Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR VALFELLS + Sigríður Val- fells fæddist, í Reykjavík 11. aprfl 1938. Hún lést á gj örgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur hinn 11. ndv- ember siðasliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn B. Val- fells, forstjdri í Reykjavík, f. 26. september 1902, d. 6. febrúar 1981, og Helga Bjarnason Valfells, f. 24. sept- ember 1909, d. 11. ndvember 1974. Bræður henn- ar eru Ágúst og Sveinn Val- fells. Að stúdentsprdfi loknu frá Menntaskdlanum í Reykjavík árið 1956 stundaði hún fram- haldsnám bæði í Evrdpu og Banda- rikjunum og lauk doktorsprdfi í mál- vísindum frá Har- vard-háskdla árið 1967. Sigríður var prdfessor í málvís- indum við Uni- versity of Was- hington í Seattle og Columbia Uni- versity í New York. Haustið 1980 er hún var stödd hér á landi lamaðist hún í bflslysi. Sigríður var lengi á sjúkrahúsi en bjd síðan í húsi því er hún dlst upp í ásamt ráðskonum er aðstoð- uðu hana í fötlun hennar. Utför hennar fdr fram í kyrrþey. Á vopnahlésdegi mikla stríðsins, 11. nóvember sL, er skammt var lið- ið af hádegi lést frænka mín Sigríð- ur Valfells eftir harða raun. Á sama degi og nær á sömu stundu og móð- ir hennar Helga 24 árum fyrr. Sveinn B. Valfells, faðir hennar, lést 11. febrúar 1981. Fyrstu 42 ár ævi sinnar var Sig- ríður Valfells glæsileg heimskona, létt í spori og fjölmenntuð. Gullin- hærð, meðalhá vexti og spengileg. Hrókur alls fagnaðar, leiftrandi í til- svörum og skemmtileg í samræð- um, gestrisin, umhyggjusöm við sína nánustu og frændgarð. Það var ótrúlegt hversu mikið henni tókst að varðveita af þessum eiginleikum eftir að hún lenti í umferðarslysi fy/ir átján árum. Bifreið, sem Sig- ríour ók á ferðalagi til Haukadals með Sveini fóður sínum, Denna bróðursyni og Mæsu móðursystur, Blómastofa Fnðjmm SuðuriandsbrautlO 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld 'ál kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. MARAÞON Jjölvítamín Vítamín og steinefni fyrir íþrótta- og athafnafólk hvolfdi. Farþegarnir sluppu án var- anlegra stóráverka. Sigríður ekki. Þessi dagur skildi Sigríði Valfells eftir lamaða upp að hálsi. Hún gat beitt handleggjum sínum en fingrum nær ekki. Þetta eru einni manneskju í blóma lífsins þau örlög, að heil- brigður maður getur þeim með eng- um orðum lýst. Maður getur aðeins farið hjá sér í vanmætti sínum og kjarkieysi hvemig manneskjan get- ur reist sig upp við þessar aðstæður. Borið harm sinn með þeim hætti að kveinka sér hvergi. Vilja heldur ræða um vandamál annarra en sín eigin. Kjarkur slíks fólks getur verið með ólíkindum. Sigríður sýndi þenn- an kjai-k. Mér fannst henni í þessu bregða til ömmu sinnar Sigríðar Jónsdóttur Ólafssonar ritstjóra, sem bar langæan heilsubrest sinn með glettinni hetjulund. Enginn fær auð- vitað séð inn í hugskot hugprýðinn- ar. Þar hljóta samt að vera skin og skúrir því tæpast enginn er allur úr stinnu stáli steyptur. Á þessum átján árum frá slysinu heyrði ég Sigríði Valfells aldrei mæla æðraorð. Þó var oft við mikla erfiðleika að etja. Líkamlegt ástand var stundum með þeim hætti að maður spurði sig stundum að því, hversu mikið harðrétti einn mann- legur líkami megi þola. Svarið er nú fengið. Hún lést eftir 10 daga legu á ^miiiirrg H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H , S/mi 562 0200 ^ llIIIIIIIIll ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararsfióri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suóurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ gjörgæsludeild þegar öll læknisráð voru úti. Margar mínar fyrstu bernsku- minningar eru um frænku mína Siggu. Við systkinabörnin lékum okkur daglega saman á fyrstu árum seinna striðsins. Við vorum ákaflega samrýnd og góðir vinir. Við létum gefa okkur saman oftar en einu sinni og settum upp gyllta gardínu- hringi sen tákn um hjúskapinn. Ein- hverjar deilur munu samt hafa komið upp á milli hjónanna því eitt sinn barði ég hana í hausinn með skóflu. Það kom blóð og hún hljóp grátandi heim. Eftir stóð ég og nú með nokkrar grunsemdir í mínum heimska haus, að svona ætti maður líklega ekki að fara að stelpum. Mynd illvirkisins er enn ljóslifandi í huga mínum og hefur ef til vill orðið mér til viðvörunar. Mér var þetta fyrirgefið sem betur fer og milli okkar Siggu fór eftir þetta aldrei öf- ugt orð meðan hún lifði. Enn finnst mér samt að halli á mig eftir þetta atvik, svo mikla vinsemd, sem Sig- ríður Valfells auðsýndi mér alla ævi síðan. Fjölskylda hennar fluttist til Am- eríku á stríðsárunum og dvaldi þar um nokkurra ára skeið. Eftir heim- komuna voru strákar víst mest hættir að leika sér með stelpum. Sigga skaraði síðan fram úr í barna- skólanum, hljóp yfir einn bekk auk þess að vera í rauninni öðru ári til viðbótar á undan sínum árgangi. Þar með var hún komin fram úr mér aumum neðribekkingi og kynn- in strjáluðust dálítið eins og gengur. Sigríður sigldi mikinn á mennta- brautinni. Varð stúdent með hárri einkunn árið 1956. Hún nam síðan franskar bókmenntir í Gstad í Sviss og síðan við Sorbonne í París. Það- an lá leiðin til Harvard í Bandaríkj- unum og lauk hún þaðan doktors- prófi í málvísindum árið 1967. Hún gegndi síðan háskólakennarastöð- um í Seattle, New York, Helsinki og í Reykjavík. Hún gaf út kennslubók í forníslensku, „Old Icelandic", sem kom út hjá Oxford University Press 1981. Hún var foreldrum sínum um- hyggjusöm dóttir. Skiljanlega var einkadóttirin augasteinn móðurinn- ar, Helgu Ágústardóttur H. Bjarna- sonar. Menntun og upplýsing var í hávegum höfð í Bjarnason-fjöl- skyldunni og stundum ekki heiglum hent að etja þar kappi. En um- hyggja og hjálpsemi voru líklega þær dyggðir sem mest áherzla var á lögð í uppeldi barnanna hjá þeim Sveini og Helgu. Sigríður bjó í Bandaríkjunum um margra ára skeið að námi loknu. Á heimili hennar í New York kom ég nokkrum sinnum og var vel fagnað. Eftir slysið og lát fóður síns settist hún að í húsi foreldra sinna í Blönduhlíð 15. Einnig fór hún oft- loma bwði m CUaúðskom v/ Possvo0ski»‘kjt4gaFt3 Sfmh 554 0500 y- Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn lega í sumarbústað fjölskyldunnar á Þingvöllum, þar sem marga gróður- gersemi er að fmna. Hún seldi íbúð- ina í New York og keypti sumarhús í Orlando. Þangað sem henni þótti gott að fara. Eru þeir ófáir vinir hennar sem hún hefur vísað þar til gistingar. Þó hin ramma taug dragi til föðurtúna, þá grær óhjákvæmi- lega önnur taug í hina áttina. Þau lönd sem menn gista langdvölum eignast hlut í sálinni. Þangað verða flestir að leggja leið sína af og til. Sigríður átti margar góðar stundir í Ameríku þangað sem hún fór iðu- lega sér til upplyftingar og naut þá aðstoðar góðs fylgdarfólks. í landi Skógræktarinnai- í Hauka- dal áttu fjölskyldur okkar sumarat- hvörf þegar við vorum börn. Veran þar var snar þáttur í lífi okkar árum saman. Það var oft rigning og krökkunum leiddist inni. Mæsa sagði að nú hlyti hann að vera búinn að rígna úr sér, það væri búið að rigna svo lengi. En hann rigndi bara áfram og einn daginn stóð Mæsa fyrir al- mennri vatnsgallavæðingu. AJlt veð- ur var afnumið og byggja skyldi lít- inn sveitabæ í Haukadal. Það var stungið torf á holtinu, ferkantaðir blikkbrúsar fengu húsform sem báru uppi torfþökin. Rauðmálaðir tréstafnar með ekta glergluggum prýddu þennan þríhúsaða burstabæ með rauðum skorsteini upp úr mið- þekjunni. Það fannst framliðinn spóaungi í móanum og var hann jarðsettur þarna að húsabaki. Þess- vegna hét þarna að Spóastöðum. Við Sigga tókum við búsforráðum á þessu höfðingjasetri og bjuggum þar lengi. Eftir okkar fardaga komu svo aðrar frænkur og frændur og hélst þarna lengi byggð. Árin liðu og börnin tognuðu. Haukadalur hélt samt áfram að vera mikill þáttur í vitundinni. Hann hafði gróið einhvernveginn inn í sálirnar á þann veg, að heims- borgaramir leituðu fyrr eða síðar til þess staðar, þar sem hamingjan ein hafði ríkt og hver dagur hafði verið sem þúsund ár. Hann varð það fyr- irheitna land hugans þangað sem allar götur liggja til af heimsins hálagleri. Siggu varð tíðrætt um dalinn okkar og allar minningarnar þaðan. Þá ljómuðu augun og tíminn hvarf úr vitund okkar. Otrúleg smá- atriði stukku ljóslifandi fram á svið- ið og gleðin ein ríkti. Á miðju þessa síðasta sumars síns stefndi Sigga Valfells öllu fólk- inu til Haukadals. Þar hittumst við gömlu Haukdælirnir hátt upp í hlíð í björtu veðri. Þar var fjölmenni, mörg nestisskrín uppi og mikill fagnaður. Síðan var haldið að Haukadalskirkju og stiginn og sunginn hringdans á hlaðinu. Gústi stórifrændi söng þar öll erindin í Malakoff við harmónikkuundirleik litlafrænda. Gleðidagur fyrir okkur öll. Sigga frænka gladdist með okk- ur og naut þessa hinsta dags síns í Haukadal. Síðast þegar við Sigga hittumst á haustmánuði töluðum við enn um Haukadal og fegurðina á Spóastöð- um. Ef til vill getur þú séð himna- ríki ef þú bara horfir nógu vel og lengi og skerpir sjónina með minn- ingum þínum. Þær bestu tekur eng- inn frá þér. Þær fylgja þér til endi- markanna - hvar sem þau svo er að finna. Halldór Jónsson, verkfr. Stutt er dvöl í stundar heimi líður líf fyrr en lýði varir, sem hvirfilbylur um haf strjúki, Ijómi leiftur um loftboga. Hvað er lífið? Ljós sem slokknar, blásin bóla, sem brestur og hjaðnar, boði sem brotnar á bana ströndum, hjóm, hégómi, hrapandi stjarna. Svo kvað skáldið Jón Olafsson, langafi hinnar látnu. Stjörnuhrap á heiðum nætur- himni var eitt sinn talið tákna fráfall manns. Nú voru slík tákn á lofti við nýlega heimkomu mína til landsins. í mínum venslahópi hafði Sigríður Sveinsdóttir Valfells verið ein af skærum stjörnum fjölskyldunnar, sem fékk þó ekki að skína sem skyldi, því örlögin di'ógu skyndilega ský fyrir birtuna í miðju lífshlaupi. Og nú er skinið að fullu slokknað. Við Sigga vorum systkinabörn, og var því von, að vegir okkar lægju oft saman. Eg fylgdist því náið með æsku hennar, einkum þar sem Sigga dvaldist oft um stundar sakir í umsjá móður minnar á sumar- heimili okkar. Þá var þar lítil, ljós- hærð hnáta glaðvær í góðu um- hverfi umvafin nærgætni frænku sinnar. Árum seinna, þegar ég var við nám í Bandaríkjunum, átti ég athvarf í skólafríum hjá móðurbróð- ur mínum í New York-borg og fylgdist þá með því hvernig ung dóttir hans kynntist fyrst erlendum háttum og tungu, en framhald þess átti einmitt síðar eftir að verða hennar sérnám og ævistarf. í lok styrjaldai- í Evrópu var mér falið það vandaverk að vera leið- sögumaður hennar og bræðra henn- ar yfir Atlantshafið á leið heim til íslands. Hófst ferðin í járnbraut, og var farið í áföngum upp til Halifax í Kanada, en þaðan var haldið á leiguskipi um Atlantsála til Reykja- víkur. Hver ferðalangur í hópnum átti á leiðinni að huga að sínum föggum, og er mér minnisstætt hve litlu stúlkunni var annt um, að allt kæmist til skila af handfarangri, sem þannig var fluttur heimsálfa á milli, borið á litlum herðum. Sam- viskusemi var henni í blóð borin. Einnig stendur mér fyrir hug- skotssjónum ung, ljóshærð og hnar- reist skólastúlka, sem hafði nýlega tekið stúdentspróf hér í Menntaskól- anum, og hélt út í heim, þar sem hún lauk doktorsnámi í málvísindum. Mér er ljúft að rifja upp minn- ingu um alúð frænku minnar, þegar hún sem ung kona í New York tók á móti okkur hjónum, er við komum úr langferð sunnan úr löndum. Þá var hún búsett þar vestra og var orðin veraldarvanur stórborgari, þaulmenntuð í málsögu og víðlesin. Við heimkomuna að námi loknu brosti lífið við glæsilegri, vel mennt- aðri konu, sem voru allir vegir fær- ir. Hún vann við að semja bók um forníslensku, sem er handbók fyrir erlenda áhugamenn um íslensk fræði. Var þessi bók gefin út af Ox- ford University Press 1981 og heitir „Old Icelandic, an introductory course“. Sigríður átti ekki langt að sækja áhuga fyrir málvísindum, því langafi hennar Jón Ólafsson skáld var mikill málvöndunannaður og samdi meðal annars kennslubækur um íslenska tungu, svo sem Móður- málsbókina 1911 og Orðabók 1915. Eg vil síður muna eftir bílslysi eða rifja upp þunga legu Sigi'íðar og líf í hjólastól. Sigríður bar það hlut- skipti sitt þó með stillingu og æðru- leysi, og gerðu bræður hennar og aðrir venslamenn þá tilveru eins hagstæða og unnt var. Lífið gekk áfram við aðrar að- stæður en áætlað hafði verið. Enn nutum við hjón, ég og Sigi'ún kona mín, gestrisni Sigríðar í góðra vina hópi í sumarhúsi við Þingvallavatn, eða glöddumst yfir heimsókn henn- ar, því Sigríður var full af fróðleik og frásagnargleði, og sá oft bros- legu hliðarnar á mörgum dægur- málum, sem bar á góma. Hún var jákvæð í viðhorfi, hafði að vísu sínar föstu skoðanir á mönnum og mál- efnum, en viðræður við hana voru alltaf mannbætandi. Nú er þessari dvöl hennar lokið á meðal okkar. Afi Sigríðar, dr. Ágúst H. Bjarnason prófessor, ritaði svo í lok bókar sinnar um Almenna sálar- fræði: „Enginn veit hvað við tekur, þegar þessu lífi lýkur, en hafi menn lifað því vel og samviskusamlega, sjálfum sér og öðrum til góðs og gert skyldu sína í hvívetna, er um ekkert að sakast og engu að kvíða.“ Við munum geyma margar góðar minningar um Sigríði og við Sigrún þökkum fyrir hugljúfar samveru- stundir. Sturla Friðriksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.