Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ _______AÐSENPAR GREINAR Virkjanamenn á villigötum Á SÍÐUSTU miss- erum hefur, svo sem alkunnugt er, orðið mikil umræða í þjóðfé- laginu um ýmis stór- væg málefni, er varða hálendi íslands, nýt- ingu þess og vemdun. Fyrr á þessu ári var m.a. deilt mjög um fýr- irhugaða skiptingu há- lendisins milli þeirra hreppa, sem að því liggja. Var þeirri hug- mynd þá hafnað, form- lega og eftir harðar umræður á Alþingi, að koma á samræmdri yf- irstjórn hálendisins, sem mjög hefði auðveldað réttum stjórnvöldum alla heildarsýn og samræmdar stjórnunaraðgerðir, hvort heldur sem snertir verndun eða nýtingu. Það fyiirkomulag, sem að lokum varð staðfest með lögum, í andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, má hins vegar færa í betra horf síðar, þegar tækifæri býðst og eftir að stjórn- málamenn hafa öðlast meiri skiln- ing á þörf fyrir skilvirka og sam- ræmda stjómun þeirrar þjóðarauð- lindar, sem felst í óbyggðum okkar og ósnortnum víðernum. Verri ei*u hins vegar þau umhverfísslysin, sem aldrei verða bætt. Að sjálfsögðu byggist velgengni þjóðarinnar á komandi árum á skynsamlegri nýtingu auðlinda hennar, sem eru fyrst og fremst náttúra landsins í víðtækum skiln- ingi (þ.m.t. auðlindir sjávar) annars vegar og mannauðurinn svokallaði hins vegar. Að hvoru tveggja þarf þó að hlúa svo að vel fari. Nýting náttúrunnar verður að haldast í hendur við nauðsynlega verndun hennar og ekki mega stjómvöld heldur gleyma félagslegum þörfum borgaranna, þannig að þeir fái not- ið sín sem best. Stöðugt fjölgar þeim, sem gera sér þess fulla grein, að verndun náttúmnnar má síst af öllu af- rækja, en svo sem vænta má era og munu ætíð verða skiptar skoðanir með- al lærðra jafnt sem leikra um það, hvað vemda þurfi og hversu langt eigi að ganga í verndunarátt, þannig að eigi sé þar með heft um of eðlileg þróun hagrænnar nýt- ingar náttúragæð- anna. Athyglisvert er þó - en ætti reyndar engum að koma á óvart miðað við reynsluna - að oft er því líkast sem ábend- ingar frá erlendum mönnum um þörf á verndun víðema okkar (hrauna, sanda og gróins lands) ásamt vatnakerfínu þurfí til að koma, þannig að mark sé á tekið hérlendis meðal þeirra manna, sem áhrif hafa og endanlegt ákvörðun- arvald í verndunar- og nýtingar- Verndun og nýting óbyggðra víðerna varða ekki einvörðungu íbúa hlutaðeigandi landa, segir Páll Sigurðsson, heldur gjörvalla heimsbyggðina. málum. Er aðdragandi að verndun Þjórsárvera á sínum tíma að sjálf- sögðu eitt hið kunnasta dæmi þessa, en önnur mætti vissulega einnig nefna. Nú um stundir era í uppsiglingu hörð átök milli þeirra, sem vilja nýta í stórauknum mæli orkulindir (einkum vatnsafl) á hálendi okkar og á mörgum öðram landsvæðum til rafmagnsframleiðslu með til- heyrandi miðlunarlónum og virkj- unum annars vegar og hins vegar þeirra, sem beita sér fyrir ríkulegri verndun landsins, m.a. gegn sum- um þeim virkjanafyrirætlunum, sem lengst ganga og sem hafa munu mest áhrif á ásýnd og eigin- leika stórra landsvæða. Merkilegt má heita hve náttúraverndarmenn (og reyndai' allur almenningur) höfðu uppi h'til viðbrögð í tilefni af fyrirhuguðu miðlunarlóni í námunda við Hágöngur, sem nú er orðið að veraleika - og hefði þó mátt ætla, að fordæmi tengd röng- um ákvörðunum við virkjun Blöndu á sínum tíma, sem og almenn og sí- vaxandi umræða í þjóðfélaginu um þörf á aukinni náttúravemd, hefðu átt að brýna menn til árvekni. Þess er þó áreiðanlega ekki að vænta, að virkjanamenn muni njóta sömu friðsemdar vai'ðandi þær stórvirkj- anir og vatnsmiðlanir, sem næst munu vera á dagskrá verkglaðra tæknimanna og sumra dugmikilla stjómmálamanna. Nýlega hafa, með skýrari hætti en fyrr, verið opinberað áform stjórnvalda virkjanamála um stór- brotnar vatnsmiðlanir og vatns- virkjanir fyrir austan og norðaust- an Vatnajökul en einnig á Þjórsár- svæðinu, sem að mati fjölmargra gætu leitt til óbætanlegi-a um- hverfsslysa ef framkvæmd verða í óbreyttri mynd. Era vægast sagt lítil líkindi til að nokkurn tíma muni nást neinar sættir með þeim mönnum, sem standa sitt hvora megin víglínunnar í virkjana- og friðunarmálum, hvað þessar hrika- legu framkvæmdir varðar, og sýn- ist ekki óraunsætt að spá því, að í stórátök stefni meðal þjóðarinnar, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, ef ráðamenn virkjanamála fara fram með sama hugarfari og yfír- lýsingum sem þeir opinbera nú um stundir. Því verðm' ekki trúað að óreyndu, að enn geti átt sér stað hrossakaup af því tagi sem viðhöfð vora á sínum tíma, þegar Eyja- bakkarnir (ómetanlegt votlendis- svæði austan Vatnajökuls) voru „framseldii'“ undir miðlunarlón í Páll Sigurðsson FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 43^ skiptum iyrir yfirlýsingu stjórn- valda virkjanamála um að í staðinn yrði Þjórárveram hhft við að verða vatnsþró fyrir stórvirkjanir. Skipu- leg umhverfsvernd var bersýni- lega það skammt á veg komin hér- lendis árið 1981, að þáverandi nátt- úraverndai-yfírvöld gátu fellt sig við þessa lausn „miðað við aðstæð- ur“. Lýsti það skammsýni auk linku, enda bendir nú margt til að svo kunni að fara, að áður gefið lof- orð um vemdum Þjórsárveranna verði ekki haldið þrátt fyrir allt. Ljóst er af ýmsum yfirlýsingum stjómmálamanna og annarra ráða- manna í virkjanamálum, að þeir vilja enn bjóða upp á lausnir af þessu tagi (t.d. að hlífa Dettifossi gegn því að Eyjabakkamir megi í staðinn fara undir vatn!) og segjast sannfærðir um að víðtækar sættir geti tekist um þær, en vonandi mun almenningur sjá í gegn um þann spuna og sýna vilja sinn með skýrum hætti. Umhverfsvernd á Islandi er málefni, sem varðar hvern einasta þjóðfélagsþegn, en hið sama á einnig við um hvers kyns landnýt- ingu, sem er til þess fallin að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið. Þetta gildir m.a. í ríkum mæli um hálendi okkar og önnur óbyggð svæði. En vemdun og nýting óbyggðra víðerna (sem mjög hafa verið skert í fjölmörgum þjóðlönd- um svo sem kunnugt er) varðar ekki einvörðungu íbúa hlutaðeig- andi landa heldur gjöi*valla heims- byggðina. I víðernunum felst auð- lind, sem er með réttu „siðferðileg sameign“ allra jarðarbúa. Sem bet- ur fer vinnur nú skilningur á þessu stöðugt á meðal ábyrgra manna um heim allan, m.a. fyrir tilstuðlan ýmissa alþjóðlegra stofnana, sem láta sig varða umbætur í umhverf- ismálum. Hagsmunir, sem tengjast náttúrvernd á óbyggðum land- svæðum - eins og hálendi Islands - og landnýtingu þar, era vitanlega- síður en svo bundnir við íbúa þeirra byggða, sem liggja að þeim svæðum, heldur er um að ræða beina og sameiginlega hagsmuni og um leið sameiginlegt ábyrgðar- svið allra Islendinga, sem hafa jafnframt ríkum skyldum að gegna í þessu efni gagnvart samfélagi þjóðanna. Höfundur er prófcssor í lögfneði við Háskóla lslands. Eðalmerki í póststimplun og póstpökkun Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 Klapparstíg 44, sími 562 3614 Fiöskulappi fró Le Grand vin Verðkr.l.595 Sendum i póstkröfu ón endurgjalds. TILBOÐ £)6smyndastofa Gunnars Sngimarssonar Suðurveri, sími 553 4852 KEIMIMSLA IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI, Reykjavíkurvegi 74 og Flatahrauni, 220 Hafnarfirði, sími 555 1490, fax 565 1494. Netfang: idnhafn@ismennt.is Heimasiða: http://www.ismennt.is/vefir/idnhafn Innritun á vorönn 1999 Innritun í allar deildir dagskóla og meistara- skóla stendur yfir til 30. nóvember. Skólameistari. AT VIIMIMUHÚSN Æ OI Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu Myndstef, Myndlistarsjóður íslands og Upplýs- ingamiðstöð myndlistar óska eftir skrifstofu- húsnæði í miðbæ Reykjavíkur u.þ.b. 100—120 fm (3—4 herb.). Æskileg staðsetning í eða við gamla mið- bæinn. Húsnæðið þyrfti að vera laust nú þegar eða hið allra fyrsta. Upplýsingar í símum 562 7711 og 562 6659 milli kl. 9 og 13 næstu daga. FÉLAGSSTARF V Félagsvist Félagsvist verður spiluð í Valhöll í kvöld, fimmtudaginn 26. nóvem- ber, kl. 20.00. Gestur kvöldsins verður Pétur Blöndal, alþingismaður. Kaffiveitingar. Góðir vinningar. Allir velkomnir. Hverfafélög sjálfstæðismanna. Umhverfis- og skipulagsmála- nefnd Sjálfstæðisflokksins Arður/Arðsemi umhverfis- nefndar á nýrri öld Opinn fundur í Valhöll laugardaginn 28. nóvember kl. 10.00—12.00. Gestur fundarins er Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri Umhverfisráðuneytisins. Allir velkomnir. Stjórnin. VHeilbrigðismálanefnd Sjálfstæðisflokksins Heilbrigðismál á nýrri öld Opinn fundur i Valhöll laugardaginn 28. nóvember kl. 10.00—12.00. Gestur fundarins er Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Allir velkomnir. Stjórnin. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5 = 17911268 = 9.0* □ Hlín 5998112619 VI 2 Landsst. 5998112619 Vil I.O.O.F. 11 - 17911268V2 3 Fl. \t---7/ KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Sigur hins miðaldra manns. Ólafur Örn Haraldsson, alþingis- maður segir frá ferð á suðurpól- inn. Hugleiðing: Gunnar J. Gunn- arsson, lektor. Allir karlmenn velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 „Mín saga" Kafteinn Miriam Óskarsdóttir heldur áfram með sögu sína. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóvember. Pantið f dag. Áramótaferð í Þórsmörk 30. des.—2. jan. Pantið og takið miða tíman- lega. Sunnudagsganga 29. nóvember. Kl. 14.00 Aðventuganga frá Mörkinni 6. Kvöldvaka um Færeyingasögu miðvikudags- kvöldið 9. des. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619. ATVINNA Atvinna — Ferðamál Ég er 31 árs gömul, hef góða þekkingu á ensku, ítölsku og dönsku, auk þýsku og spænsku. Ég er algjörlega reglusöm, stundvís og samviskusöm. Ég óska eftir starfi varðandi ferða- mál, s.s. í gestamóttöku, hótel- starfi almennt eða ritara. Get byrjað strax. Hef stúdentspróf. Hafiö samband í síma 553 0577.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.