Morgunblaðið - 11.12.1998, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 65
SKOÐUN
SKIPTING VINNUAFLS...
að stór hluti af henni fer beint hing-
að inn á Austurland.
Þessi málmiðnaður yrði ný at-
vinnugrein á svæðinu sem hefði
áhrif á margar aðrar greinar sem
myndu selja vörur og þjónustu til
áversins og starfsfólks þess. Ný at-
vinnutækifæri munu tengjast beint
þörfum álversins, en einnig munu
skapast ný atvinnutækifæri vegna
fjölgunar íbúa og hærri tekna, s.s. í
byggingarstarfsemi, hótel- og veit-
ingastarfsemi og sérfræðiþjónustu
ýmiskonar. Samandregnar niður-
stöður: Álverið mun auka hagvöxt á
Austurlandi verulega og leiða til
fjölbreytni atvinnulífs með beinum
og óbeinum hætti. Það mun einnig
leiða til hærri atvinnutekna og auk-
inna viðskipta.
Ekki virðast neinar líkur á að at-
vinnulífíð bíði skaða af tilkomu ál-
vers og tengdrar starfsemi á svæð-
ið.
Félagsleg áhrif
Hjá álverinu myndu starfa um
700 manns eftir að það tekur til
fullra starfa miðað við 480 þúsund
tonna hámarksframleiðslu. Ef gert
er ráð fyrir lágmarks margföldun-
aráhrifum þá mun það leiða til
700-1.000 afleiddra starfa í tengsl-
um við álverið. Þetta eru ekki há
margfóldunaráhrif í sjálfu sér og
ástæða þess er að á Austurlandi er
s.k. yfir-geta eða „over-capacity“ á
flestúm sviðum hins opinbera og í
mörgum tilfellum einnig hjá einka-
aðilum, en það þýðir að flest fyrir-
tæki og stofnanir gætu þjónustað
fleiri einstaklinga án þess að þurfa
að bæta við sig mannskap og að-
stöðu. Áhrifanna gætir víðar og því
má gera ráð fyrir að enn fleiri störf
skapist í tengslum við álver, sér-
staklega á Eyjafjarðarsvæðinu og
höfuðborgarsvæðinu.
Þó ber að gæta þess að hér er um
að ræða bein margföldunaráhrif.
Samfara þeim og störfum í álverinu
má gera ráð fyrir að aukningin
verði í heild 1.400-1.700 ný störf.
menntuðu fólki til að fá störf við
hæfi og þar með stuðla að meira
jafnvægi í aldursskiptingu íbúanna
og draga úr brottflutningi fólks.
Fólksfjölgun samhliða þessum
áhrifum er grófáætluð um 30% á tíu
ára tímabili.
Ljóst er að þrátt fyrir fólksfækk-
un síðustu ára þá þyrfti að grípa til
viðeigandi aðgerða í húsnæðismál-
um. Með uppbyggingu álvers þarf
að gera ráð fyrir um 1.000 nýjum
íbúðum á tímabilinu 2002-2010.
Mælt er með þvt að sveitarfélög í
vinnusókn álvers myndi með sér fé-
lag sem myndi hafa yfirumsjón með
byggingu nýs íbúðarhúsnæðis.
Þetta félag gæti jafnframt tekið að
sér fyrir hönd sveitarfélaganna alla
umsýslu með félagslegu húsnæði í
þeirra eigu. Slíkt félag gæti skipu-
íagt alla uppbyggingu íbúðarhús-
næðis af kostgæfni og rekið félags-
legt húsnæði af fagmennsku. Af
lífsgæðakönnunum má ráða að
fólksfjölgun í kjölfar álvers á Reyð-
arfirði yrði að beina að fjölmenn-
ustu byggðarlögunum á svæðinu.
Aðeins þau geta svarað kröfum um
nútímaþægindi s.s. góða þjónustu,
fjölbreytt tækifæri til tómstunda-
iðkunar og fjölbreytt atvinnutæki-
færi.
Hugsanleg
neikvæð áhrif?
Eitt vandamál hefur verið sér-
staklega til athugunar en það er
hvernig á að manna álverið. Þegar
betur er að gáð þá er ekki um
neitt vandamál að ræða. Varanleg
og vel launuð störf munu freista
margra og það koma 700 nýir ein-
staklingar út á vinnumarkað
vinnusóknar álvers á næstu 5 ár-
um. Álverið mun auk þess eflaust
draga til sín fólk sem nú er með
stopula vinnu, fær lág laun eða er
almennt óánægt í sínum störfum.
Bændur og iðnaðarmenn verða ef-
laust meðal þeirra sem sækja um
störf. Margir úr þeirra röðum
hafa ekki há laun og búa við
ótryggar tekjur. Eins má gera ráð
fyrir að fjöldi sjómanna hafi hug á
vinnu í landi, sér í lagi fjölskyldu-
menn. Fjöldi brottfluttra Austfirð-
inga getur eflaust hugsað sér að
flytja til baka ef áhugaverð og vel
launuð störf bjóðast. Einnig má
gera ráð fyrir að hingað flytji fólk
og má skipta því í þrjá hópa: a)
Fólk sem kemur til að vinna við
framkvæmdir og ákveður svo að
setjast að. b) Fólk sem býr í þorp-
um og bæjum utan daglegrar
vinnusóknar álvers. c) Menntað
fólk sem hefur áhuga á tækni- og
stjórnunarstörfum hjá álverinu,
sérhæfðum ski’ifstofustörfum,
störfum við innkaup, eða á rann-
sóknarstofum.
Skortur á vinnuafli í öðrum
greinum gæti haft neikvæð áhrif en
hins vegar bendir allt til þess að
slík vandamál verði smá eða komi
alls ekki upp. Tímaáætlun verkefn-
isins er það rúm að það er nægur
tími til að skipuleggja og undirbúa
alla þætti þess. Framkvæmdastjór-
ar sveitarfélaga og fyrirtækja, for-
ystumenn stéttarfélaga og aðrir
viðmælendur létu í ljós þá skoðun
að vinnumarkaður og húsnæðis-
markaður myndi ráða vel við að
mæta nýjum þörfum vegna álvers-
ins. Helst hefur verið rætt um
skort á vinnuafli í fiskvinnslu en
hann er nú þegar fyrir hendi og
honum er m.a. mætt með aðkomu-
fólki.
Nefna mætti önnur áhrif sem
túlka mætti bæði sem jákvæð og
neikvæð, en það er aukin umferð.
Umferð mun aukast verulega í ná-
grenni álvers en það kallar á vega-
bætur og hugsanlega jarðgöng. All-
ar athuganir í þessa veru sýna að
það mun verða auðvelt að manna
álverið og það hefur sýnt sig að
störf í álverum eru mjög eftirsókn-
arverð. Hér eru engin óyfirstígan-
leg vandamál, frekar verkefni sem
þarf að leysa.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og verkefnisstjóri STAR - staðar-
va/srannsókna iðnaðarsvæða á
Reyðarfirði.
BLOMAHOLLIN
Hami'iihorH I o'. s. ö.vi 0380
Jólalestin kemur í bœinn á morgun