Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Yfir tuttugu þúsund börn lenda í slysum á hverju ári hér á landi
Atak til að
fækka slysum
ÁTAKSVERKEFNI um slysavarnii-
barna og unglinga til næstu þriggja
ára var kynnt á fundi með Ingi-
björgu Pálmadóttur heilbrigðisráð-
herra í gær. Sérstök verkefnisstjórn
með sex fulltrúum ráðuneyta og
sveitarfélaga hóf störf í maí síðast-
liðnum og meginverkefni hennar er
að samhæfa og efla aðgerðir þeirra
sem vinna að slysavörnum bama og
unglinga.
Aætlað er að á bilinu 20 til 22
þúsund íslensk börn lendi í slysum
sem leita þurfí með til sjúkrahúsa
og heilsugæslustöðva á hverju ári.
Algengasta dánarorsök barna og
unglinga er af völdum slysa og hlut-
fallslega deyja fleiri íslensk börn ár-
lega í slysum heldur en í nágranna-
löndunum.
Það má því áætla að fjórða hvert
barn á aldrinum 0 til 18 lendi árlega í
umræddum slysum. Kostnaður þjóð-
félagsins af völdum þeii'ra er vand-
metinn en er talinn skipta tugum
milljarða króna á hverju ári. Átaks-
verkefnið stendur í þrjú ár og var
samtals úthlutað 21 milljón króna til
umráða.
Að sögn heilbrigðisráðherra er
verkefninu ætlað að virkja og efla þá
aðila sem fyrir sinna þessu málefhi og
auka samstarf hinna ýmsu hópa.
Einnig sé mikilvægt að finna orsakir
slysanna því sömu slysin eigi sér stað
aftur og aftur. „Nú er einmitt sá tími
árs þar sem slysahætta bama er mik-
Morgunblaðið/Kristinn
ÓLAFUR Gísli Jónsson, læknir og formaður verkefnisins, Herdfs
Storgaard, framkvæmdastjóri þess, og Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra kynntu átaksverkefnið.
Slys á börnum í heimahúsum 1990-96
il vegna flugeldanotkunar þótt áróður
síðustu ára fyrir notkun hlífðarfatn-
aðar hafi fækkað þeim slysum," sagði
heilbrigðisráðherrann. Reynslan gefi
því til kynna að slík átök hafi áhrif og
skili sér í lægri tíðni slysa en lang-
tímamarkmið þurfi að setja.
Framkvæmdastjóri verkéfnisins
er Herdís Storgaard hjúki'unarfræð-
ingur og fyrrverandi bamaslysa-
varnafulltrúi SVFÍ. Að hennar sögn
er skráning slysa mikilvæg og verð-
ur lögð áhersla á að bæta hana á
heilsugæslustöðvum og sjúkrahús-
um. Hugarfarsbreyting meðal for-
eldra og forráðamanna barna sé
einnig lykilatriði og hluti þein-a sjö
milijóna króna sem verkefnisstjórn
hefur árlega til umráða verði varið í
auglýsingar og gerð fræðsluefnis.
Að sögn Herdísar er sérstaða Is-
lands ekki eingöngu sú að tíðni slysa
á börnum og unglingum sé óvenju há
heldur einnig hvar þau eigi sér stað.
Algengt sé að slys verði við bygging-
arsvæði sem ekki eru girt af,
óbyrgða brunna og heita potta svo
eitthvað sé nefnt. Slysagildrur lejm-
ist víða og markmið átaksins sé að
vekja athygli á þeim og leita lausna í
samvinnu við almenning. Verkefnis-
stjómin verður til húsa í Heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg og
getur fólk hringt þangað til að fá
upplýsingar eða koma með ábend-
ingar sem lúta að slysavörnum fyrir
börn og unglinga.
Hugmynd um nýjar ldðir á uppfyllingu Björgunar í Skerjafírði
Undirbúningur borgaryfír-
valda tekur um eitt ár
LÍKLEGT er að undirbúningur
borgaryfirvalda fyrir lóðarúthlutun á
uppfyllingu í Skerjafirði, sem Björg-
un ehf. hefur sótt um taki um eitt ár,
að sögn Bjarna Reynarssonar, sviðs-
stjóra rannsóknar- og þróunarsviðs
hjá borgarskipulagi. „Þessi hug-
mynd samræmist ekki gildandi aðal-
skipualgi og verður að auglýsa fram-
kvæmdina og leita umsagna hags-
munaaðila, þannig að sennilega mun
undirbúningurinn taka lungann úr
árinu,“ sagði hann. Þegar skipulags-
og umferðarnefnd hefur fjallað um
hugmyndina verður henni vísað til
afgreiðslu borgarráðs og þaðan til
borgarstjómar komi til ágreinings.
Bjami sagði að meta þyrfti um-
sóknina og kanna hvernig hún félli
að aðalskipulagi Reykjavíkur. Lóðin
væri að mestu á fyllingu út í sjó á
flugvallarsvæði, sem þyrfti að skoða
í samræmi við aðra þætti. „Það þarf
að kynna hugmyndina frekar gagn-
vart íbúum og nágrönnum og meta
og vinna hana nánar, þar sem þetta
er breyting á deiliskipulagi flugvall-
arins,“ sagði hann. „Það þarf að
skoða nánar hvort þetta gengur
upp.“
Umferðartengsl skoðuð
Benti hann á að eins og fram hafi
komið þyrfti að taka ákvörðun um að
leggja niður flugbraut á Reykjavík-
urflugvelli, sem liggur í norðaustur -
Æ.
' lrt i ú I\|fi i vfr ■
¥ A :vÆV|,\ Á- ■ t’t
'V ' r" |
h í "-"-fy jíl f ;|
..opin á milu
5la og nýárs.
; Upphjsingctr utn
afgreiðslutima
588-7? 88
Opið í dag
10.00-18.30
KRINGMN
Gleðilega hátíð
suðvestur en hún er í beinni stefnu
yfir nýja hverfið. „Þetta er það sem
fjallað verður um í borgarskipulag
auk þess sem skoðuð verða önnur
umferðartengsl að svæðinu," sagði
Bjarni. „Það er hægt að fara Suður-
götuna og fyrir flugvöllinn en ef til
vOl væri æskilegt að kanna tvær aðr-
ar tengingar ef hverfið ber þær og
þá um Njarðargötu yfir í Litla-
Skerjarfjörð og áfram undir flug-
brautina eða þá að fara um Hlíðarfót
og undir norður-suður brautina.
Þetta verður allt til skoðunar."
Bjami minnti á að sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu væru að hefja
skipulagsvinnu fyrir allt svæðið
ásamt erlendum ráðgjöfum. Sagði
hann að framkvæmd sem þessi við
flugvöllinn og þétting byggðar á
svæðinu kæmi áreiðanlega inn í þá
umræðu sem þar færi fram.
Tillagan verður auglýst
„Borgarskipulag mun auglýsa til-
löguna, sem breytingu á aðalskipu-
lagi og leitað umsagnar allra hags-
munaaðila og ef ekki koma fram at-
hugasemdir er litið þannig á að
menn séu sammála tillögunni,“ sagði
hann. „I fyrsta lagi eru það íbúar í
Skerjafirði, umhverfissamtök og
flugmálayfirvöld. Svo má einnig bú-
ast við að fram komi ábendingar og
stuðningsyfirlýsingar við hugmynd-
ina.“
Skíðasvæðið í
Bláfjöllum opnað
SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum var
opnað á sunnudag og komu rúm-
Iega 600 manns fyrsta skíðadag
vetrarins. í gær var einnig opið
og giskaði Þorsteinn Hjaltason,
fólkvangsvörður í Bláíjöllum, á
að um 400 manns hefðu komið í
BláQöll, en þrjár lyftur eru í
gangi þessa dagana.
Skíðafærið er víðast mjög gott
þótt varast megi vissa staði þar
sem grunnt er á grjótinu.
„Þetta kom mjög óvænt, þvert
ofan í allar spár því það var búið
að spá rauðum jólum,“ sagði Þor-
steinn. „Aðfaranótt annars í jól-
um bætti verulega í snjóinn og þá
var farið í að gangsetja lyfur,
troða snjó og brjóta ís af lyftum
og fyrir bragðið gátum við opnað
á sunnudag," sagði hann.
Áratugur er siðan tekist hefur
að hafa skíðasvæðið opið milli
jóla og nýárs og því er það Þor-
steini gleðiefni að börn og ung-
lingar skuli geta nýtt jólafrfið til
að fara á skíði. „Undirtektir eru
ansi góðar og við förum að fjölga
lyftum," sagði hann. Opið verður
í Bláfjöllum frá 11-15.30 fyrst í
stað þegar veður leyfir, en lokað
verður á gamlársdag og nýárs-
dag.
Skíðasvæðið í Skálafelli hefur
enn ekki verið opnað sakir snjó-
leysis, en samkvæmt upplýsing-
um þaðan vantar herslumuninn
upp á að það takist.
Alvarlegt
bflslys við
Laxamýri
ALVARLEGT umferðarslys
varð á jóladag við Laxamýri
skammt frá Húsavík. Stúlka
hryggbrotnaði og var flutt á
sjúkrahús til Reykjavíkur, en
ökumaður bflsins var fluttur á
sjúki-ahúsið á Húsavík. Að
sögn lögreglunnar á Húsavík
lítur út fyrir að stúlkan nái
fullum mætti eftir slysið.
Rekja má tildrög slyssins til
slæmra akstursskilyrða. Mikill
krapi var á veginum og snerist
fólksbíllinn af þeim sökum á
veginum og fór yfir á rangan
vegarhelming þar sem hann
rann afturábak á jeppa sem
kom úr gagnstæðri átt. Þá sem
voru í jeppanum sakaði ekki.
Piltur brennd-
ist illa á fæti
UNGUR piltur brenndist
mjög illa á fæti eftir að neisti
komst í púðurkerlingar sem
hann var með í buxnavasanum.
Að sögn lögreglunnar í
Hafnarfirði var drengurinn
fluttur á brunadeild Landspít-
alans þar sem hann gekkst
undir aðgerð. Atvikið átti sér
stað um tvöleytið í gær þar
sem drengurinn var að leika
sér að fikta með flugelda
ásamt félaga sínum.
Rafn A. Ragnarsson yfir-
læknir á deildinni segir að
drengurinn sé með 2.-3. gráðu
bruna á fætinum og hann þurfi
að gangast undir nokkrar að-
gerðir. Segir hann slysið alvar-
legt, en drengurinn er ekki
lífshættulega slasaður.
Um 30 hús án
rafmagns eftir
skemmdarverk
SKEMMDARVERK var unn-
ið við spennistöð Rafmagns-
veitu Reykjavíkur um klukkan
11 í gærkvöldi þegar raf-
magnsskápur við dreifistöð í
Giljaseli í Breiðholti var
sprengdur með þeim afleiðing-
um að rafmagn fór af nokkrum
götum, sem eru tengdar við
dreifistöðina.
Hjá bilanavakt Rafmagns-
veitunnar fengust þær upplýs-
ingar að um 30 hús hefðu orðið
rafmagnslaus í umræddum
götum og þótti ljóst að raf-
magn kæmist ekki aftur á fyrr
en að nokkrum klukkustund-
um liðnum.
8,8 milljonir
á trompmiða
UNG hjón í Árbænum fengu
8,8 milljónir í vinning á tromp-
miða þegar dregnar voru út
15,7 milljónir króna í Happ-
drætti Háskóla íslands í síð-
asta útdrætti ársins.
Fjórir einstaklingar, búsett-
ir í Reykjavík, Vík og á Siglu-
firði, unnu 1,7 milljónir króna
hver um sig í útdrættinum.
Erill hjá
slökkviliði
MIKILL erill var hjá slökkvi-
liðinu í Reykjavík í gær. Meðal
annars var það kallað út eftir
að eldur kom upp í jólatré,
þvottavél og bíl. I öllum tilvik-
um urðu litlar skemmdir.