Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt Hreinsiplástur KOMINN er á inark- að hreinsiplástur frá Nivea Visage í sam- vinnu við japanska snyrtivöruframleið- _ andann kao bioré . Á 10 mínútum hreinsar plásturinn óhreinindi og fílapensla úr húð- inni. Að sögn Ólafs Gylfasonar sölumanns J.S. Helgasonar ehf. inniheldur plásturinn engin hættuleg efni. Hins vegar er ekki ætlast til að plástur- inn sé notaður oftar en á þriggja daga fresti. Hann hentar ekki fólki, sem er við- kvæmt fyrir plástr- um, né þeim sem eru með bólgna, sólbrennda eða mjög þurra húð. s Hryggur fiagarans Þegar tengdó kemur í mat þýðir ekki að bjóða neitt nema það allra besta. I lryggur flagarans er snilldarréttur sem einfaldlega gelur ekki klikkað, enda voru allir alveg svakalega ánægðir. ÞosdogKristjana meistamkokkar Veglegur lambahryggur kryddaður með grófu salti, pipar og oregano. Hryggurinn er einfaldlega steiktur í ofni í31/2 tíma við 120°C. Svo er hann bara tekinn út og borðaður. Bakaðar kartöflur, með íslensku smjöri og salti. Ferskt salat: Rauðlaukur, jöklasalat, tómatar, paprika og ristaðir brauðteningar. Einn geiri af gráðaosti mulinn yíir. Gráðaostasósa: 100 g gráðaostur, 1/2 1 rjómi, 100 g smjör, lambakraftur, 2 tsk. títuberjasulta, sósulitur (þannig að gráðaostasósan varð brón). Vín: Torres Gran Coronas Gestir (góðu stuði: f.v. Kristjana ogforcldrar hennar, Birgir og Málfríður. Foreldrar Þossa, JónCna og Valgarður, Þossi og Matthildur Ylfa. ISLENSKIR SAUÐFJARBÆNDUR Er „hollt“ sælgæti hollt þegar upp er staðið? Þegar aldurinn færist yfir. Nú getur þú horfið aftur í tímann með AGE MANAGEMENT EYE REPAIR Fínar línur og hrukkur kringum aug- un hverfe eins og dögg fyrir sólu. Þetta frábæra krem vinnur einnig gegn dökkum baugum og endur- lífgar þrútin og þreytt augu. AGE MANAGEMENT EYE REPAIR prófaðu það strax í dag. Augu þín eiga það skilið. laprairie | SWITZERLAND Kynning f dag og föstudag LANGFLESTIR láta eftir sér að kaupa sætindi öðru hvoru, jafnvel þeir sem eru sér meðvitandi um óhollustu fitu og sykurs í miklu magni. Sumir grípa til þess, sem þeir telja að sé hollara en annað eins og þurrkaðra ávaxta í sykur-, jógúrt- eða súkkulaðihjúp, eða fá sér hnetur og rúsínur hjúpaðar súkkulaði. Staðreyndin er sú að sé fólk að hugsa um hitaeiningar og fítuinni- hald er betra að borða ferska ávexti eða jafnvel í „neyð“ að kaupa sér hlaup eða lakkrís, að því er fram kemur í danska neytendablaðinu Rád & Resultater. Þá er reyndar lit- ið framhjá aukefnunum í sælgætinu. Dönsku neytendasamtökin tóku „Matador Mix“ frá Haribo sem dæmi en það er aðallega hlaup og lakkrís. í 100 grömmum af slíku sælgæti eru jafn margar hitaeiningar og sykur- innihald og í 100 g af hjúpaðri ávaxta- og hnetublöndu. Hins vegar er bent á að fituinnihaldið sé mun minna í sæl- gætinu en í hjúpuðu ávöxtunum. Til að innbyrða samsvarandi fjölda hitaeininga og eru í 100 gramma blöndu af sykruðum ávöxtum og hnetum þarf að borða fímm ávexti, að sögn blaðsins. Fituinnihald 100 sinnum meira Dönsku neytendasamtökin skoð- uðu 14 mismunandi „hollustu“-sæl- gæti í tilbúnum pökkum, þar sem innihaldið er gefíð upp. Þar kemur m.a. fram að í 100 g af sykur- eða hunangshjúpuðum „bananaflögum" er 100 sinnum meiri fita og þrisvar sinnum meiri sykur en í 100 grömm- um af ferskum bönunum. Samanlagt innihald kolvetna er allt að 70% í sykruðu ávöxtunum og langstærsti hluti af því er í formi sykurs. Niðm-- staða neytendasamtakanna er að vítamín- og steinefnainnihald sykr- uðu ávaxtanna sé allt að því eins mik- ið og í ferskum ávöxtum, að undan- skildum vatnsleysanlegum vítamín- um eins og C-vítamíni. Samkvæmt innihaldslýsingum „hollustu“-sælgætisins eru hitaein- ingar í 100 grömmum á bilinu 318-704. Óþol gegn aukefnum Sumir hafa óþol gagnvart aukefnum. Aðeins fá aukefni eru í Augun eru l Morgunblaðid/Ásdís VITAMIN og steinefni eru í sykruðum ávöxtum en ekki í sælgæti. Hitaeiningum fjölgar hins vegar um leið og búið er að bæta við þá sykri eða fítu. Vönduð jatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgófu Snorrgbraut 54 (i[)561 4300 | J 561 4302 sykruðu ávöxtunum og sé eingöngu litið til þess er ráðlegra að taka þá framyfir venjulegt sælgæti. Þó eru ákveðnir hópar fólks með ofnæmi gagnvart hnetum. Eins geta of- næmisviðbrögð brotist út hjá fólki með frjókornaofnæmi þegar það borðar þurrkaða ávexti eða hnetur. Þar að auki getur hunang, sem not- að er við framleiðsluna, innihaldið pollen en fyrir því hafa ákveðnir hópar óþol. Kolbrún Einarsdóttir, næringar- ráðgjafi á Landspítlanum, segir að hafi fólk þörf fyrir að narta í eitthvað á milli mála sé best að velja ávexti eða grænmeti ef verið er að hugsa um hitaeiningar. „Ef sykurþörfin gerir vart við sig má velja sælgæti eins og tyggjó, brjóstsykur, hlaup eða lakkrís, svo dæmi séu nefnd. Hnetur eru fiturík- ar og því ríkar af hitaeiningum. Þess má einnig geta að um leið og eitt- hvað er orðið súkkulaði- eða sykur- húðað eða bætt hefur verið við það fitu, t.d. vegna steikingar, þá fjölgar hitaeiningunum verulega. Þurrkaðir ávextir eru því betri til að narta í en þeir sem búið er að bæta við auka- lega sykri eða fitu.“ • Hágæða vogir «Verð frá 28.900 án vsk -1 wgir t:ni okkar fcig - Síðumúla 13, sími 588 2122 __ALL.TAf= &/TTH\/AT> A/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.