Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 76
/ TVÍ MÆ LALAU ST rmmmmmmmm^ -' *» m ÞARFASTI W r:wmmmmmmmK WVVW.NYH liR) 1.1S 1 NJTÞJÓNNINN n IBM Netfínity I <Ö> NÝHERJI Það besta úr báðum heimum! [ unix og NT = hp OPINKERFIHF Wfipl hewlett mL'KM PACKARD MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUFVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Halli sveitarfélaga 3,5 milljarðar á árinu 1997 Sigur á Ungverjum ÍSLENDINGAR unnu Ungverja með þriggja marka mun, 22:19, í ’andsleik þjóðanna í undankeppni HM í handknattleik sem fram fór í Laugardalshöll í gærkvöldi. Islenska liðið hafði forystu all- an leikinn og varð munurinn mestur sjö mörk, 21:14, en undir lokin náðu Ungverjar að rétta sinn hlut. Markahæstur í íslenska liðinu var hornamaðurinn Gústaf Bjarnason með fimm mörk. Með sigrinum aukast möguleikar íslands á að tryggja sér sæti í loka- keppni HM í Egyptalandi á næsta ári. Liðin eigast aftur við í Ung- veijalandi á sunnudag og verða Is- lendingar að sigra eða ná jafntefli til að tryggja sér sæti á HM. ■ Landsleikur/Bl, B4-5, B8 HALLI sveitarfélaga nam 3,5 millj- örðum kr. á síðasta ári og var af- koma þeirra verri á árinu en á árun- um tveimur þar á undan. Lánsfjár- þörf sveitarfélaganna jókst á árinu og nam 7 milljörðum samanborið við 5 milljarða árið áður og peninga- leg staða sveitarfélaganna versnaði um 1,4 milljarða kr. á árinu. Sveit- arfélögin í landinu skulda um 42 milljarða kr. Meiri halli en Þjóðhagsstofnun áætlaði Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Hagstofu Islands um sveit- arsjóðareikninga fyrir árið 1997. Niðurstaðan sýnir umtalsvert meiri halla en fram kom í áætlun Þjóð- hagsstofnunar í haust en þar var áætlað að halli sveitarfélaganna hefði aukist í rúma tvo milljarða kr. á síðasta ári eða sem svarar til 4% af heildartekjum þeirra. Gjöld sveitarfélaga hækkuðu um 10,3 milljarða kr. eða 18,6% að raungildi milli áranna 1996 og 1997 en síðasta ár var fyrsta heila árið sem sveitarfélögin ráku grunnskól- ana. Aukin útgjöld vegna fræðslu- mála skýra að mati Hagstofunnar tæplega þrjá fimmtu hluta út- gjaldaaukningar sveitarfélaga á milli ára. Tekjur sveitarfélaga juk- ust um 7,4 milljarða kr. á síðasta ári eða um 13% að raungildi frá ár- inu á undan. Halli 11 þús. kr. á hvern íbúa á höfuðborgarsvæði Afkoma sveitarfélaganna er ólík eftir stærð þeirra. Á höfuðborgar- svæðinu var hallinn á hvern íbúa um 11 þúsund kr. í kaupstöðum með yfir 3.000 íbúa var hallinn tæpar 17 þúsúnd kr. á íbúa en minnstur halli var í sveitarfélögum með undir 400 íbúa eða 3.300 kr. á íbúa. ■ Hagur/38 Barn með HlV-smit BARN undh’ sex ára aldri greindist með HlV-smit á þessu ári, og er það í íýrsta sinn sem barn greinist með veiruna hér á landi. Fjölgun þeirra sem greindir eru með veiruna er svip- uð og verið hefur undanfarin ár, að jafnaði bætist einn við á eins og hálfs mánaðar fresti. Töflur um alnæmis- smitaða birtast í Tímariti Alnæmis- samtakanna sem kemur út í dag, en samtökin eiga tíu ára afmæli á árinu. Haraldm- Briem, sóttvarnalæknh' hjá landlæknisembættinu, segir að 120 manns beri nú HIV-veiruna svo vitað sé. Fyrst greindust aðallega samkynhneigðir karlmenn með smit- ið en undanfarin ár hefur fjöldi sam- kynhneigðra og gagnkynhneigðra sem greinst hafa verið svipaður. Um 20% þeirra sem bera HlV-veiruna hér á landi eru konur. Morgunblaðið/Golli PATREKUR Jóhannesson reynir línusendingu til Róberts Sighvatssonar í landsleiknum gegn Ungverjum. Nói-Síríus og Rydenskaffí Lagning Borgarfjarðarbrautar Framkvæmdir hefj- ast með fyrirvara UM miðjan desember næstkomandi verður Vegagerðin búin að ganga frá samningum við tilboðsgjafa vegna lagfæringar 9,2 km langs vegarkafla frá Bæjarsveitavegi til Kleppjárnsreykja. Framkvæmdh' verða hafnar með fyrirvara um að sleppa hálfs km kafla, sem liggur á landi býlisins Steðja. Hjá umhverf- isráðherra er kæra bóndans á Steðja til meðferðar, en hann krafð- ist þess að framkvæmdaleyfi Vega- gerðarinnar yrði afturkallað. Það var samþykkt á hreppsnefndarfundi 12. nóvember og er úrskurðar að vænta frá úrskurðarnefnd skipu- lags- og byggingariaga. Helgi Hallgi-ímsson vegamála- stjóri segir að verði úrskurðurinn ekki kominn áður en búið verði að ganga frá samningum við tilboðs- gjafa verði vegarkaflinn í landi Steðja látinn eiga sig, en verði úr- skurður nefndar umhverfisráð- herra á þann veg að bann við fram- kvæmdum í landi Steðja verði end- anlegt muni þar við sitja, enda eigi Vegagerðin engra kosta völ. „Við munum halda áfram á hinum hlut- um útboðsverksins og munum gera fyrirvara um að það verði óvissa með þennan kafla þegar við ræðum við væntanlegan verktaka," sagði Helgi. „En það ætti ekki að trufla undirskrift verksamninga um aðra hluta verksins.“ Aðspurður sagði Helgi að vegur- inn yi'ði ekki hannaður með 90 km hámarkshraða í huga, en vonaði að kaflinn yrði ekki hannaður með minna en 70-80 km hámarkshraða í huga. 13 ára drengur alvarlega slasaður DRENGUR á fjórtánda aldursári slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann á Gullinbrú í Grafarvogi um kl. 14.30 í gær. Hann hlaut höfuðáverka og innvortis blæðingar og liggur meðvitundai'laus í öndunarvél á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Að sögn læknis er drengurinn ekki í lífshættu, en líðan hans er stöðug og fyrirsjáanlegt að hann verði á gjör- gæslu næstu sólarhringana. Slysið vildi til með þeim hætti að drengurinn var ásamt félaga sínum að fara yfir akbrautina á línuskaut- um við nyrðri enda Gullinbrúar. Okumaður bifreiðarinnar virðist ekki hafa séð drenginn nægilega snemma þar sem drengurinn var í hvarfi aftan við vörubifreið á suð- urleið og birtist skyndilega á ak- brautinni með fyrrgreindum afleið- ingum. Ekki brotið gegn ákvæð- um samkeppnislaga SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki efni til aðgerða vegna meintra und- irboða á súkkulaði, sem Rydens- kaffi flytur til landsins, sem Sam- tök iðnaðarins kvörtuðu yfir fyrir 4>önd Nóa-Síríusar. Niðurstaða ráðsins er sú að ekki hafi verið sýnt fram á að neitt það sem Rydens- kaffi aðhafðist fari gegn einstökum ákvæðum eða markmiði samkeppn- islaga. Samtök iðnaðarins kvörtuðu síð- astliðið sumar yfir meintum órétt- mætum viðskiptaháttum sem •*. ^ydenskaffi beitti til að ryðja sér til rúms á íslenskum markaði. Var tilgreint áður óþekkt verð á Mara- bou-súkkulaði, sem hafi verið mun lægra en tíðkaðist hérlendis og bera samtökin saman verð á súkkulaði frá Marabou og Nóa-Sír- íusi. Telja Samtök iðnaðarins að innflytjandinn hafi selt súkkulaðið án álagningar eða hreinlega greitt með því. Lögmaður Rydenskaffis segir í greinargerð sinni að innflytjandinn hafi, þegar nálgaðist síðasta söludag sem tilgreindur er á súkkulaðium- búðunum, lækkað verðið til að hraða sölunni svo og til að ná meiri markaðshlutdeild. Hún hafi ekki getað verið markaðsráðandi, verið 2-5%, en hlutdeild Nóa-Síríusar verið 35-40%. Samkeppnisráð kemst að þeim niðurstöðu eftir athugun Sam- keppnisstofnunar að Rydenskaffi hafí ekki niðurgreitt vörur frá Marabou og innflytjandinn hafi ekki aðhafst neitt það sem kvartað var yfir er farið geti gegn ákvæðum samkeppnislaga. ■ Engar aðgerðir/10 Morgunblaðið/Porkell FRÁ slysstað við Gullinbrú í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.