Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 24

Morgunblaðið - 26.11.1998, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Úrskurður dómara lávarðadeildar brezka þingsins í Pinochet-málinu Framhaldið nú í höndum innanríkisráðherrans Reuters STUÐNINGSMENN Augustos Pinochets, hér í Santiago de Chile, brugðust ókvæða við er ljóst varð að ein- ræðisherrann fyrrverandi yrði áfram í haldi í Bretlandi. Á myndspjaldinu sem konan til hægri heldur á stendur: „Ódauðlegur". Lundúnum. Reuters. ÚRSKURÐUR fimm manna áfrýj- unardómstóls lávarðadeildar brezka þingsins, sem í gær felldi dóm und- irdóms í Lundúnum um að Augusto Pinoehet, fyrrverandi einræðis- herra Chile, skuli njóta friðhelgi frá því að vera sóttur til saka, veldur því að brezka stjórnin verður á næstu dögum að ákveða hvort beiðni um framsal hans til Spánar verði tekin til greina. Þrír af dómurunum fimm voru á því að Pinochet ætti ekki rétt á friðhelgi í Bretlandi eins og lög- menn hans og stjórnvöld í Chile töldu hann njóta sem þingmaður öldungadeildar Chile-þings. Þetta þýðir að innanríkisráðherrann, Jack Straw, verður að taka um það ákvörðun fyrir 2. desember hvort framsal hans skuli heimiit eða ekki. Talsmaður innanríkisráðuneytis- ins vildi í samtali við Reuters ekki láta hafa neitt annað eftir sér en að málið væri nú í farvegi réttarkerfis- ins. Undirdómur hafði úrskurðað að Pinochet skyldi koma fyrir dómara 2. desember, að því gefnu að heilsa hans leyfði. Spánn hefur farið fram á framsal Pinochets til að fá hann til að svara til saka fyrir ákærur um að hann beri ábyrgð á dauða og hvarfi yfir 3.000 manna á sautján ára valda- tíma sínum í Chile, frá 1973-1990. Lögmenn spænskra dómsmálayfir- valda fylgdu eftir framsalsbeiðninni á meðan lávarðadeiidardómaramir veltu fyrir sér spurningunni, hvort Pinochet bæri að njóta friðhelgi þar sem hann var þjóðhöfðingi þegar brotin voru framin sem hann er ákærður fyrir. Nokkur önnur ríki, þar á meðal Svíþjóð, Sviss og Frakkland, eru til- búin til að fara fram á framsal Pin- ochets. Jack Straw sagði í skriflegu svari við fyrirspum þingmanns í síðasta mánuði, að ákvörðun hans um hvort heimila beri framsalið verði byggð á lögfræðilegum forsendum ein- göngu, ekki pólitiskum. Straw verð- ur að meta hvort framsalsbeiðnin uppfylli í einu og öllu lagaskilyrðin sem gilda um framsal manna frá Bretlandi. Langt ferli framundan? Ef Straw heimilar að framsals- beiðnin verði tekin til greina fer málið aftur fyrir dóm. I gær var að- eins úrskurðað um friðhelgi Pin- ochets, en í næstu umferð yrði framsalsbeiðnin sjálf tekin fyrir. Pinochet mun aftur mega áft-ýja alla leið upp til hæsta áfrýjunarréttar landsins, sem er lávarðadeild þings- ins. Ef beiðnin hlýtur blessun dóm- stólanna verður lokaákvörðunin um hvort Pinochet verði í raun fram- seldur loks í höndum Straw. Úrskurður gærdagsins þýðir að Pinochet verður að dvelja í Bretlandi á meðan mál hans fer áfram í gegn um hið flókna réttarkerfi Breta. Falli úrskurður Straws, sem hann þarf að taka fyrir næsta miðvikudag, þannig, að hann heimili ekki að framsalsbeiðnin verði tekin fyrir af dómstólunum, þá verður hann að fella handtökuskipunina á hendur Pinochet úr gildi og sleppa honum. Ef það yi-ði niðurstaðan, er búizt við því að Pinochet fljúgi beinustu leið heim til Chile og ekki muni því gefast svigrúm til að taka framsals- beipnir annaiTa ríkja til greina. Aður en ljóst varð hvernig úr- skurður lávarðadómaranna myndi falla í gær biðu fylgismenn Pin- ochets með einkaþotu tilbúna til flugtaks frá herflugvelli skammt frá Lundúnum, en samkvæmt chilesk- um heimildum mun einræðisherr- ann fyrrverandi einnig hafa gert ráðstafanir ef úrskurðurinn félii sér í óhag. Að sögn bíður hans fullbúið einbýlishús á ónefndum stað í ná- grenni Lundúna, og lögmenn hans hafa unnið að kröftugi-i málsvörn fyiir hann. f réttarhöldunum fyrir undirrétti í Lundúnum í síðasta mánuði héldu lögmenn hans því fram að brezk lög um friðhelgi þjóðhöfðingja veittu Pinochet ótvíræða friðhelgi frá sak- sókn. En brezkir og spænskir sak- sóknarar sögðu gildissvið þessara brezku laga ekki hnekkja gildi ákvæða alþjóðalaga um glæpi gegn mannkyni og um hryðjuverk. Pinochet var handtekinn á einka- sjúkrahúsi í Lundúnum hinn 16. október síðastliðinn, þar sem hann var að jafna sig eftir minni háttar skurðaðgerð á baki. Hann varð 83 ára í gær. Utanrikisráðherra Þýzkalands Komið í veg fyrir stjórnarkreppu í Noregi á síðustu stundu ESB þróist lengra í átt að sambandsríki Bonn. Reuters. JOSCHKA Fischer, utanríkisráð- herra Þýzkalands, lét þau orð falla í gær að það væri sitt persónlega tak- mark og úrslitaverkefni okkai- tíma að Evrópusambandið (ESB) þróaðist lengra í áttina að evrópsku sam- bandsríki. „Rétt eins og við sameinuðumst um fyrsta sannkallaða __________________ fiillveldisframsalið með stofnun myntbandalags- ins, ættum við að vinna að því að setja Evrópusam- bandinu stjómar- skrá sem stjóm- málalegrar einingar að alþjóðalög- um,“ sagði Fischer í viðtali við dag- blaðið Frankfurter Rundschau. „Þetta er mitt takmark,“ sagði hann. „Þetta er úrslitaverkefni okkar tíma.“ „Við Evrópumenn verða hins vegar EVRÓPA^ N INO D ANIELI fierm GARÐURÍNN -klæðirþigvel aldrei mynda einsleitt þjóðríki, vegna þess hvernig sérkenni okkar, tungur, saga, fordómar, ástríðui’ og óvild skilja okkur að,“ sagði Fischer. Lengi verið stefna Þjóðverja Helmut Kohl, fyrrverandi kanzl- ari, sóttist eftir því að Evrópusam- bandið þróaðist í áttina að evrópsku sambandsríki, í því skyni að ríg- binda Þjóðverja í svo náið samstarf við nágrannaþjóð- ir sínar að strið þeirra í milli yrði hreinlega óhugsandi. Hann dró hins vegar eitthvað í land að þessu leyt- inu á síðustu embættisárum sínum vegna vaxandi áhyggna meðal al- mennings um að of mikið vald væri að safnast saman í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Nýi kanzlarinn, Gerhard Schröder, hélt tryggð við sambands- ríkishugmyndina í stefnuræðu stjórnar sinnar, sem hann flutti fyrir nokkrum vikum, með því að heita því að hún myndi á formennskutímabili sínu í ráðherraráði ESB fyrri helm- ing komandi árs leggja sig fram um að ýta samrunaferli Evrópu fram á við. Efasemdamenn um Evrópusam- runann i brezka íhaldsflokknum brugðust þegar við með því að segja að Schröder hefði tekið af vafa um að hið sanna takmark myntbandalags- ins væri evrópskt sambandsríki, en hugmyndir um slíkt eru „pólitískt sprengiefni" í Bretlandi. Síðasta rík- isstjórn íhaldsflokksins klofnaði vegna skiptra skoðana flokksmanna um þetta mál. Látið undan kröfum Hægriflokksins KJELL Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, andaði léttar í fyrrinótt er samkomulag náðist milli minnihlutastjórnar miðflokkanna, Hægriflokksins og Framfaraflokks- ins, um fjárlög komandi árs. í samn- ingalotu sem stóð fram á nótt lét rík- isstjórnin undan fjölmörgum kröfum flokkanna, einkum Hægriflokksins, og féllust þeir á að styðja stjórnina. Hefur fjárlagaumræðunni verið frestað fram á mánudag, þar sem enn á eftir að fínpússa samkomulag- ið, og hún stytt niður í einn dag. Bondevik viðurkenndi í samtali við Aftenposten að Hægriflokkurinn hefði vissulega náð mörgum af stefnumálum sínum fram en það hafi verið nauðsynlegt til að koma fjár- lögunum í höfn. Stjórnarflokkunum væri vissulega sárt um sum atriðin sem þeir hefðu orðið að sjá á bak en þeir væru engu að síður sáttir við niðiirstöðuna. Ymsir stjórnarandstæðingai- hafa gagnrýnt niðurstöðuna og sagt að hún sé til marks um að stjórnin sé ekki lengur óháð. Hún hefur sótt stuðning við frumvörp sín ýmist til Hægriflokksins og Framfaraflokks- ins, eða Verkamannaflokksins og Sósíalíska vinstriflokksins, en tals- maður þess síðastnefnda sagðist þeiirar skoðunar að bjóða ætti Hægriflokknum setu í stjórninni, þai’ sem það væri nú aðeins formsat- riði. Hvorki Bondevik né Jan Petersen, formaður Hægriflokksins, taka und- ir þetta. Sagði Bondevik að stjórnin hefði ekki horfið frá stefnumálum sínum, þótt hún hefði fallist á að hætta við skattahækkanir. Og innan Hægi’iflokksins gætir gremju með að áhrifa flokksins gæti einungis á fjái-lagafrumvarpið. „Þessi stjórn er alveg jafn vonlaus í dag og hún var í gær,“ sagði einn flokksmanna. Hefur formaðurinn óskað skýrari reglna um samvinnu flokksins og stjórnar- innar. Thorbjorn Jagland, formaður Verkamannaflokksins, var að vonum ósáttur við niðurstöðuna og sagði hana til marks um að átök innan stjórnarinnar héldu áfram og að hún hallaði sér að flokkum sem ættu í miklum deilum. Þá gætir töluverðrar óánægju með samkomulagið innan Miðflokksins, sem haldið hefur verið fram að hafi séð á bak flestum stefnumálum sín- um. Hins vegar eru flokksmenn á því að illskárra sé að vera í stjórn en gefa Verkamannaflokknum stjórnar- taumana eftir. Engar skattahækkanir Fram hefur komið að Bondevik átti langa fundi með Petersen og Carl I. Hagen, formanni Framfara- flokksins, um helgina, þar sem þeir lögðu fram kröfur sínar. Breytti hann frumvarpinu í samræmi við þær, lagði það fyrir stjórnina á þriðjudag, hún féllst á breytingarnar og flokkarnir svo nóttina eftir. Breytingarnar felast einkum í eft- irfarandi atriðum: Engar skatta- og gjaldskrárhækk- anh'. Hætt við að hækka verð á raf- magni. Foreldragreiðslur ná til for- eldra tveggja ára barna í stað eins árs. Til að koma til móts við þetta verða ríkisfyrirtækin Arcus og Ventura einkavædd og símafyrirtækið Telenor að hluta til. Framlög til nær allra ráðuneyta verða skorin niður, bama- bætur lækkaðai’ til þeiira sem fá for- eldragreiðslur. Þá verða ýmis fram- lög lækkuð, m.a. þau sem renna eiga til breytinga á sveitarstjórnum, til frí- stundastarfs í skólum, til verkalýðs- hreyfingarinnar, tryggingakerfisins og atvinnulífssjóðs. Lækning við skalla? London. The Daily Telegraph. BANDARÍSKIR vísindamenn segjast hafa fundið sameind, sem geti breytt húðfrumum músa í hárslíður, og vekur það vonir um að hægt verði að finna lækningu við ótímabærum skalla. Vísindamenn við Chicago-há- skóla segjast. hafa valdið mikl- um hárvexti í músum með því að kalla fram hárslíðursmyndun í þroskuðum húðfnimum, þróun sem á sér yfirleitt aðeins stað í fóstumsum. Rannsókn þeirra bendir til þess að sameind, sem nefnd er beta-katenín, kunni að stýra því að frumur í fósturvís- um breytist í hárslíður. Vísindamennirnir telja að rannsóknin geti orðið til, að fundin verði lækning við ótíma- bærum skalla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.