Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÁSDÍS PÁLSDÓTTIR + Ásdís Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 4. júlí 1949. Hún lést á heimili sínu 14. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Páll Ólafsson, f. 26.8. 1927, og María Guðmundsdóttir, f. 1.4. 1922, bæði fædd og uppalin í Reykjavík. Systkini Ásdísar eru Hilmar Guðmundsson, f. 20.3. 1943, eigin- kona hans er Sig- ríður Guðmundsdóttir; Hrönn Pálsdóttir, f. 18.2. 1948; Sigrún Pálsdóttir, f. 1.11. 1951; og EI- len Pálsdóttir, f. 2.5. 1953. Fyrrverandi eiginmaður Ás- dísar er Kristján Ingi Gunnars- son, skrúðgarðyrkjumeistari, f. 25.9. 1949. Börn þeirra er Páll Ragn- ar, f. 26.8. 1968; dóttir hans er Kolfinna Líf, f. 13.3. 1994; Kolbrún Dögg, f. 28.9. 1972; sonur hennar er Gunnar Páll Ægis- son, f. 1.4. 1997. Ásdís stundaði nám í Breiðagerðisskóla, Réttarholtsskóla og útskrifaðist með gagnfræðapróf frá V erknámsskólanum í Brautarholti. Hún starfaði í félagsbókbandi, versl- un, fiskvinnslu og til margra ára var hún með plöntusölu í Hellisgerði. Utför Ásdísar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg móðir mín er látin. Ég hefði viljað hafa þig lengur i þessari jarðvist. Ég sakna þín sárt og hugsa til baka þegar ég var lítil og hélt í hönd þína. Mér þótti svo gott að leiða þig, fara með þér í heimsóknir til vinkvenna þinna, fremur en að leika mér við jafnaldra mína. Lífíð ei oft línudans og það getur verið erfítt að bera þær byrðar sem á mann eru lagðar. Oft er mikið myrk- ur en birtir þó til. Hjá sumum er svo mikið myrkur að sólargeislarnir ná ekki í gegnum dökku skýin. Þú ert farin en ég er hér enn. Ég hefði vilj- að geta létt hönd þína í myrkrinu svarta. Faðmað þig að mér og sagt hvað mér þykir vænt um þig, elsku mamma. Ég hugga mig við að nú sért þú komin á betri stað þar sem birta og friður sé með þér og sál þín lifi í friði og sátt. Það kemur yfir mig eins og svartur skuggi. Leggst á mig, þjarmar að mér. Fær mig til að hugsa um liðnar stundir. Lætur tárin streyma og hjartað geyma. (K.D.K.) Ég vil kveðja þig, mamma, með ljóði mínu „Tré“. Megi guð styrkja okkur systkinin, foreldra þína, systkini og vini í sorg okkar. Eg er tré. Mótlætið er sem vindurinn. Hann blæs mismikið á sum tré. Rætur mínar eru minn innri maður og sál. Þær eru sterkar svo vindurinn feyki mér ei um koll. Hann blæs og hann hvín. Stundum er logn og þá andvörpum við. Tökum gleði okkar á ný. Sál þín hvarf úr moldinni af völdum vindsins. Við fáum ekki ráðið við móður náttúru. Þú ert farin en ég er hér enn. Þú líka. Minning þín mun ávallt lifa í hjörtum trjánna. (K.D.K.) Þín dóttir, Kolbrún Dögg. Elsku systir. Enn bankar sorgin upp á, án þess að gera boð á undan sér og ég á bágt með að trúa því að Fersóruleg, albliða útferaifejáxBta. Sjerrir CQsai, &*33dr Eltbesot'i, rtfsræt-jfri úfFKwftyri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Síird. 581 3300 þú sért farin. Minningarnar hrann- ast upp á þessari stundu, frá æsku okkar þegar við fimm systkinin vor- um að alast upp í Melgerði. Þú varst í miðjunni og ég yngst. Ég man hvað mér fannst þú alltaf falleg og grönn og hversu blíð þú varst og góðhjörtuð. Ég man þegar þú fékkst útborgað í þinni fyrstu vinnu, þá tókst þú mig með þér í bæinn og keyptir rauðan blúndukjól handa þér og fallegan grænan kjól handa mér. Þessu gleymi ég aldrei. Eins man ég hversu barngóð þú varst og alltaf tilbúin til að hjálpa. Þú varst sérlega handlagin og hugvitssöm, enda báru einkunnir þínar í verk- námi þess merki. Hinn 6. desember 1969 giftist þú Kristjáni Gunnars- syni og eignuðust þið þrjú börn; Pál Ragnar, Kolbrúnu Dögg og Evu Björk. Þú bjóst þeim afar fallegt heimili og var handbragð þitt alls staðar hvert sem litið var, hvort heldur það voru gardínur sem þú saumaðir eða fötin á þig og börnin. Alltaf þegar ég leitaði til þín ef ég þurfti aðstoð við prjóna eða sauma- skap, þá var svarið hjá þér alltaf: „Vilt þú að ég komi?“ Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Mér finnst ég aldrei hafa getað fullþakkað þér þegar ég var með Áslaugu dóttur mína, þá dauðvona, alein út í Svíþjóð. Þú hringdir í mig á fimmtudagskvöldi og sagðir: „Ellen mín, við Kolbrún erum að koma út tO þín.“ Og þær komu og voru mér ómetanleg hjálp á þeirri stundu þegar ég missti dótt- ur mína mánudaginn þar á eftir. Ég þakka þér, Ásdís mín, fyrir það og ég veit að Áslaug mín hefur tekið á móti þér opnum örmum. Að lokum vil ég þakka þér sam- fylgdina, elsku Ásdís, og ég veit að það verður mikill söknuður hjá börnunum mínum, Hrefnu og Gunn- ari, sem þú varst alltaf svo blíð við. En nú eiga sárast um að binda börn- in þín og litlu augasteinarnir þínir, Koífinna Líf og Gunnar Páll, og bið ég góðan Guð um að vernda þau og styrkja og einnig elsku pabba, mömmu og Kristján. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín systir, Ellen Pálsdóttir. 3 Erfidrykkjurw Simi 562 0200 ^ IIIIIIIIII] Nú kveð ég æskuvinkonu mína sem ég hef þekkt frá barnsaldri. Þá var ég nýbúin að missa pabba minn, var flutt í nýtt hverfi og var að byrja í nýjum skóla. Á fyrsta skóladegi kynntist ég Ásdísi og tókst með okk- ur ævilöng vinátta. Þau voru mörg fyrstu skrefin sem við Ásdís tókum saman. Tólf ára vorum við sendar til yfirkennarans af því að við höfðum skrifast á í tímunum um það sem fram fór í kringum okkur. Við vorum þó ekki meiri villingar en það að við áttum til að heimsækja Marinc bekkjar- kennarann okkar sem átti heima niðri í skóginum í Fossvogsdalnum. Við fórum saman á fyrsta bingóið í skólanum. Þá vann ég súkkulaði- stykki sem við Ásdís skiptum að sjálfsögðu systurlega á milli okkar. Við urðum skotnar í strákum en gættum þess þó vandlega að þeir gengju ekki í ljótum sokkum. Við snigluðumst í kringum heimili þeirra á kvöldin, mændum upp í gluggana og skiptumst á upplifunum. Piltarnir urðu aldrei varir við njósnir okkar enda var leikurinn ekki til þess gerð- ur að ná sambandi við þessar dular- fullu og spennandi verur. Ásdís skrifaði alltaf fyrstu síðuna í minningabækurnar mínar. 1960 fannst henni ástæða til að gefa mér þessi heilræði: Vendu þig á að vera stillt vinnusöra og iðin. Annars færðu engan pilt efþúgengurrifm. Saman tókum við Ásdís fyrsta smókinn. Þetta mikilvæga skref inn í heim fullorðna fólksins festum við á filmu. Ég á ennþá í fórum mínum myndir sem við tókum hvor af annarri með fyrstu sígarettuna í munnvikinu. Fyrsti kossinn varð ekki að veru- leika fyrr en við vorum búnar að trúa hvor annarri fyrir leyndarmál- inu. Það var engin tilviljun að við vinkonurnar upplifðum fyrsta koss- inn á sama degi. Við Ásdís töluðum saman um allt. Við hlógum mikið en ræddum líka alvarlega hluti, lífið, fjölskyldur okk- ar og drauma um framtíðina. Við vorum heimagangar hvor hjá annarri. Ég naut margmennisins á hennar heimili, hún naut kyrrðar- innar heima hjá okkur mömmu. Þegar við vorum komnar fram yf- ir fermingu fór mamma í vikuferð til útlanda. Af einhverjum ástæðum setti hún sem skilyrði að Ásdís byggi hjá mér og amma hefði eftirlit með okkur. Varla var mamma kom- in út um hliðið fyrr en við bogruð- umst með aðalstássstólinn innan úr stofu og fram í geymslu. Okkur fannst stóllinn svo gamaldags og hallærislegur. Þegar amma hringdi á dyrabjöllunni, hlupum við flissandi inn í fataskáp og hleyptum ekki þeirri gömlu inn. Nú er þessi sami stóll orðinn aðalstássið í minni stofu. Og þar vildi Ásdís alltaf sitja þegar hún var í heimsókn hjá mér. Leiðir okkar skildu þegar ég flutti sextán ára gömul til Svíþjóðar. Fyr- ir fyrstu sumarlaunin keypti ég gull- hring með perlu handa bestu vin- konu minni. Líf okkar þróaðist mis- munandi, Ásdís giftist ung og eign- aðist böm en ég vildi mennta mig fyrst. Við skrifuðumst þó alltaf á og hittumst í hvert sinn sem ég kom til íslands. Þá hitti ég líka oft góða vin- konu Ásdísar, Guðríði Pétursdóttur, sem brást henni aldrei. Samband okkar varð aftur meira á undanförnum tíu árum. Við hringdumst á og Ásdís heimsótti mig til Svíþjóðar. Þegar ég var á ís- landi fyrir tveimur árum áttum við góðar stundir með foreldrum henn- ar, Maríu og Páli, á heimili þeirra þar sem við skoðuðum gamlar myndir og rifjuðum upp minningar. Á síðustu árum ræddum við Ásdís mikið saman í síma og fann ég að henni leið illa. Nú fer ég heim til Is- lands að kveðja Ásdísi æskuvinkonu Hlómabúúin Öa^skom v/ l-ossvogski^kjwgarð Sfmi, 554 0500 mína. Ég sakna vinkonu minnar sem þekkti mig svo vel. Ég er þakklát fyrir þá vináttu sem hún gaf mér frá unga aldri. Blessuð sé minning hennar. Ég votta börnum hennar, föður þeirra og foreldrum hennar mína dýpstu samúð. Hafdís Lúthersdóttir Grundtman. Elsku Ásdís mín. Þegar ég frétti lát þitt þá hvarflaði hugur minn til okkar fyrstu kynna fyrir u.þ.b. 30 árum. Með okkur tókst strax góð vinátta sem hélst alla tíð, þó sér- staklega hin síðari ár. Betri vin var ekki hægt að hugsa sér. Mér fannst þú bera af fyrir glæsileik og fágaða framkomu og ekki má gleyma þín- um fallegu bláu augum. Oft gátum við rætt saman tímunum saman og var þá hlegið mikið. Ég á eftir að sakna þín, kæra vin- kona. Elsku Palli, Kolbrún, Eva og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og enginn geti komið í þinn stað raun samt minning þín lifa á meðan lifi ég á meðan lifi ég ogégþakkavil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson.) Þín vinkona, Guðríður (Gurra) Vattnes. Snert hörpu mína, himinborna dis, svo hlusti englar guðs í paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Eg heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar guðs í paradís. (Davíð Stef.) Elsku Ásdís mín, nú hefur þú kvatt þennan heim og ert komin í annan betri, þar sem Ijósið og birtan er. Að ætla að skrifa minningarorð um kæra vinkonu er ekki auðvelt. Kynni okkar Ásdísar urðu þegar við fluttum báðar í nýbyggð hús okkar í Stuðlaberginu. Strax urðum við mjög góðar vinkonur og áttum margar góðar stundir saman. Alltaf var samband okkar gott þó við flytt- um báðar úr Stuðlaberginu. Nú síð- ast tveimur dögum fyrir andlát þitt töluðum við saman lengi í síma og ætluðum að hittast hér heima í næstu viku, en enginn veit sína æv- ina fyrr en öll er. Oft vorum við að tala um hvað það væri yndislegt hvað dætur okkar Kolbrún og Alda Ragna væru góðar vinkonur. Elsku Ásdís mín, mér þótti svo vænt um þig og er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér en þau kynni hafa auðgað líf mitt og gert mig ríkari. Minningarnar um þig munu geym- ast í hjarta mínu og ylja mér um ókomna tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Megi Guð styrkja ykkur öll og blessa í sorginni. Guð blessi þig Ásdís mín og minn- ingu þína. Hvíl þú í friði. Þín vinkona, Kristín Ósk. Ég horfði í gegnum gluggann á grafhljóðri vetrarnóttu, og leit eina litla stjörnu þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. (Magnús Ásgeirsson) Kæra vinkona. Á kveðjustund er margs að minn- ast eftir yfu- fjörutíu ára vináttu allt frá því við vorum litlar stelpur og lékum okkur með öllum krakkaskar- anum í Melgerðinu. Manstu allar þrjúbíóferðirnar okkar á sunnudögum? Þá var oftast farið í heimsókn til Bjössu ömmu þinnar á Njálsgötunni í snúða og fín- erí á eftir. Ekki má gleyma unglingsárunum. Þá var oft glatt á hjalla og hlegið mikið. Svo kom að því að við eignuðumst fjölskyldur. Vináttan hélst samt óbreytt, þrátt fyrir hin nýju hlut- verk. Þú áttir fallegt og hlýlegt heimili, þrjú yndisleg börn, sem þú mátt vera stolt af. Ekki má gleyma sólargeislunum tveimur, barnabörn- unum þínum, sem eiga eftir að sakna þín. Ég vil þakka þér fyrir allt, sem þú gerðir fyrir mig bæði á gleði- og sorgarstundum. Þú hafðir svo gott hjartalag og gafst mikið af þér. Elsku Ásdís mín. Við Jón þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar, sem við áttum saman gegnum árin. Ég veit að Guð tekur vel á móti þér. Guð blessi minningu þína og megir þú hvfla í friði. Elsku Eva, Kolbrún, Ægir, Gunn- ar Páll, Palli og Kolfinna. Guð blessi ykkur og leiði gegnum sorg ykkar. Við vottum Maju, Palla og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Guðríður og Jón. Góð vinkona hefur kvatt þetta líf. Mér barst sú harmafregn laugar- dagskvöldið 14. nóvember sl. Það er alltaf jafn erfitt að taka á móti slík- um fréttum og reyna að skilja til- gang lífsins. Fyrir nærri 23 árum kynntist ég Ásdísi þegar dætur okkar urðu vin- konur. Vinátta okkar hefur haldist öll þessi ár og er það fyrst og fremst að þakka trygglyndi Ásdísar. Það var oftar sem hún kom í heimsókn á kvöldin og þá gátum við setið að spjalli langt fram á nótt. Þá var margt rætt og spáð í framtíðina. Hún hafði frá mörgu að segja, sér- staklega eftir að barnabörnin henn- ar tvö fæddust sem færðu mikla gleði í líf hennar. Hún var líka jafn- an stolt þegar hún talaði um hvað Palla gengi vel og milli þeirra var sterkt og gott samband. Það var líka gott að vita hversu góður hann var henni. Oft dáðist ég að henni þegar ég fylgdist með því hvernig hún reyndi að styðja og styrkja Kol- brúnu sína sem mest. Þá kom i ljós hvaða kjarki og dugnaði Ásdís bjó yfir, þrátt fyrir hversu viðkvæm hún var að eðlisfari. Henni varð tíðrætt um hversu dugleg Kolbrún væri og var ánægð með hversu skeleggur baráttumaður hún var fyrir málstað fatlaðra. Það hlýtur að vera erfitt að horfa á bam sitt ganga í gegnum þá erfiðleika sem Kolbrún Dögg hefur fengið að kynnast og reyndi þá oft mikið á Ásdísi. En hún gladdist líka yfir því þegar Kolbrún flutti að heiman og fór að búa og tókst góður vinskapur milli hennar og Ægis tengdasonar hennar. Asdís var sérlega vandvii’k og hörkudugleg. Flest lék í höndum hennar þegar heilsan leyfði. Allt varð að vera vandað og vel gert sem hún gerði. Hún hafði gott skopskyn og oft var stutt í hláturinn þegar því var að skipta. Það var gaman að fylgjast með henni og Evu í sumar þegar þær komu sér fyrir í notalegu íbúðinni á Sléttahrauninu. Það var málað, pússað og allt tekið í gegn. Eva reyndist mömmu sinni einstaklega hjálpleg og var gaman að sjá hvern- ig þær unnu saman sem einn maður að framkvæmdunum. Þarna höfðu þær komið sér vel fyinr og þá fannst manni loksins allt vera á réttri leið. En öllu er afmörkuð stund og Ás- dís kveður okkur alltof fljótt. Við andlát hennar vakna margar spurn- ingar sem við fáum engin svör við. Ég get aðeins beðið fyrir sálu vin- konu minnar og þakkað henni fyrir dýrmæta vináttu sem skilur eftir sig góðar minngar. Börnum Ásdísar, foreldrum henn- ar og ástvinum öllum votta ég mína einlægu samúð. Megi góður Guð umvefja ykkur með kærleik sínum og gefa ykkur styrk til að takast á við framtíðina. Katrín S. Óladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.