Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Tilboð Landssímans hf. veldur deilum um
hvernig staðið er að gerð vinnustaðasamninga
Agreiningiir um þátt-
töku stéttarfélaga
Forsvarsmenn Rafiðnaðarsambandsins og
Félags íslenskra símamanna gagnrýna
hvernig Landssíminn stendur að tilboði til
starfsmanna sinna um gerð vinnustaða-
samnings, sem sett er fram án samráðs við
stéttarfélögin eða trúnaðarmenn þeirra.
Þórarinn V. Þórarinsson segir gagnrýni
byggjast á misskilningi. Hann segir einnig
að í tilboði Landssímans sé ekki fylgt til
fulls því líkani að vinnustaðasamningum
sem sett var upp í síðustu kjarasamning-
um. Ómar Friðriksson kynnti sér málið.
Morgunblaðið/Kristinn
ÞÓRARINN V. Þórarinsson og Grétar Þorsteinsson takast í hendur að
lokinni gerð síðustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.
FORSVARSMENN Rafiðnaðar-
sambandsins (RSÍ) og Félags ís-
lenskra símamanna (FÍS) hafa
gagnrýnt hvemig Landssíminn hf.
stendur að tilboði sínu til starfs-
manna um gerð vinnustaðasamn-
ings og fyrirhugaða atkvæða:
greiðslu sem fram á að fara í dag. í
yfirlýsingu stjómar FÍS í gær er
staðhæft að þessi framkvæmd sam-
rýmist ekki lögum.
Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur RSI, segir sambandið ekki mót-
fallið gerð vinnustaðasamninga og
hvetji þvert á móti til þeirra en
hann gagnrýni harðlega hvernig
Landssíminn hafi staðið að tilboði
sínu til starfsmanna. Þar séu þver-
brotnar allar leikreglur og ekkert
samráð haft við félögin eða trúnað-
ármenn þeirra. Samtenging at-
kvæðagreiðslna stéttarfélaga um
óskyld mál brjóti í bága við lög og
gildandi kjarasamninga. Skv. kjara-
samningi RSÍ og Landssímans eigi
að bera breytingar á neysluhléum
og á launagreiðslum undir þá raf-
iðnaðamenn sem þau mál varða,
ekki aðra. Þá telur Guðmundur að í
tilboðinu felist breyting á kjara-
samningi FÍS sem sé ólögleg.
„Verði hún gerð þá er FÍS með
lausan kjarasamning, að mínu mati,
frá þessum áramótum og verður
Landssíminn að setjast að samn-
ingaborði um allan kjarasamning
FIS,“ segir í bréfi sem hann sendi
starfsmannastjóra Landssímans í
gær.
Stjórnendur Lands-
símans benda hins vegar
á að engin þörf sé á
breytingu á kjarasamn-
ingi vegna þeirra þátta
tilboðsins sem snúa að
félagsmönnum RSÍ, því ákvæði sé
að finna í kjarasamningi um að
þessum atriðum megi breyta með
samþykki meirihluta starfsmanna.
Aukin framleiðni gefi
færi á bættum kjörum
I aðdraganda kjarasamninganna
sem gerðir voru á árinu 1997 lagði
VSI áherslu á að þunginn af kjara-
viðræðunum yrði felldur í farveg
fyrirtækjasamninga, þar sem aukin
hagræðing og framleiðni gæfi færi á
hærri launum eða bættum kjörum
starfsfólks s.s. með styttingu vinnu-
tíma á óbreyttum launum. Þessar
hugmyndir gengu ekki eftir nema
að takmörkuðu leyti, ekki síst vegna
ágreinings milli vinnuveitenda og
launþegasamtakanna um aðkomu
verkalýðsfélaga að slíkum samning-
um. Voru margir forystumenn
launþega andvígir því að starfs-
menn og stjórnendur fyrirtækja
gætu á eigin spýtur gert samninga
án aðildar eða bakstuðnings stétt-
aifélaganna.
Þrátt fyrir þetta náðist sam-
komulag í marsbyrjun 1997 milli
samningsaðila um almenna heimild
og ramma að gerð sérkjara- eða
vinnustaðasamninga um tiltekna
þætti í vinnuskipulagi, sem fellt var
inn í samningstexta flestra lands-
sambanda og félaga á almenna
vinnumarkaðnum. Var áskilið að
starfsfólk ætti rétt á stuðningi og
ráðgjöf stéttarfélaga sinna. Þar
með var náð þeim sögulega áfanga
að tengja með formlegum hætti í
samningum kjarabætur starfsfólks
við hagræðingaraðgerðir innan fyr-
irtækja. Skv. þessum svonefnda
fyrirtækjaþætti kjarasamninganna
er heimilt að semja um ákveðin
frávik frá einstökum ákvæðum
kjarasamninga í afmörkuðum til-
vikum, einkum varðandi sveigjan-
legri vinnutíma, breytingar á
neysluhléum, orlof og afkastahvetj-
andi launakerfi. Breytingar um-
fram þessi mörk þurfa hins vegar
að hljóta samþykki viðkomandi
stéttarfélags og samtaka atvinnu-
rekenda. Gerð fyrirtækjasamninga
fer fram undir friðarskyldu en
megin þungi þeirra hvílir á trúnað-
armönnum stéttarfélaganna á
hverjum vinnustað, sem fengu nýtt
og mikilvægt hlutverk
við gerð fyrirtækjaþátt-
ar kjarasamninganna.
Á undanförnum miss-
erum hafa verið gerðir
fleiri tugir fyrirtækja-
samninga á grundvelli
þessa samkomulags, einkum á
vettvangi iðnaðarmannafélaga og
félagsmanna í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur (VR).
Grétar Þorsteinsson, forseti ASI,
bendir á að í sumum atvinnugrein-
um hafi fyrirtækjasamningar
þekkst til fjölda ára. „Ég þekki
það af eigin raun úr bygging-
ariðnaðinum að þar tali menn einni
röddu um ágæti þeirra samninga í
það heila tekið. Þetta samnings-
ákvæði í síðustu samingum hefur
ýtt undir þetta þar sem menn
höfðu lítið eða ekki fengist við
þetta,“ segir Grétar.
Nokkurt launaskrið hefur átt sér
stað meðal iðnaðarmanna að undan-
förnu og eru helstu ástæður þess
taldar felast í vinnustaðasamning-
um í stærri fyrirtækjum og samn-
ingum einstaklinga í minni fyrir-
tækjum. Þá hefur komið fram að
félagar í VR hafa gengið frá u.þ.b.
30 vinnustaðasamningum frá því að
aðalkjarasamningar voru gerðir á
síðasta ári. Hafa þessir samningar
miðað að því að ná fram hag-
ræðingu og að ávinningnum væri
síðan skipt á milli fyrirtækisins og
starfsfólksins.
Meginhugsunin að semja
um hlutdeild í ávinningi
Þórarinn V. Þórarinsson, stjórn-
arformaður Landssímans og fram-
kvæmdastjóri VSÍ, segir að í tilboði
Landssímans til starfsmanna sé
ekki fylgt til fulls því módeli að gerð
vinnustaðasamninga sem sett var
upp í síðustu kjarasamningum.
„Ástæðan er aðallega sú að ákvæðin
sem þar eru um slíka samninga eru
ekki í samningum gömlu BSRB-
félaganna. Það er því ekki mögu-
leiki á að gera þetta sem einn samn-
ing samkvæmt því módeli,“ segir
Þórarinn.
Þórarinn segir að meginhugsun
atvinnurekenda á bak við gerð
vinnustaðasamninga sé í reynd sú
sama og felist í tilboði Landssímans
um að heimilt sé að semja um frávik
frá ýmsum ákvæðum kjarasamn-
inga og semja um hlutdeild starfs-
manna í þeim ávinningi sem náist
með slíkum samningi.
Þórarinn segir að grunvall-
arástæðu þess að Landssíminn geri
starfsmönnum umrætt tilboð megi
rekja til umræðu um lífeyrismál
þeirra starfsmanna sem verið höfðu
í félögum opinberra starfsmanna.
„Þeir hafa haft uppi efasemdir um
að þeirra lífeyriskjör væru eins
trygg og þeir höfðu gengið út frá og
hafa velt því upp hvort eðlilegt væri
að þeir greiði af heildarlaunum en
ekki fastalaunum," sagði Þórarinn.
Fleiri álitaefni hafa verið uppi í líf-
eyrismálunum og að sögn Þórarins
telja stjórnendur Landssímans
mikilvægt að ná samkomulagi um
þessi mál. Miðar tillagan sem lögð
er fyrir starfsmenn að því að í öll-
um tilfellum sé tryggt að greitt sé
af föstum dagvinnulaunum í lífeyr-
issjóð.
I framhaldi af þessu hafi
stjórnendur fyi-irtækisins svo rætt
hvort ekki mætti gera einhverjar
breytingar á starfsumhverfi sem
leitt gæti til aukinnar hagræðingar í
rekstri fyrirtækisins og orðið
gi-undvöllur að launahækkunum, án
þess að launakostnaður þyrfti að
hækka. Upp hafi komið sú hugmynd
að semja um skilvirkari vinnutíma
með því að fella niður kaffitíma og
greiða yfirvinnulaun fyrir þann
tíma, enda væri víða búið að leggja
kaffitíma niður á vinnu-
stöðum í fyrirtækja-
samningum. „Við teljum
okkur hafa hagræði af
þessu og að þetta, ásamt
öðru sem snýr að öðrum
hópum, geti gefið tilefni
til almennrar launahækkunar,"
sagði hann.
Tilboðið nær til félaga þrennra
launþegasamtaka, RSI, FIS og
Verkamannasambandsins. Auk til-
lögu um kaffitíma og lífeyrismál
er 2% launahækkun boðin frá og
með 1. janúar ásamt 75 þúsund
króna eingreiðslu, óskað er eftir
að rafiðnaðarmenn samþykki að
launagreiðslur til þeirra komi
mánaðarlega í stað vikulega eins
og nú tíðkast og að félagsmenn
FÍS samþykki breytingar á vökt-
um.
„Við töldum mjög æskilegt að ná
góðum liðsanda og tengjum þetta
þá samhliða breytingum hjá öllum
öðrum starfshópum og er reynt að
gera það þannig að enginn einn
starfshópur fái á tilfinninguna að
hann sé að leggja meira af mörkum *
en annar,“ sagði Þórarinn.
Ef tilboðið er fellt í einu félagi
er komin upp ný staða
Þórarinn segir gagnrýni á sam-
tengingu hópa við afgreiðslu til-
boðsins byggjast á misskilningi.
„Það hefði verið hægt að gagnrýna
þetta ef spyrt hefði verið saman
með þeim hætti að félagsmenn í
einu félagi hefðu samþykkt eitthvað
fyrir félagsmenn í öðru. Við hefðum 4
kosið að afgreiða þetta allt í einni
atkvæðagi'eiðslu en okkur var bent
á þetta og féllumst auðvitað á það.
Ef þetta verður hins vegar fellt til
dæmis í einu félagi, þá er komin upp
ný staða. Þá hefur þetta ekki gengið
upp og skoða þarf upp á nýtt hvort
hægt sé að ná hluta af þessum
markmiðum eða gei'a þetta með ein-
hverjum öðrum hætti,“ sagði hann.
Þórarinn sagði að samið hefði
verið um svipuð atriði í öðrum M
vinnustaðasamningum á vinnu- I
markaði að undanförnu, s.s. breyt-
ingar á vinnutíma og vinnufyrir-
komulagi. Aðspurður hvort
trúnaðarmenn kæmu að viðræðum
um tilboð Landssímans sagði Þór-
arinn að um væri að ræða einhliða
tilboð frá Landssímanum sem rætt
hefði verið við fulltrúa stétt-
arfélaganna, án þess að þeir hafi L
tekið ábyrgð á því.
Engir fundir milli RSÍ
og Landssímans
í yfirlýsingu sem Guðmundur
Gunnarsson sendi frá sér í gær seg-
ir: „Engir fundir hafa farið fram á
milli Rafiðnaðarsambandsins og
Landssímans um þetta mál. Tveii' af
starfsmönnum sambandsins voru
kallaðir þann 16. desember á skrif-
stofu VSI þar sem þeim voru kynnt-
ar ófbrmlega hugmyndir fyrirtækis- §:
ins, engin gögn voru lögð fram.
Engir fundir hafa farið fram milli jS
fyrirtækisins og trúnaðannanna *í
rafiðnaðarmanna. Starfsmenn RSI
hafa tjáð starfsmannastjóra Lands-
símans efasemdir um framkvæmd
þessa máls í nokkrum símtölum.
Aðrar viðræður hafa ekki farið
fram.“
Guðmundur segir að starfsmenn
RSÍ hafi aldrei haft neitt í höndum
sem hægt sé að bera undir trúnað-
armenn á vinnustað eða samninga- jgj
nefnd starsmanna Landssímans. jj
„Það hlýtur því að teljast óeðlilegt “
af hálfu fyi-h’tækisins að leggja fyrir
starfsmenn plagg sem er nefnt
„Samkomulag milli Landssima Is-
lands og starfsmanna sem starfa a
starfssviði Rafiðnaðarsambands Is-
lands“. Hverjir eiga að skrifa undir
það? Ti’únaðarmenn starfsmanna?
Hvaðan hafa þeir umboð til þess?“
segir í yfirlýsingunni. Þá bendir
hann á að skv. ákvæðum kjarasamn- gj
ings sé heimilt að taka upp mánað- j|
argreiðslur í stað vikugreiðslna ef “
meirihluti rafiðnaðarmanna
samþykkir og heimilt sé að stytta
eða fella niður neysluhlé með sams-
konar skilyrði um samþykki meiri-
hlutans. „Samkvæmt kjarasamn-
ingnum eiga að fara fram formlegar
viðræður milli fyrirtækisins og
trúnaðamanna um þessar breyting-
ar, þær hafa ekki farið fram. Þetta ||
veldur því að starfsmenn
Rafiðnaðarsambandsins
hafa bent á að þeir telja lí
samtengingu atkvæða-
greiðslu óeðlilega. Einnig
telja þeir óeðlilegt að láta
fara fram samtengda at-
kvæðagi'eiðslu um þrjú mismunandi
plögg,“ segir í yfirlýsingu formanns
RSI.
Gerðir hafa verið margir vinnu-
staðasamningar við félaga í RSl á
undanförnum misserum og að sögn jg
Guðmundar hefur undantekninga-
laust verið staðið að þeim með þeim ®
hætti að í fyrstu hafi verið lagðar
hugmyndir fyrir trúnaðarmann.
Síðan væru haldnir einn eða fleiri
fundir þar sem menn bæru saman
sín mál. „Því næst er búinn til ein-
hver samningur sem menn skrifa
undir og hann er síðan borinn undir
starfsmenn,“ segir Guðmundur.
Hann heldur því fram að staðið hafi
verið á allt annan hátt að tilboði |
Landssímans sem hafi ekki verið ||
mótað í viðræðum við félagið eða “
trúnaðarmenn.
„Þverbrotnar
allar leikreglur
og ekkert
samráð haft“
„Við töldum
mjög æskilegt
að ná góðum
liðsanda“