Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 26.11.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ _______AÐSENPAR GREINAR Virkjanamenn á villigötum Á SÍÐUSTU miss- erum hefur, svo sem alkunnugt er, orðið mikil umræða í þjóðfé- laginu um ýmis stór- væg málefni, er varða hálendi íslands, nýt- ingu þess og vemdun. Fyrr á þessu ári var m.a. deilt mjög um fýr- irhugaða skiptingu há- lendisins milli þeirra hreppa, sem að því liggja. Var þeirri hug- mynd þá hafnað, form- lega og eftir harðar umræður á Alþingi, að koma á samræmdri yf- irstjórn hálendisins, sem mjög hefði auðveldað réttum stjórnvöldum alla heildarsýn og samræmdar stjórnunaraðgerðir, hvort heldur sem snertir verndun eða nýtingu. Það fyiirkomulag, sem að lokum varð staðfest með lögum, í andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, má hins vegar færa í betra horf síðar, þegar tækifæri býðst og eftir að stjórn- málamenn hafa öðlast meiri skiln- ing á þörf fyrir skilvirka og sam- ræmda stjómun þeirrar þjóðarauð- lindar, sem felst í óbyggðum okkar og ósnortnum víðernum. Verri ei*u hins vegar þau umhverfísslysin, sem aldrei verða bætt. Að sjálfsögðu byggist velgengni þjóðarinnar á komandi árum á skynsamlegri nýtingu auðlinda hennar, sem eru fyrst og fremst náttúra landsins í víðtækum skiln- ingi (þ.m.t. auðlindir sjávar) annars vegar og mannauðurinn svokallaði hins vegar. Að hvoru tveggja þarf þó að hlúa svo að vel fari. Nýting náttúrunnar verður að haldast í hendur við nauðsynlega verndun hennar og ekki mega stjómvöld heldur gleyma félagslegum þörfum borgaranna, þannig að þeir fái not- ið sín sem best. Stöðugt fjölgar þeim, sem gera sér þess fulla grein, að verndun náttúmnnar má síst af öllu af- rækja, en svo sem vænta má era og munu ætíð verða skiptar skoðanir með- al lærðra jafnt sem leikra um það, hvað vemda þurfi og hversu langt eigi að ganga í verndunarátt, þannig að eigi sé þar með heft um of eðlileg þróun hagrænnar nýt- ingar náttúragæð- anna. Athyglisvert er þó - en ætti reyndar engum að koma á óvart miðað við reynsluna - að oft er því líkast sem ábend- ingar frá erlendum mönnum um þörf á verndun víðema okkar (hrauna, sanda og gróins lands) ásamt vatnakerfínu þurfí til að koma, þannig að mark sé á tekið hérlendis meðal þeirra manna, sem áhrif hafa og endanlegt ákvörðun- arvald í verndunar- og nýtingar- Verndun og nýting óbyggðra víðerna varða ekki einvörðungu íbúa hlutaðeigandi landa, segir Páll Sigurðsson, heldur gjörvalla heimsbyggðina. málum. Er aðdragandi að verndun Þjórsárvera á sínum tíma að sjálf- sögðu eitt hið kunnasta dæmi þessa, en önnur mætti vissulega einnig nefna. Nú um stundir era í uppsiglingu hörð átök milli þeirra, sem vilja nýta í stórauknum mæli orkulindir (einkum vatnsafl) á hálendi okkar og á mörgum öðram landsvæðum til rafmagnsframleiðslu með til- heyrandi miðlunarlónum og virkj- unum annars vegar og hins vegar þeirra, sem beita sér fyrir ríkulegri verndun landsins, m.a. gegn sum- um þeim virkjanafyrirætlunum, sem lengst ganga og sem hafa munu mest áhrif á ásýnd og eigin- leika stórra landsvæða. Merkilegt má heita hve náttúraverndarmenn (og reyndai' allur almenningur) höfðu uppi h'til viðbrögð í tilefni af fyrirhuguðu miðlunarlóni í námunda við Hágöngur, sem nú er orðið að veraleika - og hefði þó mátt ætla, að fordæmi tengd röng- um ákvörðunum við virkjun Blöndu á sínum tíma, sem og almenn og sí- vaxandi umræða í þjóðfélaginu um þörf á aukinni náttúravemd, hefðu átt að brýna menn til árvekni. Þess er þó áreiðanlega ekki að vænta, að virkjanamenn muni njóta sömu friðsemdar vai'ðandi þær stórvirkj- anir og vatnsmiðlanir, sem næst munu vera á dagskrá verkglaðra tæknimanna og sumra dugmikilla stjómmálamanna. Nýlega hafa, með skýrari hætti en fyrr, verið opinberað áform stjórnvalda virkjanamála um stór- brotnar vatnsmiðlanir og vatns- virkjanir fyrir austan og norðaust- an Vatnajökul en einnig á Þjórsár- svæðinu, sem að mati fjölmargra gætu leitt til óbætanlegi-a um- hverfsslysa ef framkvæmd verða í óbreyttri mynd. Era vægast sagt lítil líkindi til að nokkurn tíma muni nást neinar sættir með þeim mönnum, sem standa sitt hvora megin víglínunnar í virkjana- og friðunarmálum, hvað þessar hrika- legu framkvæmdir varðar, og sýn- ist ekki óraunsætt að spá því, að í stórátök stefni meðal þjóðarinnar, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, ef ráðamenn virkjanamála fara fram með sama hugarfari og yfír- lýsingum sem þeir opinbera nú um stundir. Því verðm' ekki trúað að óreyndu, að enn geti átt sér stað hrossakaup af því tagi sem viðhöfð vora á sínum tíma, þegar Eyja- bakkarnir (ómetanlegt votlendis- svæði austan Vatnajökuls) voru „framseldii'“ undir miðlunarlón í Páll Sigurðsson FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 43^ skiptum iyrir yfirlýsingu stjórn- valda virkjanamála um að í staðinn yrði Þjórárveram hhft við að verða vatnsþró fyrir stórvirkjanir. Skipu- leg umhverfsvernd var bersýni- lega það skammt á veg komin hér- lendis árið 1981, að þáverandi nátt- úraverndai-yfírvöld gátu fellt sig við þessa lausn „miðað við aðstæð- ur“. Lýsti það skammsýni auk linku, enda bendir nú margt til að svo kunni að fara, að áður gefið lof- orð um vemdum Þjórsárveranna verði ekki haldið þrátt fyrir allt. Ljóst er af ýmsum yfirlýsingum stjómmálamanna og annarra ráða- manna í virkjanamálum, að þeir vilja enn bjóða upp á lausnir af þessu tagi (t.d. að hlífa Dettifossi gegn því að Eyjabakkamir megi í staðinn fara undir vatn!) og segjast sannfærðir um að víðtækar sættir geti tekist um þær, en vonandi mun almenningur sjá í gegn um þann spuna og sýna vilja sinn með skýrum hætti. Umhverfsvernd á Islandi er málefni, sem varðar hvern einasta þjóðfélagsþegn, en hið sama á einnig við um hvers kyns landnýt- ingu, sem er til þess fallin að hafa umtalsverð áhrif á umhverfið. Þetta gildir m.a. í ríkum mæli um hálendi okkar og önnur óbyggð svæði. En vemdun og nýting óbyggðra víðerna (sem mjög hafa verið skert í fjölmörgum þjóðlönd- um svo sem kunnugt er) varðar ekki einvörðungu íbúa hlutaðeig- andi landa heldur gjöi*valla heims- byggðina. I víðernunum felst auð- lind, sem er með réttu „siðferðileg sameign“ allra jarðarbúa. Sem bet- ur fer vinnur nú skilningur á þessu stöðugt á meðal ábyrgra manna um heim allan, m.a. fyrir tilstuðlan ýmissa alþjóðlegra stofnana, sem láta sig varða umbætur í umhverf- ismálum. Hagsmunir, sem tengjast náttúrvernd á óbyggðum land- svæðum - eins og hálendi Islands - og landnýtingu þar, era vitanlega- síður en svo bundnir við íbúa þeirra byggða, sem liggja að þeim svæðum, heldur er um að ræða beina og sameiginlega hagsmuni og um leið sameiginlegt ábyrgðar- svið allra Islendinga, sem hafa jafnframt ríkum skyldum að gegna í þessu efni gagnvart samfélagi þjóðanna. Höfundur er prófcssor í lögfneði við Háskóla lslands. Eðalmerki í póststimplun og póstpökkun Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fax 588 4696 Klapparstíg 44, sími 562 3614 Fiöskulappi fró Le Grand vin Verðkr.l.595 Sendum i póstkröfu ón endurgjalds. TILBOÐ £)6smyndastofa Gunnars Sngimarssonar Suðurveri, sími 553 4852 KEIMIMSLA IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI, Reykjavíkurvegi 74 og Flatahrauni, 220 Hafnarfirði, sími 555 1490, fax 565 1494. Netfang: idnhafn@ismennt.is Heimasiða: http://www.ismennt.is/vefir/idnhafn Innritun á vorönn 1999 Innritun í allar deildir dagskóla og meistara- skóla stendur yfir til 30. nóvember. Skólameistari. AT VIIMIMUHÚSN Æ OI Skrifstofuhúsnæði óskast til leigu Myndstef, Myndlistarsjóður íslands og Upplýs- ingamiðstöð myndlistar óska eftir skrifstofu- húsnæði í miðbæ Reykjavíkur u.þ.b. 100—120 fm (3—4 herb.). Æskileg staðsetning í eða við gamla mið- bæinn. Húsnæðið þyrfti að vera laust nú þegar eða hið allra fyrsta. Upplýsingar í símum 562 7711 og 562 6659 milli kl. 9 og 13 næstu daga. FÉLAGSSTARF V Félagsvist Félagsvist verður spiluð í Valhöll í kvöld, fimmtudaginn 26. nóvem- ber, kl. 20.00. Gestur kvöldsins verður Pétur Blöndal, alþingismaður. Kaffiveitingar. Góðir vinningar. Allir velkomnir. Hverfafélög sjálfstæðismanna. Umhverfis- og skipulagsmála- nefnd Sjálfstæðisflokksins Arður/Arðsemi umhverfis- nefndar á nýrri öld Opinn fundur í Valhöll laugardaginn 28. nóvember kl. 10.00—12.00. Gestur fundarins er Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri Umhverfisráðuneytisins. Allir velkomnir. Stjórnin. VHeilbrigðismálanefnd Sjálfstæðisflokksins Heilbrigðismál á nýrri öld Opinn fundur i Valhöll laugardaginn 28. nóvember kl. 10.00—12.00. Gestur fundarins er Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Allir velkomnir. Stjórnin. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5 = 17911268 = 9.0* □ Hlín 5998112619 VI 2 Landsst. 5998112619 Vil I.O.O.F. 11 - 17911268V2 3 Fl. \t---7/ KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi Sigur hins miðaldra manns. Ólafur Örn Haraldsson, alþingis- maður segir frá ferð á suðurpól- inn. Hugleiðing: Gunnar J. Gunn- arsson, lektor. Allir karlmenn velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.30 „Mín saga" Kafteinn Miriam Óskarsdóttir heldur áfram með sögu sína. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóvember. Pantið f dag. Áramótaferð í Þórsmörk 30. des.—2. jan. Pantið og takið miða tíman- lega. Sunnudagsganga 29. nóvember. Kl. 14.00 Aðventuganga frá Mörkinni 6. Kvöldvaka um Færeyingasögu miðvikudags- kvöldið 9. des. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619. ATVINNA Atvinna — Ferðamál Ég er 31 árs gömul, hef góða þekkingu á ensku, ítölsku og dönsku, auk þýsku og spænsku. Ég er algjörlega reglusöm, stundvís og samviskusöm. Ég óska eftir starfi varðandi ferða- mál, s.s. í gestamóttöku, hótel- starfi almennt eða ritara. Get byrjað strax. Hef stúdentspróf. Hafiö samband í síma 553 0577.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.