Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 25
ERLENT
Fyrsta heimsókn kínversks þjóðhöfðingja í Japan
„Afsökunarbeiðni“
og Tævan á dagskrá
Tókýð. Reuters.
JIANG Zemin, forseti Kína, kom í
gær í sögulega heimsókn til Japans
en megintilgangur hennar er að
leggja grann að nánari samvinnu
þessara tveggja stórvelda í Asíu á
næstu öld.
Öryggisráðið
Stuðningur
við UNSCOM
Bagdad, Sameinuðu þjóðunum. Reuters.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð-
anna lýsti á þriðjudagskvöld yfir
„fullum stuðningi" við starf vopna-
eftirlitsnefndai- SÞ, UNSCOM, í
Irak, en klofnaði í afstöðu sinni til
þess hvort áminna ætti íraka fyrir
að neita að afhenda nefndinni skjöl
um sýkla- og efnavopn. Irakar fögn-
uðu niðurstöðunni í gær.
Öryggisráðið kom saman til fund-
ar á þriðjudagskvöld til að ræða þrjú
bréf Iraka til ráðsins, þar sem þeir
skýra hvers vegna þeir neita að af-
henda skjölin, og hlýða á skýrslu
Richards Butlers, yfirmanns
UNSCOM, um deiluna. Bretar lögðu
fram tillögu, sem studd var af
Bandaríkjamönnum, um að ráðið
samþykkti ályktun þar sem Irakar
væru sagðir brjóta í bága við loforð
sitt um að hindra ekki störf
UNSCOM með þvf að neita að af-
henda umbeðin skjöl. Rússar beittu
neitunarvaldi gegn tillögunni, og
sagði rússneski fulltrúinn, Sergei
Lavrov, að áður þyrfti að rannsaka
til hlítar hvort skjölin væru til í raun
og veru.
Irakar halda því fram að tíu flokk-
ar skjala af tólf, sem UNSCOM
óskaði eftir, væru annaðhvort ekki
til, væru vopnaleitinni óviðkomandi
eða snertu þjóðai'öryggi.
Öryggisráðið samþykkti sam-
hijóða framlengingu á leyfi íraks til
að selja ákveðið magn olíu til kaupa
á matvælum og lyfjum. írakar höfðu
sótt um tveggja mánaða framleng-
ingu á leyfinu en fengu hana til hálfs
árs. Irak fær þá að selja olíu að and-
virði rúmlega fimm milljarða banda-
ríkjadala, eins og undanfarna sex
mánuði.
Hans von Sponeck; mannúðar-
málafulltrúi SÞ fyrir Irak, sagði á
þriðjudag að brýnt væri að írakar
fengju áfram að selja olíu til kaupa á
matvælum, sérstaklega í ljósi þess
að á síðasta hálfs árs tímabili hefðu
tekjur þeirra af sölunni verið mun
minni en áætlað hefði verið vegna
lækkunar á olíuverði.
Aætluninni um olíusölu til mat-
vælakaupa var hleypt af stokkunum í
desember árið 1996, en hún er und-
antekning frá viðskiptabanni sem SÞ
lagði á Irak eftir innrásina í Kuwait
árið 1990.
Jiang er fyrsti kinverski þjóðhöfð-
inginn, sem kemur til Japans, en
samskipti ríkjanna hafa verið fremur
stirð frá stríðslokum og einnig vegna
samvinnu Japana og Bandaríkja-
manna í öryggismálum. Kínverjar
krefjast þess m.a., að Japanir biðjist
ærlega afsökunar á framferði sínu í
síðari heimsstyrjöld og lýsi afdrátt-
arlaust yfir, að þeir styðji ekki sjálf-
stætt Tævan.
Jiang kom til Japans frá
Novosíbírsk í Rússlandi þar sem
hann var í heimsókn og var öryggis-
gæsla í Tókýó mjög mikil. Talið er,
að allt að 10.000 lögreglumenn hafi
verið á götum borgarinnar. Nokkru
fyrir komuna efndi nokkur hópur
hægrimanna til fundar þar sem því
var mótmælt, að beðist yrði afsökun-
ar á fi'amferði japanska hersins í
stríðinu.
Jiang sagði við komuna, að vin-
áttu- og friðarsamningur Kínverja
og Japana væri 20 ára gamall og
kominn væri tími til að huga að sam-
skiptum ríkjanna á næstu öld. Hefur
Tang Jiaxuan, utanríkisráðherra
Kína, verið í Tókýó frá því á þríðju-
dag til að reyna að fá Japani til að
samþykkja nýja afsökunarbeiðni en
haft hefur verið eftir japönskum
embættismönnum, að engu verði
bætt við yfirlýsingu Tomiichi Mura-
yama, þáverandi utanríkisráðherra,
árið 1995 er þess var minnst, að hálf
öld var liðin frá ósigri Japana í
heimsstyrjöldinni. A hinn bóginn
væri hægt að bera hana sérstaklega
fram við kínversku þjóðina. Þá
myndi Keizo Obuchi, forsætisráð-
herra Japans, aðeins flytja hana
munnlega en ekki afhenda hana
skriflega eins og Kínverjar vilja.
Efnahagsmál og Tævan
Leiðtogarnir tveir, Jiang og
Obuchi, munu einnig ræða efnahags-
ei’fiðleikana í álfunni en ríkin eru
mjög háð hvort öðra efnahagslega.
Þá mun hernaðarlegt samstarf
Japana og Bandaríkjamanna líka
bera á góma en Kínverjar óttast, að
tilgangur þess sé meðal annars að
koma Tævan til hjálpar reyni Kín-
verjar að ná þar yfirráðum.
Tyrkneska stjórnin fallin
Skapar óvissu í
efnahagsmálum
STJÓRNUMesuts Yilmaz í Tyrklandi
féll í gær er samþykkt var á hana
vantrauststillaga í þinginu og sagði
Yilmaz af sér nokkrum stundum síð-
ar. Stjórnin hefur verið sökuð um
fjármálaspillingu og greiddu 314
þingmenn atkvæði gegn henni en
276 þurfti til að samþykkja van-
traustið. Fall stjórnarinnar skapar
mikla pólitíska og efnahagslega
óvissu og óttast margir að aðgerðir
sem nauðsynlegar séu til bjargar
efnahag landsins muni nú sitja á
hakanum.
Mikill óstöðugleiki hefur einkennt
tyrknesk stjórnmál og var minni-
hlutastjórn Yilmaz sú fimmta á
þremur árum. Er talin hætta á að
fall hennar verði til þess að ekki
verði tekist á við þann vanda sem að
efnahagnum steðjar en verðbólga í
Tyrklandi er nú 62% og innlendar
og erlendar skuldir gríðarlegar. Þá
er talið að enn frekari tafir verði á
einkavæðingu ríkisfyrirtækja.
Beðið eftir Demirel
Með afsögn Yilmaz færast völdin
á hendur Suleymans Demirels, for-
seta, sem mun á næstu dögum
ákveða hverjum falin verður stjórn-
armyndun. Þar hafa mörg nöfn ver-
ið nefnd, þeirra á meðal þingforset-
inn Hikmet Cetin, kúrdískur jafnað-
armaður, sem var utanríkisráðherra
á árunum 1991-1994. Þá hefur Recai
Kutan, leiðtogi heittrúaðra múslima
í Velferðarflokknum, sem er stærsti
flokkurinn á þinginu, lýst því yfir að
Demirel hafi boðið honum til við-
ræðna. Velferðarflokknum var kom-
ið frá völdum á síðasta ári, ekki síst
vegna þrýstings tyrkneska hersins
og er fullvíst að nýrri tilraun til að
koma heittrúarmönnum til valda
verður harðlega mótmælt.
Fjölflokkastjórn
Þá hefur verið nefndur sá mögu-
leiki að mynda fjölflokkastjórn til að
útiloka Velferðarflokkinn. Að slíkri
stjórn stæðu Föðurlandsflokkur
Yilmaz, Sannleiksstígur Tansu Cill-
er og Lýðræðislegi vinstriflokkurinn
undir stjórn Bulent Ecevit, aðstoð-
arforsætisráðherra. Það sem helst
stendur í vegi fyrir slíkri stjórn er
hins vegar ósætti Ciller og Yilmaz.
*
Att þú von á
estum?
Vandaðir Amerískir svefnsófar með innbyggðri
springdýnu. Frábær lausn þegar sameina þarf ^
fallegan sófa og gott rúm. Við bjóðum margar
gerðir, mikið úrval áklæða og lita. W
MEÐ HALENDINU - GEGN NATTURUSFJOLLUM
Almennur fundur um verndun miðhálendisins
i Háskólabíói Laugardaginn 28. nóvember 1998 kL 14:00.
Ávörp og f jölbreytt skemmtiatriðL
Sláum skjaldborg um íslenska náttúru.