Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirtæki hafa gefíð tölvur og fé til tölvunarfræðiskorar HI Vinnuaðstaða nemenda opnuð VINNUAÐSTAÐA fyrir nemendur í tölvunai-fræðiskor Háskóla íslands verður opnuð síðdegis í dag á neðri hæð í húsi Endurmenntunarstofnun- ar við Dunhaga 7. Fjórtán íslensk fyiii-tæki hafa sam- einast um að gefa nemendum í tölv- unarfræðiskor Háskóla Islands tölvur og fé til tölvukaupa fyiir alls um sjö milljónh' króna. Framlögin hafa verið notuð til að koma upp fullkominni vinnuaðstöðu fyrir nemendur á öðru og þriðja ári tölvunarfræðinámsins og meistai'anema í tölvunaríræðum. Verður um að ræða þrjár vinnustofur búnar um fjörutíu tölvum. Nemendur í tölvunarfræði eru nú á þriðja hundrað þar af eru um hundrað á öðru og þriðja ári, en í meistaranámi, sem hófst í fyrsta skipti nú í haust eru tíu nemendur. Til þessa hafa nemendur í tölvunar- fræði einungis haft örfáar tölvur fyr- ir sig til heimanáms og verkefna- vinnu og skorin enga séraðstöðu til kennslu. Alls hafa útskrifast um fjögur hundruð nemendur í tölvunar- fræði frá upphafi. Fyrirtækin sem gáfu nemendum í tölvunarfræði og Háskóla Islands þessar gjafír eru. Opin kerfí, SKÝRR, Tæknival, EJS, Friðrik Skúlason, Kögun, Reiknistofa bank- anna, Hugbúnaður, Hugur-forrita- þróun, Strengur, TölvuMyndir, Teymi, Hugvit og Nota Bene. '"Iá. #sM HLUTI útskriftarnema ásamt Björgvini Þór Jóhannssyni skólameistara við anddyri Sjómannaskólahússins. Sautján vélfræðingar útskrifast frá s Vélskóla Islands TUTTUGU og einn vélstjóri út- skrifaðist frá Vélskóla íslands fóstudaginn 18. desember sl. Þar af voru 17 sem luku 4. stigi sem er grunnurinn undir hæstu starfs- réttindi. Við útskriftarathöfnina fengu eftirtaldir nemendur afhent verð- laun fyrir góðan námsárangur: Fyrir vélfræðigreinar Egill H. Bjarnason, fyrir rafmagnsfræði- og raungreinar hlaut Bjarni Ingi- marsson tvenn verðlaun, fyrir störf að félagsmálum nemenda hlaut Unnþór Torfason tvenn verðlaun, önnur frá skólanum en hin veitt af Vélstjórafélagi Is- lands. Sem þakklætisvott færðu 4. stigs útskriftarnemendur skólan- um forláta tölvuprentara að gjöf. Að útskriftarathöfn lokinni bauð skólinn útskriftarnemum ásamt gestum, kennurum og starfsliði skólans til kaffidrykkju í matsal skólans. Um kvöldið bauð Vélstjórafélag Islands útskriftar- nemum ásamt kennurum skólans til samsætis í húsakynnum félags- ins í Borgartúni 18. Húnvetnmgar velja úr þremur nöfnum VESTUR-Húnvetningar munu velja úr þremur nöfnum á sameinað sveit- arfélag allra sveitarfélaga Vestur- Húnavatnssýslu á tímabilinu 4.-12. janúar 1999 og mun nýtt nafn verða tilkynnt á fyrsta sveitarstjórnar- fundi næsta árs þann 14. janúar. Nöfnin, sem til greina koma eru Húnaþing vestra, Vestur-Húna- byggð og Vestur-Húnaþing. Ör- nefnanefnd mælti með nöfnunum þremur auk sex annaiTa, en kosið verður um þessi þrjú. Átta ný nöfn á sveitarfélög hafa verið staðfest af félagsmálaráðuneyti að fenginni umsögn örnefnanefndai> lögum samkvæmt. Fyrir utan vænt- anlegt nafn á sameinað sveitarfélag V-Húnavatnssýslu er nafn einnig á leiðinni fyiir sameinað sveitarfélag Andakíls-, Lundarreykjadals-, Reyk- hólsdals-, og Hálsahrepps. Segir Þórunn Gestsdóttir, sveitartsjóri sveitarfélagsins, sem ber óformlega heitið Sveitarfélagið Borgarfjörður, að fljótlega verði gerð könnun rneðal íbúanna, á því hvaða nöfn komi til greina, sem síðan verður valið úr. Þau nöfn, sem þegar hafa verið staðfest af félagsmálaráðuneyti eru Norðurhérað, Grímsnes- og Grafn- ingshreppur, Austurhérað, Fjarðar- byggð, Sveitarfélagið Árborg, Dal- víkurbyggð, Sveitarfélagið Skaga- fjörður og Sveitarfélagið Horna- fjörður. ÚTSKRIFTARNEMAR á haustönn ásamt Þóri Ólafssyni skólameistara og Herði Helgasyni aðstoðarskólameistara. Fjölbrautaskóli Vesturlands Brautskráning nem- enda á haustönn 1998 BRAUTSKRÁNING nemenda á haustönn 1998 frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fór fram við hátíðlega athöfn laugardaginn 19. desember sl. og að þessu sinni braut- skráðust 32 nemendur. Alls stund- uðu 680 nemendur nám í skólanum á önninni sem er svipuð aðsókn og oft áður á haustönn, en aldrei í sögu skólans hafa fleiri nemendur verið í verknámsdeildinni. í máli Hai'ðar Helgasonar aðstoð- arskólameistara við brautskráning- una kom fram að byggingarfram- kvæmdum við skólann miðar vel og er byggingin nú fokheld og fullein- angruð. I þessæi nýbyggingu eru fjórar kennslustofur sem notaðar verða fyrir kennslu á rafiðnadeild og til kennslu í eðlisfræði. Vonh' standa til að hægt verði að halda byggingar- framkvæmdum áfram við næsta áfanga sem er kennslumiðstöð jafn- skjótt og framkvæmdum við fyrsta áfanga lýkur, því það vantar nauðsyn- lega nýtt kennsluhúsnæði í stað þess bráðabirgðahúsnæðis sem notað hef- ur verið um tveggja áratuga skeið. Eins og áður kemur fram braut- skráðust 32 nemendur frá skólanum að þessu sinni. Þar af var 21 stúdent, 6 nemendur luku prófí í vélsmíði, 3 nemendur í húsasmíði, einn sjúkraliði og einn meistaranámi í rafvirkjun. Námsárangur þessara nemenda var yfii'leitt mjög góður, í því sambandi má nefna að af þeim sem luku stúd- entsprófi voru 14 sem luku námi á sjö önnum. Nokkrir nemendm- hlutu við- urkenningar fyiir ágætan námsár- angur í ýmsum námsgreinum. Meðal þehra vai- Sigríður Helgadótth- fyrir bestan árangur á stúdentspi'ófí og Stefnir Örn Sigmarsson fyrir ágætan árangur í faggreinum í húsasmíði. Á brautskráningarhátíðinni var flutt dagskrá til minningar um Þor- lák biskup Þórhallsson hinn helga en útskriftarhátíð haustannar er jafnan kennd við hann og kölluð Þor- láksvaka. Nemendur skólans fluttu tónlistaratriði og Aðalheiður Sigurð- ardóttir nýstúdent flutti ávarp út- skriftarnema. Þórir Ólafsson skóla- meistari kvaddi útskriftarnemendur að lokum og óskaði þeim góðs gengis í framtíðinni. Atvinnuþróunarverk- efni á Vestfjörðum „Byr í seglin“ „BYR í seglin - viðskiptahugmynd að veruleika“ er yfírskrift verkefn- is sem undirbúið er á Vestfjörðum. Iðntæknistofnun, Atvinnuþróunar- félag Vestfjarða og Svæðismiðlun- in standa að verkefninu, sem snýst um að styðja fólk með viðskipta- hugmyndir og einstaklinga í fyrir- tækjarekstri. Verkefnið er sprottið úr Evr- ópuverkefni sem Iðntæknistofnun vann að í samráði við Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanes- bæjar. Því verkefni lauk formlega 1. desember síðastliðinn og að sögn Hjartar Hjartarsonar, verk- efnisstjóra á Iðntæknistofnun, fór árangurinn fram úr björtustu von- um. Á grundvelli hans fékkst styrkur til að útbreiða þá reynslu og þekkingu sem fékkst með verk- efninu. Byr í seglin á Vestfjörðum fer þannig fram að fólk vinnur níu vikur að gerð viðskiptaáætlunar undir stjórn atvinnuráðgjafa. Að þeim tíma liðnum stendur til boða ráðgjöf og stuðningur Atvinnuþró- unarfélagsins við að hrinda áætl- uninni í framkvæmd. Hjörtur leggur áherslu á að um vinnuhóp sé að ræða, ekki skólasetu. „Þetta verður fyrst og fremst vinnuhóp- ur, fólk sem hjálpast að við að koma viðskiptahugmyndum sínum á ílot í samvinnu við leiðbeinendur og aðra þátttakendur. í þessu verkefni lærum við og kennum hvert öðru með því að fást við hlutina, látum verkin tala,“ segir Hjörtur. Morgunblaðið/Sig. Fannar STARFSMENN verslunar Landssímans á Selfossi. Landssíminn með nýja verslun á Selfossi Selfossi - Landssiminn opnaði á dögunum nýja verslun á Selfossi. Þetta er samskonar verslun og síniinn er að opna víðsvegar um landið. Þarna er hægt að fá alla þjónustu varðandi síma, kaupa ýmsar gerðir af símum og boðið er upp á sérstaka fyrirtækjaþjón- ustu. Verðið er það sama og á höf- uðborgarsvæðinu. Fjórir starfs- menn starfa í versluninni, sem er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Friðsæl jól í Snæfellsbæ í nýföllnum jólasnjó Hellissandi - Undir Jökli varð flest- um að ósk sinni að fá nýfallna mjöll á jörðu um jólin eftir alla þá um- hleypinga sem staðið hafa undan- farnar vikur. Skömmu fyrir messu- tíma eða um kl. 16 tók að snjóa lít- ilsháttar og náði nánast að gera al- hvíta jörð bæði á Hellissandi og í Ólafsvík. Eins og venjulega var kirkju- sókn ágæt í kirkjum bæjarins, bæði í Olafsvík og á Ingjaldshóli. Gera má ráð fyrir að a.m.k. 400 manns hafi sótt aftansöngva i þessum tveimur kirkjum. Kirkjukór Ólafsvíkurkirkju gaf út blað fyrir jólin sitt sem nefnist Kórblaðið og flytur bæði gamlan fróðleik og fregnir úr kirkjustarfí safnaðarins. Að sögn lögreglu gekk allt jóla- hald óvenju friðsamlega fyrir sig. g| Bæjarbúar lifðu því jólahátíðina í anda þess sem jólaboðskapurinn flytur þeim og var það vissulega fagnaðarefni. .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.