Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 70
70 FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
4'
I MIÐJU kafi tóku Naglbítarnir sig til, stöðvuðu
tónlcikana, fluttu stuttan allsérkennilegan leikþátt
og hneigðu sig fyrir áheyrendum.
NAGLBITARNIR
kunnu bráðvel við sig í
búningaaðstöðu Leikfélags Akureyrar og veltu
því fyrir sér að klæðast matrósafötum úr Rummungi
ræningja, en smám saman náði spennan tökum á þeim.
uppgnp
Nóvembertilboð
létttr per liftð
Uppgrip eru á eftirtöldum stöðum:
ð Sæbraut við Kleppsveg © Mjódd í Breiðholti
@ Gullinbrú i Grafarvogi @ Hamraborg I Kópavogi
@ Alfheimum við Suðurlandsbraut @ Hafnarfjarðarvegi i Garðabæ
Arinkubbar 6 stk.
Coca Cola 0,5 Itr. - Diet Coca Cola 0,5 Itr.
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
VILHELM Anton Jónsson, söngspíra og gítarleikari 200.000 Naglbfta
kunni greinilega vel við sig á leiksviðinu, enda var hann ekki þar
staddur í fyrsta sinn; lék lítið, en veigamikið, hlutverk í Laxnessverki
fyrir margt löngu.
sveitina inn. „Við vorum síðan á Sp-
írum og í kjölfarið var okkur boðinn
útgáfusamningur, reyndar tveir
samningar, við gátum valið á milli
Skífunnar og Spors, ekki að það
skipti miklu máli í dag.“ Sveitin
gerði fímm platna samning við
Sprota og Neondýrin er fyrsta breið-
skífan í þeim samningi.
Eins og getið er stendur til að
taka plötuna upp á ensku, en þeir
segjast lítið spá í útlönd eins og er,
tónlistin hafi verið þein-a hreyfiafl í
sex ár og verði áfram. „Við hefðum
ekki verið í þessu ef ekki væri fyrir
tónlistina, en við erum til í að taka
því sem fylgir, hvort sem það er að
troða sér í útvarpsstöðvar eða fljúga
í einkaþotum. Við erum ekki í þessu
fyrir peningana og höfum reyndar
skömm á þeim sem eru í tónlist fyrir
frasgð og peninga, en vissulega væri
gaman að skoða sig um og kynnast
nokkrum fegurðardrottningum.“
Markaður fyrir naglbítana er helst
fyrir sunnan af eðlilegum orsökum,
en þeir segja að það hafi vissa kosti
að vera fyrir norðan; það sé einfalt
að bregða sér suður til að spila á tón-
leikum, veita viðtöl og þess háttar,
en síðan sé gott að komast norður og
vera laus við alla sölumennskuna og
hamaganginn þess á milli. „Það væri
vissulega gott að geta verið fyrir
sunnan þegar mest er að gerast í
kringum útgáfuna, en gott að draga
sig í hlé á sveitasetrið þess á milli.“
Lagasafnið er mikið að vöxtum og
þeir eiga mikið safn af upptökum, þó
ekki sé þar allt gott. Vilhelm semur
velflest laganna, á til að mynda öll
lögin á disknum, og hann semur líka
textana. Þeir gáfu út spóluna Askur
yggdrasill fyrir nokkrum árum þar
sem textarnir voru allpólitískir, upp
fullir með sósíalískri reiði að sögn
Vilhelms, en í dag eru þeir öllu per-
sónulegri, „lokaðir og súrrealískt
sorglegir", segir hann. „Mér finnst
skemmtilegra að hlusta á texta sem
kemur við mann eða maður skilur,
frekar en eitthvert bull,“ segir Vil-
helm sem finnst greinilega ekki
þægilegt að tala of mikið um textana.
Þeir félagar segjast aldrei verða
leiðir á tónlistinni eða hver á öðrum
sem tónlistarmenn, að minnsta kosti
ekki hingað til, en nú um stundir tak-
ið þeir tónlistinni og hljómsveitar-
stússinu miklu léttar en á árum áður.
Þá voru málin tekin af svo mikilli al-
vöru að þegar einhver las um hvern-
ig stjörnurnar fóru að var þegar far-
ið að gera eins, og menn mættu í ein-
kennisbúningum á æfingar. „Núna
er þetta allt miklu afslappaðra, við
þekkjumst svo vel að það þarf ekkert
að vera að stressa sig yfir hlutunum.
Við æfum ennþá jafnoft, en æfing-
arnar fara líka oft í það að sprella,
spila bölvaða vitleysu eða djamma
bara eitthvað út í bláinn.“
Spjallið fer fram í búningaaðstöðu
Leikfélagsins undir sviðinu skömmu
fyrir tónleika og þó þeir félagar
reyni að bera sig mannalega má
smám saman finna hvernig spennan
nær æ meiri tökum á þeim; svörin
verða sífellt sérkennilegri og ferðum
ýmissa aðstoðarmanna fjölgar að
spyrja um hitt og þetta. Það er því
ekki annað að gera en slökkva á við-
talstækjunum, slást í hóp áheyrenda
sem fylla Leikhúsið á Akureyri og
bíða eftir að fjörið byrji.
Toblerone 35 g ■ Smarties 40 g
K'rt Kat extra stórt ■ Skittles 55 g
Áður230 kr.
Langlokur Sóma ■ Pik-Nik kartöflustrá
Norðlenskir
naglbítar
Hljómsveitin 200.000 naglbítar hélt út-
gáfutónleika í heimabyggð sinni fyrir
norðan í síðustu viku. Þremenningarnir í
sveitinni hafa spilað saman í tæp sex ár
en segjast þó aldrei fá leið hver á öðrum.
FYRIR þessi jól láta nokkrar sveitir
í sér heyra í fyrsta sinn og einhverj-
ar eiga eflaust eftir að vera áberandi
í íslensku tónlistarlífi næstu árin.
Ein af þessum sveitum er utan af
landi, heitir því rammíslenska nafni
200.000 naglbítar og sendi frá sér
sína fyrstu breiðskífu fyrir stuttu.
Naglbítarnir eru þó ekki ókunnir
með öllu, því á síðasta ári varð vel
vinsælt lagið Hæð í húsi og á þessu
ári hefur talsvert heyrst lagið Hvítt.
Síðastliðinn laugardag héldu 200.000
naglbítar seinni útgáfutónleika sína í
„útgáfutónleikaröðinni", eins og þeir
kjósa að kalla það, en þeir fyrri voru
í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir
nokkru. Utgáfutónleikar númer tvö
voru þeim meira hjartans mál en
þeir fyrri, því þó að það sé gott og
blessað að spila á mölinni skiptir
meira máli að standa sig vel í heima-
byggðinni; seinni útgáfutónleikarnir
voru í Leikhúsi Akureyrar.
200.000 naglbítar hafa spilað sam-
an í á sjötta ár, segjast reyndar mjög
nálægt því að geta haldið upp á sex
ára afmælið, komu fyrst fram 20.
apríl 1993. Allan þann tíma hafa þeir
haldið sig fyrir norðan og lítið sem
ekkert gert til að koma sér á fram-
færi. Undantekning frá því var þeg-
ar þeir félagar komu suður og tóku
þátt í Músíktilraunum fyrir nokkrum
árum. Þá gekk þeim reyndar allt í
haginn, komust í þriðja sæti keppn-
innar, sem gaf hljóðverstíma, og Vil-
helm var kjörinn besti söngvarinn.
Síðan hurfu þeir félagar sjónum
manna.
Þeir segjast hafa nýtt stúdíótím-
ana í Hljóðhamri til að taka upp
nokkur lög og hljóðblandað sjálfir,
þá fimmtán ára. Þegar norður var
komið fóru þeir í hljóðver Kristjáns
Edelsteins og tóku upp tíu lög. „Sek-
úndu eftir að við stigum út úr hljóð-
verinu ákváðum við að hætta að
syngja á ensku og breyta um nafn,
þannig að upptökurnar voru þar með
ónýtar," segja þeir og skella uppúr.
A Neondýrunum eru nokkur lög
frá því í hljóðverinu hjá Kristjáni,
nokkuð breytt og með íslenskum
texta, til dæmis Hæð í húsi, enda
segja þeir að platan sé safn bestu
laga frá síðustu árum, nema að þeir
slepptu þungarokkstímabilinu þegar
þeir léku rokk að hætti Metallicu.
„Við eigum þrjú eða fjögur góð
þungarokkslög sem við geymum
okkur,“ segja þeir lymskulega.
Vilhelnt Anton Jónsson
Þeir félagar segjast hafa ákveðið
að hætta að syngja á ensku vegna
þess að þeim hafi þótt rétt að syngja
á íslensku fyrir Islendinga, en þó
semja þeir lögin á ensku enn sem
komið er að minnsta kosti. „í dag
finnst okkur langflottast að syngja á
íslensku, en ég syng á ensku þegar
ég er að semja,“ segir Vilhelm,
„vegna þess að það er svo miklu auð-
veldara að semja laglínuna á ensku,
það eru fleii-i sérhljóðar í henni. Þeg-
ar laglínan er komin svona í bylgj-
um,“ segir hann og gerir sínusbylgj-
ur með hendinni, „sest ég svo niður
og set íslenska textann inn í hana þó
það komi stopp hér og þar,“ og
sínusbylgjan breytist í sneiðmynd af
íslensku efnahagslífi með tilheyrandi
skrolli. Þeir segja að ekki standi til
að skipta yfir í ensku aftur, en
reyndar næst á dagskrá að syngja
plötuna inn á ensku að beiðni útgáf-
unnar, sem ætti að reynast þeim létt
verk þar sem þeir Vilhelm og Kári
bjuggu í Skotlandi á sínum yngri ár-
um.
Auglýst eftir lögunt
Eins og getið er sýndu þeir félag-
ar engan sérstakan áhuga á að koma
sér á framfæri þar til Vilhelm segist
hafa heyrt hvar auglýst var eftir lög-
um á safnplötu á vegum Sprota.
Hann segist hafa slegið til og sent
prufuupptökur inn og útgefandinn
hringdi um hæl og vildi endilega fá
Áður 65 kr.
55
Áður 88 kr.
Aður 990 kr
Aður
90 kr.
90 kr.
% Háaleitisbraut við Lágmúla
@ Ananaustum
Vesturgötu í Hafnarfirði
& Langatanga í Mosfellsbæ
@ Klöpp við Skúlagötu
& Tryggvabraut á Akureyri