Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 12

Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Búið að aldamótavæða stóran hluta kerfa Reiknistofu bankanna Yfirfara þarf kerfí sem vinna fram í tímann Morgunblaðið/Kristinn TIU daga hungurvöku þeirra Guðrúnar Evu Mínervudóttur og Elínar Öglu Briem til að vekja athygli á málefnum hálendisins lauk annan í jólum, Tíu daga föstu til varnar hálendinu lokið ,, Vanmáttarkenndin rak okkur áframu „ÞAÐ var rosalega gott að borða þegar við komum aftur heim annan í jólum,“ sagði Elín Agla Briem eftir að hafa fastað í tíu daga ásamt Guðrúnu Evu Mínervudóttur til þess að vekja athygli á málefnum miðhálend- isins. Samhliða föstunni stóðu stöllurnar fyrir málþingi undir yfírskriftinni „Hvers virði er hálendið?" þar sem fjöldi sér- fræðinga fjallaði um málið út frá ýmsum forsendum. Aðdragandann að hungur- vökunni má rekja til þarfar- innar að láta rödd sína heyr- ast, segja þær Agla og Guðrún Eva. „Það hefur verið mikið fjallað um málefni hálendisins í fjölmiðlum undanfarið og við höfum myndað okkur ákveðna skoðun á þessu máli, eftir að hafa kynnt okkur sem flestar hliðar. En þegar við upplifðum að við værum algerlega magn- vana og hefðum engin áhrif á hvað yrði gert fórum við að velta ýmsum lausnum fyrir okkur. Því það er sama hvað okkur fínnst, tveimur stelpum úti í bæ, stjórnmálamenn munu taka ákvörðun um hvað verður gert við hálendið. Það var þessi sterka vanmáttartil- fínning sem kveikti hugmynd- ina að því að gera eitthvað rót- tækt til að láta sína rödd heyr- ast,“ sögðu Elín Agla og Guð- rún. Að sögn stúlknanna vakti hungurvakan tilætlaða athygli, en markmiðið með henni var að vekja hinn almenna Islending til umhugsunar um málefni há- lendisins og áætlanir um virkj- anir. „Þetta vakti alla þá athygli sem við vildum og í raun meiri en við þorðum að vona. Þetta gekk einnig betur en við bjugg- umst við, en við héldum að við inyndum heyra meira af nei- kvæðum röddum. Við urðum hins vegar eingöngu varar við jákvæð viðbrögð, þar sem fólk hvatti okkur og studdi,“ sagði Elín Agla. Að sögn Elínar var fastan sjálf ekki erfið, en hins vegar fylgdu því nokkur átök að ákveða að fasta þennan tíma. „Það var erfiðast að ákveða að fara þessa leið, en fastan hefði örugglega verið erfíðari ef við hefðum verið í heimahúsi, þá hefði matarlyktin óneitanlega freistað," sagði Elín Agla, en þær dvöldu í húsnæði Háskóla Islands á meðan á föstunni stóð, þar sem ekkert var um elda- mennsku. Elín Agla segist vona að framtak þeirra verði hvatning til ungs fólks um að láta til sín taka. „Maður þarf ekki að sitja í stjórnmálaflokki til þess að láta rödd sína heyrast því það eru til aðrar leiðir. Ég vona að fólk fari að láta skoðanir sínar á pólitískum málum í ljós en það virðist eins og það þyki hallærislegt í dag. Það er mik- ið af stórum pólitískum málum í gangi núna og þau koma okk- ur öllum við. í lýðræðislegu samfélagi á maður að geta lát- ið í sér heyra og vonandi tekur ungt fólk okkar framtak til at- hugunar," sagði Elín Agla að lokum. REIKNISTOFA bankanna hefur nú breytt og yfírfarið um 70% af þeim hugbúnaðarkerfum sem stofnunin hefur umsjón með í því skyni að koma í veg fyrir aldamótavandann og höfðu þau kerfi forgang sem vinna með dagsetningar fram í tím- ann. Guðmundur Guðmundsson, gagnastjóri Reiknistofu bankanna, segir að ef ekki hefði verið búið að breyta síðarnefndu kerfunum fyrir þessi áramót hefði verið hætta á al- varlegum bilunum í viðkomandi kerfum. „Við erum búnir að aldamótavæða hluta af okkar kerfum. Þetta er mjög viðamikið starf sem snýr bæði að vélbúnaði og kerfishugbúnaði, en einnig hugbúnaðarkerfum sem sýsla með víxla, skuldabréf og aðra hefð- bundna þætti bankastarfsemi. Við erum þó fráleitt búnir og áætlum að vinnan sem bíður okkar nemi níu mannárum," segir Guðmundur. Hætta á erfíðleikum án aðgerða Mörg hugbúnaðarkerfi, sérstak- lega eldri kerfi, geyma í gagnaskrám dagsetningar sem eru upp á sex stafi. Þetta þýðir að öldin er ekki geymd sem hluti af dagsetningu. Þegar kemur að árinu 2000 skrá þessi kerfi það sem tvöfalt núll og áætla að um árið 1900 sé að ræða. Þetta veldur því að útreikningar og viðmiðanir kerfanna verða röng, og í mörgum tilvikum stöðvast kerfin, verði ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana. Sama máli gegnir um stýrikerfi. „Sum kerfi vinna ár fram í tímann þannig að þau eru komin að árinu 2000 í sinni vinnslu og strax núna byrjar að reyna á þau. Önnur kerfi vinna sex mánuði fram í tímann og þurfa því að vera tilbúin ekki seinna en um mitt næsta ár. Við þurftum að þessu sinni að skipta út kerfum sem allir bankarn- ir nota, t.d. víxlakerfi og skulda- bréfakerfi, og höfum lokið við alda- mótavæðingu þeirra. Ef við hefðum ekki gi'ipið til þessara ráðstafana, væri viðbúið að ákveðin hugbúnað- arkerfi sem vinna fram í tímann hefðu lent í erfiðleikum. Vandinn hefur verið kortlagður hjá okkur og þessi kerfi sem vinna fram í tímann höfðu forgang hjá okkur,“ segir Guðmundur. Hann kveðst gera ráð fyrir að tals- vert mörg kerfi vinni fram í tímann með þessum hætti og nefnir t.d. kerfi krítarkortafyrirtækja enda sé gildistími krítarkorta og debetkorta yfirleitt tvö ár fram í tímann, vixla- kerfi sem miðuð eru við ár fram í tímann, kerfi sem fást við heimildir á ávísanareikningum og trygginga- kerfi sem glíma við tryggingar sem endurnýjast ár eða tvö fram í tím- ann. Möguleiki á hliðarverkunum Hann nefnir einnig að þegai' geyma átti gagnaskrár til langframa hafi verið gefin skipun um að geyma þær til ársins 1999, enda ekki hægt að komast lengra. Hugsanlegt sé að þeir sem ekki hafi yfirfarið gildis- tíma gagnaskráa sinna, þurfi á nýju ári að horfast í augu við að tölvurnar byrji að yfirskrifa þær. Mestu lík- urnar séu þó á að þetta byrji undh' lok næsta árs. Guðmundur segir að áætlað sé að búið verði að aldamóta- væða allan tölvutengdan búnað Reiknistofa bankanna fyrir 1. júní 1999. Haukur Ingibergsson, formaður nefndar um 2000 vandann, segir nefndina ekki telja að mikill vandi skapist um þessi áramót, en í ein- hverjum tilvikum geti einstaka for- rit haft innbyggðar dagsetningar sem hafi hliðarverkanir í för með sér. „Menn hafa almennt ekki miklar áhyggjur af áramótunum nú en það getur þó verið að á sumum sviðum sé vandinn fyrir hendi,“ segir Haukur. Ingunn S. Þorsteinsdóttir, sem á sæti í nefndinni um 2000 vandann, segir að fregnir hafi borist erlendis frá um að tölvukerfi hafi orðið fyrir erfiðleikum vegna þess að þau hafi fengist við að reikna út fram í tím- ann. Meðal annars hafi verið um að ræða bókunarkerfi flugfélaga. „Ég held að búið sé að leysa úr flestum vandamálum sem blasað hafa við hérlendis um áramót, að minnsta kosti er óskandi að svo sé,“ segir hún. Ingunn segir að erfitt sé að benda á tiltekin fyrirtæki eða stofnanir sem hafi átt þennan vanda yfir höfði sér, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir séu viðkvæm fyrir upplýsingagjöf í þessu sambandi af samkeppnisá- stæðum. Utanríkisráðuneytið gerði ekki athugasemdir við að sending Friðar 2000 færi úr landi Skilyrði að farmurinn væri tollafgreiddur AF HÁLFU utanríkisráðuneytis- ins voru ekki gerðar athugasemd- ir við að sending samtakanna Friður 2000 færi úr landi á að- fangadag, enda væri sendingin tollskoðuð og afgreidd. Hins veg- ar kom aldrei til greina að toll- gæslan heimilaði fíutning á farmi sem ekki hafði verið afgreiddur á löglegan hátt, að því er fram kem- ur í yfirlýsingu sem embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sendi frá sér í gær. „Tollgæsla á Keflavíkurflugvelli eins og annars staðar á landinu er undir ströngum fyrirmælum um að sýna ítrustu varkámi og aðgæslu í störfum sínum við tollafgreiðslu inn og út úr landinu, og geta vænt- anlega flestir tekið undir að þess sé full þörf,“ segir í yflrlýsingu emb- ættisins. Kom ekki á umsömdum tíma „Fyrir kemur að farþegar, far- angur og flutningur tefst vegna nauðsynlegs eftirlits. Um borð í vél FI-452 fór sending frá Friði 2000 sem hvorki hafði verið tollskoðuð né tollafgreidd. Aldrei kemur til álita að tollgæsla heimili flutning á farmi, sem ekki hefur verið af- greiddur á löglegan hátt. Sýslu- maður óskaði eftir að vélin biði til að tollskoðun gæti farið fram. Það var ákvörðun flutningsaðil- ans að taka sendinguna úr vélinni, þar sem seinkun var orðin á flugi FI-452. Plögg sem lögð voru fram af Friði 2000 voru ekki þess eðlis að af þeim mætti ráða að heimild væri til þessa flutnings. Haft var samband við utanríkisráðuneytið kl. 09.30 og voru af þess hálfu ekki gerðar athugasemdir við að þessi sending færi úr landi, enda væri sendingin tollskoðuð og afgreidd. Alls liðu því um tvær klukkustund- ir frá því að Ástþór Magnússon fyrst birtist um morguninn, þangað til sendingin var fullafgreidd. Þætti það víða sæmilegur vinnuhraði við tollafgreiðslu. Líklegt er að hjá þessum töfum hefði mátt komast, ef farið hefði verið eftir tilmælum tollgæslu og forsvarsmenn Friðar 2000 komið á umsömdum tíma.“ Jafnframt yfírlýsingunni sendi embætti sýslumanns á Keflavíkur- flugvelli frá sér skýrslu tollfulltrúa, deildarstjóra tollgæslu og aðal- deildarstjóra um samskipti þeirra við Ástþór Magnússon umræddan dag. I greinargerð sýslumanns segir m.a.: ,Ástþór Magnússon, sem kom fram fyrir hönd útflytjanda, mætti mjög seint á tollskrifstofu með útflutningsgögn, og var þá í raun búið að loka fluginu. Var á þeim tíma ekki til þess vitað, að nokkur undanþága væri fyrir hendi frá íslenskum stjórnvöldum vegna viðskiptabanns við Irak, samanber ákvæði 2. töluliðs auglýsingar númer 470 frá 8. júlí 1998. Vísvitandi rangar upplýsingar Þegar Ástþór lagði fram út- flutningsskýrslu vegna sendingar- innar, var skráður móttakandi á útflutningsskýrslu Rauði krossinn í Bagdad. Jafnframt lagði hann fram ljósrit af tveimur símbréfum frá „The Permanent Mission of the republic of Cyprus to the United Nations" þar sem fram komu „umbeðnar viðbótarupplýs- ingar varðandi jólaflug Friðar 2000 til írak“. Hélt hann því fram, að þetta væri staðfesting þess, að hann hefði fengið leyfi til flutn- ingsins. Ekki var hægt að ráða af gögnum þessum að þetta varðaði á nokkurn hátt hina umræddu send- ingu, og þótt svo hefði verið, getur tollgæslan ekki tekið við fyrirmæl- um frá erlendum stofnunum án þess að íslensk stjórnvöld komi þar nærri. Þegar Ástþóri var gerð grein fyi-ir því, að ekki væri unnt að toll- afgreiða sendinguna nema að höfðu samráði við yfirstjórn embættisins, strikaði hann yfir nafn áður skráðs móttakanda, og ritaði þess í stað nafn Aircraft Elcar í Aþenu. Þá þegar þótti ljóst að útflytjandinn var vísvitandi að gefa rangar upp- lýsingar, en samkvæmt 2. máls- grein 16. greinar tollalaga nr. 55/1987 , samanber 2. málslið 1. málsgreinar 121. gr. sömu laga, ber sá sem kemur fram fyrir hönd út- flytjanda gagnvart tollstjóra, ábyrgð á því, að upplýsingar sem gefnar eru í útflutningsskýrslu, séu réttar.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.