Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ferdinand HERE'5 THE BA6 VOUÍL U5E TO CAKRY ALL THE THIN65 PEOPLE UJILL6IVE YOOWHEN U)E 60 “TRICK ORTREATIN6' ON HALLOWEEN NI6HT T l'LL J05T SAY/THANK Yollpon't pot ITIN THE BA6..l‘LLRIPE ithome."' ilr Hérna er poki undir alla hlutina sem fólk mun gefa þér þegar þú segir „grikk eða gjöf‘ á Hrekkja- vökunni Hvað ef einhver gefur mér reið- hjól? Það gefur þér enginn reiðhjól... Ég segi bara, „þakka þér fyrir... ekki setja það f pokann, ég hjóla heim á því“... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ungt folk og barneignir Frá Ásdísi Arthúrsdóttur: MÉR ER ofarlega í huga síbyljan um ógöngur íslenskra fjölskyldna og blindan fyrir ástæðunni, sem mér finnst nokkuð augljós. Hana tel ég oft á tíðum orsakast einfaldlega af því að fólk hér á landi eignast börnin alltof ungt og alltof fljótt eftir að það kynnist. Kannanir leiða í ljós að for- eldrar eru mun yngri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hér fæð- ast og miklu fleiri börn utan hjóna- bands. Talið er að um 1.000 börn lendi í því árlega að standa uppi sem börn einstæðra foreldra, þar af um 500 vegna hjónaskilnaða. Hér er og mest um slys á börnum í heimahús- um og kaldlyndustu mæðurnar. Mér heyrist fólk helst kenna stjórnvöldum um þessa bágu stöðu fjölskyldunnar. Og víst er að sú lág- launastefna, sem hér viðgengst, er ekki fjölskylduvæn. Þá heyrist að ekki séu greiddar nógu háar barna- bætur og ekki stutt nægjanlega við bakið á einstæðum foreldrum. Mín skoðun er sú að allt bótakerfi, sem borgar fólki í beinhörðum peningum, stuðli á stundum að barneignum fólks sem jafnvel hefui- litla burði til að annast böm; fólks sem er lítt fært til að ala upp börn vegna æsku eða af öðrum ástæðum. Er ástæða til að íslenzkt þjóðfélag geti öðrum þjóðfélögum fremur gert fólki kleift að gera alla hluti meðan það stendur í bameignum? Það þyk- ir ekki sjálfsagt meðal siðmenntaðra þjóðar að fólk eignist börn áður en það lýkur námi, t.d. stúdentsprófi, að ekki sé nú talað um lengra nám. Þar þykir jafnvel við hæfi og er algeng- ara að fólk gefi sér tíma til að stofna heimili og kynnast hvert öðru áður en lagt er í barneignir. Fólk fær sér gjarnan gæludýr sem það getur með góðri samvisku losað sig við ef um- önnunin tekur meiri tíma og toll en reiknað var með og ef slitnar upp úr sambúðinni. Hversvegna getur ungt fólk á Islandi ekki beðið með að baksa með smábörn meðan það er að komast yfir erfiðasta hallann í fjár- málum og klára nám? Það skal eng- an undra að sambönd ungs fólks þoli ekki slíkt álag. Svo er máski farið úr einni sambúðinni í aðra og það er ekki svo einfalt að koma með börn með sér. Oft bregst fólk við vanda- málunum með því að eignast mjög fljótlega barn saman, svo það barn eða börn sem fylgdu inn í sambúðina missa endanlega athyglina. Mikill meirihluti þeii’ra barna sem bama- verndai-stofa þarf að hafa afskipti af eru einmitt úr þannig samsettum fjölskyldum eða frá einstæðum for- eldrum. Hér er fjöldi barna á hverja móður trúlega álíka og þekkist í vanþróuð- um löndum. Kannski ekki svo skrít- ið, því ekki er svo ýkjalangt síðan við komumst út úr torfkofunum og erum enn föst í þessu gamla viðhorfi að vinna og barneignir séu einu dyggð- irnar. Gildir einu hvort fólk hefur tíma aflögu til að sinna börnum. Nú er barnadauði það lítill hér að það hlýtur að vera óhætt að breyta þess- um viðhorfum. Islendingar eiga að geta leyft sér að vera manneskjur, þ.e. að gera sér grein fyrir að lífið er ekki einungs bameignir og strit. ÁSDÍS ARTHÚRSDÓTTIR, blómaskreytingakona. Bréf til biskups Islands Frá Árna Bjömssyni: í RABBÞÆTTI í Lesbók Morgun- blaðsins sl. laugardag, 21/10 vekur Vilhjálmur Árnason heimspekingur athygli á dauðaþögn kirkjunnar um frumvarpið um miðlægan gagna- grann á heilbrigðissviði. Vilhjálmur er þó ekki einn um að undrast þögn kirkjunnar því á meðan síðasta kirkjuþing stóð yfir sendi undirritað- ur biskupi bréf það, sem hér kemur fyrir almenningssjónir. Ekkert svar barst við bréfi þessu og hafi fulltrúar á þinginu vitað um það, töldu þeir augsjáanlega ekki ástæðu til að fjall- að væri um málið á þeim vettvangi. Því er bréfið birt nú, að svo virðist, sem frumvarpið verði afgreitt fljót- lega og nú reynir á hvort fyrirsvars- menn kirkjunnar hafa til þess þor, að láta í ljós álit sitt á þessu stærsta sið- ferðisvandamáli þessarar aldar. En bréfið var svohljóðandi: Bréf til biskups íslands Hr. Karls Sigui-björnssonar Frá Árna Björnssyni lækni. Sæll hr. biskup. Ástæðan til að ég sendi þér þetta bréf er að fyrir Alþingi liggur nú framvarp til laga um „miðlægan gagnagrann á heilbrigðissviði“. Frumvarp þetta hefur verið og er mjög umdeilt meðal heilbrigðisstétta og almennt í vísindasamfélaginu og á eftir að skapa mörg og mikil vanda- mál í öllu þjóðfélaginu, ef það verður samþykkt í núverandi mynd. Þá hef- ur fjöldi erlendra vísindamanna var- að við samþykkt laga sem þessara, þar sem þeir telja að persónuvernd sé stefnt í alvarlega hættu. Ég er ekki sériegur kirkjunnar maður, en ég veit að einn af hornsteinunum í kenningu hennar er persónuvernd. En það er ekki aðeins persónuvernd- in, heldur einnig mörg önnur sið- fræðileg vandamál sem birtast, þeg- ar framvarp þetta er skoðað. Eg ætla ekki að telja þau upp hér en að- eins benda á að trúnaður milli læknis og sjúklings er í mörgu hliðstæður trúnaði milli prests og sóknarbarns hans. Ætli nokkrum hafi til hugar komið að setja slíkar upplýsingar í miðlægan gagnagrunn, þó eflaust mætti vinna úr slíkum grunni gagn- legar upplýsingar um margvísleg, þjóðfélagsleg, siðferðileg og trúarleg vandamál og líklega gæti grunnur- inn orðið góð söluvara? Ég veit að þið hafið um margt að hugsa á kirkjuþinginu en vonast þó til að þið getið gefið ykkur stund til að hugleiða þetta erindi, því hér er um að ræða eitt af alvarlegustu sið- fræðivandamálum, sem komið hafa upp með þessari þjóð. ÁRNI BÖRNSSON, fv. yfirlæknir. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.