Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ 1 I iÆ 4? 1 ^ : I í j PH | in 1 FRÁ endurvígslu gömlu kirkjunnar í Stykkishólmi síðastliðinn sunnudag. Gamla kirkjan í Stykkishólmi í sitt upprunalega horf Stykkishólmi - Það var hátíðleg stund þegar biskupinn yfir fs- landi, Karl Sigurbjömsson, end- urvígði gömlu kirkjuna í Stykkis- hólmi. Sóknarpresturinn í Stykk- ishólmi, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson, þjónaði fyrir altari. Sóknarprestar í prófastsdæminu voru einnig viðstaddir og sr. Gísli Kolbeins sem þjónaði Hólmurum til margra ára. Konungsleyfi fyrir bygging- unni var gefið út í byrjun 1878. Um sumarið var grunnurinn gerður og bygging kirkjunnar hófst þá um haustið. Hún var vígð í októbermánuði árið 1879 og er því 119 ára gömul. Kirkj- una teiknaði Helgi Helgason, tónskáld og húsasmiður, og Jóhannes Jónsson snikkari tók að sér að byggja hana. Þegar nýja kirkjan í Stykkis- hólmi var vígð og tekin í notkun árið 1990 vöknuðu spurningar um hvað ætti að gera við gömlu kirkjuna. Kirkjunni hafði lítið verið haldið við og ástand hennar orðið mjög bágt. Þar sem í Stykkishólmi hefur verið mikill áhugi á að viðhalda gömlum liús- um og húsaþyrpingin í miðbæn- um setur fallegan svip á bæinn var ákveðið að ráðast í það verk að endurbyggja hana. Kirkjan hefur iistrænt og menningarsögulegt gildi sem rétt er að varðveita. Endurbygging kirkjunnar hófst fyrir nokkrum árum. Verkið gekk hægt í byijun, en í ágiíst á síðasta ári skipaði sóknarnefnd fimm manna fram- kvæmdanefnd sem fékk það verk- efni að ljúka endurbyggingu kirkjunnar og sjá um að fjár- magna verkið. Nefndina skipuðu: Rakel Olsen, Dagbjört Höskulds- dóttir, Ólafur K. Ólafsson, Bernt Sigurðsson, Gunnar Sturluson og William Thomas Möller. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á einu ári hefur tekist að ljúka verkinu og er kirkjan nú í upp- runalegri mynd. Kirkjuturn var endurbættur, þakið klætt stein- skífum og kirkjubekkir lagfærð- ir. Vandað hefur verið til allrar vinnu og frágangs og er kirkjan mjög falleg. Þeir sem unnu að endurbyggingunni voru Baldur Þorleifsson, Sigurður Lárusson og Jón Svanur Pétursson. Hjör- leifur Stefánsson arkitekt teiknaði breytingarnar og fylgd- ist með verkinu og haft var náið samráð við Húsfriðunar- nefnd. Kostnaður við endurbyggingu kirkjunnar er um 18 milljónir. Framkvæmdanefndin skilar gömlu kirkjunni skuldlausri til sóknarnefndar, sem tekur nú við rekstri kirkjunnar sem mun gegna sínu fyrra hlutverki í kirkjulegum athöfnum. Kerta- fram- leiðsla á Flateyri NÝVERIÐ keyptu hjónin Sarah J. Allard og Þorvaldur Pálsson kertaframleiðslu að sunnan, í þeim tilgangi að hefja slíka framleiðslu á Flateyri. Framleiðsla kertanna er ein- föld, bráðið býflugnavax er sett í mót með mismunandi mynstr- um og það síðan látið harðna. Framleiðslan hefur gengið vonum framar og eru kertin þegar komin í sölu hjá hand- verkshópnum Purku á Flateyri og í söluturninum Kjartanshúsi sem þau hjón reka. Til stendur að koma þeim víða í dreifingu. Notkunargildi kertanna eru mikið, þau er hægt að nota jafnt á jólum sem og öðrum tyllidögum. Morgunblaðið/Egill Egilsson Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir KRAKKARNIR gerðu furðufiska sem hengdir voru upp í anddyrinu, en það var málað og því breytt í fiskabúr. Nemendur í aðgerð og mælingum á Ari hafsins F.v. Björn Sigurbjörnsson, ráðuneytisstjóri landbúnaðan-áðuneytis, afliendir verðlaunin, Sigurgeir Þórarinsson frá Ferðaklúbbnum 4x4, Orri Hrafnkelsson, Örn Bergsson frá Landgræðslufélagi Öræfinga, Eyþór Pétursson, Baldursheimi, og Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. Reyðarfirði - í síðustu viku var þemavika hjá krökkunum á Reyð- arfirði. Nemendur og kennarar lögðu stundaskrána til hliðar og við tóku ýmis verkefni og vettvangs- ferðir tengd þema vikunnar „Haf- inu“. Nemendur fengu m.a. að skoða Dröfnina, skóla- og rannsóknaskipið. Allir nemendur skólans skoðuðu skipið og nemendur í 9. og 10. bekk fóru í veiðiferð út á fjörðinn. Troll- inu var kastað og það reyndist ágætur afli í pokanum svo það var nóg að gera í mælingum og aðgerð niðri á millidekki. Að aðgerð lokinni voru sjaldgæfar fisktegundimar skoðaðar. Ahöfnin á Dröfninni sá um að fræða nemendur og þar var valinn maður í hverju rúmi. Fróðir og skemmtilegir menn sem allt vildu fyi'ir krakkana gera. Stjórn- völd eiga heiður skilinn fyrir að gefa nemendum um land allt kost á því að nýta sér skólaskipið Dröfnina og vonandi að það verði til framtíðar. Nemendur heimsóttu sjávarút- vegsfyrirtæki á Reyðarfirði, SR- mjöl og Skinney og á Eskifirði var farið á netaverkstæði og í rækju- vinnslu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Hvarvetna var nemendum vel tekið og þeir urðu margs vísari, því reyndin var sú að fæstir höfðu kom- ið inn í þessi fyrirtæki. Þá var Sjóminjasafnið á Eskifirði heimsótt þar sem hinn fróði og vinalegi safn- vörður, Geir Hólm, tók á móti þeim og sagði þeim frá lífinu fyrr á öld- um. I skólanum var unnið að margvís- legum verkefnum. Þar má nefna netagerð, þar sem nemendur lærðu algenga hnúta og fengu tilsögn í að riða net, eldhús með sjávarréttum og sett var á fót rannsóknastofa þar sem sjávardýr voru skoðuð í smásjá og víðsjá. Krakkarnir gerðu furðu- fiska sem hengdir voru upp í and- dyrinu, en það var málað og því breytt í fiskabúr. Af Netinu var náð í upplýsingar og einnig úr bókum og fjölmörg plaköt litu dagsins ljós svo og stórt málverk eftir yngi'i nem- endur eftir sögunni um selshaminn. í lok vikunnar voru líffræðingar frá Hafrannsóknastofnun fengnir til að koma austur með sína landsþekktu sýningu, sem þeir komu upp í skól- anum samhliða sýningu nemenda. Land- græðslu- verðlaun- in 1998 Hellu - Viðurkenningar Land- gi æðslu ríkisins voru afhentar sl. föstudag í höfuðstöðvum Land- græðslunnar í Gunnarsholti. Verðlaunað var fyrir framtak í þágu landgræðslu og gróður- verndar, en með því vill Land- græðslan vekja athygli þjóðar- innar á fórnfúsu starfi ótal þjóðfélagsþegna að landgræðslu- málum og jafnframt hvetja fleiri til dáða. Leitað var eftir tilnefn- ingum frá öllum búnaðarsam- böndum og umhverfisnefndum landsins, en verðlaunin, „Fjöreggið“, sem hjónin Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórs- son á Miðhúsum hönnuðu og smíðuðu úr tré, hlutu fjórir aðil- ar í ár. Eyþór Pétursson, bóndi í Bald- ursheimi í Mývatnssveit, hefur ásamt fjölskyldu sinni stundað uppgræðslu á jörð sinni um ára- bil. Hann hefur grætt upp tugi hektara af örfoka melum og rofabörð svo kílómetrum skiptir. Hann hefur tekið þátt í verkefn- inu „Bændur græða landið“ frá upphafi, en það er samstarfs- verkefni Landgræðslunnar og bænda um uppgræðslu heima- landa. Hann stundar vistvæna sauðfjárframleiðslu og er búinn að bæta og auka svo mikið við heimaland sitt, að hann er hætt- ur að reka fé á afrétt. Ferðaklúbburinn 4x4 er félag áhugamanna um ferðalög og búnað Qórhjóladrifsbifreiða. Klúbburinn hefur einnig að markmiði að vinna að umhverfís- vernd og ábyrgri afstöðu félags- manna sinna til góðrar umgengni við náttúru landsins. Að þessu hefur klúbburinn m.a. unnið með stofnun umhverfisnefndar, með fræðslu og sérstökum ferðum félagsmanna, þar sem unnið hef- ur verið að merkingum vegaslóða á hálendinu til að koma í veg fyrir akstur utan vega á viðkvæmu gróðurlendi. Þá hefur klúbburinn unnið við uppgræðslu- og gróðurverndar- verkefni í samstarfi við Land- græðslu ríkisins. Landgræðslufélag Oræfinga var stofnað 1. nóvember 1992. Það hefur að meginmarkmiði að koma samfelldum nytjagróðri á undirlendi sveitarinnar auk fjallahlíða þar sem gróðurskil- yrði og aðstæður leyfa. Eitt fyrsta verkefnið var að friða beit á rúmlega 5 þúsund hektur- um lands ofan vegarins milli Hofs og Hnappavalla. Félags- menn hafa unnið ötullega að þessum markmiðum með sán- ingu og plöntun Iandgræðslu- jurta, s.s. grass og lúpinu. Einnig hefur verið lögð áhersla á að koma upp birkiskógi á þessu hrjóstuga landi. Félagið hefur lagt áherslu á að virkja unglinga til starfa, unnið að fræðslu og breiðri þátttöku brottfluttra Oræfinga auk heimamanna. Orri Hrafnkelsson hefur verið formaður Skógræktarfélags Austurlands síðan 1987. Undir forystu hans hefur félagið lagt mikla rækt við ýmis Iandvernd- armálefni og náðst hefur sam- staða um friðun stórra landsvæða á Jökuldal og í Jökulsárhlíð. Fyrir forgöngu hans og tilstyrk Vegagerðarinn- ar var lokið við friðun landsvæða frá Teigará milli Hofteigs og Hjarðarhaga og út að Hnitbjörg- um í Jökulsárhlíð, alls um 42 kílómetra að lengd og um þrjú þúsund hektara að stærð. Friðun þessa svæðis býður upp á mikla möguleika í landgræðslu og skógrækt. Dómnefnd var skipuð Huldu Valtýsdóttur, Sigurgeiri Þor- geirssyni, Nfelsi Árna Lund, Sig- mundi Einarssyni og Sveini Runólfssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.