.
Samt vildum
við ekki vera
án þess frekar en óblíðrar veðr-
áttunnar eða eldsins í iðrum
jarðar því að það er þetta sem
gerir okkur að Islendingum, það
er glíman við höfuðskepnurnar
sem hefur gert okkur jafnharð-
dræg og raun ber vitni, - við er-
um Islendingar vegna þess að
við kunnum að lifa af eld og ís -
og bækur.
Að lifa af bækur. Á því byggist
lífið í landinu. Sumir hafa mis-
skilið þetta og haldið að lögmálið
væri: Að lifa af bókum. Markað-
urinn er ekki það lögmál sem
heldur landinu á floti, heldur
lesturinn, stríðið við bækurnar,
við bækur aldanna.
Lesturinn er veruháttur ís-
lendingsins. Að lesa er að vera.
Lífsbarátta Islendingsins fer
fram í bókunum, í bókmenntun-
um. Tilvera hans byggist á því
að hann hafi sogið í sig merginn
úr arfinum og skilað honum frá
sér í nýju formi, í nýju efni, með
nýju inntaki, - nýtt á gömlum
merg, það er Island, land í sí-
felldri endurnýjun, líf æxlast af
lífi, orð af orðum, bækur af bók-
um.
Landið er byggt á bókum.
Bókin nam landið með hinum
landvættunum, úr öðrum heimi,
hjáguð, guð. Hún skapaði okkur
sjálfsmynd, gerði okkur að fólki
með fortíð, með grunn, grundvöll
til að standa á, byggja á, bak-
grunn í konungum og hirðfólki.
Bókin gerði okkur að stórmenn-
um með forsögu, rætur. I bók-
inni eru rætur okkar. Þegar í
upphafi byggðist tilveruréttur
okkar á henni.
Þarna er kjarninn og það er í
tilraun til þess að höndla þenn-
an merkingarkjarna sem þjóðin
hefur eflst, styrkst og stækkað.
Löngunin til að viðhalda honum,
útvíkka hann hefur haldið í okk-
ur tórunni og ekki síður glór-
unni. Hvers vegna erum við
hér? Hvers vegna förum við
ekki? Hvers vegna finnum við
ekki einhvern betri stað, mildari
stað, stað þar sem er þurrt og
heitt, þar sem er ræktanlegt
land?
Leitin að svörunum hélt lífinu
í blákaldri þjóðinni. Þessi svör
fann hún í glímunni við textann
sinn. Beygð og hokin í baðstof-
unni, hálfköfnuð úr eigin búklykt
tautaði hún fyrir vöram sér:
Hvernig ættum við að geta yfir-
gefið þessar bækur? Hvernig
ættum við að geta yfírgefið þess-
ar sögur? Hvernig ættum við að
geta farið í miðjum lestri, í miðri
sögunni? Hvar ættum við að
geta fundið betri sögur? Hvar
ættum við að geta fundið ríkari
fortíð? Hvar ættum við að geta
fundið aðrar eins hetjur til að
blása í okkur baráttuanda,
lífsanda? Hvar annarsstaðar
myndum við finna okkur sjálf?
Hvar annarsstaðar gætum við
fundið svo fagra hlíð? Hvar höf-
um við göfugra markmið en að
frelsa þessa hlíð?
Já, stolt var hún, þrátt fyrir
allt, þessi þjóð.
Þetta er rómantísk mynd en
rómantíkin getur stundum verið
rétt. Bækurnar héldu okkur hér.
Þrátt fyrir fjölmargar og út-
spekúleraðar tilraunir þrjóskra
og misviturra valds- og þá eink-
um guðsorðamanna fyrri alda til
að brjóta þennan vilja til skiln-
ings, til leitar að merkingu, til
sköpunar á bak aftur þá fann
þjóðin leið til þess að stunda
sinn lestur. Guðsorð þurfti ekki.
Þeirra guð var í gömlu bókun-
um. Orð þeirra voru lög, lögmál
manns og jarðar. I hartnær
þrjúhundruð ár var nánast ekk-
ert prentað hér á landi nema
guðsorð en gömlu bækurnar
lifðu með þjóðinni og af lestri
þeirra æxluðust nýjar sögur,
frjósöm orð. Nú er guðsorð
þessa tíma að mestu gleymt en
það sem ekki mátti prenta lifir
góðu lífi, þar er stór hluti ger-
sema okkar.
Og þannig hélt þjóðin áfram
að skilgreina sig og skilja í bók-
um, í gegnum harðindi, pestir og
baráttu um sjálfstæði. Jafnvel
þeir sem flýðu land héldu
tengslunum við bækurnar sínar,
héldu áfram að yrkja sögurnar
sínar og skapa sjálfa sig í bók-
um. Og þannig skilgreinir þjóðin
sig enn í bókum, í lestri sem
skapar. Það er lesturinn sem
heldur lífinu í Frónbúanum. Það
er baráttan við bókina sem gerir
hann að Islendingi. Sú barátta
tekur aldrei enda. Bókin er lífs-
ins ólga.
Að lifa af bækur. Að komast
milli orða, frá orði til orðs. Þarna
liggur efinn í tilvera okkar.
Þarna skilur á milli hamingju og
óhamingju, feigs og ófeigs. í
þessu bili er uppspretta merk-
ingar en líka angistar, þarna
verður kaos að kosmos eða heim-
ur að neind. En þegar upp er
staðið felst mennskan í þessari
glímu. Lesturinn helgar lífið.
Að lesa eða lesa ekki. Það er
spurningin.
Það er svo
mörgu skrökvað
Á DÖGUNUM var
Kristján Ragnarsson 1
sjónvarpinu á Stöð 2,
þar sem hann í frétta-
þætti sat fyrir svörum
hlustenda, sem
hringdu inn til stöðvar-
innar. Meðal spurning-
anna, sem lagðar vora
fyrir Kristján, var ein
sem snerist um það
lága hlutfall afla upp úr
sjó, sem frystitogarar
koma með að landi. All-
ir vita, að þetta hlutfall
getur verið þriðjungur
og allt niður í fjórðung-
ur afla, sem telst vera
úr sjó. Þar er ekki með-
talinn smáfiskur og ruslfiskur, sem
spúlað er út um lensportin, svo að
hlutfallið getur stundum verið enn
lægra.
Svar Kristjáns var afar skýi-t.
Hann sagði, að búið væri að sýna
fram á það með ítrekuðum útreikn-
ingum, að það „borgaði sig ekki“ að
koma með þennan úrgang í land og
því væri sjálfgefið að fleygja öllu
þessu affalli í hafið og senda það
þannig á ný inn í lífkeðjuna. Hér er
ekki um neitt lítilræði talað, heldur
fleiri tugi þúsunda tonna á ári.
Svar Kristjáns lýsir, eins og svo
margt annað í hans framgöngu,
hans ofurþröngu sýn á alla hluti,
sem sjávarútveg varða. Á útveginn
er sjálfsagt, að mati Kristjáns, að
leggja allt annan mælikvarða en all-
an annan atvinnurekstur í landinu.
Það „borgar sig ekki“ fyrir járn-
blendifélagið að hreinsa 15.000 tonn
af ryki út úr útblæstri verksmiðj-
unnar á ári. Ætli fjárfestingin, sem
til þarf sé ekki 6-700
milljónir á hvern ofn og
rekstrarkostnaður
fleiri tugir milljóna
króna á ári. Það borgar
sig ekki fyrir hvaða
iðjurekstur sem er eða
þjónustustarfsemi að
halda til haga tilfallandi
affalli og spilliefnum,
sem til falla í rekstrin-
um. Þvert á móti þarf
slíkur rekstur að kosta
verulegum fjármunum
til að farga slíku affalli
með viðurkenndum
hætti. Ætli það borgi
sig fyrir loðnubræðslur
að losa sig við lyktar-
mengun eða grútarfrárennsli eða
fyrir olíufélög að ganga svo ti’yggi-
lega frá sínum starfsstöðvum, að ol-
ía komist ekki út í sjó? Ellegar ætli
Það er skrökvað af því
að það er alveg sjálf-
sagt á fjárhagslegum
forsendum, segir Jón
Sigurðsson í sjöttu
grein sinni af 7.
það borgi sig peningalega fyrir
Reykjavíkurborg að leggja og reka
hið gagnmerka frárennsliskerfi
borgarinnar fyrir ótalda milljarða
króna?
Nei. Ekkert af þessu „borgar
sig“. Það er einfaldlega eðlilegur og
sjálfsagður hluti af nútímasiðmenn-
Jón
Sigurðsson
ingu í umgengni fólks við umhverfi
sitt. Og menn kosta því til, sem
kosta þarf. Dagljóst er hins vegar af
forstokkuðum svörum Ki’istjáns
Ragnarssonar, að sú siðmenning
hefur ekki náð til hans ennþá að því
er sjóinn varðar og umgengnina við
hann. Það er nefnilega ekkert víst,
að það „borgi sig“ að gera út frysti-
togara, ef til þeirra væra gerðar
hinar sömu og eðlilegu kröfur og
alls annars atvinnurekstrar, að þeir
haldi utan um og fargi með fram-
bærilegum hætti öllu sínu affalli.
En hverju var þá skrökvað? Því,
að það sé alveg sjálfsagt á fjárhags-
legum forsendum, að frystitogarar
kasti fyrir borð á hverjum áratug
hundruðum þúsunda tonna af affalli
og smáfiski, hvar sem þeir eru
staddir á fiskimiðum.
Það er umhugsunarefni og
kannski til marks um hversu hefð-
bundin og básaskipt umræðan um
umhverfismál er, að þeir tveir
reyndu sjónvarpsfréttamenn, sem
stjórnuðu téðum sjónvarpsþætti,
sýndu engin merki þess í útsending-
unni, að þeim þætti neitt athuga-
eða spurnarvert í þessu svari Krist-
jáns Ragnarssonar.
Frá því var sagt af síðasta árs-
fundi LÍÚ, að samtökin hafi markað
sér stefnu í umhverfismálum, en
þetta atriði gleymdist víst þar. Og í
bráðfallegum sjávardýralífsmynd-
um, sem LIÚ notar í áróðursauglýs-
ingum í sjónvarpinu hefur þetta líka
gleymst, ef menn hefðu viljað segja
satt frá. Inn í myndirnar vantar all-
an þann ýlduviðbjóð, sem leiðir af
því hátterni, sem að ofan er lýst og
frystitogararnir dreifa um fískislóðir
í magni, sem skiptir hundruðum
tonna hvern einasta dag, sem þeir
athafna sig á miðunum. En skiljan-
legt er það. Drafúldið fiskúrkast á
hafsbotni gefur ekki góða ímynd.
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri og fyrrverandi starfs-
maður sjávarútvegsráðuneytis.
Háls-höfuð-
verkur
TALIÐ er að um
90% landsmanna muni
fá höfuðverk einhvern
tíma á lífsleiðinni. En
hvað er höfuðverkur?
Ég held að allir séu
sammála um að það sé
verkur eða sársauki í
höfði. En það eru alls
ekki allir sammála um
hvað valdi höfuðverk,
enda ekki von á öðru
þar sem ekki er um
eina orsök að ræða
fyrir þeim fjölda af-
brigða sem verkur í
höfði getur verið. Eitt
afbrigðið er svokallað-
ur háls-höfuðverkur.
Háls-höfuðverkur er verkur sem á
upptök sín í hálsi en ekki í höfði.
Talið er að 15-20% af öllum lang-
vinnum og endurteknum höfuð-
verkjum sé vegna stoðkerfisvanda-
mála í hálsi. Einnig er þetta al-
gengasta verkjavandamálið eftir
hálsskaða eins og „whiplash"
(tognun á hálsi við snöggt átak t.d.
við aftanákeyrslu). Háls-höfuðverk
er lýst sem höfuðverk öðrum meg-
in í höfði en getur þó verið beggja
vegna en þá með aðra hliðina ríkj-
andi. Hann kemur í lang flestum
tilfellum fram sömu megin í höfði
við hvert kast en skiptir ekki um
hlið eins og vill vera við mígreni.
Einnig er oftast verkur í hálsi eða
rétt neðan við höfuðkúpu samhliða
háls-höfuðverk en oft er verkurinn
það sterkur í höfði að viðkomandi
áttar sig ekki á því. Verkurinn get-
ur einnig byrjað í hnakkanum sem
svo stigmagnast og leiðir fram í
enni eða augu. Þetta getur komið
oft fyrir í mánuði, staðið mislengi
og oft situr stöðugur seiðingur eft-
ir þangað til verkurinn í höfðinu
fer aftur versnandi. Einnig getur
svimi, ógleði og eyrnasuð fylgt í
kjölfarið. Að sjálf-
sögðu fá ekki allir
mjög sterka verki í
höfuðið, því stundum
er þetta seiðingur sem
kemur fi’am við aukið
álag, eða við að horfa á
sjónvarpið, eða ein-
göngu fyrst á morgn-
ana og við kennum lé-
legum kodda um.
Þetta getur einnig
verið þreytandi stöð-
ugur seiðingur sem
aldrei virðist fara
nema yfir blánóttina.
Staða höfuðs hefur
mikið að segja en oft-
ar en ekki gerir við-
komandi sér ekki grein fyrir því
hvaða stöður valda eða ýta undir
höfuðverk, enda er hann oft lengi í
sömu stöðu áður en höfuðverkur-
Það er landlægur
misskilningur, segir
Sveinn Sveinsson, að
höfuðverkur sé bara
höfuðverkur.
inn fer að gera vart við sig. Að
sama skapi getur verið erfitt að
finna stöður sem minnka verkinn
en þó hjálpar oft að leggjast út af
og/eða taka verkjatöflur.
Sjúkraþjálfun getur hjálpað
Flestir hafa sínar skyndiskýr-
ingar á verkjavandamálinu og gera
lítið í málinu annað en taka verkja-
töflur í hvert skipti sem höfuð-
verkurinn verður of mikill. Oft
gefst fólk þó upp á þessu og leitar
til læknis því bæði er þetta óþægi-
legt og oft mjög kvalafullt og
einnig grípur hræðsla um sig hjá
Sveinn
Sveinsson
fólki við að hafa verki í höfði. Það
er mjög skiljanlegur ótti og ættu
allir að leita til læknis og fá hans
álit ef um endurtekna verki í höfði
er að ræða. Sjúkraþjálfarar hafa
fengið menntun og þjálfun til að
finna út hvort um háls-höfuðverk
sé að ræða eða ekki. Ef um háls-
höfuðverk er að ræða þarf að finna
út hvað það er í hálsi sem veldur
höfuðverk. Helstu ástæður háls-
höfuðverkjar eru vöðvaójafnvægi í
hálsi, liðavandamál eins og skekkj-
ur, stífleiki, ofhreyfanleiki ein-
stakra liða, slitbreytingar o.fl. og
bólga eða lélegt taugaflæði frá
efstu hálsliðum og fram í höfuð.
Einnig skiptir miklu máli hvernig
viðkomandi beitir sér við vinnu og
við hvíld, því rangt álag á hálsinn
getur með tímanum orsakað
verkjavandamál í höfði. Til þess að
geta hjálpað viðkomandi þarf því
að finna út orsök höfuðverkjarins.
Oft er það auðvelt, sérstaklega
þegar um nýlegt vandamál er að
ræða, og meðhöndlun hjá sjúkra-
þjálfara ætti að taka stuttan tíma.
Ef vandamálið fær hins vegar ekki
rétta meðhöndlun strax getur
ástandið versnað til muna og fleiri
verkjavandamál fara að koma
fram, því aðlægir liðir og vöðvar
fara þá að vinna öðruvísi og gera
jafnvel illt verra. Þá þarf mjög ná-
kvæma greiningu og meðhöndlun
út frá henni verður að vera jafn
nákvæm ef takast á að uppræta
orsökina. Einnig hefur komið í ljós
að vandamál í hálsi eykur á aðrar
gerðir höfuðverkja, eins og
mígreni höfuðverk, bæði af krafti
og tíðni og því nauðsynlegt að
meðhöndla það strax. Ái-íðandi er
að einstaklingur reyni að gera sér
grein fyrir af hverju verkurinn
stafar, þótt það sé landlægur mis-
skilningur að höfuðverkur sé bara
höfuðverkur sem ekkert sé hægt
að gera við nema taka verkjatöfl-
ur. Höfuðverkur, eins og hver ann-
ar verkur, þýðir: „Það er eitthvað
að!“
Höfundur er löggiltur
sjúkraþjálfnri.