Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 58
$8 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR íenu GARÐURINN klæðir þig vel •i Hugvits er þörf SU ALKUNNA og almenna vakning, sem orðið hefur um aukna og bætta umhverfisvernd - m.a. á hálendi Islands - var meira en tímabær. Hún líkist nú stígandi öldu, sem vex hratt að hæð og breidd - og mætti. Þær umræður, sem orðið hafa um umhverfis- og náttúruvemdarmál í far þessarar bylgju, skipta miklu máli sem þarft framlag til þjóðmálaumfjöll- unar í fjölmiðlum og á öðrum vett- vangi. En þessi vakning í umhverf- ismálum leggur að vísu öllum þeim, sem hlut eiga að máli, skyld- ur á herðar. Mikilvægt er m.a., að umræðan verði einvörðungu mál- efnaleg - þótt fast kunni að verða sótt á báða bóga - og þannig hag- að, að einstaklingar verði ekki særðir að óþörfu. Miðað við sterka ytri aðstöðu þeirra, sem helst beita sér fyrir nýjum stórvirkjunum, er eiga að þjóna þörfum stóriðju - með til- heyrandi náttúi’uspjöllum, m.a. vegna miðlunarlóna - áttu um- hverfisverndarmenn lengi vel fremur en ekki á brattann að sækja í málflutningi sínum. Lengi mátti virðast svo, að veldi hinna hefðbundnu nýtingarsjónarmiða yrði trauðla þokað. Þar á sýnist nú hins vegar orðin veruleg breyting. Mikill og sívaxandi fjöldi manna, um allt land, hefur bersýnilega öðlast skilning á því, að viðkvæm Baráttan fyrir nýjum stóriðjuverum, segir Páll Sigurðsson, er löngu komin inn á myrkvaðar blindgötur. og sérstæð náttúra íslands þarfn- ist vökumanna, hollvina, og að framkvæmdaraðilum stórvirkjana sé full þörf á verulegu aðhaldi, ef við viljum komast hjá umhverf- isslysum, sem síðari kynslóðh' Islendinga myndu óhjákvæmilega álasa okkur fyrir. Hugmyndir virkjana- manna um nýjar og stórbrotnar vatnsmiðl- anir norðan og norð- austan Vatnajökuls, svo og um nýtt miðlun- arlón, er skerði Þjórs- árver, hafa vissulega sætt harðri og rétt- mætri gagnrýni um- hverfísvemdarmanna, en umræðan snýst þó að sjálfsögðu ekki um þau svæði ein heldur tekur hún jafnframt - og á að taka - til verndunar, og um leið hófsamlegrar nýtingar, allra náttúruauðlinda okkar. Mikilvægast er, að nauðsynleg hugarfarsbreyting verði sem fyrst hjá þeim aðilum, sem vald hafa og formleg áhrif í virkjanamálum al- mennt eða varðandi einstaka þætti þeirra. Þar hefur nokkuð áunnist þótt sumum virðist miða hægar en skyldi. Sem skýrt dæmi um breyttan skilning sumra sveitar- stjórnarmanna á eðlilegu vægi hagsmuna á þessu sviði má benda á þær röksemdir um mikilvægi náttúruverndar og hinnar almennu umræðu um aukna umhverfis- Páll Sigurðsson vernd, er lágu að baki ályktunar hrepps- nefndar Fljótsdals- hrepps frá því í októ- bermánuði s.l., þar sem þeirri ósk var beint til hlutaðeigandi aðila að fram fari formlegt matsferli, skv. lögum um um- hverfismat nr. 63/1993, vegna áhrifa fyrirhugaðrar Fljóts- dalsvirkjunar. Fyrir- ætlanir um þá virkjun ásamt afarstóru miðl- unarlóni á Eyjabökk- um, í tengslum við hana, hafa einmitt sætt mikilli gagnrýni umhverfis- verndarmanna upp á síðkastið. Þessa ábyrgu afstöðu hrepps- nefndarinnar ber að þakka eins og hvað annað, sem vel er gert í um- hverfismálum. Þess skal þá minnst, að formlegu umhverfis- mati fylgir m.a. lögvarinn réttur almennings til að bera fram at- hugasemdir og jafnframt er með því tryggt, að þar til bær yfirvöld umhverfis- og skipulagsmála fjalli síðan um málið á hlutlægum grundvelli. I þessu lögboðna mats- ferli - ef beitt yrði við umrædda stórframkvæmd - myndi felast mikið aðhald fyifr þá bráðlyndu IPYfU® HV/ERFISGÖTU 26, SÍMI 551 1511. textíl I leirlist my ndlist silkislæður englabjöllur ullartreflar smámyndir textíltöskur diskamotlur kertastjakar leirvasar myndvefnaður silkimyndir Fjölbreytileiki at- vinnulífsins lykillinn UMRÆÐAN um búsetuþróun hefur verið mikið til umræðu að undanfórnu. Suður- nesin hafa ekki farið varhluta af þessari umræðu, þó að íbúum á svæðinu hafi fjölgað lítillega á undanföm- um árum. Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofa Reykjanesbæjar hefur á undanförnum árum unnið að því að auka fjölbreytni at- vinnulífsins á svæðinu og náð talsverðum ár- angri. Nú vinnur skrif- stofan markvisst að því að kanna hvernig þróun svæð- isins verður í nánustu framtíð til að mæta auknum kröfum atvinnu- lífsins og fólksins sem býr á svæð- inu. Búsetuþróun á Islandi hefur verið mikið til umræðu að undan- förnu, og samkvæmt niðurstöðum Stefáns Ölafssonar, forstöðumanns félagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands, hefur fólksflutningur af Mikið úrval af hand- unnum skeiðum, spöðum og hnífum Ws í ótai mynstrum á ** verði, sem kemur á óvart. Pantið myndalista í síma 437-1234 eða í kristy@aknet.is Jón Björn Skúlason landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins aldrei verið meiri. í ár er talið að lands- byggðin muni tapa 1.500-2.000 manns til höfuðborgarsvæðis- ins. Flest öll land- svæði tapa fólki, en eitt sker sig nokkuð úr varðandi þessa þróun, en það eru Suðurnesin. A Reykjanesi hefur fólki fjölgað á hverju ári síðastliðin 10 ár, að einu ári undan- skildu, 1995, þegar fólki fækkaði um I/ A J \f / Jm KRISTY Skartgripir & gjafavörur Borgarnesi 0,14%. Þetta er nokkuð eftirtekt- ai-vert, því árin 1992-1995 voru erfið ár atvinnulega séð og var at- vinnuleysi á Suðurnesjum mest á landinu yfir þetta tímabil. Frá 1995 hafa sveitarfélög á Suður- nesjum tekið höndum saman og unnið saman að eflingu svæðisins. Þessi jákvæða samvinna hefur gert það að verkum að íbúum fer nú fjölgandi á ný og meðalatvinnu- leysi hefur minnkað úr 5,9% 1995 í um 2,2% á þessu ári. Einnig hafa sveitarfélögin beitt sér fyrir því að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja og hefur það tekist vel. Árið 1995 var Markaðs- og atvinnumála- skrifstofa Reykjanesbæjar (MOA) stofnuð með það að markmiði að efla atvinnulíf á Suðurnesjum. Skrifstofan hefur einbeitt sér að því að auka fjölbreytni atvinnulífs- ins og styðja við starfandi fyrir- tæki. Einnig hefur skrifstofan lagt mikla áherslu á markaðssetningu svæðisins t.d. fyrir ferðamenn en ekki síður fyrir fjárfesta. Þessi markaðssetning hefur skilað veru- legum árangri, m.a. hefur erlend fjárfesting í nýjum fyrirtækjum á svæðinu stóraukist síðan 1996 og fjöldi gistinátta hefur tvöfaldast síðan 1995. Erfitt er að mæla ár- angur af rekstri atvinnuráðgjafar- skrifstofu, en frá upphafi hefur verið lögð á það rík áhersla að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hefur töluvert áunnist í þeim efn- um. Flest ný störf hafa orðið til við nýsköpunarverkefni í iðngrein- um, en einnig hafa mörg störf skapast í verslun og þjónustu og má rekja það að nokkru til aukins ferðamannastraums á svæðinu. Þessi aukna fjölbreytni atvinnu- lífsins er lykillinn að minna at- vinnuleysi og jákvæðari íbúaþró- un. Björt framtíð Sumarið 1998 gerði MOA ásamt Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) könnun í öllum íyrirtækjum á Suð- urnesjum. Niðurstöður könnunar- innar hafa nú verið birtar í skýrsl- unni „Atvinnulíf 0g menntun á Supurnesjum". I þessari könnun var megin nið- Vegna þeirra jákvæðu breytinga sem framundan eru í at- vinnumálum á Suður- nesjum, segir Jón Björn Skúlason, hefur MOA ákveðið að hrinda í fram- kvæmd nýju verk- efni sem gengur undir nafninu „Reykjanes 2003“. urstaðan sú að atvinnurekendur á Suðurnesjum búast við að fjölga starfsfólki töluvert til ársins 2003. Ef spá atvinnurekenda um fjölda ársverka innan sinna fyrirtækja gengur eftir og íbúaþróun á Suður- nesjum verður hin sama og undan- farin 3 ár mun atvinnuleysi minnka enn meira og á árinu 2002 mun skorta vinnuafl á Suðurnesjum. Fyrst og fremst nefna fyrirtækin að störfum fyrir iðnmenntað fólk muni fjölga og við núverandi að- stæður verði orðinn verulegur skortur á menntuðu vinnuafli eftir 1-2 ár. Erfitt verður að manna öll þessi störf af fólki sem nú er á at- vinnuleysisskrá, því 93,5% af skráðum atvinnulausum í Reykja- nesbæ hafa aðeins lokið grunn- skólaprófi. í þessu sambandi hefur endur- og símenntun verið stórefld á svæðinu, en nánar verður komið að því síðar. Þrátt fyrir aukna menntun má ljóst telja að hluta af þessum ársverkum verður að manna með fjölgun íbúa á svæðinu, annaðhvort með flutningi fólks til svæðisins eða að halda betur í þá náttúrulegu fjölgun sem verður innan þess. Menntun mikilvægust Eitt af lykilatriðunum við að halda ungu fólki í byggðarlaginu er að því bjóðist viðunandi mennt- un innan svæðis. Staðreyndin er sú að algengast er að fólk setjist að þar sem það lýkur síðasta menntastigi. FS býður nú þegar upp á nokkuð fjölþætt iðnnám, en ljóst er að með enn frekari styrk- ingu á menntun heima í héraði aukast líkurnar verulega á því að fólk setjist að í heimabyggð sinni. Einnig hafa sveitarfélögin á svæð- inu staðið saman í að stofna „Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum" með það að markmiði að efla starfs- og endurmenntun. Þessi miðstöð hefur verið vítamín- sprauta fyrir vinnumiðlun, þar sem stór hópur atvinnulausra er nú í starfs- og endurmenntun hjá miðstöðinni. Framboð, gæði og aðgengi að menntun er einn af mikilvægustu þáttum samfélagsins sem fólk velt- ir fyrir sér þegar búsetuákvarðanir er teknar. Ljóst er að bjóða verður upp á svipaðar menntunaraðstæð- ur utan höfuðborgarsvæðisins sem innan þess, þ.e. ef stuðla á að því að efla byggð utan Reykjavíkursvæð- isins. Það er því mikilvægt að framhaldsskólar eins og FS verði styrktir enn meira en nú er. Bætt menntunarstig er því eitt af mikil- vægustu þáttum samfélagsins sem áhrif hafa á byggðaþróun. Reykjanes 2003 Vegna þeirra jákvæðu breytinga sem framundan eru í atvinnumál- um á Suðurnesjum hefur MOA ákveðið að hrinda í framkvæmd nýju verkefni sem gengur undir nafninu „Reykjanes 2003“. Mark- mið verkefnisins er að meta núver- andi samfélagsaðstæður, t.d. dag- vistarmál, skipulagsmál, atvinnu- mál, menntamál o.fl. til að auð- velda stefnumótunarvinnu sveitar- stjóma á svæðinu til nánustu framtíðar. Höfundur er atvinnumálaráðgjafí MOA.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.