Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Ingimundur FRÁ flutningi Framleiðnisjóðs landbúnaðarins í Borgarnes. Frá vinstri: Bjarni Guðmundsson, Egill Jónsson, Þórhalla Snæþórsdóttir, Ari Teitsson, Guðmundur Bjarnason, Jón G. Guðbjörnsson og Sigurður Þráinsson. Framleiðnisjóður landbún- aðarins til Borgarness Borgarnesi - Landbúnaðairáðherra hefur ákveðið að aðsetur Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins skuli flutt frá Reykjavík til Borgaraess. Hin nýja aðstaða verður að Engjaási 2 í Borg- arnesi þar sem áður var Mjólkursam- lag Borgfirðinga. Þar eru nú fyrir Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins og framleiðslufyrirtækin Engjaás hf., Sproti hf. og Catco hf. Fyrsti stjórnarfundurinn í Borg- arnesi Þó svo að hið nýja húsnæði sé ekki að fullu tilbúið þá hélt stjórn Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins stjórnar- fund þar sl. fimmtudag. Aður var húsnæðið sýnt landbúnaðarráðherra, fréttamönnum og fleiri gestum. Bjarni Guðmundsson, stjómarfor- maður framleiðnisjóðsins, bauð gesti velkomna og vitnaði til silfurs Egils Skallagiímssonar og taldi að nú væri ekki síður gildur sjóður kominn í tún- fótinn á Borg. Þá þakkaði hann góðar viðtökur húsráðanda. Sjóðurinn hefur sannað gildi sitt Guðmundur Bjai-nason landbúnað- arráðhema óskaði starfsmönnum og starfseminni allra heilla. Sagði hann að ekki væri alltaf auðvelt að flytja opinber fyrirtæki en í þessu tilfelli hefði ákvörðunin verið auðveld og kær. Hefði ákvörðunin verið tekin í fullu samráði við stjórnendur sjóðs- ins. Hér væri að vísu ekki um stóran vinnustað að ræða en eigi að síður stofnun sem ætti í samskiptum við fjölda aðila vítt og breytt um landið. Borgarnes væri mjög ákjósanleg staðsetning. I stuttu spjalli sagði Guðmundur Bjarnason að framleiðnisjóður væri Við leitum eftir húsnæði strax Fyrir traustan viðskiptavin okkar, sem er búinn að selja sína eign, vantar okkur 110-114 fm íb. m. bílskúr eða bílskúrsrétti helst vestan Elliðaáa eða í Kópavogi. Allar nánari upplýsingar hjá Valhöll sími 588 4477 Nýjar glæsiíbúðir við Vallarbraut í Hf. I þessu fallega 7 íbúða húsi eig- um við eftir fimm íbúðir, þ.e fjórar 3ja herb. íb. og eina 5 herb. íb. á jarðhæð m. mögul. á sérstúdíóíb. og 2 bílskúrum. Húsið er staðsett rétt ofan við höfnina í grónu hverfi og skart- ar fallegu útsýni. íbúðirnar, sem eru mjög skemmtilega skipu- lagðar, afh. fullfrág. að innan Verð: með vönduðum innrétt., 3ja herb. íb. verð 8,1-8,3 millj. flísalögðu baðherb. en án gólf- 5 herb. íb. verð 10,6 millj. efna að öðru leiti. Bílskúr er verð 1,1 millj. Dæmi um greiðslukjör: Útborgun á 20 mán. Afh. er áætluð í ágúst-okt 1999. Traustir byggaðilar Dverghamrar sf. Við kaupsamning 500 þ., við fokheldi 400 þ., við afh. 400 þ., fimm mán. eftir afh. 450 þ. tíu mán. e. afh. 400 þ. húsbréf. mv. 70 % 5,950 b. samt. 8,1 m. Einkasöluaðili, Valhöll sími 588 4477 löngu búinn að sanna gildi sitt. Hann hefði stuðlað að aðlögun, framþróun og nýsköpun til sveita með ýmsum hætti á erfiðu samdráttarskeiði. Einnig mætti nefna stuðning við end- urmenntun, rannsóknir, markaðsmál, hagræðingu og margt fleira. Mjög brýnt væri fyrir landbúnaðinn að hafa slíkan þróunarsjóð sem FL er. Lítil yfirbygging Það vekur athygli að Framleiðni- sjóður er fámennur vinnustaður þrátt fyrir að hafa nokkuð umleikis. Jón G. Guðbjörnsson, framkvæmda- stjóri sjóðsins, segir það hafa verið stefnu stjórna sjóðsins að hafa yfir- byggingu eins litla og kostur væri. Lágmarka þannig reksturskostnað. Það hefur verið gert með þeim hætti að skrifstofa sjóðsins hefur verið starfrækt í samvinnu við Stofnlána- deild landbúnaðarins og hefur það reynst mjög hagfellt. Þá hefur Bún- aðarbankinn annast bókhald sjóðsins eins og bankanum bar raunar að gera lögum samkvæmt þar til fyrir tveimur árum. Einnig hefur FL nýtt sér leiðbeiningaþjónustu landbúnað- arins, bæði landsráðunauta en þó fyrst og fremst héraðsráðunautana vitt og breytt um landið. Þeir hafa m.a. veitt aðstoð við mat á umsókn- um og síðan annast úttekt á verkum áður en til útborgunar styrkja kem- ur. Þegar komið hafa upp verkefni sem krefjast meiri vinnu hefur verið gripið til þess að kaupa tímabundna aðstoð og ráðgjöf. Framleiðnisjóðm’ landbúnaðarins var stofnaður með lögum árið 1966 en hefur frá árinu 1985 fremur starfað á grundvelli búvörulaga að aðlögun ís- lensks landbúnaðar að markaðsað- stæðum og verið fjármagnaður að stærstum hluta gegnum búvörusamn- inga 1985-1997. A þessu ári hefur sjóðurinn til ráðstöfunar rúmlega tvö hundruð milljónir króna og honum hafa borist hundruð umsókna á árinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason KJARTAN Páll Einarsson, útibússtjóri Búnaðarbankans, afhendir gjafabréf fyrir nýrri stigatöflu og Leifur Ingólfsson tekur á móti því fyrir hönd Umf. Snæfells. NÝJA stigataflan sem Búnaðarbankinn gefur Umf. Snæfelli. Hún kostar um 1.200.000 kr. Eins og tölurnar á töflunni sýna reyndist hún heimamönnum vel í fyrsta leik. Snæfell fær stiga- töfiu að gjöf Stykkishólmi - UMF. Snæfell í Stykkishólmi er 60 ára um þess- ar mundir. Af því tilefni ákvað stjórn Búnaðarbanka fslands að færa félaginu að gjöf stigatöflu af fullkomnustu gerð til nota í íþróttamiðstöðinni. Hún kostar um 1.200 þúsund krónur og er hér um höfðinglega gjöf að ræða. Stigataflan er frönsk, af gerð- inni Bodet. Hana er hægt að nota í keppni margra íþróttagreina eins og körfubolta, handbolta, blaki og tennis. Þegar íþrótta- húsið var tekið í notkun árið 1990 kom ný stigatafla í húsið. Sú tafla bilaði í haust og reyndist ónýt. Þar sem Umf. Snæfell keppir í úrvalsdeild körfuboltans varð að bregðast skjótt við og kaupa nýja töflu, því án slíks út- búnaðar geta kappleikir ekki far- ið fram. Búnaðarbankinn, sem er með útibú í Stykkishólmi, brást fljótt við og færði félaginu stiga- töfluna. Afhending töflunnar fór fram hinn 19. nóvember á undan leik Umf. Snæfells og IA. Það var Kjartan Páll Einarsson útibús- sljóri sem afhenti Umf. Snæfelli stigatöfluna og Leifur Ingólfsson tók við gjöfinni og flutti þakkir til gefenda. Ein glæsilegasta íb. í Rvík er til sölu Vorum að fá í sölu 115 fm glæsiíb. efst í Grafar- vogi m. glæsil. útsýni og bílskúrsrétti. Eign í al- gjörum sérflokki. Allt sérsmíðað og í samráði við hönnuð. Þessi eign er til sölu strax ef viðunandi verð fæst. Verðið er 10,9 milllj. sem er sann- gjarnt fyrir allt þetta. Hrísrimi - nýl. íb. - laus strax - fráb. verð Falleg 61 fm íb. á 2. hæð m. glæsil. útsýni yfir Faxaflóann, sundin og borgina. Laus 1. des. Áhv. 2,5 millj. húsbréf. Verð aðeins 5,6 millj. 2142 Allar nánari upplýsingar hjá Valhöll sími 588 4477. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.