Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1998 37 Pinochet-málið ýtir við mönnum Mikil pólitísk, lögfræðileg og heimspekileg umræða hefur verið í Frakklandi um hand- töku Augusto Pinochets í kjölfar framsals- beiðni frá Spáni. Páll Þórhallsson hefur fylgst með þessum vangaveltum en á morg- un er að vænta ákvörðunar lávarðadeildar- innar bresku um framsalskröfuna frá Spáni. Meðal annars telja sumir nauðsynlegt að endurskoða ákvæði frönsku stjórnarskrár- innar um friðhelgi ráðamanna, en svipuð ákvæði eru í íslensku stjórnarskránni. lind Morgunblaðið/Golli ídsins og auðlinda þess,“ um. Við gerum þó ekki kraftaverk. Þannig er það í eðli jökulvatna að beislun þeirra kallar á umtalsverða vatnsmiðlun og því miðlunarlón. Þannig er ekki hugsanlegt að minnka Norðlingaöldulón nema vegna þess að aukin miðlun er ann- ars staðar, t.d. miðlunin í hinu nýja Hágöngulóni," segir Þorkell. Gufuafl Torfajökuls- svæðisins nýtt? Orkulindir landsins byggjast á vatnsföllum og jarðhita. Að sögn Þorkels er tæknilega mögulegt að nýta um 40 terawatt- stundir af vatnsorku á ári, en 20-25 terawattstundir af jarðhita. Til saman- burðar nam raforkufram- leiðslan árið 1997 5,6 ter- awattstundum þannig að þá var ekki búið að beisla tíunda hluta þess mögulega. Þorkell leggur þó áherslu á að seint verði allt tækni- lega nýtanlegt afl virkjað. Þar komi m.a. til aukin áhersla á umhverfis- málin. Jarðhitavirkjanir eru að sumu leyti umhverfisvænni en vatnsafls- virkjanir, að sögn Þorkels og segir hann mikinn vilja vera til þess á Orkustofnun að efla rannsóknir á jarðhita. Landnotkun jarðhitavirkj- ana sé minni en vatnsaflsvirkjana og afmá megi ummerki um jarð- hitavirkjanir þegar hætt er að nýta þær. Á móti kemur nokkur losun gróðurhúsalofttegunda og að jafn- aði séu þær óhagkvæmari en hag- kvæmustu vatnsaflsvirkjanir. Hann segir að meðal annars sé verið að rannsaka möguleika á að nýta jarð- hitann á Torfajökulssvæðinu, en mikilvægt sé að kortleggja hvar vinnsla gæti farið fram í ljósi mikils verndargildis þessa svæðis. Meg- ináherslan er þó lögð á háhitasvæði sem næst byggð. Þorkell segir að kostnaður við jarðhitarannsóknir verði Orkustofnun fljótt ofviða, enda hafi stofnunin ekki staðið að tilraunaborunum í áratugi. Kostn- aður við eina tilraunaborholu nemi t.d. um 100 milljónum króna. Hann segir að unnt sé að nýta jarðhita í meira mæli en gert sé, en virkjun hans sé þó nokkrum vandkvæðum háð, „Það hentar best að reisa jarð- hitavirkjanir í hæfilega stórum ein- ingum, svo sem eins og 20-30 megawöttum. Slíkar einingar geta vel hentað hinum almenna raforku- markaði en síður stóriðju. Eigi að síður er gróska í jarðvarmavirkjun- um um þessar mundir. Afi þeirra mun væntanlega aukast úr 50 MW í nær 120 MW á þremur misserum með orkuverinu á Nesjavöllum og stækkunum við Kröflu og á Svarts- engi,“ segir Þorkell. Virkjanir utan hálendisins Samkvæmt áætlunum Orkustofn- unar er tæknilega unnt að nýta 30 terawattstundir af hagkvæmri vatnsorku á ári á miðhálendi ís- lands. Utan hálendisins er tækni- lega mögulegt og hagkvæmt að nýta 10 terawattstundir vatnsorku á ári og aðeins 8% hafa þegar verið virkj- uð. Þorkell segir að vissulega megi kanna nánar þann kost að virkja ut- an miðhálendisins. „Þegar virkjað er ofan af hálend- inu, eins og fyrir norðan Vatnajökul, er oftast verið að nýta mikið fall vatnanna niður í byggð. Þessu er ekki að heilsa þegar komið er í byggð. Virkjanir á láglendinu nýta ekki mikið fall, enda þótt vatn fljót- anna vaxi auðvitað því meira sem nær dregur ósum. Slíkar vh’kjanir eru þó að jafnaði fremur smáar. Og auðvitað er virkjun jökulfljóta á lág- lendi næsta jafn háð vatnsmiðlun milli vetrar og sumars og hálendis- virkjun. Sjaldnast er rúm fyrir slíka miðlun í byggð. Láglendisvirkjanir eru því engin töfralausn á umhverf- isvanda virkjana. En þegar svo vill til að miðlanir eru þegar komnar, svo sem í Þjórsá, getur virkjun á láglendi bæði verið hagkvæm og umhverfisvæn. Til dæmis eru til áætlanir um myndarlega virkjun við Urriðafoss í Þjórsá, sem er skammt neðan við hringveginn," segir Þorkell og bætir við: „Það verður fagurt mannvirki og eflaust vinsæll áningarstaður ferðamanna á næstu öld.“ Sátt um nýtingu landsins „Viðhorfsbreyting er í deiglunni í orkumálum," segir Þorkell. „Skipu- lag orkumála er hvarvetna umhverf- is okkur í umbyltingu, frá miðstýrð- um ríkisreknum fyrirtækjum til markaðsbúskapar og einkareksturs. Flestir eru sammála um að við eig- um og munum stíga skref í þessa átt á allra næstu árum og ís- lensk orkufyrirtæki eru þegar að búa sig undir samkeppni á orkumark- aði. Hlutverk stjórnvalda í orkumálum verður að hafa eftiriit með þessum rekstri, en ekki að stýra honum. Á hinn bóginn verður hlutverk ríkisvaldsins að hafa umsjón með auðlindunum, láta rannsaka þær og koma á skipulagi til að útdeila þeim til nýtingar. En fyrst af öllu verður að nást þjóðar- sátt um eðlilega nýtingu landsins og auðlinda þess, hvort sem það er til orkuvinnslu, ferðamennsku eða ann- arra nota um leið og tekið er tillit til verndarsjónarmiða,“ segir Þorkell að lokum. MIKLA umræðu um þetta efni í frönskum blöðum má sjálfsagt meðal annars rekja til þess að Frakkar telja sig yfirleitt vera í forystu í þróun þjóðaréttarins ekki hvað síst er snert- ir vernd mannréttinda og viðbrögð við mannréttindabrotum. Þá hefur verið hafin dómsrannsókn fyrir rétti þar í landi á hendur Pinochet þannig að möguleikinn á að hann yrði dæmdur fyrir frönskum dómstóli er ekki ein- vörðungu fræðilegur. Sömuleiðis eru tvö mál fyi'ir rétti á hendur Rúanda- mönnum sem sakaðir eru um að hafa tekið þátt í þjóðarmorði árið 1994. Hundrað og þrjátíu franskir lög- fræðingar hafa sent bresku lávarða- deildinni áskorun um að missa ekki af framrás sögunnar heldur verða við framsalsbeiðninni frá Spáni. Aðrir vara við hugsanlegum slæmum afleið- ingum þess að draga Pinochet fyrir dóm í Evrópu. í sjálfu sér er ekki deilt um það að þessi fyrrverandi leið- togi herforingjastjórnarinnar í Chile verðskuldi að vera dreginn fyrir dóm. Spurningin er fyrst og fremst hver eigi að dæma hann. Hver er bær til þess að lögum, hver hefur meðölin til þess og hver hefur svo að segja sið- ferðilegt umboð til þess? Skal dæmdur í Evrópu Prófessor Olivier Duhamel, sem er jafnframt þingmaður á þingi Evrópu- sambandsins, segir það vera siðferði- lega skyldu Evrópuríkja, sem eiga í hlut, gagnvart fórnarlömbum her- stjórnarinnar í Chile og gagnvart al- þjóðasamfélaginu að draga Pinochet til ábyrgðar. Það sé ennfremur póli- tísk nauðsyn í samræmi við hugsjón- ina um raunhæfa vernd mannrétt- inda. Þar með væri og gerður greiði lýðræðissinnum í Chile sem geti ekki dregið hann fyrir dóm þar í landi af pólitískum ástæðum. Þá væri einnig um að ræða ótvíræð skilaboð til ann- arra ríkisleiðtoga að í Evrópu væri enginn griðastaður fyrir glæpamenn. Gengur hann meira að segja svo langt að segja að komi Evrópuríki lögum íyrir Pinochet muni það færa evr- ópskri alþýðu manna heim sanninn um að yfirlýsingarnar um Evrópu laga og réttlætis séu ekki orðin tóm. Loks telur Duhamel að lögfræðilega, vegna þróunar þjóðaréttarins, sé möguleiki á slíkum dómi. Ganga verði úr skugga um hvort sak- irnar sem á Pinochet séu bornar geti fallið undir glæpi gegn mannkyninu eða hvort um venjulag af- brot sé að ræða sem fyrn- ist á vissu árabili. Brigitte Stern, prófess- or í þjóðarétti við Sor- bonne-háskóla, telur einmitt að erfitt gæti reynst að fella verk Pinochet undir hefðbundnar skilgi-einingar á glæpum gegn mannkyni, einkum svo- kallað hópmorð (þjóðarmoi'ð) sem hér gæti átt við. Hún segir að fórnarlömb- in hafi ekki verið einn þjóðernishópur sem markmiðið hafi verið að útrýma heldur hópur stjórnarandstæðinga af ýmsu þjóðerni. Áuk þess séu álitamál er snerta lögsögu ríkisdómstóla varð- andi glæpi gegn mannkyninu. Sumir fræðimenn telji þá venjuréttarreglu gilda að allir dómstólar hvar sem er séu bærir til að dæma í slíkum málum en aðrir vísi til ákvæða alþjóðasátt- mála um að það séu eingöngu dóm- stólar í því ríki þar sem brot var framið eða þá sérstakir alþjóðadóm- stólar. Fyrning Ef ekki væri hægt að saksækja Pinochet íyrir annað en pyntingar og mannshvörf þá gildir tíu ára almenn- ur fyrningarfrestur í Frakklandi. Á Islandi hins vegar eru sum afbrot ófyrnanleg eins og manndráp þannig að fi'á því sjónarhorni er auðveldara að dæma menn fyrir alvarleg afbrot sem jaðra við glæpi gegn mannkyninu á Islandi en sums staðar annars stað- ar. Til dæmis má nefna að í Svíþjóð teljast öll brot fyrnanleg. Á hinn bóginn vantar í íslensk hegningarlög efnisákvæði um slíka meiriháttar glæpi eins og hópmorð eða pyntingar, sbr. einmitt nýlegar athugasemdir pyntingarnefndar Sa- meinuðu þjóðanna um þetta gat í ís- lenskri löggjöf. Að sögn Jónatans Þórmundssonar lagaprófessors hefur ekki alltaf verið gætt samræmis þeg- ar við Islendingar höfum fullgilt al- þjóðasáttmála á þessu sviði. íslensk- um dómstólum hefur verið fengin allsherjarlögsaga sem kallað er, þ.e. lögsaga til að dæma menn án þess að glæpir sem þeir væru sakaðir um tengdust íslenskum hagsmunum með nokkrum hætti, á ýmsum sviðum, þ.á m. varðandi pyntingar, en efnisá- kvæðin skortir. Hins vegar myndu reglur um frið- helgi þjóðarleiðtoga ekki koma til skoðunar í Frakklandi vai'ðandi menn eins og Pinochet því þar njóta fyrr- verandi þjóðarleiðtogar ekki friðhelgi eins og i Bretlandi. Erum við íslend- ingar þar á báti með Frökkum. Beðið eftir alþjóðadómstól Prófessor Mireille Delmas-Marty, sem er einhver helsti fræðimaður Frakka á sviði refsiréttar, heldur því fram í viðtali við dagblaðið Libération að samkvæmt skilgi'einingu varði glæpir gegn mannkyninu mannkynið allt en ekki einungis borgara eins rík- is. Það sé því ekki hægt að dæma fyr- ir slíka glæpi nema í nafni alls mannkyns. Sömu af- stöðu hafði heimspekingur- inn Hannah Ai-endt tekið þegar hún fjallaði um rétt- arhöldin yfir Eichmann í ísrael. Delmas-Marty hvet- ur því til þess að Alþjóða- sakamáladómstólnum verði sem fyrst ýtt úr vör eins og samþykkt var í Róm síðastliðið sumar. Því mið- ur verður einhver bið á því að svo verði og í öllu falli mun hann ekki hafa lögsögu aftur í tímann. Nú hafa rúm- lega þrjátíu ríki fullgilt sáttmálann en sextíu fullgildingar þarf til þess að hann öðlist gildi. Þess má geta að ís- lendingar voru meðal íyrstu þjóða sem undirrituðu sáttmálann, gerðu það 26. ágúst síðastliðinn, og stefnt er að því að hann verði lagður fyrir Al- þingi til samþykkis með þingsályktun síðar í vetur. Stjórnarskrárbreytingar Fram hefur komið í umræðunni í Frakklandi að breyta verði frönsku stjórnarskránni til þess að fullgilding Rómarsamningsins frá 17. júlí sl. sé möguleg. Stafar það af ákvæðum hennar um friðhelgi forseta landsins og að hann ásamt ráðherrum verði einungis dæmdir af sérdómstólum. Stjórnarskráin franska heimilar sem sagt ekki að þarlendir ráðamenn séu dæmdir af alþjóðadómstóli. Verði sáttmálinn um alþjóðasakamáladóm- stólinn fullgiltur, en hann mælir fyrir um lögsögu dómstólsins í ákveðnum tegundum mála, yi'ði því að óbreyttu um árekstur á milli hans og stjórnar- skrárinnar að ræða. Það er reyndar athugunarefni hvort svipuð sjónarmið kynnu að eiga við á Islandi vegna ákvæða 11. gr. stjórnar- skrárinnar um að forseti lýðveldisins sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Ymsar stjórnarathafnir gætu auðvitað frá fræðilegu sjónarmiði, þótt því fari auðvitað fjarri á Islandi nú um stund- ir, flokkast undir meiriháttar glæpi, sem ekki væri eðlilegt að menn gætu sloppið með í skjóli slíkra friðhelgisá- kvæða. Jafnvel mætti einnig setja spurningai-merki við 14. gr. stjórnar- skrárinnar um að Landsdómur dæmi um þau mál sem höfðuð eru gegn ráð- herrum, ákvæði sem útilokar væntan- lega aðra dómstóla, þai' á meðal al- þjóðadómstóla. Spyi'ja má hvort þessi ákvæði séu alveg í takt við þá hug- myndafræði, sem býr að baki þróun þjóðaréttarins, að ríkin leitist við að loka glufum innanlands og á alþjóða- vettvangi fyrir þá sem fremja meiri- háttar glæpi. Svigrúm fyrir hvert ríki Dagblaðið Le Monde hefur það eft- ir ónafngreindum viðmælanda úr röð- um þeirra sem hafa unnið að alþjóða- sáttmálum Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði að það verði að varast of- trú á möguleikum dómstóla til að gera upp fortíðina. Vissulega sé nú hreyfing gegn friðhelgi þeirra sem hafa gerst sekir um alvarlega glæpi. En það verði að vera svigrúm fyrir hvert og eitt ríki að ráða sjálft fram úr vandamálum fortíðarinnar svo fremi grundvallarréttindi séu ekki virt að vettugi. Mikilvægur sé réttur- inn til vitneskju samanber starf sann- leiksnefndarinnar í Suður-Afríku, og að íhlutun dómstóla tengist þjóðar- sáttum og almennri aðstoð við að koma réttarríki á laggirnar. „Vanda- málið í Chile er að sakirnar hafa ekki verið gerðar upp. Staðreyndirnar liggja á borðinu en enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar. Það eru tvenns konar hættur varðandi Pinochet: Að hann verði ekki dæmdur eða að mönnum finnist norðrið vera að dæma suðrið.“ Á sama hátt varar Dany Cohen lögmaður við því að hvaða dómstóll sem er telji sig þess umkominn að dæma hvern sem er, það verði hálf- gert villta vestur, eða Sturlungaöld mjmdum við líklega segja hér á landi. Praktískar ástæður Enn aðrir sjá tormerki á því að spænskur eða franskur dómstóll geti af praktískum ástæðum komið lögum yfir Pinochet því slíkur dómstóll hefði ekki sömu þvingunarheimildir og fjármagn og alþjóðlegu stríðs- glæpadómstólarnir fyrir Júgóslavíu og Rúanda eða Alþjóðasakamála- dómstóll framtíðarinnar. Það þyrfti að safna saman sönnunargögnum, yf- irheyra vitni og fá yfirvöld í Chile til samstarfs. Ennfremur þyrfti, vegna þess að um dómstól erlends ríkis væri að ræða, að gæta sérstaklega að því að virða rétt sakborningsins. Afleiðingar af sýknudómi eða frávís- un gætu orðið hörmulegar miðað við þær væntingar sem bundnar eru við málatilbúnað þeirra sem vilja dæma Pinochet. Ábyrgðarleysi að safna skuldum I íslensk hegn- ingarlög vantar efnisákvæði um slíka meiri- háttar glæpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.