Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Nýjar leiðir
gegn krabba
meim
ÉG GET ekki leng-
ur orða bundist eftir
síðustu dauðsföllin af
völdum krabbameins
sem öll íslenska þjóðin
„hefur nú nýlega orðið
vitni að og tekið þátt í
- án þess að fá rönd
við reist.
Það er nú vonandi
öllum fullijóst að nú-
tíma aðferðir til lækn-
ingar krabbameins
deyða að vísu meinið
en höggva um leið
mjög nærri lífí sjúk-
lingsins sem vitaskuld
getur ekki lifað áfram
með verulega skert
ónæmiskerfí. Við svo búið má ekki
una lengur. - Og hver segir að við
þurfum þess?
Islenskar ki'abbameinslækningar
sníða sér í meginatriðum stakk eftir
bandarískum krabbameinslækning-
um. - En bandarískum krabba-
meinslækningum hefur lengi verið
haldið í heljargreip örfárra hags-
munatengdra lyfjafyriríækja og svo
lækniskerfis sem þiggur menntun
sína á kostnað þeirra. Fæðu- og
lyfjaeftirlitsstofnun ríkisins þar í
landi er í dag samofin þessum sömu
hagsmunum. Enda fara nær allir
háttsettir embættismenn hennar
beint í hálaunaðar stöður hjá lyfja-
~»iðnaðinum eftir þjónustu við þær
sem embættismenn!
Frjálslyndum bandarískum
þingmönnum, m.a. Berkeley Bedell
og Tom Harkin, blöskraði þetta
það mikið að þeir komu því í kring
árið 1991 að lög voru sett um það
að Heilbrigðisstofnun Bandaríkj-
anna skyldi opna nýja skrifstofu,
OAM, með eigið tillag á fjárlögum
ríkisins til að rannsaka óhefð-
bundnar - já og bannaðar - læknis-
meðferðir m.a. gegn krabbameini -
svo niðurstöðurnar mættu verða til
gagns fyrir bandarískan almenn-
ing. Því Bedell hafði
einmitt fengið lækn-
ingu við blöðru-
hálskrabbameini hjá
franska Kanadamann-
inum Gaston Naessens
í Quebec með nýrri og
bannaðri meðferð og
vissi því að það var
unnt að fá betri lækn-
ingu við krabbameini á
þennan hátt.
Þessi skrifstofa
OAM er því ekki til-
komin til þess að berj-
ast á móti svikum í
bandaríska heilbrigð-
isgeiranum eins og ís-
lenskur krabbameins-
læknir fullyrti í viðtali í fréttaþætti
á Stöð tvö í sumar heldur til að
fínna nýjar læknismeðferðir sem
virka - því á þeim er verulegur
skortur. Og OAM er ekki inni í
Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna
í hennar þökk heldur vegna kjarks
Ég skora á þá sem
vinna að heiðarleika í
vísindastarfsemi, segir
Einar Þorsteinn, að
taka til skoðunar alla
þá óhefðbundnu mögu-
leika til lækningar
krabbameins sem sann-
arlega eru fyrir hendi.
nokkurra þingmanna við að sam-
þykkja lög á móti embættismönn-
unum þar á þennan hátt. - Emb-
ættismennirinir nefndu að þetta
væri svipað og skrattinn hefði opn-
að skrifstofu í kjallaranum á Vatík-
aninu...
vl
*
ITALSKIR GONGUSKÓR
Cortina
Frábærir
• •
GONGUSKOR
Aðeins Vatnsvarðir með
OSMOTEX filmu.
Vandaður gúmísóli.
sterkir'léttir 09 Þæ9ile0ir
” OFt fyrir göturog göngustíga.
i,ÁVÍHHÍ*Uj
^ SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík sími 511 2200
Sem frekara dæmi um það hags-
munasamsull sem viðgengst í sam-
bandi við krabbameinslækningar í
Bandaríkjunum skal hér aðeins
lauslega minnst á það að nýlega er
búið að dæma bandarískan ríkis-
borgara í nokkurra ára fangelsi
fyrir að koma í kring lækningu á
krabbameini fímmtán ára gamals
bandarísks drengs. Sá drengur er
nú alheill og lífið blasir við honum á
ný. Læknismeðferðin sem hér um
ræðir var enn umrædd krabba-
meinsmeðferð Gaston Naessens
uppi í Kanada en þangað fóru þeir
félagar til að fá meðferðina fyrir
drenginn.
I stuttu máli, vegna flókinna
hagsmunalegra innanlandsá-
stæðna er bandaríska krabba-
meins-lækniskeifið bæði ónothæft
og úrelt. Það er því ástæðulaust
fyrir okkur Islendinga að nota það.
Miklu nær væri að við leituðum
okkur eigin lausna hvar sem þær
er að fínna úr því að svona er í
pottinn búið.
Til þess að nefna aðeins eina
meðferð sem virkai- vel gegn
krabbameini þá má geta þess að
umrædd meðferð Gastons Na-
essens er nú notuð af hundruðum
kanadískra lækna árlega við þús-
undum krabbameinstilfella sam-
kvæmt læknisfræðilegum neyðar-
rétti sem gildir þar í landi. Sam-
kvæmt honum má læknir beita
hvaða meðferðarúrræði sem bæði
hann og sjúklingurinn samþykkja
með því að tilkynna það fyrst til yf-
irvalda. Slíkan lagalegan neyðar-
rétt þurfum við líka að eignast hér.
- Hvemig væri að íslenskir þing-
menn færu að dæmi bandarískra
kollega sinna og beittu sér fyrir
þessu - vegna hagsmuna umbjóð-
enda sinna - og ryfu þannig einok-
un staðnaðrar hugsunar hér á
landi?
Þessi meðferð hefur gagnast
mjög vel í Kanada og verið í sívax-
andi notkun síðan 1991. Sérstak-
iega hjá sjúklingum sem ekki er
búið að beita við líkamseitrun með
svokaliaðri lyfjameðferð. - Meira
um málið undir slóðinni:
www.cose.com
En aðalatriðið er samt það að
þessi mál verði skoðuð með opnum
huga en ekki eingöngu út frá að-
þrengjandi hagsmunasjónarmiðum
bandarískra aðstæðna eða þeim að-
ilum sem hafa alla sína visku ein-
göngu frá þarlendri, óheillavæn-
legri meðferðarstefnu.
Ég skora því á ríkisstjórn lands-
ins, þingmenn, heilbrigðisyfirvöld,
læknasamtök, alla frjálslynda
lækna, svo og alla þá aðra sem
vinna að heiðarleika í vísindastarf-
semi - auk íslensks almennings -
að taka nú þegar til alvarlegrar og
læknisfræðilegrar skoðunar alla þá
óhefðbundnu möguleika til lækn-
ingar krabbameins sem sannarlega
eru fyrir hendi en má ekki nota
vegna kennisetninga og tæknilegr-
ar einokunar. - Bíðum ekki eftir því
að einhver í fjölskyldu okkar þurfí
að líða fyrir þennan sjúkdóm.
Það er sannfæring mín að þegar
upp frá þeirri vinnu er staðið þá
munu flestir „viljað þá Lilju kveðið
hafa“.
Höfundur er hönnuður.
■nd
Fegurðin
kemur
innan fró
Um „fund
Ameríku“
UNDIR fyrirsögn-
inni „Víkingamir fundu
ekki Ameríku fyrstir“,
greinir Mbl. 10. nóv. sl.
frá tilgátu kanadíska
rithöfundarins Farley
Mowat að það hafí ver-
ið þjóðflokkur frá Bret-
landseyjum, hugsan-
lega frá Norður-
Skotlandi, sem hafi
fyrstir Evrópumanna
fundið Ameríku. Hvað
sem tilgátu Mowats líð-
ur, þá er það nú einu
sinni svo að enn sem
komið er hafa einungis
fornminjar fundist í N-
Ameríku sem óyggj-
andi tengjast norrænum mönnum
frá því löngu fyrir daga Kólumbus-
ar. Þessar minjar um norræna
menn eru óyggjandi staðreynd um
menn af evrópskum uppruna, enda
fornminjar samtímaheimildir þess
tíma sem þær ná til hvort heldur
menn kjósa að tengja þær frásögn-
um úr íslenskum sagnaarfi eða ekki.
í fréttinni er einnig vitnað í grein
Adolfs Friðrikssonar í nýjasta hefti
Skírnis þar sem hann gagnrýnir ís-
lensk stjórnvöld fyrir það að veita á
fjárlögum sjö milljónum króna til
endurbyggingar „Eiríksstaða" í
Haukadal í Dölum undir þeim for-
merkjum að þar hafí „Eiríkur rauði
búið og Leifur heppni fæðst“. Adolf
rekur síðan að fyrir slíkri túlkun
liggi hvorki fagleg né málefnaleg
rök og hún eigi sér enga stoð í upp-
Það vantar tilfinnan-
lega nauðsynlegt fag-
legt og málefnalegt að-
hald, segir Margrét
Hermanns-Auðardótt-
ir, í rekstri íslenskra
fornleifamála.
greftri á þeim byggðaminjum sem
samkvæmt munnmælum kallast
„Eiríksstaðir" og menn hafi tengt
þeim bæ sem getið er í Landnáma-
bók í frásögninni um Eiríki rauða.
Hvað sem öllum deilum um
„landfang“ Leifs heppna varðar
með tilvísan í þá sagnaritun sem
átti sér stað löngu eftir hans dag, er
það staðreynd að það var Norðmað-
urinn Helge Ingstad sem fann minj-
ar norrænna manna í L’anse aux
Meadows á Nýfundnalandi sem eru
a.m.k. áþreifanlegar minjar um
„fund“ norrænna manna á Ameríku
löngu fyrir daga Kólumbusar.
Rannsóknir á þeim minjum voru
upphaflega undir stjórn Norð-
mannsins dr. Anne Stine Ingstad
fomleifafræðings og eiginkonu
Helge Ingstad, sem lést fyrr á
þessu ári. Hér er um merkan fund
og rannsóknir að ræða sem Norð-
menn eiga mestallan heiður af. I því
sambandi hafa Norð-
menn beint hlutfalls-
lega margfalt meira
fjármagni til fornleifa-
rannsókna í leit að
staðreyndum heima
sem heiman á þessari
öld en Islendingar á
sama tíma.
Gagnrýni Adolfs
Friðrikssonar hvei’nig
íslensk stjórnvöld hafa
staðið að „Eiríksstaða-
málinu“ er réttmæt og
þá einnig gagnrýni
Gunnars Karlssonar
sagnfræðiprófessors
þess efnis að sérfræð-
ingar sem fengist hafa
við það tímabil sem „landafundirn-
ir“ ná til, hafi ekki verið skipaðir í
„landafundanefnd". Með réttu ættu
sérfræðingar á sviði fomleifafræði,
íslenskri miðaldabókmenntafræði
og sagnfræði sem fengist hafa við
menningararf norrænna manna í
Norður-Atlantshafi að sitja í
„landafundanefnd" til að tryggja
það að fagleg og málefnaleg sjónar-
mið séu höfð að leiðarljósi í störfum
nefndarinnar inn á við sem út á við.
Ég vil einnig vekja athygli Gunnars
á því að sérfræðingar „landafunda-
tímabilsins" eru hornrekur víðar en
í „landafundanefnd". I því sambandi
vil ég leggja áherslu á það hér, að
Island er eina landið í Évrópu þar
sem fomleifafræðin er ekki til stað-
ar við ríkisháskóla landsins sem
sjálfstæð fag- og vísindagrein; þar
er hana einungis að finna sem
óverulega stoðgrein við sagnfræði.
Af framangreindu leiðir að það er
orðið áberandi að það vantar tilfinn-
anlega nauðsynlegt faglegt og mál-
efnalegt aðhald í rekstri íslenskra
fornleifamála. í umræðunni um
„landafundi" leyfum við okkur að
deila á Norðmenn fyrir það að eigna
sér hlutdeild í Leifi heppna sem
Vestur-Norðmanni (sbr. Vestur-ís-
lendingur) á sama tíma og menn
tengja norrænu minjarnar sem
Norðmenn fundu í N-Ameríku við
hann. í því sambandi ber að nefna
hér að fomleifafræðideildir eru þeg-
ar til staðar við norsku ríkisháskól-
ana í Ósló, Bergen, Þrándheimi og
Tromsö auk Fornleifafræðisafnsins
í Stavangri. Háskóladeildir í forn-
leifafræði á Norðurlöndum sem
annars staðar í Evrópu hafa átt
virkan þátt í því að skapa nauðsyn-
legt faglegt aðhald í fornleifamálum
viðkomandi landa auk þess að
stuðla að umfangsmiklum fornleifa-
rannsóknum heima fyrir og erlendis
bæði beint og óbeint.
Þótt fornleifafræðingar hér á
landi hafi ítrekað bent á hversu
mikilvægt það sé að skapa íslenskri
fomleifafræði fastan sess við ríkis-
háskóla landsins, Háskóla Islands
og Háskólann á Akureyri, er ekki
að sjá nein merki þess á þessari
stundu að íslensk stjórnvöld ætli
sér að vinna því máli fylgi?
Höfundur er fornleifafræðingur.
Margrét Hermanns-
Auðardóttir
. WIBkW JAMES BURN
★ INTERNATIONAL
Efni og tæki fyrir uiiree
járngormainnbindingu
j. nsTvniDssoN hf.
Skipholti 33, 105 ReuWovik, slmi 533 3535
B arnamyndir
Jólagjafir sem slá allt annað út
BARNA FJÖLSKYLDU
LJOSMYNDIR
Ármúla 38 • sími 588-7644
Gunnar Leifur Jónasson