Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
*
Atak hafíð gegn ölvunarakstri í desember og janúar
Stórhert eftirlit
með ölvunarakstri
HAFIÐ er átak gegn ölvunarakstri,
„Endum ekki jólagleðina með ölv-
unarakstri", sem hefur það að
markmiði að fækka ölvunaraksturs-
broíum, sem færast í aukana í jóla-
mánuðinum. Ríkislögreglustjóri
hefur beint þeim tilmælum til allra
lögregluembætta í landinu að efia
allt eftirlit með ölvunarakstri í des-
ember og janúar og þá sérstaklega
um helgar í nánd við vinnustaði.
Sérútbúin bifreið Ríkislögreglu-
stjóra með búnaði til áfengismæl-
inga verður á ferðinni um landið og
geta ökumenn átt von á honum hvar
og hvenær sem er.
Frumkvæði að átakinu áttu bif-
reiðatryggingafélögin Sjóvá-AJ-
mennar tryggingar hf., Trygging
hf., Ti-yggingamiðstöðin hf., og VÍS
hf. Efnt var til samvinnu við
Læknafélag íslands, lögregluna og
Umferðarráð, en tryggingafélögin
standa straum af öllum kostnaði,
sem ætlaður var 7 milljónir króna.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
vátiyggingafélögin lögðu fyrir 1.045
manns frá 17-67 ára, kom fram að
13% aðspurðra höfðu ekið undir
áhrifum áfengis. Athygli vakti að
18% þeiira sem ekið höfðu drukknir
voru á aldrinum 17-29 ára. Þá hefur
ölvunarakstursmálum á skrá lög-
reglunnar fjölgað mikið undanfarin
þrjú ár, sem leiðir af sér óheyrileg-
an kostnað tryggingafélaga vegna
tjóns og örkumla.
Skiljið bflinn eftir
Sigmar Ái’mannsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
tryggingafélaga, segh- að ærin
ástæða hafi verið til að hefja átakið.
„Ölvunarakstur er býsna algengur,"
segir hann. „Við getum séð það í
bókum okkar að ölvaðir ökumenn
valda mörgum og stórum tjónum.
Við vitum líka að helmingur þeirra
sem aka drukknir er undir 25 ára
aldri og að meirihlutinn er karlar.
Við teljum okkur geta náð til þessa
markhóps með því að vekja athygli
á afleiðingum þessa vanda, sem get-
ur verið af margvíslegum toga.
Tjónvaldurinn getur slasast sjálfur
og slasað aðra.“ Sigmar segir að all-
ir hlutaðeigandi aðilar sem standa
að átakinu trúi því að hægt sé að ná
árangri með því að upplýsa þann
hóp, sem freistist mest til að aka
undir áhrifum. „Við vitum að ölvun-
arakstur hefur verið mikill í desem-
ber og janúar og helst í hendur við
jólahlaðborð og jólaglögg og áþekk-
ar samkomur. Við ætlum m.a. að
koma upplýsingum til stjórnenda
fyrirtækja og starfsfólks um að
Morgunblaðið/Kristinn
BARÁTTAN gegn ölvunarakstri snýst uni hugarfarsbreytingu,
þannig að enginn láti sér detta í hug að aka bfl eftir að hafa drukkið
áfengi, því afleiðingarnar geta verið hörmulegar eins og sjá má af
þessari uppstillingu, sem fréttamönnum var sýnd í slökkvistöð
Reykjavíkur í gær.
skilja bílinn eftir ætli það sér að
taka þátt í slíkum samkomum á
vegum íyrirtækja sinna
Meira eftirlit -
minni ölvunarakstur
Karl Steinar Valsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn segir að greinilegt
sé að ökumenn varist að fara á bíln-
um ef eftirlit lögreglu er sýnilegt og
styður þá staðhæfmgu með reynslu
undangenginna ára. „í desember í
fyrra var mjög markviss áróður
tryggingafélaganna samhliða mjög
hörðum aðgerðum lögreglu gegn
ölvunarakstri. Þá fækkaði mjög ölv-
uðum ökumönnum, sem lögreglan
stöðvaði, frá árinu áður, en í janúar
þegar áróðurinn minnkaði fjölgaði
ölvuðum ökumönnum að sama
skapi,“ segir Karl Steinar. Hann
segir að margir ökumenn átti sig
ekki fyllilega á þeirri aðstöðu sem
þeir geta komið sér í með því að
drekka áfengi og aka síðan heim.
„Viðhorf þeirra einkennist af sjálfs-
ásökun yflr því að hafa lent í þessari
atburðarás að sjá á eftir ökuskír-
teininu og sektum vegna augnabliks
yfirsjónar, sem hefði auðveldlega
mátt koma í veg fyrir.“
Karl Steinar segir að í desember
megi gera ráð fyrir tíðari drykkju á
virkum dögum og því muni lögregl-
an vera sérstaklega á varðbergi
virka daga ekki síður en um helgar.
„Flestir ökumenn, sem lögreglan
stöðvar fyrir ölvunarakstur, eru
stöðvaðir frá föstudegi til sunnu-
dags, en í desembermánuði bætast
fleiri virkir dagar við þar sem hætt-
ara er við ölvunarakstri."
/
Islenskar
myndir
af reiki-
stjörnum
MYNDIR þessar af reiki-
stjörnunum Júpíter og Sat-
úrnusi voru teknar fyrir
skömmu af íslenskum áhuga-
stjörnufræðingi, Reyni Eyj-
ólfssyni, með CCD-myndavél í
gegnum spegilsjónauka. Þver-
mál spegilsins í sjónaukanum
er 203,2 mm og brennivídd
2032 mm.
Á mynd 2 af Júpíter sést
skuggi af tungli Júpíters, Jó,
yst til vinstri og Stóri rauði
bletturinn á Júpíter sést
einnig á mynd 2 og 3.
Myndirnar eru til sýnis á
heimasíðu Stjörnuskoðunarfé-
lags Seltjarnarness, http://is-
meimt.is/~aquila. Þar segir
að þær séu „að líkindum bestu
myndir sem teknar hafa verið
af reikistjörnum hér á landi“.
Oánægja og
uppsagnir
hjá Skrán-
ingarstofu
ÓÁNÆGJA er meðal starfsfólks
Ski-áningarstofu með tillögur dóms-
málaráðuneytisins um sameiningu
við Umferðarráð og stofnun Um-
ferðarstofu. Óánægjan snýr ekki
síður að aðdraganda málsins, en
starfsfólkið telur sig ekki hafa feng-
ið tryggingu fyrir því að það fái
störf hjá hinni nýju stofnun. Síðustu
daga hafa tveir starfsmenn Skrán-
ingarstofu sagt upp vegna þessarar
óánægju.
I haust skilaði nefnd, sem dóms-
málaráðherra skipaði, tillögum um
stofnun Umferðarstofu, en sam-
kvæmt þeim átti stofnunin að taka
yflr starfsemi Skráningarstofu,
Umferðarráðs, nokkur verkefni úr
dómsmálaráðuneytinu og hugsan-
lega tölvuumsýslu. Var síðan samið
frumvarp, sem nú er til meðferðar
hjá stjórnarflokkunum.
Stefán Eiríksson, lögfræðingur
og formaður nefndarinnar, sagði að
ráðuneytið hefði leitast við að svara
spurningum starfsfólks Ski'áningar-
stofu og m.a. hefði verið haldinn
sérstakur fundur með því í vikunni.
Júpíter mynd 1.
Júpíter mynd 2.
Júpíter mynd 3.
Satúrnus
Vangaveltur um orðfæri í næstu útgáfu Biblíunnar
Vér/oss eða við/okkur
LJÁÐU ÞEIM EYRA
í kvöld á Súfistanum
í Bókabúð Máls og menningar
Nýir höfundar kveða sér hljóðs
Aðalsteinn Svanur: Kveikisteinar
Auður Jónsdóttir: Stjórnlaus lukka
Auður Ólafsdóttir: Upphækkuð jörð
Árni Sigurjónsson: Lúx
Árni Þórarinsson: Nóttin hefur þúsund augu
Aðgangur ókeypis - Hefst kl. 20.30
Mál og menning • Laugavegf 18 • Sími 515 2500
STJÓRN Hins íslenska Biblíufé-
lags hefur óskað eftir því við þýð-
ingarnefnd Gamla testamentisins
að kannað verði með hvaða hætti
fleirtölumynd fomafna verði notuð
í nýrri útgáfu Biblíunnar, sem ráð-
gert er að líti brátt dagsins ljós,
hugsanlega árið 2001. Segir í bréfi
stjórnarinnar til þýðingamefndar-
innar að skoðanir hafi verið skipt-
ar um hvort nota eigi fleirtölu-
myndina við/okkur eða fomu fleir-
tölumyndimar vér/oss.
Karl Sigurbjömsson, biskup Is-
lands og forseti Hins íslenska Bibl-
íufélags, segir að í tilraunaútgáf-
um biblíuþýðinganna, sem komið
hafa út undanfarin ár, hafi fleir-
tölumynd fornafnanna við/okkur
verið notuð enda sé það löngu orð-
in gildandi málvenja í samtíman-
um. Margir hafi lýst áhyggjum
sínum yfir því að varpa eigi fyrir
róða gamla biblíumálinu vér og
oss. „Biblían er síðasta vígi þessa
orðfæris sem nánast er horfið úr
daglegu máli. Það er þó einnig að
finna í helgimáli kirkjunnar, oft í
predikun og í bænum og sálmum,“
segir biskup.
Hann segir menn hafa áhyggjur
af því að yrði daglega málið
við/okkur alfarið tekið upp í Biblí-
unni væri endanlega kippt stoðun-
um undan gömlu og hefðbundnu
orðnotkuninni og þá um leið klippt
á þann þráð sem verið hefði í mál-
inu og lifði enn á þessu afmarkaða
sviði. „Þama hafa því tekist á tvö
mjög gild sjónarmið, annars vegar
virðingin fyrir fornhelgu og hátíð-
legu máli og hins vegar tillit til
málvenju nútímans."
Millivegur kannaður
Biskup segist hafa gert það að
tillögu sinni við stjórn Hins ís-
lenska Biblíufélags að kannað yrði
hvort unnt væri að fara milliveg og
er það orðað svo í bréfinu til Guð-
rúnar Kvaran, sem er formaður
þýðingarnefndarinnar:
1. Að jafnaði sé notuð fleirtölu-
myndin við/okkur í sögutextum,
beinni frásögn, lagatextum og
prósa.
2. í litúrgískum textum, sálm-
um, bænum og ljóðum verði notuð
fleirtölumyndin vér/oss.
3. Þar sem vafi leikur á skal hin
foma fleirtölumynd notuð.
Biskup segir að með þessu sé
verið að horfast í augu við gild-
andi venju í samtímanum en þessi
tilhögun geri ekki ráð fyrir að
breytt verði orðfæri t.d. í bæninni
Faðir vor eða öðrum textum sem
eru bænir eða ljóð.
Biskup taldi þennan milliveg
koma helst til greina til lausnar
vandanum og útilokað væri að
hafa útgáfurnar tvær, aðra með
hefðbundnu málfari og hina með
orðnotkun daglegs máls. Hann
sagði stjórn Biblíufélagsins bíða
álits þýðingarnefndar sem von-
andi bærist sem fyrst en það er
stjórnar Biblíufélagsins að taka
þessa ákvörðun. Brýnt væri að
ákveða stefnuna þar sem þýðing-
arvinnan væri nú á lokastigi enda
gert ráð fyrir Biblíu 21. aldarinn-
ar, snemma á öldinni nýju.