Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 58

Morgunblaðið - 11.12.1998, Page 58
$8 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR íenu GARÐURINN klæðir þig vel •i Hugvits er þörf SU ALKUNNA og almenna vakning, sem orðið hefur um aukna og bætta umhverfisvernd - m.a. á hálendi Islands - var meira en tímabær. Hún líkist nú stígandi öldu, sem vex hratt að hæð og breidd - og mætti. Þær umræður, sem orðið hafa um umhverfis- og náttúruvemdarmál í far þessarar bylgju, skipta miklu máli sem þarft framlag til þjóðmálaumfjöll- unar í fjölmiðlum og á öðrum vett- vangi. En þessi vakning í umhverf- ismálum leggur að vísu öllum þeim, sem hlut eiga að máli, skyld- ur á herðar. Mikilvægt er m.a., að umræðan verði einvörðungu mál- efnaleg - þótt fast kunni að verða sótt á báða bóga - og þannig hag- að, að einstaklingar verði ekki særðir að óþörfu. Miðað við sterka ytri aðstöðu þeirra, sem helst beita sér fyrir nýjum stórvirkjunum, er eiga að þjóna þörfum stóriðju - með til- heyrandi náttúi’uspjöllum, m.a. vegna miðlunarlóna - áttu um- hverfisverndarmenn lengi vel fremur en ekki á brattann að sækja í málflutningi sínum. Lengi mátti virðast svo, að veldi hinna hefðbundnu nýtingarsjónarmiða yrði trauðla þokað. Þar á sýnist nú hins vegar orðin veruleg breyting. Mikill og sívaxandi fjöldi manna, um allt land, hefur bersýnilega öðlast skilning á því, að viðkvæm Baráttan fyrir nýjum stóriðjuverum, segir Páll Sigurðsson, er löngu komin inn á myrkvaðar blindgötur. og sérstæð náttúra íslands þarfn- ist vökumanna, hollvina, og að framkvæmdaraðilum stórvirkjana sé full þörf á verulegu aðhaldi, ef við viljum komast hjá umhverf- isslysum, sem síðari kynslóðh' Islendinga myndu óhjákvæmilega álasa okkur fyrir. Hugmyndir virkjana- manna um nýjar og stórbrotnar vatnsmiðl- anir norðan og norð- austan Vatnajökuls, svo og um nýtt miðlun- arlón, er skerði Þjórs- árver, hafa vissulega sætt harðri og rétt- mætri gagnrýni um- hverfísvemdarmanna, en umræðan snýst þó að sjálfsögðu ekki um þau svæði ein heldur tekur hún jafnframt - og á að taka - til verndunar, og um leið hófsamlegrar nýtingar, allra náttúruauðlinda okkar. Mikilvægast er, að nauðsynleg hugarfarsbreyting verði sem fyrst hjá þeim aðilum, sem vald hafa og formleg áhrif í virkjanamálum al- mennt eða varðandi einstaka þætti þeirra. Þar hefur nokkuð áunnist þótt sumum virðist miða hægar en skyldi. Sem skýrt dæmi um breyttan skilning sumra sveitar- stjórnarmanna á eðlilegu vægi hagsmuna á þessu sviði má benda á þær röksemdir um mikilvægi náttúruverndar og hinnar almennu umræðu um aukna umhverfis- Páll Sigurðsson vernd, er lágu að baki ályktunar hrepps- nefndar Fljótsdals- hrepps frá því í októ- bermánuði s.l., þar sem þeirri ósk var beint til hlutaðeigandi aðila að fram fari formlegt matsferli, skv. lögum um um- hverfismat nr. 63/1993, vegna áhrifa fyrirhugaðrar Fljóts- dalsvirkjunar. Fyrir- ætlanir um þá virkjun ásamt afarstóru miðl- unarlóni á Eyjabökk- um, í tengslum við hana, hafa einmitt sætt mikilli gagnrýni umhverfis- verndarmanna upp á síðkastið. Þessa ábyrgu afstöðu hrepps- nefndarinnar ber að þakka eins og hvað annað, sem vel er gert í um- hverfismálum. Þess skal þá minnst, að formlegu umhverfis- mati fylgir m.a. lögvarinn réttur almennings til að bera fram at- hugasemdir og jafnframt er með því tryggt, að þar til bær yfirvöld umhverfis- og skipulagsmála fjalli síðan um málið á hlutlægum grundvelli. I þessu lögboðna mats- ferli - ef beitt yrði við umrædda stórframkvæmd - myndi felast mikið aðhald fyifr þá bráðlyndu IPYfU® HV/ERFISGÖTU 26, SÍMI 551 1511. textíl I leirlist my ndlist silkislæður englabjöllur ullartreflar smámyndir textíltöskur diskamotlur kertastjakar leirvasar myndvefnaður silkimyndir Fjölbreytileiki at- vinnulífsins lykillinn UMRÆÐAN um búsetuþróun hefur verið mikið til umræðu að undanfórnu. Suður- nesin hafa ekki farið varhluta af þessari umræðu, þó að íbúum á svæðinu hafi fjölgað lítillega á undanföm- um árum. Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofa Reykjanesbæjar hefur á undanförnum árum unnið að því að auka fjölbreytni at- vinnulífsins á svæðinu og náð talsverðum ár- angri. Nú vinnur skrif- stofan markvisst að því að kanna hvernig þróun svæð- isins verður í nánustu framtíð til að mæta auknum kröfum atvinnu- lífsins og fólksins sem býr á svæð- inu. Búsetuþróun á Islandi hefur verið mikið til umræðu að undan- förnu, og samkvæmt niðurstöðum Stefáns Ölafssonar, forstöðumanns félagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands, hefur fólksflutningur af Mikið úrval af hand- unnum skeiðum, spöðum og hnífum Ws í ótai mynstrum á ** verði, sem kemur á óvart. Pantið myndalista í síma 437-1234 eða í kristy@aknet.is Jón Björn Skúlason landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins aldrei verið meiri. í ár er talið að lands- byggðin muni tapa 1.500-2.000 manns til höfuðborgarsvæðis- ins. Flest öll land- svæði tapa fólki, en eitt sker sig nokkuð úr varðandi þessa þróun, en það eru Suðurnesin. A Reykjanesi hefur fólki fjölgað á hverju ári síðastliðin 10 ár, að einu ári undan- skildu, 1995, þegar fólki fækkaði um I/ A J \f / Jm KRISTY Skartgripir & gjafavörur Borgarnesi 0,14%. Þetta er nokkuð eftirtekt- ai-vert, því árin 1992-1995 voru erfið ár atvinnulega séð og var at- vinnuleysi á Suðurnesjum mest á landinu yfir þetta tímabil. Frá 1995 hafa sveitarfélög á Suður- nesjum tekið höndum saman og unnið saman að eflingu svæðisins. Þessi jákvæða samvinna hefur gert það að verkum að íbúum fer nú fjölgandi á ný og meðalatvinnu- leysi hefur minnkað úr 5,9% 1995 í um 2,2% á þessu ári. Einnig hafa sveitarfélögin beitt sér fyrir því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja og hefur það tekist vel. Árið 1995 var Markaðs- og atvinnumála- skrifstofa Reykjanesbæjar (MOA) stofnuð með það að markmiði að efla atvinnulíf á Suðurnesjum. Skrifstofan hefur einbeitt sér að því að auka fjölbreytni atvinnulífs- ins og styðja við starfandi fyrir- tæki. Einnig hefur skrifstofan lagt mikla áherslu á markaðssetningu svæðisins t.d. fyrir ferðamenn en ekki síður fyrir fjárfesta. Þessi markaðssetning hefur skilað veru- legum árangri, m.a. hefur erlend fjárfesting í nýjum fyrirtækjum á svæðinu stóraukist síðan 1996 og fjöldi gistinátta hefur tvöfaldast síðan 1995. Erfitt er að mæla ár- angur af rekstri atvinnuráðgjafar- skrifstofu, en frá upphafi hefur verið lögð á það rík áhersla að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hefur töluvert áunnist í þeim efn- um. Flest ný störf hafa orðið til við nýsköpunarverkefni í iðngrein- um, en einnig hafa mörg störf skapast í verslun og þjónustu og má rekja það að nokkru til aukins ferðamannastraums á svæðinu. Þessi aukna fjölbreytni atvinnu- lífsins er lykillinn að minna at- vinnuleysi og jákvæðari íbúaþró- un. Björt framtíð Sumarið 1998 gerði MOA ásamt Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) könnun í öllum íyrirtækjum á Suð- urnesjum. Niðurstöður könnunar- innar hafa nú verið birtar í skýrsl- unni „Atvinnulíf 0g menntun á Supurnesjum". I þessari könnun var megin nið- Vegna þeirra jákvæðu breytinga sem framundan eru í at- vinnumálum á Suður- nesjum, segir Jón Björn Skúlason, hefur MOA ákveðið að hrinda í fram- kvæmd nýju verk- efni sem gengur undir nafninu „Reykjanes 2003“. urstaðan sú að atvinnurekendur á Suðurnesjum búast við að fjölga starfsfólki töluvert til ársins 2003. Ef spá atvinnurekenda um fjölda ársverka innan sinna fyrirtækja gengur eftir og íbúaþróun á Suður- nesjum verður hin sama og undan- farin 3 ár mun atvinnuleysi minnka enn meira og á árinu 2002 mun skorta vinnuafl á Suðurnesjum. Fyrst og fremst nefna fyrirtækin að störfum fyrir iðnmenntað fólk muni fjölga og við núverandi að- stæður verði orðinn verulegur skortur á menntuðu vinnuafli eftir 1-2 ár. Erfitt verður að manna öll þessi störf af fólki sem nú er á at- vinnuleysisskrá, því 93,5% af skráðum atvinnulausum í Reykja- nesbæ hafa aðeins lokið grunn- skólaprófi. í þessu sambandi hefur endur- og símenntun verið stórefld á svæðinu, en nánar verður komið að því síðar. Þrátt fyrir aukna menntun má ljóst telja að hluta af þessum ársverkum verður að manna með fjölgun íbúa á svæðinu, annaðhvort með flutningi fólks til svæðisins eða að halda betur í þá náttúrulegu fjölgun sem verður innan þess. Menntun mikilvægust Eitt af lykilatriðunum við að halda ungu fólki í byggðarlaginu er að því bjóðist viðunandi mennt- un innan svæðis. Staðreyndin er sú að algengast er að fólk setjist að þar sem það lýkur síðasta menntastigi. FS býður nú þegar upp á nokkuð fjölþætt iðnnám, en ljóst er að með enn frekari styrk- ingu á menntun heima í héraði aukast líkurnar verulega á því að fólk setjist að í heimabyggð sinni. Einnig hafa sveitarfélögin á svæð- inu staðið saman í að stofna „Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum" með það að markmiði að efla starfs- og endurmenntun. Þessi miðstöð hefur verið vítamín- sprauta fyrir vinnumiðlun, þar sem stór hópur atvinnulausra er nú í starfs- og endurmenntun hjá miðstöðinni. Framboð, gæði og aðgengi að menntun er einn af mikilvægustu þáttum samfélagsins sem fólk velt- ir fyrir sér þegar búsetuákvarðanir er teknar. Ljóst er að bjóða verður upp á svipaðar menntunaraðstæð- ur utan höfuðborgarsvæðisins sem innan þess, þ.e. ef stuðla á að því að efla byggð utan Reykjavíkursvæð- isins. Það er því mikilvægt að framhaldsskólar eins og FS verði styrktir enn meira en nú er. Bætt menntunarstig er því eitt af mikil- vægustu þáttum samfélagsins sem áhrif hafa á byggðaþróun. Reykjanes 2003 Vegna þeirra jákvæðu breytinga sem framundan eru í atvinnumál- um á Suðurnesjum hefur MOA ákveðið að hrinda í framkvæmd nýju verkefni sem gengur undir nafninu „Reykjanes 2003“. Mark- mið verkefnisins er að meta núver- andi samfélagsaðstæður, t.d. dag- vistarmál, skipulagsmál, atvinnu- mál, menntamál o.fl. til að auð- velda stefnumótunarvinnu sveitar- stjóma á svæðinu til nánustu framtíðar. Höfundur er atvinnumálaráðgjafí MOA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.