Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 26.11.1998, Blaðsíða 61
MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 61. AFMÆLI Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði Málþing um heimilis- lækningar HOLLVINAFÉLAG læknadeildar boðar til málþings fóstudaginn 27. nóvember nk. undir yíirskriftinni „Heimilisiækningar á krossgötum?" Málþingið verður haldið í Norræna húsinu og hefst kl. 16.30. Áður en málþingið hefst, eða frá kl. 16-16.30 verður haldinn aðalfundur Hollvina- félags læknadeildar. I fréttatilkynningu segir: „Eins og kunnugt er búum við við vaxanai vanda vegna skorts á heimilislækn- um á íslandi, ekki sízt í dreifbýlinu. Að undanförnu hefur ýmsum hug- myndum verið varpað fram til lausn- ar vandanum, t.d. hvernig beina mætti ungum læknum í nám í heimil- islækningum og hvort breytinga væri þörf á kennsluháttum í læknadeild.“ Stjórnandi er prófessor Jóhann Ágúst Sigurðsson. Frummælendur eru Anna Kristín Jóhannsdóttir heimilislæknir sem nefnir erindi sitt „Einstæð móðir í héraði“, Valþór Stefánsson heimilislæknir sem talar um nýliðun heimilislækna í dreifbýli og þéttbýli, Atli Árnason heimilis- læknir flytur erindi sem nefnist: Eru væntingar of miklar til heimilislækn- inga og Björg Þorsteinsdóttir lækna- nemi kallar sitt erindi „Læknanemi á leið út í heim“. Að loknum stuttum erindum verða umræður. Allir velkomnir. Söfnun vegna brunans á Kálfatjörn VEGNA brunans sem varð á Kálfa- tjörn fyrir skemmstu, þar sem Her- dís Erlensdóttir missti allt sitt innbú og fatnað, sem var mjög lágt vá- tryggt, hefur sóknarnefnd Kálfatjarnarsóknar ákveðið að hefja fjársöfnun til styrktar henni. Geta þeir sem vilja styðja málefnið lagt inn á reikning númer 400241 í Sparisjóð Keflavíkur. Ráðstefna um fullveldi Islands FÉLAG sagnfræðinema, í samstarfí við Félag sagnfræðinga, stendur fyr- ir ráðstefnu um fullveldi Islands föstudaginn 27. nóvember. Sem kunnugt er munu, hinn 1. des 1998,80 ár vera liðin frá því að ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Ráðstefnan „Hver man 1. des 1998?“ verður haldin í Víkingsheimilinu, Traðarlandi 1, og hefst klukkan 20, ekki 20.30 eins og áður var auglýst. Fyiirlesarar verða þau: Guðmund- ur Hálfdanarson sem ræða mun efnið „Hvenær urðu íslendingar fullvalda þjóð?“ Kolbeinn Óttarsson Proppé hyggst tala um: ,Að framleiða minn- ingar - ritun íslenskrar þjóðarsögu," Kristrún Heimisdóttir mun ræða „ís- land sem fullvalda ríki“ og Svavar Gestsson alþingismaður mun velta vöngum yfir efninu: „Höfum við enn- þá sjálfstæðisþarfir?" Geta má þess að fundarstjóri verð- ur Stefán Pálsson, nýútskrifaður sagnfræðingur. Léttar veitingar verða seldar á vægu verði. Allir áhugamenn um þjóðarsögu eru hvattir til að sýna sig, segir í frétta- tilkynningu. Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga HIN árlega ráðstefna Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudag- inn 26. og föstudaginn 27. nóvember. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður sambandsins, setur ráðstefn- una kl. 13.30 á fimmtudag. Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra flytur ávarp og Geir H. Haarde fjármála- ráðhen-a framsöguerindi er hann nefnir Verkefni og viðhorf til sam- starfs ríkis og sveitarfélaga. Á ráðstefnunni verður kynnt ný- mæli í fjármálakafla nýju sveitar- stjórnarlaganna, fjallað um fram- kvæmd nýju laganna um húsnæðis- mál, þróun kjaramála, um tölvuvæð- ingu almenningsbókasafna og nýlundu í fjármögnum framkvæmda og reksturs sem kölluð hefur verið einkaframkvæmd. Aðventuferð Ferðafélagsins í Þórsmörk UM næstu helgi er farin árleg að- ventuferð Ferðafélags Islands í Þórs- mörk. Brottför er föstudagskvöldið kl. 20 og er reiknað með að koma inn í Þórmörk upp úr miðnætti. Laugardagurinn verður notaður til útiveru, það verður föndrað og skál- inn skreyttur. Jólahlaðborð og kvöld- vakan verður undirbúin. Þetta er til- valin fjölskylduferð. Á sunnudegin- um er rólegur dagur, farið í létta göngu og síðan haldið heimleiðis eftir hádegið og er áæltuð heimkoma um kvöldmatarleytið. Fararstjórar verða þau Ólafía Að- alsteinsdóttir og Björn Finnsson. Upplýsingablað fæst á skrifstofunni og er æskilegt að panta og taka far- miða sem fyrst. Morgunblaðið/Arnaldur Ný blómabúð í Kópavogi NÝ blómaverslun, Blómabúðin okkar - Ný blóm, hefúr verið opn- uð í Lindahverfi í Kópavogi, nán- ar tiltekið Núpalind 1. Boðið er upp á afskorm blóin, pottablóm, gjafavörur og skreyt- ingar unnar af fagfólki sem býr að 10 ára reynslu. Blómabúðin er útibú frá versluninni Ný blóm, Nýbýlavegi 14, Kópavogi og er eigandi Diljá Einarsdóttir. Verslunin er opin frá kl. 10-21 virka daga og kl. 10-22 um helg- ar. LEIÐRÉTT Heimahlynning rekin af Krabbameinsfélaginu í LEIÐARA Morgunblaðsins sl. sunnudag er fjallað um Heima- hlynningu og væntanlega Líknar- deild fyrir langt leidda sjúklinga. Heimahlynningin hefur verið rekin af Krabbameinsfélaginu í rúman áratug, en af texta leiðarans mátti ráða annað. Um leið og þetta er hér með leiðrétt er velvirðingar beðist á ónákvæmni í texta leiðarans að þessu leyti. Fjölskylduspilið Lotus í FRÉTT í blaðinu fimmtudaginn 19. nóvember var sagt frá tveimur nýjum fjölskylduspilum sem fyrir- tækið Andvari hefur gefið út. Þar var sagt að annað spilið héti Drek- inn en það er ekki rétt heldur heitir það Lotus. Beðist er velvirðingar á mistökunum. SVEINBJÖRG KLEMEN SDÓTTIR TILBOÐ Nýja myndastofan Laugavegi 18, sími 551 5125 Frænka mín Svein- björg Klemensdóttir á 90 ára afmæli í dag. Hún fæddist að morgni þessai'ar aldar að Hvassafelli í Norður- árdal 26. nóvember árið 1908, en foreldrar henn- ar fluttust þangað það sama ár vestan úr Döl- um og þangað á hún ættir sínar að rekja. Sveinbjörg var næstyngst af tíu systk- inum og er sú eina þeirra sem enn er á lífi. Hún var alin upp á fjöl- mennu myndar- og merkisheimili og hefur það sett sinn svip á allt lífs- starf hennar. Ung að árum fluttist hún til Reykjavíkur og vann um tíma hjá Ullarverksmiðjunni Álafossi. Munu þau ár hafa verið henni mjög mót- andi og reynslurík. Þar vöknuðu hugmyndir hennar og trú á íslensk- um iðnaði sem ætti mikla framtíð fyrir sér og hægt væri að efla ef rétt væri á haldið. Hún hefur lifað einar mestu breytingar sem jijóðlíf hér á landi hefur tekið frá upphafi byggðar í landinu. Átti hún sjálf ekki lítinn þátt í að breyta bændasamfélaginu sem var allsráðandi fram á miðja öldina í blómlegt iðnaðar- og versl- unarsamfélag. Með ærnum dugnaði, útsjónarsemi og framsýni stofnaði hún fyrirtæki, sem hún nefndi Prjónastofuna Hlín á hinum erfiðu kreppuái-um og lét aldrei hugfallast þó á móti blési. í fyrstu prjónaði hún sjálf á eina prjónavél flíkur fyrir fólk, en brátt bætti hún við sig vélakosti og mann- skap, opnaði verslun og seldi afurðir sínar þar. Ekki stóð hún ein í þessu, því eiginmaður hennar, Guðmundur Magnússon, var hennar stoð og stytta sem sá um fjánnálahliðina og daglegan rekstur. Fyidrtæki þeiri'a hjóna óx og dafnaði með árunum og var all umsvifamikið um tíma. Sveinbjörg var hugmyndarík í hönnun prjónafatnaðar og sýndi það sig best þegar tók fyrir innflutning á prjónabandi frá útlöndum. Hún lét ekki deigan síga, en framleiddi ým- iskonar fatnað úr sérunninni ís- lenskri ull og óspunnum lituðum lopa. Það var auðvitað engin nýjung, því landsmenn höfðu frá upphafi byggðar nær eingöngu notast við heimaunna ull, en Sveinbjörg gerði úr ullinni tískufatnað sem var vel þeginn á árum heimsstyrjaldarinnar og árum hafta sem komu í kjölfar hennar. Þau hjón reistu sér reisulegt hús á Flókagötu 21 hér í bæ. Heimili þeirra stóð jafnan opið fyrir vinum þeirra og stórum hópi frændfólks. Þar ríkti mikil gestrisni og rausn, en umfram allt glaðværð og hjarta- hlýja. Það var eins og allir væru velkomnir sem knúðu þar dyra. Sá sem þetta ritar átti lögheimili hjá þeim hjónum í nær því tíu ái'. Ég kom til þeirra ungur að árum þegar ég stundaði nám hér í borginni og dvaldi hjá þeim allan þann tíma. Skömmu síðar fór ég til útlanda og var þar við nám í rösklega þrjú ár. Án hvatningar og stuðnings þeirra hefði mér aldrei tekist það. Ég stend því í ævarandi þakkarskuld við Sveinbjörgu móðursystur mína og Guðmund Magnússon eiginmann hennar. Þau hjón eignuðust tvo syni. Sá eldri, Hilmar, hefur verið vanheill frá fæðingu. Hinn heitir Magnús Ágúst og dvelur móðir hans hjá hon- um um þessar mundir. Báðir þessir drengir ólust upp við mikið ástríki og allt var fyrir þá gert sem hægt var, en mikill var missir þeirra þeg- ar Guðmundur lést fyi-ir nær 30 ár- um langt fyrir aldur fram. Sveinbjörg frænka mín tók ætíð virkan þátt í líknarmálum bág- staddra. Sérstaklega var það Styrktarfélag vangefínna sem átti hug hennar allan. Hún mun hafa reynst þeim samtökum vel og styrkt þau af mikilli rausn. Ég og fjölskylda mín sendum Sveinbjörgu hugheilar árnaðaróskir á þessu merkisafmæli. Megi hún eiga friðsælt ævikvöld. Klemenz Jónsson. Komdu í Freemans og „dressaðu" þig upp fyrir hlægi- legt verð. Úrvals flíkur eru seldar með miklum afslætti á lager- útsölunni sem stendur aðeins í stuttan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.