Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Helga Björnsdóttir
BLOÐRUSELURINN virtist vei á sig kominn og gerði bjargvættum sinum starfið ekki auðvelt.
Jólaselur í heim-
sókn á Kópaskeri
ÓVÆNTAN gest bar að garði á
Kópaskeri á jóladagsmorgun
þegar blöðruseiur skreið á land
og hélt rúmlega 700 metra inn í
byggð. Það voni hjónin Helga
Björnsdóttir og Jón Þór Þórodds-
son sem uppgötvuðu selinn í
garðinum hjá sér og hófust
handa við að koma honum aftur
til heimkynna sinna.
„Eg hélt í fyrstu að þetta væri
svartur ruslapoki þegar ég leit út
um eldhúsgluggann. Þegar betur
var að gáð sá ég að svarti „pok-
inn“ undir þvottasnúrunni var
selur. Hann var greinilega dasað-
ur en virtist ekki vera veikur og
brást til varnar um Ieið og komið
var nálægt honum.“
Helga og Jón Þór leituðu að-
stoðar hjá Stefáni Þóroddssyni
sjómanni, bróður Jóns Þórs, og
Kristni Arnbjörssyni við að
fanga selinn og koma honum til
sjávar. „Kristinn hefur leyfi til
að farga dýrum í þorpinum ef
selurinn hefði verið særður eða
veikur," sagði Helga um við-
brögð þeirra hjóna. Björgun
selsins var ekki tíðindalaus og
tóku fjórir menn þátt í flutn-
ingnum. Blöðruselurinn var
fangaður í net af þeim félögum,
settur ofan á plastpoka og dreg-
SIGMUND
TEIKNARINN Sigmund er í
tveggja daga vetrarorlofi og
birtist teikning Sigmunds næst
á þessari blaðsíðu á fimmtu-
dag.
inn í snjónum niður í fjöru. Jóla-
gestinum tókst einu sinni að
sleppa úr netinu á ferðalaginu
og var þá settur ofan í plastpok-
ann.
„Það eina sem okkur dettur í
hug að hafi dregið selinn að
okkar húsi er upplýstur jóla-
sveinn í garðinum en samkvæmt
slóð selsins hefur hann líka farið
að upplýstu jólatréi bæjarins.
Hann var ekki fullvaxinn en
virtist í góðu ásigkomulagi og
því dettur okkur helst í hug að
forvitnin hafi rekið hann á
land,“ sögðu Helga og Jón Þór.“
Slóð selsins um bæinn sýnir að
hann hefur komið í Iand í fjör-
unni skammt fyrir neðan Bakka-
götu og skriðið alla leið að
íþróttahúsinu sem er austan við
byggðina. Ekki er algengt að
selir skríð nema 20 til 30 metra
frá sjónum og telst því ferðalag
selsins til tíðinda.
Selir algengir
við Kópasker
Að sögn Erlings Haukssonar,
sjávarlíffræðings, hefur það
gerst nokkrum sinnum á síðustu
áratugum að blöðruselir hafi
skriðið á land. „Þeir blöðruselir
sem hafa gert þetta hingað til
hafa verið eitthvað slappir.
Blöðruselir og aðrir selir eru
svolítil landdýr líka og hvfla sig á
landi og leita þangað þegar þeir
eru sjúkir.“ Að sögn Erlings geta
selir bitið ansi illa en veitast
venjulega ekki að fólki nema þeir
séu áreittir.
„Þeir vilja liggja á ís, það er
þeim náttúrulegt, og ef til vill
hefur þessi blöðruselur séð þarna
ís í fjarska og ætlað að hvfla sig
þar.“ Erlingur sagði alls óvíst að
selurinn hefði drepist án mann-
legrar aðstoðar og hefði jafnvel
náð að álpast til sjávar á ný þeg-
ar hungrið hefði sagt til sín.
Lítið er um blöðrusel við Kópa-
sker og algengast að til þeirra
sjáist á vorin. Aðrar selategundir
eru þó tíðar á þessum slóðum
eins og nafn staðarins gefur til
kynna. Að sögn Kristveigar
Björnsdóttur, forstöðukonu
minjasafnsins á Kópaskeri, var
selalátur skammt frá byggðinni á
Kópaskeri fyrr á tímum. Fram á
fimmta áratug þessarar aldar
voru kópar veiddir þar í hund-
raðatali. „Það er svo mikið af
skerjum hérna, töluvert, langur
skerjagarður umhverfis byggð-
ina sem nú er og alltaf verið mik-
ið af selvm hér í kring,“ sagði
Kristveig.
Útsalan
hefst 4. janúar
Mikil verðlækkun!
^MlgllC -búðirnar
Skeifunni 8, Skólavörðustíg 12 og í Mjódd.
h
MORGUNBLAÐIÐ
Endurútgáfa á verkum C.S. Lewis
Bækurnar um
Narníu koma út
C.S. LEWIS hefði
orðið hundrað ára
29. nóvember sl. Af
því tilefni gaf Muninn
bókaútgáfa út nýja og
stytta útgáfu af þekkt-
ustu barnabók hans,
Ljónið, nornin og skápur-
inn. Einnig var hafin end-
urútgáfa á bókum hans
um Töfralandið Narníu,
sem komu út á sínum
tíma hjá Almenna bóka-
félaginu, en eru nú allar
ófáanlegar nema sú síð-
asta sem kom út hjá
bókaútgáfunni Muninn á
síðasta ári. Benedikt Kri-
stjánsson er eigandi Is-
lendingasagnaút-
gáfu/Muninn bókaútgáfa.
Hvers vegna hófstu
þessa endurútgáfu?
Benedikt Kristjánsson
„Eftir að Almenna bókafélagið
hætti átti ég von á því að einhver
myndi ljúka við útgáfu á Narníu-
bókunum, en þá var ein bók óút-
komin á íslensku. Þar sem eng-
inn virtist hafa áhuga á því ákvað
ég að gera það og lét verða af því
í fyrra. Þess má geta að bækur
C.S. Lewis eru allar í þýðingu
Kristínar R. Thorlacius, sem
m.a. hlaut þýðingarverðlaun
Skólamálaráðs Reykjavíkur fyrir
þýðingar sínar á þessum bókum.
Einnig hlaut hún sérstök verð-
laun fyrir þýðingu bókaflokksins
frá íslandsdeild IBBY - alþjóð-
legum barnabókasamtökum."
- Hvað ertu búinn að reka Is-
lendingasagnaútgáfuna lengi?
„A miðju ári 1994 keypti ég
Islendingasagnaútgáfuna. Þá-
verandi eigandi vildi selja og ég
vildi kaupa og samdi við konuna
mína um að við tækjum ekki
sumarfrí næstu þrjú árin en
eyddum þess í stað tímanum í
útgáfumálin. Þetta gekk eftir en
svo kom að því að ég varð að
hætta að vinna aðra vinnu með
og snúa mér alfarið að minni eig-
in útgáfu. Fyrsta bókin sem ég
gaf út er bók sem ég hef lengi
viljað að kæmi út, það er bók um
sálgæslu aðstandenda eftir
sjálfsvíg. Ég hef sjálfur misst
ástvini á þennan hátt og vissi
hve þörfin á þessu væri mikil.
Aðstandendur sitja oft eftir með
mikla sektarkennd og margir
spyrja sig sömu spurninga sem
lenda í þessari lífsreynslu. Ég
rakst svo á BA-ritgerð Guðrúnar
Eggertsdóttur og sá að þarna
væri komið efni sem gæti hent-
að. Sonur Guðrúnar fyrirfór sér
fyrir nokkrum árum og þess
vegna fór hún í guðfræði og
skrifaði þessa ritgerð í því námi.
Þessi bók, Sjálfsvíg!... hvað svo?
sálgæsla eftir sjálfsvíg, er hjálp-
leg þeim sem eru að vinna úr
sorg eftir ástvinamissi sem orðið
hefur á þennan hátt.“
- Hvað með Islendingasögurn-
ar?
„Fyrirfólk talai’ um bók-
menntaarflnn á tyllidögum en
reyndin er sú að ég
hef sótt um styrk hjá
Þjóðhátíðarsjóði fjög-
ur undanfarin ár til
þess að halda þessari
útgáfu úti, en þeir sem
þar stjórna hafa ekki séð sér
fært að styrkja þessa útgáfu.
Þeir vilja greinilega helst að
fornmálið hverfi - en útgáfa forn-
rita hjá íslendingasagnaútgáf-
► Benedikt Kristjánsson er
fæddur 14. mars 1953. Eftir
almennt skólanám hóf hann
störf hjá Almenna bókafélag-
inu/Eymundsson skömmu eft-
ir 1970. Þar starfaði hann í
tólf ár með svolitlum hléum
þó. Að þvi loknu starfaði hann
um txma í Pennanum en rak
svo Bókaverslun Snæbjarnar
um nokkurra ára skeið. Hjá
Mál og menningu var Bene-
dikt svo starfandi í nokkur ár
en sl. þrjú ár hefur hann starf-
að hjá bókaútgáfunni Skjald-
borg þar til í september á
þessu ári. Þá sneri hann sér
alveg að reksti’i fyrirtækis
síns, íslendingasagnaútgáf-
an/Muninn bókaútgáfa. Hann
er kvæntur Rósu Kristjáns-
dóttur djákna á Ríkisspítölum
og eiga þau þrjú börn.
hefði viljað sjá þessar bækur
notaðar við kennslu hér á landi.“
- Hver eru tengsl íslendinga-
sagnaútgáfunnar og bókaútgáf-
unnar Muninn?
,Afi minn heitinn, Oddur
Bjömsson átti bókaútgáfuna
Muninn um 1950. Hann gaf út
bækur eins og Felsenboi’garsög-
ur, Cymbilína fagra, Tess af
D’uberwilleættinni og fleiri góðar
slíkar. Innan um þessa bókastafla
lék ég mér sem krakki og ákvað
að nota þetta nafn á aðrar útgáfu-
bækur mína heldur en fornritin."
- Hvað með aðra útgáfu en
það sem þegar hefur verið
nefnt?
„Auk fyrrnefndra bóka gaf ég
út ljóðabók í fyrra eftir dr. St-
urla Friðriksson. Ég gaf út núna
Fyrsta ljóð heimsins, söguljóðið
um Gilgamesh. Þetta er talið
„Þarf að hafa
eitthvað létt-
ara með.“
vera um 4.000 ára gamalt og
ekkert ljóð eldra hefur fundist í
heiminum. Þetta kostaði heilar
þrjár Morgunblaðsíður vegna
ritdeilna um þýðinguna sem er
eftir Gunnar Dal. Einnig gaf ég
út Bókina um TAO og Litlu bók-
ina um Zen. Þessar bækur setti
ég saman í eina bók með tveimur
forsíðum. Þá má nefna ævisögu
dr. Stanislaw Laskowski, sem
_________ var sendifulltrúi Pól-
lands á íslandi í fjög-
ur ár, í þýðingu
Þrándar Thorodd-
sen.“
- Hvað er fyrirhug-
unni hefur jafnan vei’ið á upp-
runalegu tungutaki þeirra. Obb-
inn af því sem selst af fornritum
hjá Islendingasagnaútgáfunni
fer til útlanda, þar eru þessar
bækur notaðar við kennslu. Ég
að ánæstunni?
„Ég ætla að Ijúka við að end-
urútgefa bækur Lewis um Narn-
íu, síðan er ég með handbók sem
á að koma út í byrjun næsta árs,
og ég hef verið að leita mér að
reyfui-um til þess að fjármagna
útgáfuna. Það er ekki hægt að
gefa út metnaðarfull verk á Is-
landi án þess að hafa eitthvað
léttara með.“
í