Morgunblaðið - 29.12.1998, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Morgunblaðið/Árni Sæberg
GUÐMUNDUR Bjarnason, uinhverfisráðherra, kynnir nýjan bækling
um mengun á Islandsmiðum á blaðamannafundi í gær.
Margt áunnist
í mengunarvörn-
um á ári hafsins
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ
hefur í tilefni af ári hafsins gefið út
bækling um mengun á Islandsmið-
um. Bæklingurinn fjallar um helstu
uppsprettur mengunar, ástandið á
miðunum í kringum Island og að-
gerðir gegn mengun hafsins, jafnt
heima fyrir sem á alþjóðavettvangi.
Þá hefur Hollustuvernd ríkisins
einnig gefið út bækling um meng-
un frá skipum til leiðbeiningar fyr-
ir áhafnir.
I bæklingnum er lögð áhersla á
að mengun sjávar við Island sé
með því minnsta sem þekkist en að
árvekni og aðgerða sé þörf, því
sum mengunarefni sem áður fund-
ust helst í innhöfum og við strend-
ur iðnríkja finnast nú í úthöfum og
lífríkinu þar og kunna að valda
vanda í framtíðinni verði ekki grip-
ið í taumana.
Góður árangur innanlands
sem erlendis
Guðmundur Bjarnason sagði, á
fréttamannafundi sem haldinn var
vegna útgáfu bæklingsins í gær,
það vera ánægjulegt að á ári hafs-
ins skuli tveimur mikilvægum
áföngum hafa verið náð í vernd
hafsins gegn mengun á alþjóða-
vettvangi. „I mars á þessu ári
gekk í gildi OSPAR-samningurinn
um vernd Norðaustur-Atlants-
hafsins en hann nær bæði til los-
unar á sjó og frá landstöðvum. Þá
hafa Islendingar lengi verið í far-
arbroddi í viðræðum um takmörk-
un á losun þrávirkra lífrænna efna
og viðræður um gerð slíks samn-
ings hófust í júní á þessu ári og er
stefnt að því að ná innan tveggja
ára bindandi samkomulagi um
takmörkun á losun hættulegustu
efnanna. Hér innanlands hafa
einnig verið stigin stór skref í
bættri umgengni við hafið nýlega,
svo sem með stórfelldum umbót-
um á fráveitukerfi á höfuðborgar-
svæðinu og víðar og með fram-
kvæmd laga um spilliefnagjald,
þar sem skilvirku kerfi hefur verið
komið upp fyrir söfnun og eyðingu
hættulegustu efnanna, sem ella
hefðu lent að stórum hluta í sjón-
um,“ sagði Guðmundur.
Bæklingnum verður dreift í alla
skóla landsins og víðar. Sagði Guð-
mundur það von umhverfisráðu-
neytisins að útgáfa hans verði til
þess að efla þekkingu og áhuga á
því mikiivæga hagsmunamáli ís-
lendinga að halda hafinu hreinu og
ómenguðu, en aukin almenn þekk-
ing á vandanum sé undirstaða góðr-
ar umgengni við hafið og náttúruna.
Mengun frá skipum
Þá hefur Hollustuvemd ríkisins
nýlega gefið út bæklinginn Meng-
un frá skipum en í honum er að
finna reglur um olíu- og sorpmeng-
un frá skipum. Ennfremur er farið
yfir helstu almennar reglur um
meðhöndlun olíu og sorps um borð
í skipum. Bæklingurinn er ætlaður
til leiðbeiningar fyrir áhafnir skipa
og skipstjórnai-menn. I bæklingn-
um kemur m.a. fram að skil á úr-
gangsolíu íslenskra skipa hafa auk-
ist verulega á síðustu tveimur ára-
tugum. Þá hefur magn sorps sem
borist hefur til hafna landsins frá
skipum sömuleiðis aukist til muna
á síðustu ámm.
ESB sker niður
kvóta næsta árs
Þorskkvóti minnkaður um 32.800 tonn
Reuters
RÁÐHERRAR sjávarútvegsmála
innan Evrópusambandsins (ESB)
hafa ákveðið að minnka leyfilegan
hámarksafla aðildarríkjanna árið
1999. Tekist var á um tillögu
framkvæmdastjórnar ESB um
fiskveiðiheimildir næsta árs á
næturlöngum fundi í Brussel.
Kvóti túnfisks í Atlantshafi var
skertur án samþykkis Italíu og
Grikklands.
Samkvæmt samkomulagi ráð-
herrafundarins verður leyfilegur
hámarksafli þorsks 334.200 tonn,
sem er 32.800 tonnum minna en
kvóti þessa árs. Ysukvótinn var
skertur um 20% úr 168.000 tonnum
í 135.000 tonn. Mestur styr stóð um
tillögur framkvæmdastjórnarinnar
um skerðingu túnfiskkvótans og
ráðherrar Italíu og Grikklands
studdu ekki afgreiðslu túnfiskkvót-
ans á fundinum.
Framkvæmdastjórn ESB lagði
tillögur um skerðingu aflaheim-
ilda á næsta ári fyrir ráðherra-
fundinn fyrr í þessum mánuði.
Töldu sumir ráðamenn ESB að
framkvæmdastjórnin hefði of
mikinn vara á í tillögugerðinni og
hún bæri þess merki að verstu
spár vísindamanna um viðgang
fiskistofna væru einungis hafðar
til hliðsjónar.
Begin tilkynnir fram-
boð gegn Netanyahu
Tel Aviv. Reuters.
ZE’EV Benjamin
Begin, einkasonur
Menachems Beg-
ins, stofnanda
Likud-flokksins,
tilkynnti i gær að
hann hygðist segja
sig úr flokknum og
gefa kost á sér
gegn Benjamin
Netanyahu, for-
sætisráðherra
Israels, í kosningunum á næsta ári.
Begin kvaðst ætla að bjóða sig
fram utan flokka vegna óánægju
með friðarsamning Netanyahus við
Palestínumenn sem kveður á um að
þeir fái 13% Vesturbakkans.
Begin er 55 ára, jarðfræðingur að
mennt og hefur setið á þingi fyrir
Likud-flokkinn frá því hann haslaði
sér völl í stjórnmálunum fýrir áratug.
Þing Israels samþykkti í vikunni
sem leið að efnt yrði til forsætis-
ráðherrakosninga á næsta ári,
tæpu einu og hálfu ári áður en
kjörtímabilinu lýkur. Gert er ráð
fyrir að ákveðið verði í dag hvenær
kosningarnar verða og ísraelskir
stjórnmálamenn spáðu því að þær
yrðu einhvern tíma frá apríl til
júní.
Begin gagnrýndi Netanyahu
harkalega án þess að nefna hann á
nafn og sagði að lítill sem enginn
munur væri á Likud-flokknum og
Verkamannaflokknum eftir að Net-
anyahu samþykkti að láta landsvæð-
in á Vesturbakkanum af hendi. Hann
lýsti Wye-samningnum, sem Net-
anyahu og Yasser Arafat, leiðtogi
Palestínumanna, undirrituðu í októ-
ber, sem „óskilgetnu barni“ friðar-
samningsins sem stjórn Verka-
mannaflpkksins gerði við Palestínu-
menn í Ósló árið 1993. Hann sagði að
ef Israelar stæðu ekki við Wye-
samninginn og neituðu að láta fleiri
landsvæði af hendi gætu þeir enn
komið í veg fyrir að Palestínumenn
stæðu við þá hótun sína að lýsa yfir
stofnun sjálfstæðs ríkis í maí þegar
friðarviðræðunum á að ljúka.
Faðir Begins barðist fyrir ríki
gyðinga áður en Israel var stofnað
árið 1948 og var forsætisráðherra
landsins á árunum 1977-83.
Menachem Begin varð íyrsti for-
sætisráðherra Israels til að gera
friðarsamning við araba árið 1979
þegar hann féllst á að afhenda Eg-
yptum Sinai-skagann. Hann sagði
af sér árið 1983 vegna mikils mann-
falls í innrás Israela í Líbanon og
lést árið 1992.
Lindau í framboði
í leiðtogakjöri Likud
Benjamin Begin, sem er kallaður
Benny, er fimmti maðurinn sem
hyggst reyna að koma Netanyahu
frá völdum. Uzi Lindau, 55 ára
þingmaður á hægrivæng Likud-
flokksins, tilkynnti á sunnudag að
hann myndi bjóða sig fram gegn
Netanyahu í leiðtogakjöri flokksins
sem líklegt er að fari fram 25. janú-
ar. Lindau viðurkenndi þó að litlar
líkur væru á því hann bæri sigurorð
af Netanyahu.
Miðjumennimir Dan Meridor,
fyrrverandi fjármálaráðherra Likud-
flokksins, og Amnon Lipkin-Shahak,
fyrrverandi yfirmaður hersins, búa
sig einnig undir framboð í forsætis-
ráðherrakosningunum, auk Ehuds
Bai-aks, leiðtoga Verkamannaflokks-
ins.
Begin kvaðst telja að enginn
frambjóðendanna fengi tilskilið
fylgi til að ná kjöri í fyrri umferð
forsætisráðherrakosninganna.
Hann spáði því að í síðari umferð-
inni yi’ði kosið á milli hans og Net-
anyahus.
Netanyahu styrkti stöðu sína í
Likud-flokknum um helgina þegar
Ehud Olmert, borgarstjóri Jenisal-
em, tilkynnti að hann hygðist ekki
gefa kost á sér gegn Netanyahu í
leiðtogakjöri flokksins. Ariel Sharon
utanríkisráðherra lýsti einnig yfir
stuðningi við Netanyahu og kvaðst
vilja stuðla að einingu í Likud-
flokknum til að afstýra því að hann
biði ósigur í kosningunum.
Yitzhak Mordechai varnarmála-
ráðherra hefur hins vegar ekki
ákveðið enn hvort hann gefur kost á
sér gegn Netanyahu í leiðtogakjör-
inu eða segir sig úr flokknum.
Ze’ev Benja-
min Begin
Minnsti
áttburinn látinn
Reuters
FORELDRAR áttburanna halda jólin hátíðleg á barnaspítalanum í
Texas. Móðir áttburanna, Nkem Chukwu, sem er aðeins 27 ára gömul,
átti sjö barnanna með keisaraskurði hinn 20. desember, en eitt stúlku-
barn fæddist 8. desember.
Houston, Peking. Reuters.
VIKUGAMALT stúlkubarn, hið
minnsta af áttburunum er
fæddust í Houston í Texas í vik-
unni sem leið, lést á sunnudag-
inn vegna hjarta- og lungna-
galla, aðeins klukkutíma eftir
að móðir hennar heimsótti hana
í fyrsta skipti. Hin börnin sjö
eru öll sögð við slæma heilsu og
enn er ekki öruggt að þau lifi
af. Lifi þau af munu þau þurfa
að dvelja að minnsta kosti tvo
mánuði á vökudeild barnaspít-
alans.
Stúlkan sem lést var kölluð
Odera og vó aðeins um 320
grömm og var 24,7 sm að lengd
við fæðingu. Dánarorsökin,
lungna- og hjai-tagalli, er rakin
til þess að hún hafði allt of litið
rými til eðlilegs vaxtar í móður-
kviði. Vegna slæmrar heilsu féll
þyngdin enn frekar dagana eft-
ir fæðingu og stúlkubarnið
komst fyrir í kvenmannslófa.
Ástand hennar versnaði til
muna siðastliðinn laugardag
þegar læknarnir reyndu að
hækka súrefnismagn í blóði
með hjálp nýrrar vélar. Stúlkan
þoldi ekki álagið og dó skömmu
seinna.
Trúarlegar ástæður
Móðir áttburanna, Nkem
Chukwu, 27 ára bandarískur
ríkisborgari, aðflutt frá Níger-
íu, hafði verið of veikburða til
að sjá börnin siðan sjö þeirra
voru tekin með keisaraskurði
sunnudaginn 20 desember. Eitt
barnanna, stúlka, fæddist eðli-
lega hinn 8. desember.
Foreldrar áttburanna sögðu
í blaðaviðtali að þau hörmuðu
dauða dóttur sinnar en þökk-
uðu Guði jafnframt fyrir að
blessa líf sitt, með fæðingu
hennar. Af trúarástæðum
hafði konan neitað að láta
eyða nokkrum fóstranna til að
veita þeim sem eftir hefðu orð-
ið meiri möguleika á að halda
lífi. Stærsta barnið vó aðeins
um 810 grömm eða rúmar
þrjár merkur við fæðingu.
Þremur barnanna er haldið á
lífi með lijálp véla en ástand
tveggja er talið mjög alvarlegt
eftir skurðaðgerðir nú um
helgina.
Veikindi og andlát
annarra Ijölbura
I nóvember 1997 fæddust
sjöburar í Bandaríkjunum.
Börnin hafa öll með jöfnu milli-
bili átt við alvarleg veikindi að
stríða en fregnir herma að Iíð-
an þeirra sé betri nú en á síð-
asta ári.
Á Þorláksmessu fæddust sex-
burar í Kina. Tveir þeirra létust
í gær vegna Iungnagalla. Sex-
burarnir fæddust eftir aðeins
28 vikna meðgöngu og vó
minnsta barnið 495 grömm en
hið stærsta 1,17 kflógrömm.
Ástand hinna íjögurra barn-
anna er sagt stöðugt og líklegt
að þau lifí af. Samkvæmt upp-
lýsingum frá opinberu kín-
versku fréttastofunni Xinhua
voru sexburarnir getnir á nátt-
úrulegan hátt án aðstoðar frjó-
semislylja.