Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 31
LISTIR
Nýjar
• UNDUR veraldar - greinasafn
um raunvfsindi fyrir almenning.
Greinarnar eru afrakstur fyrir-
lestraraðar sem var haldin á vordög-
um 1997 á vegum raunvísindadeildar
Háskóla Islands og Hollvinafélags
hennar. Tilgangurinn var að kynna
almenningi viðfangsefni og aðferðir
raunvísinda og ýmis furðuverk í
náttúi’u og stærðfræði.
Höfundar greinanna eru: Gunn-
laugur Björnsson stjarneðlisfræð-
ingur, Sigurður Steinþórsson jai'ð-
fræðingur, Páli Hersteinsson líf-
fræðingur, Þorsteinn J. Halldórsson
eðlisfræðingur, Már Björgvinsson
efnafræðingur, Kristján Leósson
eðlisfræðingur, Hjálmtýr Hafsteins-
son tölvunarfræðingur, Reynir Ax-
elsson stærðfræðingur og Þorsteinn
Vilhjálmsson eðlisfræðingur sem er
ritstjóri bókarinnar og ritar inn-
gangskafla um vísindi við aldamót.
Utgefandi er Heimskringla, Há-
skólaforlag Máls og menningar.
Bókin er 244 bls. í stóru broti, lit-
prentuð með fjölda mynda, prentuð í
Danmörku. Erlingur Páll Ingvars-
son gerði kápu. Verð: 5.680 kr. Hún
er bók mánaðarins í desember og
kostar þá kr. 3.980 kr.
• RÉTTLÆTI og ranglæti er eftir
Þorstein Gylfason.
í kynningu segir: „í bókinni er að
finna margt það merkasta sem Þor-
steinn hefur látið frá sér fara í rúm-
an aldarfjórðung
um stjórnmála-
heimspeki eða
stjórnspeki og
skyld efni. Hún
er safn fímmtán
ritgerða og skipt-
ist í þrjá hluta. I
þeim fyrsta gerir
hann atrennur að
réttlæti, annar
hluti geymir at-
huganir á sið-
fræði og í þeim þriðja gerii’ hann at-
lögur að hugmyndaheimum, svo sem
marxisma, frjálshyggju, nytjastefnu
og hlutleysiskenningunni um vísind-
in.“
Þorsteinn Gylfason er prófessor í
heimspeki við Háskóla íslands. Hann
hefur ritað margt um fræði sín og
önnur málefni og er auk þess ljóða-
þýðandi. Hann hlaut íslensku bók-
menntaverðlaunin 1996 fyrir rit-
gerðasafnið Að hugsa á íslenzku.
Útgefandi er Heimskringla, Há-
skólaforlag Máls og menningar. Bók-
in er 355 bls., prentuð í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Erlingur Páll Ingvars-
son gerði kápu. Verð 3.880 kr.
• DIGITUS sapiens er grafísk vís-
indaskáldsaga eftir Kristin Þóris-
son, Þóri S. Guðbergsson og
Bjarna Hinriksson.
í kynningu segir: „Sagan segir frá
tveimur ungmennum, Önnu og
Úlfari, sem lenda í sérstæðu og jafn-
framt heillandi ferðalagi um undra-
veröld. Þegar síðasta skóladegi er
lokið um vorið leggja þau leið sína út
í hraun sem er skammt frá þorpinu
þeirra og þá fara undarlegir atburðir
að gerast. Furðuverur djúpt úr iðr-
um jarðar leiða ungmennin og les-
endui’ bókarinnai- um ókunna stigu.“
Kristinn R. Þórisson er sálfræð-
ingur og doktor í boðmiðlavísindum.
Hann starfar að vísindarannsóknum.
Þórir S. Guðbergsson hefur skrifað
á þriðja tug bóka. Bjarni Hinriksson
hefur starfað við myndasögugerð,
myndskreytingar og tölvugrafík.
Útgefandi er Fróði. Bókin er 93
bls. Bókin er prentunnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. Verð 1.790 kr.
bækur
• ÝKT eðlilegt er eftir
Omar Ragnarsson
í kynningu segir: Aðalsöguhetj-
umar eru tvö reykvísk ungmenni,
piltur og stúlka, sem lenda í
vafasömum fé-
lagsskap, leiðast
út í afbrot og
komast í kast við
lögin. Til þess að
koma þeim á rétt-
ar brautir er
ákveðið að þau
fari til sumardval-
ar á afskekktum
bæ eða „norður í
rassgati“ eins og
þau orða það
sjálf. Þegar í sveitina kemur taka við
ný ævintýri, ný vandamál.
Ein söguhetjan í bókinni, Silli,
sem er mikið heyrnarskertur, er
hæfíleikai’íkur og margt til lista lagt.
Þetta er fimmta bók Ómars.
Útgefandi er Fróði. Bókin er 171
bls., prentuð í Grafík. Kápu hannaði
Aron Reyr. Verð 1.980 kr.
• ELDHÚSHANDBÓKIN _ Hag-
nýtar upplýsingar um matreiðslu
og eldhússtörfin er eftir Þráin Lár-
usson matreiðslumann.
Þetta er fyrsta bók Þráins, en fyr-
ir allmörgum árum gaf hann, ásamt
nokkrum félögum sínum, sem þá
stunduðu nám í Hótel- og veitinga-
skóla Islands, út
bókina Handbók
sæjkerans.
I bókinni eru
hagnýtar upplýs-
ingar upplýsingar
fyrir alla þá sem
vinna að matar-
gerð og eldhús-
störfum, auk þess
sem í bókinni eru
uppskriftir að al-
gengum hvers-
dagsréttum og ráðleggingai’ um
matreiðslu þeirra.
Útgefandi er Fróði. Bðkin er 89
bls. í stóru broti, með allmörgum
skýringarmyndum. Kápuhönnun og
uppsetningu bókar annaðist Ólöf
Guðmundsdóttir. Bókin erprent-
unnin í Prentsmiðjunni Grafík. Verð
2.190 kr.
• ALMÚGAMENN er eftir Arn-
mund Backman.
Arnmundur hafði nýlega lokið við
söguna er hann lést í september sl.
Áður hafa komið út tvær skáldsögur
eftir Arnmund, Hermann og Böndin
bresta og auk
þess skrifaði
hann leikrit.
I kynningu
segir: Sögusvið er
íslenskt sjávar-
þorp í upphafi
sjötta áratugar-
ins. Það eru mikil
átök í íslensku
þjóðlífi - milli
landsbyggðarinn-
ar og höfuðborg-
arinnar, milli kapítalista og sósí-
alista og menn eru jafnvel á önd-
verðum meiði í trúmálum. Sumir
telja Jósef Stalín guði almáttugum
æðri.
Aðalsöguhetja bókarinnar er ung-
ur drengur sem elst upp í þorpssam-
félaginu og mótast af þeim viðhorf-
um sem ríkja hjá hans nánustu. Afi
Gvendur og amma Gunna eru stoð
hans og stytta.
Útgefandi er Fróði. Bókin er 231
bls., prentunnin í Prentsmiðjunni
Grafík hf. Kápu hannaði Hildur Inga
Björnsdóttir. Verð 2.980 kr.
Þorsteinn
Gylfason
Ómar
Ragnarsson
Þráinn
Lárusson
Herveldi á Suðurlandi
BÆKUR
Sagnfræði
STYRJALDARÁRIN Á
SUÐURLANDI
Guðmundur Kristinsson skráði. Ár-
nesútgáfan, Selfossi, 1998, 317 bls.
SÁ SEM lesið hefur tveggja
binda ritverk Guð-
mundar Kristinssonar
um Selfoss fer ekki í
grafgötur um að hann
er einstaklega ná-
kvæmur og vandvirkur
höfundur, sem lætur
fátt fram hjá sér fara.
Sú bók, sem hér kemur
fyrir sjónir almennings,
staðfestir þennan vitn-
isburð enn frekar. Þar
tekur höfundur sér fyr-
ir hendur að rekja
hernaðarumsvif Banda-
manna (Breta, Kanada-
manna, Bandaríkja-
manna) á Suðurlandi
frá því að Island var
hernumið 10. maí 1940
og til styrjaldarloka.
Bókin greinist í fjórtán kafla. Sá
fyrsti er stuttur inngangur. Síðan
er gerð grein fyrir varnar- eða
varðstöðvum hermanna í Ölfusi og
Selvogi. En þar voru þeir á
nokkrum stöðum. Þá segir frá her-
flugvellinum í Kaldaðarnesi, en þar
var aðalílugvöllur hersins á Islandi
Guðmundur
Kristinsson
og geysimikil umsvif. Er þar frá
mörgu að segja. Kafli er um varnir
Selfoss og Ölfusárbrúar. Tvær flug-
sveitir fá hvor sinn kafla. Sagt _er
frá könnunarflugi Þjóðverja yfir Is-
landi, vörnum uppsveita og
óbyggða, allt að Hveravöllum, varð-
stöðvum í Rangárvallasýslu,
Skaftafellssýslu og Vestmannaeyj-
um og átökum, sem urðu á hafinu
umhvei’fis Island. Og
loks greinir frá því
hvað varð um þá her-
menn, sem á Islandi
höfðu dvalist, en flestir
þeirra tóku þátt í styrj-
öldinni í Evrópu uns yf-
ir lauk.
Bók þessi er sérstæð
að því leyti að við samn-
ingu hennar hefur höf-
undurinn fengið upplýs-
ingar frá mörgum yfir-
mönnum hernámsliðs-
ins. I heimildaskrá eru
taldir upp sex Bretar,
tíu Bandaríkjamenn,
einn Þjóðverji, einn
Frakki og einn
Kanadamaður. Við
flesta þessa menn hefur höfundur
staðið í bréfaskiptum, við suma
þeirra oft og mörgum sinnum. ís-
lenskir heimildamenn eru um átta-
tíu talsins. Marga kafla bókarinnar
þýddi höfundur á ensku og sendi
einum bréfvina sinna, „sem hefur
lesið og leiðrétt Iþá] ... og lagt víða
til grunninn í frásögnina, skýrt her-
fræðileg efni og lagt til 38 ljósmynd-
ir“. Þjóðveijinn „hefur verið óspar á
upplýsingar um könnunarflugsveit
sína og Islandsflugið á stríðsárun-
um og lagt til ljósmyndir af könnun-
arflugi þein’a á Suðurlandi“. Og að
sjálfsögðu hefur höfundurinn fengið
vitneskju um þátttöku hermann-
anna í styrjöldinni í Evrópu frá er-
lendum heimildarmönnum sínum.
Hér er því sagan sögð bæði eins
og hún horfði við Islendingum og
einnig eins og hermennirnir sjálfir
sáu hana. Þeir gátu auðvitað einnig
veitt fræðslu um fjöldamargt, sem
engin leið var að fá annars staðar
frá.
Þegar þessar staðreyndir bætast
við hina frábæru nákvæmni höf-
undar er ljóst að hér er um ein-
stæða bók og einkar verðmæta að
ræða á þessu sviði.
Þá hefur höfundur dregið fram
fjölmörg skjöl, sem ekki hafa legið
á glámbekk, svo og fjöldann allan af
ljósmyndum, sem varla hefðu kom-
ið fyrir sjónir almennings án þess-
arar bókar.
Augljóst má vera að höfundur
hefur unnið að þessu verki um langt
árabil og lagt í það mikla vinnu.
Bókin er prýðilega útgefin,
prentuð á góðan pappír, svo að
myndir njóta sín vel og prófarkir
hafa verið vandlega lesnar. í bókar-
lok er heimildaskrá, myndaskrá og
nafnaskrá.
Sigurjón Björnsson
# .SIEMENS
1 ,4 !
I \ / I /1 / i ! r
jjJyjijA
mr •” ' iwi^ CiamQnc hnl
Að elda og borða
goðan mat.
Jtiflefniafkomandi
storhatiðunum bjóðum við
nu i november þessi og fléiri
eldunartæki á sérstöku
tilboðsveröi
Siemens eldavél
Hl. 54023
Siemens bakstursofn
í 79-&ffO iteH
V'- — Stor. —' .... , stgr. ^
Keramíkhelluborð, fjórar hraðsuðuhellur, ein
stækkanleg hella, fjórfalt eftirhitagaumljós, fjölvirkur
bakstursofn, létthreinsikerfi, geymsluskúffa,
gufuútstreymi að aftan, loftkæld ofnhurð.
UMBOÐSMENN:
Akranes: Bilinsli Spltis - Imgws: Biii - Snxfellsbær: Kmslintii - Mmljgrtiir: Eiini H)iíbsii - Slrkkishólniiir: Skipmik-
Hvamrastangi: Skjnei - Sanðárkrokir: (ilsji - Sigliljðrðir: liijii - Akirevrí: Ijssgjafin - Húsavik: Oryggi - Vopnafjðrðir: Hiliagisi íili II. - Neskaupslaður: lililli - Rerðarfjörðir:
liHiralsl. íni E - Egilsstilii: Sveín tilnilssii - Breiðdalsvlk: Stefðn I. Slefáesssi ■ Hðfn i Hornafirði: Króm ij bvílt ■ Vik i Mrrdal: Háiri • Vestnannaeyiar: liiral
Iftijisrabt. H ■ Hella: tlsi - Sellnss: takii - Erindavik: liq - Garður: Riitzkjn Sij lijrass - IeIMc Ijiskijin - Hafnarfjðrður Raliið SUififislBÍi.
1
SMITH &
ÁsM-lsafjðrður: Póiu NORLAND
• SJÓNVÖRP • MYNDBANDSTÆKI • DVD SPILARAR • HLJÓMTÆKi • FERÐATÆKI MEÐ GEISLA • VASADISKÓ • BÍLTÆKI • HEYRNARTÓL
0UtSl v'Vs CTT/k 'i oq qóó kaup! Sjónvarpsmiðstöðin SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www. sm.is