Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 39
38 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HLUTVERK FORSETA
ÍSLANDS
IVIÐTALI, sem birtist í fyrradag í Svenska Dagbladet, sem
gefið er út í Stokkhólmi, segir forseti íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson, m.a.: „Ég er kosinn beinni kosningu af þjóð-
inni (eftir harða kosningabaráttu) og hef því lýðræðislegt um-
boð. Það er ekki til nein uppskrift að starfssviði mínu. En ef
forseti tekur ekki þátt í þeim umræðum, sem snerta fólk, gæti
það spurt: Hvaða tilgangi þjónar hann?“ Þessi ummæli eru
höfð eftir forsetanum í svari við spurningu blaðamanns um það,
hvort forseti Islands sé ekki samkvæmt stjórnarskránni hafinn
yfir stjórnmál og bendir blaðamaðurinn á, að forsetinn hafi
verið gagnrýndur fyrir að þenja þau mörk til hins ýtrasta.
Hinn 18. ágúst sl. fjallaði Morgunblaðið um stöðu forseta ís-
lands í tilefni af ræðu forseta á Hólum í Hjaltadal. Þá sagði
m.a. í forystugrein blaðsins: „Þeir forsetar, sem setið hafa frá
lýðveldisstofnun hafa smátt og smátt mótað forsetaembættið á
þann veg, að þeir hafa ekki blandað sér í umræður um viðkvæm
deilumál, smá óg stór. Þeir hafa talað til þjóðarinnar á ákveðn-
um tímamótum og þá um meginmál, án þess að gerast aðilar að
átakamálum líðandi stundar.
Auðvitað má velta því fyrir sér, hvort þetta hafi verið rétt af-
staða hjá þeim, sem gegnt hafa embætti forseta Islands. Þó er
ljóst, að þessi afstaða hefur ráðizt af því, hvert er og hefur ver-
ið meginhlutverk þess, sem hverju sinni gegnir forsetaemb-
ætti, þ.e. að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Og það geta
forsetar ekki verið, ef þeir taka afstöðu í þeim málum, sem tek-
izt er á um í samfélagi okkar hverju sinni.“
Það er bjargföst skoðun Morgunblaðsins, að það væri þjóð-
arhagsmunum ekki til framdráttar, ef hlutverki forseta íslands
yrði breytt á þann veg, að hann sem þjóðkjörinn þjóðhöfðingi
blandaði sér í deilur um dægurmál. Ef það var skoðun núver-
andi forseta, að sú breyting ætti að verða á forsetaembættinu
bar honum að sjálfsögðu skylda til þess að heyja kosningabar-
áttu sína fyrir forsetakosningarnar 1996 á þeirri forsendu. Þá
gat þjóðin tekið afstöðu til þess í kosningum, hvort hún vildi
slíkar breytingar.
Kosningabaráttan snerist hins vegar ekki um slíkar hug-
myndir. Þess vegna hefur núverandi forseti ekki umboð frá
þjóðinni til þess að breyta hlutverki forsetaembættisins á
þennan veg. I því sambandi er einnig ástæða til að minna á að
núverandi forseti var kjörinn til embættis síns með 40,9% at-
kvæða. Hann var því kjörinn forseti með minnihluta atkvæða
alveg eins og frú Vigdís Finnbogadóttir í forsetakosningunum
1980.
Hefjist alvarlegar umræður um breytingar á hlutverki for-
seta Islands og á þann veg, að hann verði meiri þátttakandi í
almennum umræðum en tíðkazt hefur, má búast við hörðum
pólitískum átökum um slíka stefnubreytingu. Ekki er ólíklegt,
að í slíkum umræðum komi fram krafa um, að það hlutverk for-
seta, sem samstaða hefur verið um í áratugi, verði lögfest með
einum eða öðrum hætti eða sérstaklega undirstrikað í stjórnar-
skrá.
Er vit í að efna til slíkra umræðna? Er yfirleitt nokkurt til-
efni til þess? Lýðræði er virkt á Islandi og það er þingbundið.
Kjósendur taka ákvarðanir á fjögurra ára fresti um val fulltrúa
á Alþingi og í sveitarstjórnir. Éru einhver efnisleg rök fyrir
því, að þjóðhöfðinginn, sem þjóðkjörinn fulltrúi, verði þátttak-
andi í þjóðmálabaráttunni?
Svo er ekki. Hins vegar gegnir forseti veigamiklu hlutverki
sem sameiningartákn. Biskupinn yfir íslandi gerir það einnig
að nokkru leyti. A þessari sérstöku stöðu forseta á ekki að
verða breyting og má ekki verða. Það væri ekki hyggilegt að
breyta sameiningartákni í sundrungarglóðir.
MENGUN VIÐ
MIKLUBRAUT
LANDLÆKNIR, Ólafur Ólafsson, hefur í bréfi til Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra bent á mengunar-
mælingar á Miklubraut milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar
og óskað eftir að gripið verði til aðgerða hið bráðasta. Hann
bendir á kvartanir frá íbúa við götuna, sem þjáist af öndunar-,
hjarta- og æðasjúkdómum og að mælingar á hávaða hafi mælzt
yfir skilgi’eindum hættumörkum.
Þessar aðfinnslur eru mjög alvarlegs eðlis og er brýnt að
borgarstjórn bregðist hart við. Landlæknir bendir á þrjár leið-
ir; setja hraðatakmarkanir, þrengja götuna eða reisa varnar-
vegg. Allt eru þetta mjög alvarlegar tillögur, sem gætu þó að-
eins valdið töfum á umferð á þessari mikilvægu umferðargötu.
Eðlilegast er að Reykjavíkurborg bjóði íbúum götunnar að
kaupa upp eignir þeirra, svo að fólkið geti flutzt í borgarhverfi,
sem betur henta því til búsetu. Undir það tekur borgarstjóri í
samtali við Morgunblaðið í dag í því tilviki, sem landlæknir hef-
ur gert sérstaklega að umtalsefni.
Halli sveitarsjóða 3,5 milljarðar á árinu 1997 og lánsfjárþörfin nam 7 milljörðum
Hagur sveitarfélaga
versnaði í fyrra
Halli sveitarfélaga nam
3,5 milljörðum kr. á sein-
asta ári og var afkoma
þeirra verri á árinu en á
árunum tveimur þar á
undan. Sveitarfélögin í
landinu skulda um 42
milljarða kr. Þessar upp-
lýsingar koma fram í
------------------------
skýrslu Hagstofu Is-
lands um fjármál sveit-
----------3-------------
arfélaga. Omar Friðriks-
son kynnti sér helstu
niðurstöður.
AFKOMA SVEITARFELAGA Á HVERN ÍBÚA 1996 OG 1997
í krónum á hvern íbúa á verðlagi hvers árs Höfuð- Landið borgar- allt svæði ÖNNUR SVEITARFÉLÖG EFTIR ÍBÚAFJÖLDA
M. fleiri en 3.000- 999-400 M. færri 3.000 íbúa 1.000 íb. íbúa en 400 íb.
Áoirt íbúafjöldi 1. des. 269.727 161.100 43.925 31.480 16.406 16.816
H Heildartekjur Heildargjöld 182.183 178.290 184.541 183.434 181.356 185.876 224.592 173.093 183.654 191.213 195.382 174.110
Tekjujöfnuður -2.358 -5.144 -2.298 -5.337 +29.210 -1.017
Ámn ibúafjöldi 1. des. 271.620 164.222 43.931 31.073 15.856 16.538
MnlU 1997 Heildartekjur Heildargjöld 207.701 204.642 220.779 215.398 210.687 211.450 223.288 208.163 226.411 234.704 243.285 211.524
Tekjujöfnuður -13.078 -10.756 -15.723 -23.253 -19.997 -3.360
| Hlutfallsleg breyting milli ára
1 qqc.oc Heildartekjur +15,8% +13,8% +19,0% +12,6% +34,3% +13,7%
Heildargjöld +12,2% +16,5% +16,0% +16,9% +12,1%
1 QQR.Q7 Heildartekjur +14,0% +14,8% +16,2% +13,8% -0,6% +20,3%
1 f Heildargjöld +19,6% +23,3% +22,7% +24,5% +21,5%
AFKOMA sveitarfélaga var
verri á árinu 1997 en á ár-
unum tveimur þar á undan
en þá höfðu sveitarfélög
rétt nokkuð úr kútnum eftir eifitt
tímabil á árunum 1992-1994. Halli
sveitarfélaganna nam 3,5 milljörðum
ki'. á árinu, sem svaraði til 6,3% af
heildartekjum þeiira. Ai'ið 1996 var
hallinn 1,3% af tekjum og 4,6% árið
1995. Árið þar á undan var hallinn
enn meiri eða 19,4% af heildartekj-
um. Þessar upplýsingar koma fram í
ritinu Sveitarsjóðai-eikningar 1997,
sem Hagstofa íslands gefur út um
fjármál sveitarfélaga á Islandi, en
þau voru 165 talsins um seinustu ára-
mót.
Þessi niðurstaða sýnir umtalsvert
meiri halla en fram kom í áætlun
Þjóðhagsstofnunar í haust en þar var
áætlað að halli sveitarfélaganna hefði
aukist í rúma tvo milljarða kr. á síð-
asta ári eða sem svarar til 4% af
heildartekjum þeirra. I haustskýrslu
sinni varaði Seðlabankinn sérstak-
lega við versnandi afkomu sveitarfé-
laganna á seinasta ári og studdist í
því efni við áætlun Þjóðhagsstofnun-
ar.
Tekjur jukust um 7,4
milljarða á árinu
Gjöld sveitarfélaga hækkuðu um
10,3 milljarða kr. eða 18,6% að raun-
gildi milli áranna 1996 og 1997, skv.
skýrslu Hagstofunnar. Sveitarfélögin
tóku við rekstri gr-unnskóla 1. ágúst
1996 og var árið 1997 því fyrsta heila
árið sem sveitarfélög ráku grunn-
skóla og skýrir það aukningu út-
gjalda að umtalsverðu leyti. Á sein-
asta ári var aukning útgjalda þeirra
5,9 milljarðar kr. vegna fræðslumála
sem svarar til 50% aukningar að
raungildi í þessum málaflokki. í riti
Hagstofunnar er bent á að aukningi
útgjalda í þessum málaflokki skýri
tæplega þrjá fímmtu hluta útgjalda-
aukningar sveitarfélaga á milli ára.
Tekjur sveitarfélaga jukust um 7,4
milljarða kr. á seinasta ári eða um
13% að raungildi frá árinu á undan.
Eru helstu ástæður þessarar hækk-
unar taldar felast í 4,4% hagvexti á
árinu og hækkun útsvars.
Afkoma sveitarfélaganna er ólík
eftir stærð þeirra. á höfuðborgar-
svæðinu var hallinn á hvern íbúa um
11 þúsund kr. í kaupstöðum með yfir
3.000 íbúa var hallinn tæpar 17 þús-
und kr. á íbúa en minnstur halli var í
sveitarfélögum með undir 400 íbúa
eða 3.300 kr. á íbúa.
Heildarskuldir jukust
um 3,8 milljarða
Vegna hallareksturs sveitarfélaga
jókst lánsfjárþörf þeirra á síðasta ári
og nam hún sjö milljörðum kr. sam-
anborið við fimm milljarða ári áður
og átta milljarða á árinu 1995. Pen-
ingalegar eignir sveitarfélaga jukust
um 2,4 milljarða á árinu og heildar-
skuldir þeirra jukust um 3,8 millj-
arða. Peningaleg staða sveitarfélaga
versnaði því á seinasta ári um 1,4
milljarða kr. árið á undan batnaði
staðan hins vegar um 800 milljónir
kr. og var það í fyrsta sinn frá árinu
1984 sem hún lagaðist á milli ára, að
því er fram kemur í riti Hagstofunn-
ar.
Skuldir sveitarsjóða hafa aukist á
undanfömum árum vegna halla-
rekstrar. I lok síðasta árs námu
heildarskuldir þeirra 42 milljörðum
kr. eða um 75% af heildartekjum árs-
ins. Til samanburðar námu skuldir
sveitarsjóða 55% af tekjum í árslok
ársins 1991.
Tekið er fram að skuldir sjálf-
stæðra fyi'irtækja í eigu sveitarfélaga
séu ekki taldar með í skuldatölum
sveitarfélaga en þær námu alls um 26
milljörðum kr. I lok síðasta árs. Sam-
tals námu því skuldir sveitarsjóða og
sjálfstæðra fyrirtækja í þeirra eigu
um 68 milljörðum kr. um seinustu
áramót. Skuldir sveitarsjóða jukust
um 10% milli áranna 1996 og 1997, en
skuldir sjálfstæðra fyrirtækja í
þeirra eigu um 7%.
Bent er á að neikvæð afkoma sveit-
arfélaga á allra síðustu árum hafí
valdið því að þau hafí í auknum mæli
þurft að taka lán til framkvæmda og
rekstrar. „Áður voru framkvæmdir
sveitarfélaga að stærstum hluta fjár-
magnaðar af samtímatekjum þeirra
fremur en lánsfé. Mikil umskipti í af-
komu sveitarfélaga á síðustu árum
hafa orðið til þess að mörg stærri
sveitarfélög hafa sótt inn á útboðs-
markað með skuldabréf til þess að
fjármagna framkvæmdir. Lántökur
sveitarfélaga umfram afborgantr
námu 3,8 milljörðum króna á árinu
1997 samanborið við 1,3 milljarða
króna á árinu 1996,“ segir í skýrsl-
unni.
Útgjöld á mann hækkuðu
um 17,5%
Samanburður á sveitarfélögum
sem flokkuð hafa verið eftir stærð
leiðir í Ijós að á seinasta ári hækkuðu
útgjöld á íbúa í öllum flokkum sveit-
arfélaga.
„Landsmeðaltalið hækkaði úr 185
þús. kr. á íbúa árið 1996 í 221 þús. kr.
árið 1997 eða um 17,5% að raungildi.
Skýrist sú hækkun að stórum hluta af
útgjöldum sveitarfélaga vegna
rekstrar grunnskólans allt árið 1997
samanborið við aðeins fímm mánuði á
árinu 1996. Útgjöld til annarra mála-
flokka en fræðslumála hækkuðu um
8,6% að raungildi á árinu 1997.
Hækkun útgjalda á íbúa var mest hjá
sveitarfélögum með 400-999 íbúa eða
um 22,3% að raungildi. Hækkun út-
gjalda á íbúa var minnst hjá sveitar-
félögum á höfuðborgarsvæðinu eða
um_15,3% að raungildi.
Útgjöld á íbúa voru hæst þriðja ár-
ið i röð hjá sveitarfélögum með
400-999 íbúa, 243 þús. kr. Þau voru
10,2% yfir meðaltali fyiir landið. Á
undanfórnum árum hafa útgjöld
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
jafnan verið meðal þeirra hæstu en
síðustu tvö ár hefur orðið breyting í
þessu tilliti. Árið 1996 reyndust þau
0,6% undir landsmeðaltalinu og um
2,4% fyrii’ neðan það árið 1997,“ segir
í skýrslu Hagstofunnar.
I skýrslunni er einnig vakin athygli
á veltufjárhlutfalli sveitarfélaganna
en í því felst mælikvarði á getu við-
komandi aðila til að inna af hendi
skuldbindingar sínar þegar til
skamms tíma er litið. Er þetta hlut-
fall mjög mismunandi hjá hinum
ýmsu sveitarfélögum en tekið er fram
að ekki verði annað séð af saman-
burði en að sveitarfélögin standist al-
mennt þennan mælikvarða þokkalega
á árunum 1996 og 1997.
Versnandi afkoma sveitarsjóða
verður væntanlega meðal helstu um-
ræðuefna á fjármálaráðstefnu Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga sem
hefst í dag.
milljörð-
ella væri
fjárfestingu hjá Reykjavíkurborg
og hlutabréfin að Qárhæð tæpir
1,6 milljarðar kr. til gjalda. Þessi
uppgjörsaðferð Reykjavíkurborg-
ar leiðir til þess að tekjuafkoma
borgarsjóðs verður 2,7 milljörð- __
um kr. hagstæðari en ella væri. Á
sama liátt sýnist afkoma sveitar-
félaga í heild liafa batnað sem
þessu nemur. Þessar upphafs-
færslur við hlutafjárvæðingu
Reykjavikurborgar á félagsbú-
stöðum hafa hins vegar ekki liaft,
nein raunveruleg áhrif á afkomu
hvorki borgarsjóðs né sveitarsjóð-
anna í heild. Við mat á afkomu
sveitarfélaganna á árinu 1997 er
þessum upphafsfærslum því
sleppt og bókhaldslegum áhrifum
hlutafjárvæðingarinnar á tekjuaf-
komu sveitarfélaga eytt.“
I
Færslur vegna félagsbústaða Reykjavíkur valda
vandkvæðum við uppgjör
Tekjuafkoman 2,7
um hagstæðari en
I NYÚTKOMNU riti Hagstofu Is-
lands um fjárhag sveitarfélaga
segir að það valdi sérstökum vand-
kvæðum við uppgjör sveitarsjóða
þegar tilteknar rekstrareiningar
sveitarsjóða eru fluttar yfir á sér-
stök fyrirtæki í eigu sveitarfélags.
Er sérstaklega tekið fram að
færslur í tengslum við stofnun
hlutafélags um félagsbústaði hjá
Reykjavíkurborg valdi vandkvæð-
um við slíkt uppgjör. Borið hafi á
því að sveitarfélög færi afmarkaða
þætti starfsemi sinnar í sérstök
fyrirtæki eða jafnvel hlutafélög.
Ársuppgjöri þessara rekstrarein-
inga sé síðan haldið utan við upp-
gjör sveitarsjóðsins. I formála rits-
ins segir Hallgrímur Snorrason
hagstofustjóri mikilvægt að ráðin
verði bót á þessu og að starfsemi
allra sveitarfélaga sé skilgreind á
sama hátt þannig að unnt sé að
gera samræmt samstæðuuppgjör
fyrir hvert og eitt sveitarfélag.
Upphafsfærslum sleppt
við mat, á afkomu
í skýrslunni segir síðan um
stofnun hlutafélags um félagsbú-
staði í Reykjavík: „Hlutafélagið
fékk aflientar fasteignir sem voru
metnar á 4,2 milljarða kr. Á móti
fékk Reykjavíkurborg hlutabréf
að fjárhæð 1,6 milljarða kr., tvö
skuldabréf að fjárhæð alls um 1,8
milljarða kr. og loks yfirtóku fé-
lagsbústaðir tæplega 0,9 milljarða
króna skuld við Byggingarsjóð
verkamanna. Andvirði fasteign-
anna að fjárhæð 4,2 milljarða kr.
var fært til tekna á eignfærða
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 39
s
ASTIN er tæpast það fyrsta
sem kemur upp í hugann
þegar Rómarsáttmála Evr-
ópusambandsins ber á góma
og fáir nefna tónlist og lög í sömu
setningunni. Danski lögfræðingurinn
Hanne Pedersen hefur gert tilraun til
að tengja þessi hugtök og eru þær
hugmyndir sprottnar úr athugunum
hennar á því hvaða gildi liggi til
grundvallar lögfræði og hver afstaða
ýmissa hópa sé til laga og réttar.
Rannsóknir Pedersen hafa staðið í
rúma tvo áratugi og hafa leitt hana
víðs vegar um heiminn. Það sem
reyndist þó hafa djúpstæðust áhrif á
hana var „lagalegur tnegrunarkúr",
eins og hún kallar tæplega fjögurra
ára búsetu á Grænlandi, þar sem hún
kennir í stjórnsýslustofnun eins
minnsta háskóla í heimi, háskólans í
Nuuk.
Hanne Pedersen er stödd hér á
landi til fyi'irlestrahalds og til þess að
bæta aðeins við þekkinguna, vonast
m.a. til þess að geta dýpkað skilning
sinn og þekkingu á jafnólíkum hlut-
um og aðstæðum kvenna og forspár-
gildi drauma.
Heimaprjónuð lög
Pedersen er fædd í Slésvík Holt-
setalandi og alin upp í danska minni-
hlutanum í Þýskalandi. Hún stundaði
laganám í Kaupmannahöfn í upphafi
áttunda áratugarins, þegar mikill
uppgangur var í kvennahreyfingunni
og það hafði sín áhrif á hana. Peder-
sen bætti félagsfræði við lögfræðina,
hóf að kanna vinnurétt og þá ekki síst
stöðu kvenna. Hún skrifaði tvær
bækur um málið auk lokaritgerðar-
innar en lét ekki staðar numið þar.
Rannsóknii' hennar leiddu hana til
Kína og Bandaríkjanna og síðar Mó-
sambík, þar sem hún vann að þróun-
arverkefni á vegum danskra stjórn-
valda. Þá fór hún einnig til Suður-Af-
ríku þar sem hún ræddi við konur um
skilning þeirra á lagahugtakinu.
Skömmu eftir að heim var komið lá
leiðin aftur suður á bóginn, að þessu
sinni til Italíu, þar sem hún skrifaði
bókina „Heimaprjónuð lög“, bók þar
sem hún segist hafa fjallað um óform-
leg lög, bók þar sem hún reynir að
gefa lögunum mannlegra andlit. „Eg
vildi koma því á framfæri að það eru
manneskjurnar sjálfar sem skapa sér
reglur um umgengni, ekki aðeins lög-
gjafinn. Fjalla um hver áhrif tengsl
kynjanna hafa á lögin. Mér fannst
mér bera skylda til að miðla því sem
ég hef lært og kynnt mér.“
Lagaleg megrun
Að þessu loknu lá leiðin til Græn-
lands þar sem hún hefur kennt við
háskólann í Nuuk í á fjórða ár. „Þetta
hefur verið lagaleg megrun,“ segir
hún. „Það er óskaplega hollt að taka
sér svona verkefni fyi'ir hendur, því
þau neyða mann til að horfa á allt
það, sem maður hefur gert og talið
svo sjáfsagt, upp á nýtt. Ég fór að
velta fyrir mér hvað lögfræðin snýst
raunverulega um, hvaða gildi það eru
sem liggja til grundvallar og hvaða
breytingar séu yfirvofandi og nauð-
synlegar.“
Lagalegu megi-unina segir Peder-
sen fólgna í því að kenna réttarfélags-
fræði og stjórnsýslulög, nemendum
sem hafa engan gi'unn í lögfræði,
enda ekki að finna lagadeild í háskóla
þar sem nemendurnir eru rétt rúm-
lega 100.
„Lög Grænlendinga eru að hluta til
arfur frá Danmörku en heimastjórnin
hefur þó látið laga ýmiss konar laga-
setningu að grænlenskum aðstæðum
enda ekki vanþörf á þar sem lög sam-
in fyrir þéttbýlt landbúnaðarríki
henta einu dreifbýlasta landi heims
illa. í þessum löndum er gjörólíkur
skilningur á ýmsum gildum sem
liggja til grundvallar lagasetningum
og þá fyi-st og fremst eignarréttinum.
Hann er einn af grunnstoðunum sem
lögfræðin byggist á en á Grænlandi
skiptir hann litlu máli. Grænlending-
um finnst þeir ekki eiga landið, þeirra
viðhorf til náttúrunnar byggist ekki á
eignarrétti.
Pedersen segir hugsunina um að
deila með sér og vinna saman til að
lifa af við erfiðar aðstæður enn ríka í
fólki, hún hafi ekki horfið jafnhratt og
hún hefði átt von á. „Lögin eru Græn-
lendingum fyrst og fremst mikilvæg í
viðskiptum og framleiðslu og það
sama var raunar uppi á teningnum í
Afríku. í einkalífinu skipta þau minna
A
Ast og tón-
list í ramma
laganna
Danski lögfræðingurinn Hanne Pedersen
teygir ramma laganna til hins Ytrasta í
rannsóknum sínum. Urður Gunnarsdóttir
ræddi við Pedersen sem hefur stundað
kvennarannsóknir, kannað gildi lögfræðinn-
ar, afstöðu manna til hennar og komist að
því að í lögunum er að fínna ást og tónlist.
Ég get nefnt annan flöt á tengslum
tónlistar við lög, sem ég kynntist á
Grænlandi. Þar er trommudans not-
aður til að leysa deilur og í honum fer
saman hið andlega og líkamlega. Á
Vesturlöndum höfum við aðskilið
þetta tvennt, þar eru vandamálin ein-
göngu leyst með vitsmunum, jíkam- -
inn kemur þar hvergi nærri. Ég get
nefnt deilur hjóna sem eru að skilja.
Þau fara með mál sitt fyrir rétt, sem
skilar niðurstöðu en hjónin eru oft
enn ósáttari en þegar þau hófu mála-
reksturinn. Aðeins hluti vandans hef-
ur verið leystur. Við verðum að reyna
að finna nýjan takt, nýjar lausnir.
Það nægir ekki að leysa vandamálin á
pappírnum eins og við höfum til-
hneigingu til að gera.“
Pedersen segir að ef til vill sé
Sannleiks- og sáttanefndin í Suður-
Afríku til marks um nýja hugsun í
lögum, þar sem aðalmarkmiðið er
ekki að ná fram rétti sínum, heldur að
leita sátta. „Við verðum að nálgast
málin á nýjan hátt, en ég er ekki að
segja að ég hafi fundið lausnina. Svo
langt er ég ekki komin, ég veit til
dæmis ekki hvort hægt er að koma að
nýju á tengslum hins líkamlega og
Morgunblaðið/Kristinn
HANNE Pedersen hefur óvenjulega sýn á lögfræðina og hefur rannsakað hana út frá forsendum sem mörgum
kunna að þykja nýstárlegar.
máli, þar er hefðin miklu ríkari og
skýi-ari reglur, t.d. um hver eigi að
sjá um hvern.“
í leit að nýju gildismati
Pedersen segir Vesturlandabúa
hins vegar standa frammi fyrir allt
öðrum spurningum. „Við erum úti í
miðju vaði í leit að nýju gildunum,
sem mér sýnist vera að færast í átt að
því að vernda fjölbreytileikann í stað
þess að standa vörð um einsleitnina
eins og verið hefur. Dæmi um þetta
eru deilur sem staðið hafa í Frakk-
landi um hvort múslímskar stúlkur
megi ganga með slæður í skólanum.
Þessi breyting er miklum erfiðleik-
um bundin og þess sjást dæmi út um
allt hversu erfiðlega fólki gengur að
höndla hana.
Gildismatið er að breytast og það
myndi ekki ganga upp ef nýju gildin
verða allsráðandi, niðurstaðan verður
að vera blanda af nýju og gömlu.
Þetta er ekki spurning um að smíða
nýtt gildismat, heldur halda áfram að
þróa það sem fyrir er.“
Astin í lögnnuni
Lög og ást eru hugtök sem í fljótu
bragði virðast ekki eiga neitt sameig-
inlegt en Hanne Pedersen er á öðru
máli. „Við erum alin upp í þeirri
hugsun að réttur og lög séu rökrétt
og eigi ekkert skylt við tilfinningar.
En tengsl manna og þau gildi sem
spretta af þeim eru grundvöllur
þeirra reglna sem við höfum sett um
samskipti manna, um þau bönd sem
tengja okkur. Sjáðu bara Rómarsátt-
málann, sem er fullur ástríðu, ástar á
fóðurlandinu, óskarinnar um frið og
samhygð.
Við lítum svo á að tilfinningaleg
bönd séu nauðsynleg til að sambönd
haldi. Við Evrópumenn brutum okk-
ur úr hlekkjum hefðarinnar og stétta-
skiptingarinnar og trúum því að við
getum gifst þeim sem við viljum, sem
við elskum. En evrópskur réttur
styður ekki nægilega þau gildi sem
skipta okkur svo miklu. Þeir sem
vinna að málefnum flóttamanna
þekkja þetta mætavel. Vandinn er
ekki horfinn, hann hefur bara skipt
um nafn. I stað stéttaskiptingar er
komið þjóðerni. Lögin styðja t.d. ekki
rétt Dana til að verða ástfanginn af
og giftast fólki frá t.d. Afríku eða As-
íu.“
Hugmyndina að þessu efni, ást og
lögum, segir Pedersen hafa kviknað
þegar hún vann að rannsókn á vinnu-
rétti kvenna. Ég var að skoða fjór-
frelsið í Rómarsáttmálanum sem
kveður m.a. á um frjálst flæði vinnu-
afls. Ég komst fljótt að því að vinnu-
aflið er ekki hreyfanlegt, þeir sem
fluttust á milli landa innan Evrópu-
sambandsins og skiptu um vinnu,
gerðu það vegna þess að þeir höfðu
orðið ástfangnir. Mér þótti þetta
spennandi verkefni, var orðin þreytt
á því að fjalla um neikvæðar hliðar
samskipta kynjanna eins og þau birt-
ast í lögunum, m.a. um kynferðislegt
áreiti, ofbeldi og skilnaði.“
Tónarlaganna
„Önnur gömul ást,“ segir Pedersen
þegar talið berst að athyglisverðri
tengingu við lög, nefnilega tónlist.
„Ég hef vikið frá hefðbundinni skoð-
un á lögfræði og stundum sætt gagn-
rýni fyrir það að ég sé ekki að fást við
lög heldur félagsfræði, mannfræði
eða eitthvað allt annað. Ég tel að að
flétta megi þetta saman og nálgast
lögfræðina á nýjan hátt. Til að skýra
þetta datt mér í hug að líkja nútíma-
rétti við sígilda tónlist og hinum
óformlega rétti, sem ég hef verið að
fást við, við ryþmíska tónlist. Innan
tónlistarinnar nýtur ryþmísk tónlist
ekki fúllrar viðurkenningar, hún fær
ekki sess við hlið sígildrar tónlistar
en engu að síður hefur verið komið á
fót stofnunum þar sem hún er kennd.
Þetta er í raun bara annað tjáningar-
form sem ekki er fyllilega viðtekið.
andlega. En ég tel t.d. að rekja megi
hinn gífurlega áhuga á líkamanum,
líkamsræktinni og megruninni að ein-
hverju leyti til þess að þessi tengsl
hafa verið rofin. Vestrænt samfélag
er í miklu ójafnvægi."
Konur og lög
Ferill Hanne Pedersen hófst á'
kvennarannsóknum og þær hafa ver-
ið gegnumgangandi í starfi hennar.
Og það er ekki laust við að ýmislegt
hafi breyst á þeim aldarfjórðungi.
„Ég fæ þetta ekki lengur alveg til að
ganga upp, dvölin á Grænlandi hefur
breytt viðhorfum mínum. Þvert á það
sem margir halda, þá er staða kvenna
þar sterk, t.d. í listum, í kirkjunni, í
sveitarstjómum, í skólum og í fjöl-
skyldunni. Auðvitað eru ýmis vanda-
mál til staðar, ofbeldi og alkóhólismi
en Gi'ænlendingar búa að verðmæt-
um sem eru okkur fjarlæg. Samband
kynjanna byggist mikið á því að þau
eru félagar í því að lifa af, þau þurfa
hvort á öðru að halda.
Þetta á ekki eingöngu við ui#
Grænland, á kvennaráðstefnunni í
Peking fyrir þremur árum skömm-
uðu konur frá þriðja heiminum okkur
Vesturlandabúa fyrir að einblína of
mikið á átökin á milli kynjanna.
Ég held að við konur ættum að
reyna að losna við samkeppnishugs-
unina og horfa þess í stað á _það sem
sameinar karla og konur. Á Græn-
landi þarf ekki kvennaflokk, því al-
mennir hagsmunir og hagsmunir
kvenna fara þar saman. Við ættum að
taka okkur þetta til fyrirmyndar.
Við konur leituðum jafnréttis á
þeim forsendum sem voru og eru fyr-
ir. Við höfum ekki nægan kraft til að
leita nýrra gilda, kannski fór of mikill
kraftur í baráttuna. Nú sitja konur
uppgefnar eftir og hugsa kannski
með sér þegar horft er á árangurinn,
var það þetta sem ég vildi? Eða var
það kannski eitthvað annað, eitthvað
nýtt fyrir konur, fyrir alla?“ ,