Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 59
r
FRETTIR
I# að 10.11. 98 var aðstoðaiyfirlög-
regluþjónum í Reykjavík tilkynnt
um breytta verkefnaskipan, sbr.
skipuritið frá VSÓ ráðgjöf.
• að 18.11. 98 efndi LL til blaða-
mannafundar um skipulagsbreyt-
ingarnar.
Af ofangreindu má sjá, svo ekki
verður um villst, að ekkert samráð
var haft við lögreglumenn eða sam-
Itök þeirra um nýtt skipulag lög-
reglustjóraembættisins í Reykja-
vík, hvorki á meðan það var á
vinnslustigi né eftir að því var hrint
í framkvæmd.
Dómsmálaráðherra hefur ítrekað
minnst á samráð ráðuneytisins og
ráðgjafafyrirtækisins VSÖ við sam-
tök lögreglumanna um skipulags-
breytingarnar án þess að forystu-
menn LL, LR og FÍR kannist við
það. Það er því orðið eðlilegt að
Iráðherrann upplýsi með rökstudd-
um hætti í hverju þetta samráð var
fólgið.
Fundur með ráðherra
Dómsmálaráðherra hefur undr-
ast hvers vegna LL hefur ekki ósk-
að eftir fundi hans til að ræða
skipulagsbreytingarnar. Það fór
vart framhjá nokkrum manni að
ráðherrann var í embættiserindum
erlendis frá 3.11. 98 til 12.11. 98. Á
sama tíma var unnið hörðum hönd-
Í1 um að því í dómsmálaráðuneytinu
að framfylgja aðgerðaáætluninni.
Þessi viðbára ráðherrans er vart
svaraverð.
Gagngert vegna þessara að-
stæðna gekk fonnaður LL á fund
forsætisráðherra hinn 6.11. 98 og
gerði honum stuttlega gi-ein fyrir
afstöðu samtakanna.
Gildistaka skipuritsins
Ein sérstæðasta röksemd ráð-
herrans í málinu er sú að skipuritið
Ihafl ekki tekið gildi ennþá og að
hann bíði eftir athugasemdum frá
lögreglumönnum og fleimm fram í
miðjan desember nk.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess
að ráðherrann lýsir þessu yfir
löngu eftir að breytingar hafa ver-
ið gerðar á verksviði yfir- og að-
stoðaryfirlögregluþjóna, lögregl-
unnar í Reykjavík. Þegar svona er
unnið skiptir engu hvort ráðherr-
ann hefur staðfest skipuritið eður
Iei, það er verið að framfylgja
stefnu sem löngu hefur verið
ákveðin án þess að nokkru sinni
hafi staðið til að hafa samráð við
hagsmunaaðila í málinu. Öll máls-
meðferðin ber þess merki og kem-
ur heim og saman við umdeild orð
aðstoðarmanns ráðherra að lög-
reglumönnum kæmu þessar breyt-
ingar ekkert við.
Stjórn LL hefur oft fengið erindi
Itil umsagnar með skömmum fýrir-
vara, jafnvel svo skömmum að ill-
mögulegt hefur verið að yfirfara er-
indið og svara með ígrunduðum
hætti. Stjórnin hefur þó tekið vilj-
ann fjmir verkið og sýnt skilning á
því að oft liggur á að afgreiða ýmis
mál. Það hefur þó aldrei gerst áður
að óskað hafi verið eftir athuga-
semdum og samráði um hluti sem
þegar hafa verið ákveðnir og fram-
kvæmdir. Ráðherrann tók sér í
munn í umræðunni orðið „lítilmót-
legt“. Það orð gæti hugsanlega átt
við í þessu sambandi en það er rétt
að hver dæmi fyrir sig.
Þekkt og virt ráðgjafarskrif-
stofa
Ráðherrann hefur vísað til þess
að ráðuneytið hafi fengið tillögurn-
ar frá þekktri og virtri ráðgjafar-
ski'ifstofu sem hafi sérhæft sig m.a.
í að gera tillögur um slík mál. Þeg-
ar LL fékk skýrsluna frá VSÓ ráð-
gjöf í hendur hinn 28.10. 98 var að
sjálfsögðu gert ráð fyrir vandaðri
vinnu við gerð hennar enda skýrsl-
an unnin af sérfræðingum. Lestur
skýi'slunnar olli hins vegar von-
brigðum enda ýmislegt sem benti
til þess að hún væri byggð á veikum
grunni.
Á fundinum í dómsmálaráðu-
neytinu 5.11. 98 með höfundum
skýrslunnar fékkst nokkur stað-
festing á þessum gnmsemdum. Þar
kom fram að skýi'slan væri að
mestu byggð á viðræðum við ýmsa
aðila innan og utan lögreglustjóra-
embættisins. Það kom fram að eng-
in talnaleg könnun hafði verið gerð
á umfangi starfseminnar, hvorki
hjá embættinu í heild sinni né inn-
an einstakra deilda. Til giundvallar
skýrslunni lágu því engar ábyggi-
legar upplýsingar um málafjölda
hjá embættinu eða einstökum
deildum þess né umfang þeirra
mála sem unnið var að í hverri
deild. Jafnframt kom það fram að
skýrsluhöfundar höfðu enga per-
sónulega þekkingu á löggæslu eða
rannsóknum sakamála.
I ljósi þess að verið var að end-
urskipuleggja stofnun þar sem
starfa 340 starfsmenn, stofnun
sem sinnir um helmingi af lög-
gæslu í landinu og stofnun þar sem
rekstrarkostnaður er rúmlega
1.200 milljónir króna á ári, þá er
það varla til of mikils mælst að
starfsemin sé skoðuð rækilega og
frá sem flestum hliðum. Síðast en
ekki síst verður að gera kröfu til
vandaðra vinnubragða þegar
breytingar hafa veruleg áhrif á
starfsvettvang fólks, embætti þess
og stöður.
Almennar athugasemdir við til-
lögur VSÓ ráðgjafar.
Dómsmálaráðuneytið hefur vakið
athygli á því að berist athugasemd-
ir við framkomnar tillögur þá verði
þær teknar til athugunar. LL mun
að sjálfsögðu gera athugasemdir
við tillögurnar, þrátt fyrir að það
hafi fyrst komið fram í viðtölum
fjölmiðla við dómsmálaráðherra
hinn 19. þ.m.“
VORURMEÐ
ÞESSU MERKI
MENGA MINNA
Norræna umhverfismerkið
hjálpar þér að velja þær vörur
sem skaða síður umhverfiö.
Þannig færum viö verömæti
til komandi kynslóöa.
m
UMHVERFISMERklSRÁÐ Cfi ¥///
HOLLUSTUVERND RlklSINS w
Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins
í sfma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is
NettQL^
ELDHÚS - BAÐ • FATASKÁPAR
Danskar baðinnréttingar í
miklu úrvali. Falleg og
vönduð vara á vægu verði.
iFOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SlMI 552 4420
HAFÐU ÞAÐ FRÁ ÍSLENSKT-FRANSKT
...haifóu fuu) áimlíiió offlti
Borgames kjötvörur ehf.
Sinw 437-1190 - 587-5077 - F«x 437-1093
tílltafbetra!
BON APPETIT!
Fjallagrasapaté
i dós 220 g. kr. 258.
Parisarlifrarkæfa
i dós 220 g. kr. 172
• Árna saga biskups
• Lárentíus saga biskups
• Söguþáttur Jóns Halldórssonar biskups
• Biskupaættir
Guðrún Ása Grímsdóttir annast útgáfu,
formála og skýringar.
II
Sögurnar veita innsýn í stjórnarfar og menntir
er Noregskonunugur varð æðsta yfirvald.
Áma saga, framhald Sturlungu, Lárentíus saga.
krydduð gamansögum. Itarlegur formáli,
skýringar, uppdrættir og skrár. 668 bls.
Eitt af fimm fyrirhuguðum bindum.
Áður útgefin bindi íslenzkm fornrita,
20 talsins, fáanleg.
Hið íslenska bókmenntafélag
Síðumúla21 / Sími 588 9060 / Fax 588 9095 / Heimasíða: www.arctic.is/hib
£R ÞIGFARIÐAÐ
LANGA AÐ TAKAST
Á VIÐ STÆRRI
VERKEFNI?
Rekstrarleigusamningur
Engin útborgun
43.919 kr. ó mónuði
Fjármögnunarleiga
Utborgun 411.646 Ur.
25.887 kr. á mánuði
**®hstrarieiga er mi8u8 er viB 24 mánu6i og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarieiga er miSuS vi8 60 mánuBi
og 25% útborgun, greiðslur eru án v*k. V*k teggst ofan 6 leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan
ef hann er me8 skattskyldan rekstur. Allt ver8 er án vsk.
ATVINNUBÍLAR
FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Armúli 13
Sfmi 575 1200
Söludeild 575 1220
RENAULT
I
GOTT f ÓIK