Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 67 i I 2-' 26. nóv.- Háskólabíó 26. nóv.-2. des. Baðhúsið (Hamam - il bagno turco) ftalski vinnu-alkinn Francesco, leikinn af Alessandro Gassman, erfir fasteign í Istanbul af aldraðari frænku sinni. Hann ferðast til Tyrklands með það fyrir sjónum að selja eignina hæstbjóðanda og halda rakleiðis aftur til Rómar með gróðann. Annað kemur á daginn þegar Francesco kemst að því að frænka hans skildi eftir gamalt tyrkneskt baðhús. Menningin og fólkið sem Francesco kynnist í Istanbul heillar hann og breytir viðhorfi hans til muna. Hann ákveður að gera baðhúsið upp og hefja starfsemi þar að nýju. Myndin er leikstýrð af Ferzban Ozpetek sem er bæði af ítölskum og tyrkneskum ættum. Myndin var tilnefnd af tyrkneskum kvikmyndagerðarmönnum sem framlag Tyrklands til Óskarsverölaunahátíðarinnar en var afturkölluð. Yfirvöld töldu hana sýna um of inn í umhverfi samkynhneigðra þar í landi. Regnboginn 26. nóv.-2. des. Reykmcrki (Smoke Signals) Reykmerki er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem framleidd og unnin er af norður-amerískum indíánum. Hún hefur vakið áhuga og umtal og hlaut m.a. áhorfenda verðlaunin á Sundance kvikmyndahátíðinni 1998. Myndin fjallar um tvo unga menn, Victor og Thomas, sem ferðast til Phoenix að ná í jarðneskar leifar föður Victors. Victor ber kaldar tilfinníngar til föður síns sem yfirgaf hann um 10 ára aldur. Thomas á hinsvegar gamla manninum líf sitt að launa og reynir á leiðinni að sannfæra Victor um að faðir hans heitinn hafi veriö góður og virðingaverður maður. Leikarar myndarinnar eru taldir framúrskarandi og hefur túlkun þeirra á hlutverkum sínum hvarvetna fengið mikið lof. Háskólabíó 3. des.-9.des. Fjárhættuspilarinn (The Cambler) Leikstjóri „The Gambler" er Karoly Makk, einn virtasti kvikmyndaleikstjóri Ungverjalands. Hann hlaut sérstök verðlaun dómnefndar á Cannes hátíðinni 1971 fyrir mynd sína „Ást“ (Love). Nýjasta verk hans er byggt á sjátfsævisögu Dostojevsky um eðli (eða óeðli) fjárhættuspilarans. Makk segir söguna á óvenjulegan en mjög áhugaverðan hátt og notar hæfileika leikarahópsins til hins ýtrasta. Stórleikarinn enski Michael Gambon (The Cook, The Thief, His Wife and Her Lover) leikur aðalhlutverkið á móti Johdi May og Polly Walker. ' ■« f < 'm : Regnboginn 3. des.-9.des. Þjófurinn (Vor) Átakanleg rússnesk kvikmynd sem gerist á árunum eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar þegar mikil eymd og óvissa var ríkjandi meðal rússnesks almennings. Myndin er sýnd frá sjónarhorni Sanya, 6 ára drengsnáða, og fjallar um kynni hans og heimilislausrar móður hans af hinum myndarlega Tolyan, sem í fyrstu virðist vera liðsforingi með ágætis tekjur. Móðirin fellur fyrir hor.um en hún og Sanya eiga eftir að komast að hinni dökku hlið Tolyan, sem fjármagnar lífstíl sinn á kostnað annarra. Leikstjórinn Pavel Chukhrai fer ekki leynt með ádeiluna í mynd sinni sem er hápólitisk og er beint að Stalín sjálfum. Myndin vartilnefnd til Óskarsverðlauna 1998, sem besta erlenda kvikmyndin. Háskólabíó 10. des.-16.des._____________ Skoteldar (Hana-bi) Japaninn fjölhæfi Takeshi Kitano skrifar, leikstýrir, klippir og leikur aðalhlutverkið í „Skoteldar" sinni sjöundu kvikmynd. I heimalandi sínu er „Beat“ Kitano gífurlega vinsæll og þekktur fyrir stíl sinn sem einkennist af mínimalisma i bland viö bik- svartan húmor og hrottalega raunsæ ofbeldisatriði. Sem dæmi má nefna mynd Kitano, „Violent Cop“, sem hefur náð „költ status" víðast livar. „Skoteldar" fjallar um fyrrverandi lögreglumann sem stendur í skuld við japönsku mafíuna (Yakuza). Hann reynir að annast dauðvona konu sína sem hann elskar heilshugar en tilvera hans og umhverfi verður sífellt ofbeldisfyllra. „Skoteldar" hlaut Gull Ijónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 1997. DprtNIDrNrtlMKI HASKOLABIO Regnboginn 10. des.-16.des.__________________ Falinn farangur (Lejt Luggage) Hinn þekkti hollenski leikari, Jeroen Krabbé (Immortal beloved, The Fugitive), leikstýrir hér sinni fyrstu mynd jafnframt því að leika eitt aðalhlutverkið á móti Isabellu Rosseilini (Blue Velvet, The Big Night). „Falinn farangur" gerist í Antwerpen snemma á 8. áratugnum. Cliaja er tvítug háskólastúdína sem felst á að gerast barnapía hjá strangtrúa gyðingum og annast fjögur börn þeirra þ.á.m. Simcha, vanda- málabarn sem neitar að tala. Chaja hefur jákvæð áhrif á drenginn en á erfitt með að þola hinar ströngu hefðir og ofsafengna trúrækni sem foreldrar Simcha móta líf sitt og barnanna eftir. Chaja er sjálf gyðingur en fjölskylda hennar hefur fjarlægt sig trúnni eins mikiö og hægt er í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar. Jeroen Krabbé hlaut leikstjórnarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir þessa frumraun sína í leikstjórn. 1 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.