Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 53 Hún tók virkan þátt í að móta og ala okkur systkinabörn sín upp og það hefur áreiðanlega gert okkur að betri manneskjum. Margrét reynd- ist systur sinni, móður minni, ómet- anleg þegar foreldrar mínir skildu á mínu fyrsta aldursári. Mamma hef- ur oft sagt mér frá ýmsu sem á dag- ana dreif þá. Einu sinni sem oftar þegar undirritaður mun hafa veríð með meinta óþekkt kvartaði mamma við systur sína og Margrét svaraði: „Það var leitt að ég skyldi vera að eiga þennan strák með þér“. Ég þykist vita að allir í fjölskyld- unni okkar séu mér sammála um að Margrét hafi verið sú sem hélt okk- ur saman sem einni fjölskyldu. Það voru alltaf miklir kærleikar milli systranna þriggja, Ingibjargar móður minnar, Margrétar og Rósu. Þær beinlínis urðu alltaf að vita hver af annarri, þær töluðu saman í síma eða hittust á hverjum degi ára- tugum saman og ég er þess vel meðvitaður hve móðir mín hefur misst mikið nú. Börnunum mínum var hún líka afskaplega góð ömmusystir og þau sakna hennar sárt. Hún var svo fær um að sýna umhyggju og áhuga þó kynslóðir skiptu. Ekkki vöfðust ald- ur eða afmælisdagar fyrir henni þegar fjölskylda og vinir áttu í hlut. A Hrísateigsárunum sá Margrét sér og dætrum sínum farborða með sníðamennsku. I þá daga var meira um að konur saumuðu föt sín sjálfar og þá var leitað til fagmanns til að sníða efnið. Hún hefur áreiðanlega leyst það verk vel af hendi, að minnsta kosti voru sifellt að koma til hennar konur með „tuskur“ í bréfpokum. Og þar fyrir utan var heimili hennar mjög gestkvæmt af vinum og vandamönnum, sem kost- aði það að hún þurfti oft að sinna starfi sínu langt fram á nótt. Mamma mín og elsku frænkur mínar, Ágústa, Anna Þóra, Sigrún og Mansý. Þegar ég ákvað að skrifa nokkur minningarorð um Margréti frænku mína hélt ég að það yrði mér harla auðvelt, ég á svo góðar minningar um hana, en þegar á hólminn var komið reyndist erfitt að koma tilfinningum sínum í orð, orð sem lýsa hversu mikils virði hún var mér og okkur sem áttum hana að. Við Kolfinna vottum ykkur sam- úð okkar, við munum heiðra minn- ingu Margrétar frænku og vinkonu alla tíð. Þorsteinn. Margrét Þorsteinsdóttir var fædd á Þverhamri í Breiðdal, S- Múl., 10. júlí 1918, en þar bjuggu foreldrar hennar, Anna Aradóttir Brynjúlfssonar bónda og alþingis- manns og konu hans Ingibjargar Högnadóttur, og Þorsteinn Stef- ánsson. Þorsteinn faðir Margrétar kom nýútskrifaður búfræðikandi- dat til frænda síns, séra Péturs Þorsteinssonar á Eydölum. Hann giftist Önnu Ar-adóttur, þeirri ágætu og góðu konu og þau bjuggu svo stóru og góðu búi á Þverhamri í mörg ár þangað til þau fluttu til Reykjavíkur. Ég var svo heppin að fæðast þarna af því að mamma mín var vinnukona hjá Önnu og Þorsteini. Ég hef því þekkt Margréti alla mína ævi. Hún gaf mér að borða, mataði mig og ég sagði stundum; „Magga, gef mér bít.“ Þarna voni öll fjögur systkinin: Ingibjörg, Margrét, Rósa og Ragnar, öll hin efnilegustu og vel af Guði gerð. Það voru góðir dagar. Ég var umvafin blíðu. Þau fluttu svo öll suður til Reykjavíkur. Okkur mömmu voru sendir pakkar og Margrét sendi mér bæði jóla- og afmæliskjóla, sem hún saumaði auk annars. Mikið hlakkaði ég til. Þessi systkin voru öll vel menntuð og í góðum störfum. Margrét lærði auk þess að sníða hjá Guðrúnu í Bezt og var, hef ég heyrt, bezta sníðadama hér í Reykjavík og það var alltaf fullt að _gera hjá henni. Margi'ét giftist Árna Sig- urðssyni, hinum ágætasta manni, og eignuðust þau fjórar dætur sem all- ar eru giftar hér í Reykjavík. Mar- grét var mikið veik lengi og var erf- ið barátta undir það síðasta. Yeri hún Guði falin með kærri þökk fvrir allt. Ég votta aðstandendum innilega samúð. Nanna Tryggvadóttir. Hún Margrét móðursystir mín er dáin. Ég get ekki látið hjá líða að minnast hennar lítillega. Margi'ét bjó lengst af á Hrísateig 8 með foreldrum sínum og dætrum þar til Anna móðir hennar lést og eftir það hélt hún heimili með föður sínum, Þorsteini Stefánssyni. Ég átti því láni að fagna að alast upp á Hrísateig 8 ásamt tólf öðrum bömum sem öll voru náskyld. Fjórtánda barnabarn afa míns og ömmu, Þorsteinn, var meira og minna á Hrísateignum líka og öll áttum við skjól hjá Möggu frænku hvenær sem var. Það voru ekki bara við sem ólust upp á Hrísateignum sem sóttumst eftir nærveru Möggu. Þegar tengdabörnin bættust i hóp- inn var þeim ekki síður tekið opnum örmum og konan mín, Álfheiður, er henni afar þakklát fyrir að hafa átt hana að allt frá því að hún kom fyrst í húsið með nýfædda tvíbura, en hún var dætrum okkar alla tíð sem amma og barnabömunum sem langamma. Vinnustaður Möggu var innan veggja heimilisins, hún vann við fatasníðar og var mjög hæf og vel látin sem slík. Vinnutíminn var oft langur og minnist ég margra stunda þegar ég var að koma heim síðla kvölds eða upp úr miðnætti og allir farnir að sofa í húsinu, þá var oftast ljós á sníðastofunni hjá Möggu frænku og átti ég margar stundir með henni þar. Þá ræddum við margt en ekki vorum við nú alltaf sammála. Magga vann mest á kvöldin og fram á nótt, allur dagurinn fór í að hugsa um dæturnar fjórar og heim- ilið. Magga frænka flutti af Hrísat- eignum árið 1982 að Gullteig 7 og bjó þar með Ingibjörgu (Immu) systur sinni í 10 ár og fluttu þær þá báðar á Snorrabraut 56 og bjuggu þar hvor í sinni íbúðinni. Þær systur Magga og Imma voru alla tíð mjög nánar og miklar vinkonur og oft nefndar í sama orðinu. Það var svo í haust að ein dóttir mín, sem reyndar var skírð eftir Möggu, keypti gömlu íbúðina henn- ar á Hrísateignum og flutti þangað um sama leyti og Magga frænka veiktist og þá flutti hún af Gullteig og á Hrísateig 8. Það þykir mér bæði sérstök og skemmtileg tilvilj- un. Langri og starfsamri ævi Möggu frænku minnar er lokið og höfum við öll í fjölskyldunni misst mikið en þó mest dæturnar fjóí'ar, Ágústa, Anna Þóra, Sigrún, Margrét og þeirra fjölskyldur, að ógleymdri Immu frænku. Ég bið góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Kristján Kristjánsson. Elsku Magga mín. Mér finnst erfitt að sætta mig við að þú skyldir deyja núna, þegar ég hélt að nú væri loks von um að þú hefðir feng- ið bót meina þinna og ættir kannski eftir að eiga nokkur góð ár án þrauta. Þú áttir það svo sannarlega skilið. En lífið er ekki alltaf réttlátt, það sér maður betur og betur. Þú varst sátt við að kveðja núna, það gerir þetta ögn léttbærara. Er ég rifja upp uppvaxtarárin á Hrísateig er ljóst að þú hefur reist þér veglegan minnisvarða í huga mínum og hjarta. Það voru forrétt- indi að fá að alast upp í þessu stór- fjölskylduhúsi þar sem þú bjóst með dætrunum fjórum ásamt afa og ömmu. Þarna bjuggu einnig Ragnar móðurbróðir og Guðrún með sín sjö börn svo að það var oft glatt á hjalla og oftast var það í þínu litla pldhúsi sem allir söfnuðust saman. Ég man ekki betur en að kaffigestirnir þarna hafi stundum talið á annan tug þó eldhúsið væri varla nema sex fermetrar. Það sýnir best hvílíkt að- dráttarafl þú hafðir. Þegar mamma fór að vinna utan heimilisins og ég var um tólf ára þá var nú ekki ónýtt að eiga þig að og geta leitað til þín með hvers kyns vandamál stór og smá. Þú varst alltaf til staðar. Þín vinna var þannig að þú gast stundað hana heima ásamt þvi að ala upp dæturn- ar og halda heimili fyrir afa eftir fráfall ömmu. Þú hafðir lært kjóla- saum sem kom sér afar vel við þess- ar aðstæður. Þú sneiðst fatnað á frúr í bænum og þannig tókst þér að hafa lífsviðurværi fyrir hópinn þinn. Þá notaðir þú oftast kvöldin þegar börnin voru komin í ró til að stunda þessa iðju þína. Þá kom ég, óþolandi unglingurinn, til að hanga yfir þér. En ég var ævinlega vel- komin og mér fannst svo gott og gaman að vera nálægt þér. Þú skild- ir allt svo vel, varst aldrei dómhörð og svo var stutt í kímnina hjá þér. Ennfremur kunnir þú ógrynni af ljóðum og sögum, vel lesin og áhugasöm um allt sem var að gerast nær og fjær. Þannig varst þú allt til dauðadags, fylgdist vel með frétt- um, erlendum sem innlendum og eins var þér umhugað um hagi ann- arra, hvort sem það von; þínir af- komendur eða systkina þinna og vina. Já, það er margs að minnast frá æskustöðvunum og í endurminning- unum skipar þú, Magga mín, háan sess. Til dæmis voru þær ófáar flík- urnar sem saumaðar voru á títt- nefndri sníðastofu undir þinni hand- leiðslu. Þú varst ótrúlega þolinmóð að kenna mér, klaufanum, sauma- listina, sem ég hef búið að æ síðan og það er ekki svo langt síðan þú sneiðst síðast fyrir mig, þó þú værir löngu búin að leggja sníðaskærun- um og engin sníðastofa lengur til staðar. Já, ég á þér svo margt að þakka, elsku Magga mín, sem ég fæ aldrei launað. Þegar mamma dó fyrir rúmum sjö árum sagði ég, bæði í gríni og al- vöru, við ykkur Immu að nú yrðuð þið að ganga mér munaðarleysingj- anum í móðurstað og þið tókuð þessari málaleitan vel. Nú verður það hlutskipti Immu að gegna þessu hlutverki fyi’ir okkur allar „stelp- urnar“. Elsku Ágústa, Anna Þóra, Sinna og Mansý, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og þakklæti fyr- ir að fá að eiga hana með ykkur og elsku Imma mín, þinn missir er mikill og ég bið Guð að gefa þér styrk á þessum erfiða tíma sem fer í hönd. Elsku Magga mín, ég kveð þig með virðingu og þakklæti fyrir að vera mér allt sem þú varst. Þín Anna K. Mig langar til að minnast frænku minnar og nöfnu, Margrétar Þor- steinsdóttur, sem lést á Landspítal- anum föstudaginn 13. nóvember síð- astliðinn. Þegar við systur komum suður til að stunda nám í mennta- skóla, bjuggum við hjá ömmu á Hrísó. Magga frænka bjó í sama húsi í kjallaranum á Hrísateig 8, Magga stundaði sína vinnu heima við, en hún rak sníðastofu sem var inn af heimilinu. Alltaf var hún heima og margt um manninn hjá henni. Það var einstaklega notalegt að stinga sér niður til hennar og fá kaffi og eitthvað með því, eða bara droppa niður til að spjalla og hitta fólk. Á menntaskólaárunum saum- aði ég bæði jóla-, páska- og árshá- tíðarfót á hverju ári því alltaf hafði Magga tíma til að aðstoða og hjálpa til við saumaskapinn enda fannst mér það létt verk að koma upp föt- um í fataskápinn á þessum tíma þar sem maður fékk flíkurnar sniðnar og „títaðar" upp í hendurnar frá Möggu og þurfti einungis sjálfur að renna þeim í gegnum saumavélina. Hún var alltaf til staðar og það var alveg sama hvenær maður leit við hjá henni, það var alltaf heitt á könnunni og eitthvað með því og var þetta ákveðin festa að geta droppað við hjá henni þar sem hún var alltaf til staðar og vil ég þakka henni fyrir það. Síðan í menntaskóla hefur það verið einn af föstum liðum í tilverunni að líta við hjá Möggu. Eftir að ég fluttist til landsins ásamt dóttur minni eftir dvöl er- lendis heimsóttum við reglulega Möggu frænku eða langömmu eins og við vorum famar að kalla hana. Hún hafði sagt við Karen Rut að hún væri næstum því langamma hennar og eftir það leit Karen Rut alltaf á hana sem langömmu sína. Karen Rut fékk líka oft að sitja hjá henni ef ég þurfti að skreppa á fund eða í bæinn og þá sat hún og spilaði eða púslaði með henni. Ef það leið of langur tími frá því að við höfðum litið við hjá henni þá sagði Karen Rut: „Eigum við ekki að kíkja til langömmu, það er svo lagt síðan ég hef hitt hana?“ En nú er hún farin frá okkur. Við sem höfðum hlakkað svo til að bjóða henni í mat til okkar þegar við vorum búnar að koma okkur fyrir í kjallaranum á Hrísa- teig 8. Orlögin sáu til þess að hún komst aldrei í matarboðið en við vit- um að hún er með okkur þarna og fylgist með á annan hátt. Guð blessi þig, elsku frænka, og takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur með því að vera til staðar. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til Ágústu, Onnu Þóru, Mansý, Sinnu og fjölskyldna og Immu syst- ur hennar. Kær kveðja, Margrét Rósa og Karen Rut. Með nokkrum línum langar okk- ur til að kveðja Möggu frænku á Hrísateignum. Þegar við heimsótt- um ömmu á Hrísó, var alltaf litið við í kjallaranum hjá Möggu og langafa. Nokkuð öruggt var að þar hitti maður einhvern úr fjölskyld- unni, litla eldhúsið í kjallaranum var eins og miðstöð ættingja og vina. Alltaf einhver sem leit við, til að spjalla yfir kaffibolla eða bara til að segja „halló“. Sníðastofan og búðin voru eins og ævintýraheimur fyrir okkur þegar við sem litlar stúlkur komum í heimsókn frá Reyðarfirði, tölur og tvinnakefli voni eins og gersemar í okkar augum, ótal skúff- ur og box sem vöktu forvitni svo ekki sé nú minnst á öll sníðablöðm. Þegar komið var á menntaskólaárin varð það að vana að líta við hjá Möggu, ýmist til að spjalla og hitta ættingjana sem litu við, eða til að kíkja í sníðablöð og leita ráða varð- andi hönnun á nýrri flík. Ef áhugi var á því að sauma á sig flík var hún tilbúin til að sníða og oft þurfti hún að leggja mikla vinnu 1 verkið, sér- staklega þegar ráðist var í „of stóra hluti“. Sjaldan skipti það máli hversu góður fyrirvari var á verk- efninu, hún sagði alltaf, já, við skul- um sjá hvort við getum ekki reddað þessu“. Alltaf var gott að líta við hjá Möggu, hún gaf sér alltaf tíma til að setjast niður, drekka kaffi og spjalla. Hún fylgdist vel með því hvað við höfðum fyrir stafni hverju sinni og sýndi áhuga á öllu, sama hvort það var í leik eða starfi. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Möggu fyrir samfylgdina, og þá aðstoð og hlýju sem hún hefur veitt okkur og börnum okkar í gengum tíðina. Guð blessi Möggu frænku. Aðalheiður og Kolbrún Kristjánsdætur. Þegar ég kom heim úr skólanum föstudaginn 13. nóvember fékk ég þær leiðu fréttir að hún Magga frænka mín væri dáin. Frá því að ég man eftir mér hafa Amma Gull og Magga alltaf átt stóran þátt í lífi mínu og nú þegar Magga er farin til himnaríkis er partur af mér farinn líka. Þegar ég var á mínum yngri ánim fór ég á hverjum degi á Gullteiginn í heim- sókn til ömmu og Möggu og þaðan hef ég margar góðar minningar, ég man þó sérstaklega eftir því þegar Magga kenndi mér spilið Veiðimann og útskýrði fyrir mér að sólin færi ekki í sjóinn og tók það langan tíma. Elsku Magga mín, ég vona að þú hafir það voða gott þarna uppi þar sem við munum á endanum hittast aftur. Ég votta ykkur, dætrum Möggu og fjölskyldum ykkar samúð mfna og líka þér, amma mín, sem ég veit að hefur misst mjög mikið. Þorsteinn Pálsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGVALDI FANNDAL TORFASON, Árbraut 14, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju laugar- daginn 28. nóvember kl. 14.00. Elísabet Finnsdóttir, Ingibjörg Sigvaldadóttir, Guðrún Sigvaldadóttir, Torfhildur Sigvaldadóttir, Sjöfn Sigvaldadóttir, Svala Sigvaldadóttir, tengdasynir og barnabörn. t Elskuleg dóttir okkar og systir, MARÍN HAFSTEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju laugar- daginn 28. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem viija minnast hennar, er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Hafsteinn Hinriksson, Anna Óðinsdóttir, Fannar Hafsteinsson, Sunna Hafsteinsdóttir. t Útför bróður okkar, INGÓLFS GUÐJÓNSSONAR frá Oddsstöðum, sem lézt í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 16, þ.m., fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.