Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tilraunir gerðar til að fljúga loftbelgjum umhverfís jörðina Flugtaki frest- að í Astralíu Canberra, Honolulu. Reuters. MIKIL vindhæð neyddi í gær ástr- alsk-bandarískt teymi, sem hyggst taka þátt í kapphlaupinu um að verða fyrst til að fljúga umhverfís jörðina í loftbelg, til að fresta fyrir- huguðu flugtaki. Aformað hafði verið að risavaxinn loftbelgur RE/MAX-liðsins legði í hann frá mið-ástralska bænum Alice Springs í gær, en að sögn Bill Eehols, talsmanns liðsins, var vind- ur við jörð og í háloftunum of mikill til að unnt væri að reyna flugtak án þess að taka óþarfa áhættu. Til stendur að reyna flugtak aftur á fimmtudag eða föstudag, þ.e. á gamlárs- eða nýársdag, þegar búizt er við því að hæð sem olli hinum mikla vindi á flugtaksstaðnum verði orðin meinlaus. Hnattflugstilraun þessa liðs er all- nokkuð frábrugðin fyrri tilraunum, þar sem loftbelgurinn mun fara í miklu meiri hæð en hingað til hefur verið reynt. Gert er ráð fyrir að belgurinn, sem er á við 40 hæða hús að stærð, fari upp að efstu mörkum lofthjúpsins í tæplega 40 km hæð, í heiðhvolfinu, og verði þar með á ferð yfir öllu veðrakerfi jarðarinnar. Ef öll áform ganga eftir verður þetta hæsta flug sem nokkurn tím- ann hefur verið reynt í mönnuðu loftbelgsfari. Flestir aðrir loftbelgir fljúga í 6-9 km hæð í gufuhvolfinu. Mennirnir um borð í RE/MAX, Ástralinn John Wallington og Bandaríkjamennirnir Dave Liniger og Bob Martin, verða í sérstökum þrýstiklefa og klæddir rússneskum geimbúningum. Þeir vonast til að það taki þá 18 daga að berast um- hverfis jörðina og að þeir geti lent aftur í Astralíu. í síðustu viku tilkynnti Belginn Fons Oelermans að hann hygðist reyna að slá metið í hæðarflugi loft- belgs með því að svífa neðan í hel- íumfylltum belg upp í 40 km hæð. Metið hingað til, 35 km, var sett 1961. Branson lenti í Kyrrahafi Brezki auðkýfingurinn Richard Branson og félagar hans um borð í „ICO Global Challenger“-loftbeIgn- um, sem lagði af stað í hnattflugstil- raun frá Marokkó föstudaginn fyrir jól, neyddust til að hætta við tilraun- ina og lenda í Kyrrahafi nærri Hawaii-eyjum nákvæmlega viku eft- ir flugtakið. Þeim var bjargað upp í þyrlur bandarísku strandgæzlunnar eftir að hafa orðið að stökkva í sjóinn úr loft- belgshylkinu, sem dróst stjómlaust með belgnum eftir sjávarborðinu. Félögunum þremur - Branson, fyrr- verandi keppinauti hans, Steve Fossett, og sænska flugmanninum Per Lindstrand - varð ekki meint af volkinu. BANDARISKU ævintýramennirnir Bob Martin (t.h.) og Dave Lini- ger (t.v.) skoða ásamt áströlskum félaga sínum, John Wallington, einn búninganna sem þeir munu klæðast í hnattflugstilraun sinni uppi í heiðhvolfinu. Andófs- menn fang- elsaðir í Kína Peking. Reuters. KÍNVERSKI andófsmaðurinn Zhang Shanguang var hnepptur í varðhald sl. sunnudag og var hann fjórði andófsmaðurinn sem kínversk stjómvöld fangelsa á einni viku. Zhang var dæmdur í 10 ára fang- elsi fyrir að veita útvarpsstöðinni Radio Free Asia, er nýtur stuðnings Bandaríkjamanna, upplýsingar um mótmælaaðgerðir bænda. Zhang var dreginn fyrir dómstóla í Hunan-héraði og og auk fangelsis- vistarinnar var hann sviptur borg- araréttindum í fimm ár. Áður höfðu þrír stofnendur stjómarandstöðuflokks, sem var bannaður, verið fangelsaðir. Þá hafði verið gefin út tilskipun um að- gerðir gegn niðurrifsöflum í sam- ræmi við skipun frá Jiang Zemin forseta um að öll ógn við stöðug- leika skyldi „kæfð í fæðingu". I yfirlýsingu frá Upplýsingamið- stöð mannréttinda- og lýðræðis- hreyflngarinnar í Hong Kong sagði m.a. að mál Zhangs sýndi svo ekki yrði um villst að „önnur alda þving- ana á lýðræðissinnum væri hafin“. Zhang mun hafa verið sakaður um að hafa „með ólöglegum hætti veitt upplýsingar erlendum óvinum og þjóðum", að því er Human Rights in China greindi frá. í viðtali við Radio Free Asia í mars sl. sagði Zhang frá því er um 80 bændur í Hunan gerðu uppreisn m.a. gegn hárri skattlagningu og leiddu óeirð- imar til mannfalls. Ólfklegt talið að Clinton verði sviptur embættinu Fréttaskýrendur BBC spá í framtíðina Yítur taldar líkleg-- asta niðurstaðan Reuters BILL Clinton, eiginkona hans og dóttir þeirra ganga út úr veitingahúsi í Kínahverfinu í Wash- ington. Vegfarendur flykktust að fjölskyldunni og hrópuðu: „Við elskum þig, herra forseti." Washington. Reuters. FRAMMÁMENN repú- blikana og demókrata á Bandaríkjaþingi sögðu á sunnudag að óhjákvæmi- legt væri að öldungadeildin hæfi réttarhöld í máli Bills Clintons forseta í byrjun janúar en töldu ólíklegt að hann yrði sviptur embætt- inu. Þingmenn úr báðum flokkunum sögðu að Ijúka þyrfti réttarhöldunum sem fyrst og líklegast væri að þeim myndi ljúka með því að öldungadeildin sam- þykkti vítur á forsetann. Thomas Daschle, leið- togi demókrata í öldunga- deildinni, sagði að flest benti til þess að Clinton yrði ekki sviptur embætt- inu. Demókratar eru í minnihluta í öldungadeildinni, sem er skipuð 100 þingmönnum, en hafa nógu mörg at- kvæði til að hindra embættissvipt- ingu þar sem deildin þarf að sam- þykkja hana með tveimur þriðju at- kvæðanna. Skoðanakannanir benda til þess að Clinton njóti enn mikilla vinsælda meðal Bandaríkjamanna eftir að full- trúadeildin samþykkti 19. þessa mánaðai- að ákæra hann fyrir mein- særi og tilraun til að hindra fram- gang réttvísinnar vegna rannsóknar- innar á sambandi hans við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Samkvæmt nýjustu könnunum eru rúmlega 70% Banda- ríkjamanna ánægð með störf forset- ans. Óvissa um málsmeðferðina Þetta er aðeins í annað sinn í sögu Bandaríkjanna sem þingið höfðar mál gegn forseta til embættismissis. Andrew Johnson var ákærður árið 1868 vegna deilu um uppbygginguna í suðurríkjunum eftir þrælastríðið en hélt embættinu þar sem ákæran var felld í öldungadeildinni með aðeins eins atkvæðis mun. Þar sem 130 ár eru liðin frá því réttað var yfir Johnson ríkir allmikil óvissa um hvemig standa eigi að réttarhöldunum yfir Clinton. Nokkr- ir þingmenn sögðu að ef ákæran á hendur Clinton fengi ekki nógu mörg atkvæði þyrfti deildin að hefj- ast handa við að leggja drög að vít- um á forsetann. „Ef við getum ekki sakfellt hann þurfum við að gera það næstbesta og það er að benda þjóðinni á hversu slæm hegðun Clintons var,“ sagði Orrin Hatch, formaður dómsmála- nefndar öldungadeildarinnar og repúblikani frá Utah. „Við þurfum að gera okkar allra besta til að sýna þjóðinni að forsetinn hefur flekkað embættið, að hann hefur gert rangt og komið þjóðinni í mikinn vanda.“ Mike McCurry, fyi-rverandi tals- maður forsetans, sagði að Clint- on hefði þegar fengið þá refs- ingu „sem skaðar hann mest“ og átti þar við málshöfðun þingsins. Repúblikaninn Mitch McConnell sagði að öldunga- deildin ætti að greiða atkvæði um ákæruna á hendur forsetan- um áður en hún íhugaði vítur á hann. Dole vill að Clinton viður- kenni meinsæri Gert er ráð fyrir að réttar- höldin hefjist í annarri vikunni í janúar, skömmu eftir að jólahléi þingsins lýkur. Bob Dole, fyrr- verandi öldungadeildarþing- maður og frambjóðandi repúblikana i forsetakosningun- um árið 1996, sagði að forystu- menn flokkanna ættu að geta náð samkomulagi um vítur á forset- ann. Hann lagði til að ákæruatriðin tvö yrðu tekin saman í eina yfirlýs- ingu sem Clinton myndi undirrita við opinbera athöfn. „Þar myndi hann viðurkenna þá staðreynd að hann laug,“ sagði Dole. Clinton hefur viðurkennt að hafa átt í „óviðeigandi" sambandi við Lewinsky en neitað því að hafa borið ljúgvitni í eiðsvörnum yfirlýsingum sínum um málið. Tom DeLay, einn af forystumönn- um repúblikana í fulltrúadeildinni hefur lagt til að öldungadeildin fái ýmis gögn um málið sem fulltrúa- deildin hafi ekki fengið áður en hún samþykkti málshöfðunina. Sú tillaga virðist ekki njóta mikils stuðnings meðal repúblikana og demókrata og dagblaðið Washington Post hafnaði henni í forystugrein. „Enginn trúir því að dómsmálanefnd fulltrúadeild- arinnar hefði sniðgengið þessi óbirtu gögn ef þau hefðu verið talin skipta máli,“ sagði blaðið. Spá forsetaskiptum í Rússlandi og undir- fötum frá Lewinsky FRÉTTASKÝRENDUR breska útvarpsins.BBC, eru teknir til við að rýna í framtíðina og spá um þróun mála á næsta ári. Sjá þeir fyrir sér að Borís Jeltsín muni hverfa af forsetastóli í Rússlandi og að Monica Lewin- sky muni hleypa af stokkum undirfatalínu með nafni sínu. Stephen Sackur, fréttaritari BBC í Washington, sér í sinni kristalskúlu að Bill Clinton Bandaríkjaforseti muni eiga erfitt ár fyrir höndum eftir að hafa hlotið vítur frá hendi öld- ungadeildar Bandaríkjaþings en komast hjá því að verða dæmdur frá embætti. Hann spáir því einnig, að klámkóngurinn Larry Flynt muni birta í tímaritum sínum ásakanir um framhjáhald og kynlífsiðju á hendur nokkrum háttsettum repúblikönum. Loks sér Sackur fyrir sér að Monica Lewinsky muni fá enn ineiri fjölmiðlaathygli árið 1999 en í ár. „Ég spái því að hún muni hleypa af stokkunum eigin ilmvatnslínu og undir- fatalínu,“ segir Sackur. Atvinnulausir kunna að rísa upp í Kína Matt, Frei, Asíufréttaritari BBC, segist sjá fyrir sér auk- inn efnahagsvanda í Asíuríkj- um. Kreppa muni ríkja þar áfram og segja til sín í efna- hagslífi á Vesturlöndum. Frei spáir vandræðum í Kína. Segir hann að milljónir verkamanna, sem sagt hefur verið upp starfí hjá ríkisfyrir- tækjum, hafi mótmælt kjörum sínum á götum úti þó lítið hafí verið sagt frá mótmælunum í fjölmiðlum. Haldi ríkisstjórnin áfram efnahagsumbótum með pólitískri kúgun gætu gífurleg mótmæli átt sér stað og hætta skapast á að upp úr syði. Alan Little í Moskvu segist leggja höfuð sitt að veði og spáir því að nýr forseti taki við völdum í Rússlandi. „Sá nýi, hver svo sem það verður, mun verða hortugri í garð Vestur- landa, miklum mun þjóðernis- sinnaðri en Jeltsín og mun hrokafyllri í því að reka hags- muni Rússa á alþjóðavett- vangi,“ segir hann. Upplausn í Evrulandi Peter Day, fréttaskýrandi á sviði viðskipta hjá BBC, segir að búast megi við að athafna- lífið taki fljótt og vel við evr- unni, hinum nýja sameiginlega gjaldmiðli Evrópusambands- landanna, sem verður að veru- leika í byrjun nýs árs. Day segir þó að þegar til langs tíma sé litið kunni óveð- ursský að leynast handan sjón- deildarhrings Evrulandsins, eins og hann nefnir hagkerfíð sem evran nær til og verður hið næst stærsta í heimi á eftir því bandaríska. „Evran er pólitisk hugdetta sem hefur verið þröngvað upp á nokkur gerólík hagkerfí og kann til lengri tíma litið að framkalla upplaúsn ef hún skil- ar ekki tilætluðum árangri," segir Day.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.