Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLADIÐ
Andlát
RAGNAR JÚLÍUSSON
RAGNAR Júlíusson,
íyrrverandi skólastjóri,
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur á jóladag,
65 ára að aldri.
Ragnar fæddist á
Grund í Eyjafirði 22.
febrúar 1933, sonur
hjónanna Júlíusar Ingi-
marssonar bifreiða-
stjóra og Jórunnar
Guðmundsdóttur.
Ragnar lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri árið
1952, stundaði nám við Háskóla Is-
lands árið 1953 og lauk kennaraprófi
árið 1954.
Hann var kennari við Langholts-
skóla í Reykjavík frá 1954-56 og við
Réttarholtsskóla frá 1956-1959.
Ragnar var yfirkennari við Voga-
skóla frá 1959-1964 og skólastjóri
Álftamýrarskóla í Reykjavík frá
stofnun 1964-1991 og forstöðumaður
kennslumáladeildar Skólaskrifstofu
Reykjavíkur frá 1991. Þá starfaði
hann við Vinnuskóla Reykjavíkur,
sem yfirkennari og
skólastjóri frá 1959-
1974.
Ragnar var vara-
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjatrúi
frá 1978-1982. Ragnar
gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir
borgarstjórn Reykja-
víkur. Meðal annars
sat hann í Fræðslu-
málaráði í 17 ár, þar af
í 11 ár sem formaður
og gegndi formennsku
í Skólamálaráði frá 1986-1991.
Hann sat í Utgerðarráði Reykjavík-
ur frá 1974-1985, lengi sem formað-
ur, og var fyrsti stjórnarformaður
Granda hf.
Ragnar Júlíusson var formaður
Landsmálafélagsins Varðar frá
1973-1976.
Eftirlifandi eiginkona Ragnars er
Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Þau eiga fimm uppkomin böm.
Fyrrverandi eiginkona Ragnars er
Svanhildur Björgvinsdóttir.
JÓNAS BJARNASON
JÓNAS Bjarnason
fyrrverandi yfirlæknir
á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði er látinn, 76
ára að aldri.
Jónas fæddist í
Hafnarfirði 16. nóvem-
ber árið 1922, sonur
Bjarna Snæbjömsson-
ar læknis og Helgu
Jónasdóttur barna-
kennara. Hann varð
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
árið 1942 og lauk prófi
frá læknadeild Háskóla íslands árið
1949. Jónas starfaði sem aðstoðar-
maður héraðslæknisins á Selfossi
árið 1949 og héraðslæknis í Hafnar-
firði sama ár. Árið 1950 varð hann
aðstoðarlæknir á fæðingardeild
Landspítalans fram til ársins 1952
er hann var við kvensjúkdóma- og
fæðingardeild The Swedish Hospi-
tal í Minneapolis í
Minnesota í tvö ár.
Jónas tók auk þess
þátt í námskeiði við
Cook County Hospital í
Chicago.
Jónas var starfandi
læknir í Hafnarfírði og
við fæðingardeild
Landspítalans frá
miðju ári 1954 og yfir-
læknir St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði frá byrjun
árs 1957 til ársins 1992.
Hann var jafnframt
sjálfstætt starfandi sérfræðingur í
kvensjúkdómum í Hafnarfirði og
Reykjavík. Jónas var formaður
Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar
um árabil.
Eftirlifandi eiginkona Jónasar er
Jóhanna Tryggvadóttir. Þau eiga sjö
börn, fimm tengdabörn og fimmtán
barnabörn.
BJÖRN ARNÓRSSON
BJÖRN Arnórsson,
hagfi-æðingur BSRB,
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur hinn 24.
desember sl. 53 ára að
aldri.
Bjöm fæddist 16.
janúar árið 1945 í
Reykjavík, sonur Pál-
ínu Eggertsdóttur
verslunai’manns og
Amórs Bjömssonar
stórkaupmanns. Hann
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1965 og hagfræði-
prófi frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð
árið 1975.
Björn var hagfræðingur Starfs-
mannafélags ríkisstofnana frá árinu
1975 til 1980 og hagfræðingur BSRB
frá árinu 1980. Þá var hann kennari
við Menntaskólann við Sund frá ár-
inu 1975 til 1978. Björn
tók virkan þátt í verð-
lagsmálum landbúnað-
arins eftir að þjóðar-
sáttarsamningamir
voru gerðir í febrúar
árið 1990. Hann var
m.a. fulltrúi neytenda í
fimmmannanefnd og
sexmannanefnd auk
þess sem hann var full-
trúi BSRB í sjömanna-
nefnd og ýmsum vinnu-
hópum sem tengdust
stefnumörkun í land-
búnaði. Ennfremur var hann fulltrúi
íslands í ráðgjafarnefnd EFTA.
Eftirlifandi eiginkona Bjöms er
Kristín Guðbjömsdóttir bankaritari
en fyrri eiginkona hans var Álfheið-
ur Steinþórsdóttir sálfræðingur.
Hann átti fjögur böm og tvö stjúp-
börn.
Islandia Internet ehf. sendir kæru til Samkeppnisstofmmar
Ökeypis netþjónusta
Landssíma verði bönnuð
NETÞJÓNUSTUFYRIRTÆKIÐ
Islandia Internet ehf. hefur farið
fram á það við Samkeppnisstofnun
að hún banni til bráðabirgða
Landssímanum og dótturfyrirtæki
hans Skímu ehf. að auglýsa, bjóða
og veita endurgjaldslausa netþjón-
ustu um lengri eða skemmri tíma.
Krafa þess efnis var send Sam-
keppnisstofnun 20. desember sl. og
hefur Landssíminn frest fram til
hádegis í dag að veita Samkeppnis-
stofnun umsögn í málinu.
I kæru Islandia Internet til
Samkeppnisstofnunar, sem undir-
rituð er af lögmanni fyrirtækisins,
Sigurði G. Guðjónssyni, segir m.a.
að í krafti stærðar sinnar og yfir-
ráða yfir símkerfi landsins geti
Landssíminn og dótturfyrirtæki
hans komið með hvert tilboðið á
fætur öðru til netnotenda og boðið
þeim til að mynda allt að sex mán-
aða ókeypis aðgang að netþjón-
ustu félaganna. Nýjasta útspil
Landssímans sé margmiðlunar-
diskur sem fáist afhentur gegn
framvísun rifrildis úr DV og veiti
þriggja mánaða ókeypis aðgang að
netþjónustu Símans Internet.
„Með þessari nýju aðferð, sem er
að öUu útlátalaus fyrir neytand-
ann, getur Landssími Islands hf. í
raun á einni nóttu kippt stoðum
undan rekstri annarra netþjón-
ustufyrirtækja sem hafa tekjur
sínar fyrst og fremst af því að
selja nettengingar til einstaklinga,
fyrirtækja og lögaðila,“ segir í
kærunni.
Því sé brýnt að Samkeppnis-
stofnun grípi tafarlaust í taumana
og banni til bráðabirgða gjafaá-
skrift Landssíma Islands hf. og
dótturfyrirtækis hans Skímu ehf. í
hvaða formi sem er að nettenging-
um. „Að öðrum kosti er hætt við að
einokun verði á netmarkaðinum,
þar sem aðrir smásöluaðilar
nettenginga geta ekki rekið fyrir-
tæki sín án þess að hafa tekjur á
móti útgjöldum, svo sem óhjá-
kvæmilegum greiðslum til INTIS
hf. og Landssíma íslands hf. sem
heildsala netþjónustu." Þá segir í
kærunni að það skaði „hvorki heil-
brigða samkeppni á íslenskum net-
markaði né heldur hagsmuni
Landssíma Islands hf. og dóttur-
fyiirtækis hans Skímu ehf. þótt
Samkeppnisstofnun geri þá eðli-
legu kröfu til fyrirtækjanna að þau
selji þjónustu sína.“
Morgunblaðið/Ásdís
THOR Heyerdahl er staddur hér á landi m.a. til að kynna sér siglingar norrænna manna uin Atlantshafið
fyrr á ölduin og flutti fyrirlestur í Háskóla Islands í gær.
Heyerdahl í hátíðarsal Háskólans
LÍFFRÆÐINGURINN og land-
könnuðurinn Thor Heyerdahl
hélt fyrirlestur í hátíðarsal Há-
skóla Islands í boði Páls Skúla-
sonar háskólarektors að við-
stöddu íjölmenni í gær. í fyrir-
lestri sínum fjallaði Heyerdahl
um upphaf siglinga og hina nor-
rænu arfleifð og sagði frá leið-
öngrum sínum, sem hann hefur
farið í á liðnum áratugum, m.a
til að rökstyðja kenningar sínar
um uppruna Pólýnesíumanna,
sem sigldu á balsaviðarflekum
mun lengri leiðir en áður hafði
verið talið.
Heyerdahl sagði að balsavið-
arflekarnir væru mun haffær-
ari en áður hafði verið talið og
rakti helstu kosti þeirra, sem
fælust ekki síst í því hversu
litlir þeir væru. I stórsjó fylgdu
þeir háum öldum eftir og
velktust ekki til, líkt og stærri
fley, og þar að auki þyrfti ekki
að ausa þá. Heyerdahl er
staddur hér á landi m.a. til að
kynna sér siglingar norrænna
manna um Atlantshafið fyrr á
öldum.
GUÐNI KRISTINSSON
GUÐNI Kristinsson,
bóndi á Skarði í Land-
sveit, er látinn, 72 ára
að aldri. Guðni fæddist
að Raftholti í Holta-
hreppi 6. júlí 1926, en
fluttist að Skarði með
foreldrum sínum fjög-
urra ára gamall og átti
heima þar til dauða-
dags. Foreldrar hans
voru Sigríður Einars-
dóttir ljósmóðir og
Kristinn Guðnason
bóndi.
Guðni hóf búskap
með foreldrum sínum árið 1950 og
tók við búi 1959. Hann hafði alla tíð
metnað til að búa stórt og efla bú-
skap á Skarði. Hann
var með stórt kúabú og
fjárbú, auk þess sem
hann var mikill hesta-
maður og ktinnur fyrir
að eiga gott hestakyn.
Guðni gegndi lengi
störfum fyrir sveit sína;
var hreppstjóri í 33 ár
og sat í sveitarstjórn í
32 ár. Hann var mikill
félagsmálamaður og öt-
ull sjálfstæðismaður.
Guðni kvæntist 1954
Sigríði Thedóru Sæ-
mundsdóttur og eignuð-
ust þau tvö böm. Þau eru Kristinn,
bóndi á Skarði, og Helga Fjóla, hús-
móðir á Hvolsvelli.
Samkomulag um
prófkjör á Reykjanesi
SAMKOMULAG tókst um helgina
milli Alþýðuflokks, Alþýðubanda-
lags og Kvennalista á Reykjanesi
um opið prófkjör vegna alþingis-
kosninganna í vor. í samkomulag-
inu felst að kosið verður um 6 efstu
sætin, en girðing verður við fjórða
sætið, sem tryggir flokkunum
þremur a.m.k. eitt af fjórum efstu
sætunum.
Eyjólfur Sæmundsson, sem sæti
á í kjörnefnd flokkanna fyrir hönd
Alþýðuflokksins, sagði að almenn
ánægja væri með samkomulagið.
Hann sagðist ekki eiga von á öðru
en að stofnanir flokkanna myndu
staðfesta það. Kjördæmisráð al-
þýðuflokksfélaganna á Reykjanesi
kemur saman til fundar á morgun.
Stefnt er að því að prófkjörið
fari fram 6-7. febrúar. Framboðs-
frestur rennur út um miðjan janú-
ar.
Prófkjörið er opið öllum stuðn-
ingsmönnum samfylkingar á
Reykjanesi. Þeir sem taka þátt í
prófkjörinu geta kosið frambjóð-
endur þvert á allar flokkslínur, þ.e.
alþýðuflokksmenn geta kosið
kvennalistakonur og alþýðubanda-
lagsmenn o.s.fi’v.
Flokkarnir þiír sem standa að
samfylkingunni á Reykjanesi hafa í
dag fimm þingmenn, Álþýðuflokk-
urinn þrjá, Alþýðubandalag einn
og Kvennalistinn einn. Allir þing-
mennirnir sækjast eftir endurkjöri
nema Kristín Halldórsdóttir, þing-
kona Kvennalistans.