Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Tilraunir gerðar til að fljúga loftbelgjum umhverfís jörðina
Flugtaki frest-
að í Astralíu
Canberra, Honolulu. Reuters.
MIKIL vindhæð neyddi í gær ástr-
alsk-bandarískt teymi, sem hyggst
taka þátt í kapphlaupinu um að
verða fyrst til að fljúga umhverfís
jörðina í loftbelg, til að fresta fyrir-
huguðu flugtaki.
Aformað hafði verið að risavaxinn
loftbelgur RE/MAX-liðsins legði í
hann frá mið-ástralska bænum Alice
Springs í gær, en að sögn Bill
Eehols, talsmanns liðsins, var vind-
ur við jörð og í háloftunum of mikill
til að unnt væri að reyna flugtak án
þess að taka óþarfa áhættu. Til
stendur að reyna flugtak aftur á
fimmtudag eða föstudag, þ.e. á
gamlárs- eða nýársdag, þegar búizt
er við því að hæð sem olli hinum
mikla vindi á flugtaksstaðnum verði
orðin meinlaus.
Hnattflugstilraun þessa liðs er all-
nokkuð frábrugðin fyrri tilraunum,
þar sem loftbelgurinn mun fara í
miklu meiri hæð en hingað til hefur
verið reynt. Gert er ráð fyrir að
belgurinn, sem er á við 40 hæða hús
að stærð, fari upp að efstu mörkum
lofthjúpsins í tæplega 40 km hæð, í
heiðhvolfinu, og verði þar með á ferð
yfir öllu veðrakerfi jarðarinnar.
Ef öll áform ganga eftir verður
þetta hæsta flug sem nokkurn tím-
ann hefur verið reynt í mönnuðu
loftbelgsfari. Flestir aðrir loftbelgir
fljúga í 6-9 km hæð í gufuhvolfinu.
Mennirnir um borð í RE/MAX,
Ástralinn John Wallington og
Bandaríkjamennirnir Dave Liniger
og Bob Martin, verða í sérstökum
þrýstiklefa og klæddir rússneskum
geimbúningum. Þeir vonast til að
það taki þá 18 daga að berast um-
hverfis jörðina og að þeir geti lent
aftur í Astralíu.
í síðustu viku tilkynnti Belginn
Fons Oelermans að hann hygðist
reyna að slá metið í hæðarflugi loft-
belgs með því að svífa neðan í hel-
íumfylltum belg upp í 40 km hæð.
Metið hingað til, 35 km, var sett
1961.
Branson lenti í Kyrrahafi
Brezki auðkýfingurinn Richard
Branson og félagar hans um borð í
„ICO Global Challenger“-loftbeIgn-
um, sem lagði af stað í hnattflugstil-
raun frá Marokkó föstudaginn fyrir
jól, neyddust til að hætta við tilraun-
ina og lenda í Kyrrahafi nærri
Hawaii-eyjum nákvæmlega viku eft-
ir flugtakið.
Þeim var bjargað upp í þyrlur
bandarísku strandgæzlunnar eftir að
hafa orðið að stökkva í sjóinn úr loft-
belgshylkinu, sem dróst stjómlaust
með belgnum eftir sjávarborðinu.
Félögunum þremur - Branson, fyrr-
verandi keppinauti hans, Steve
Fossett, og sænska flugmanninum
Per Lindstrand - varð ekki meint af
volkinu.
BANDARISKU ævintýramennirnir Bob Martin (t.h.) og Dave Lini-
ger (t.v.) skoða ásamt áströlskum félaga sínum, John Wallington,
einn búninganna sem þeir munu klæðast í hnattflugstilraun sinni
uppi í heiðhvolfinu.
Andófs-
menn fang-
elsaðir
í Kína
Peking. Reuters.
KÍNVERSKI andófsmaðurinn
Zhang Shanguang var hnepptur í
varðhald sl. sunnudag og var hann
fjórði andófsmaðurinn sem kínversk
stjómvöld fangelsa á einni viku.
Zhang var dæmdur í 10 ára fang-
elsi fyrir að veita útvarpsstöðinni
Radio Free Asia, er nýtur stuðnings
Bandaríkjamanna, upplýsingar um
mótmælaaðgerðir bænda.
Zhang var dreginn fyrir dómstóla
í Hunan-héraði og og auk fangelsis-
vistarinnar var hann sviptur borg-
araréttindum í fimm ár.
Áður höfðu þrír stofnendur
stjómarandstöðuflokks, sem var
bannaður, verið fangelsaðir. Þá
hafði verið gefin út tilskipun um að-
gerðir gegn niðurrifsöflum í sam-
ræmi við skipun frá Jiang Zemin
forseta um að öll ógn við stöðug-
leika skyldi „kæfð í fæðingu".
I yfirlýsingu frá Upplýsingamið-
stöð mannréttinda- og lýðræðis-
hreyflngarinnar í Hong Kong sagði
m.a. að mál Zhangs sýndi svo ekki
yrði um villst að „önnur alda þving-
ana á lýðræðissinnum væri hafin“.
Zhang mun hafa verið sakaður
um að hafa „með ólöglegum hætti
veitt upplýsingar erlendum óvinum
og þjóðum", að því er Human
Rights in China greindi frá. í viðtali
við Radio Free Asia í mars sl. sagði
Zhang frá því er um 80 bændur í
Hunan gerðu uppreisn m.a. gegn
hárri skattlagningu og leiddu óeirð-
imar til mannfalls.
Ólfklegt talið að Clinton verði sviptur embættinu
Fréttaskýrendur BBC spá í framtíðina
Yítur taldar líkleg--
asta niðurstaðan
Reuters
BILL Clinton, eiginkona hans og dóttir þeirra
ganga út úr veitingahúsi í Kínahverfinu í Wash-
ington. Vegfarendur flykktust að fjölskyldunni
og hrópuðu: „Við elskum þig, herra forseti."
Washington. Reuters.
FRAMMÁMENN repú-
blikana og demókrata á
Bandaríkjaþingi sögðu á
sunnudag að óhjákvæmi-
legt væri að öldungadeildin
hæfi réttarhöld í máli Bills
Clintons forseta í byrjun
janúar en töldu ólíklegt að
hann yrði sviptur embætt-
inu. Þingmenn úr báðum
flokkunum sögðu að Ijúka
þyrfti réttarhöldunum sem
fyrst og líklegast væri að
þeim myndi ljúka með því
að öldungadeildin sam-
þykkti vítur á forsetann.
Thomas Daschle, leið-
togi demókrata í öldunga-
deildinni, sagði að flest
benti til þess að Clinton
yrði ekki sviptur embætt-
inu. Demókratar eru í minnihluta í
öldungadeildinni, sem er skipuð 100
þingmönnum, en hafa nógu mörg at-
kvæði til að hindra embættissvipt-
ingu þar sem deildin þarf að sam-
þykkja hana með tveimur þriðju at-
kvæðanna.
Skoðanakannanir benda til þess að
Clinton njóti enn mikilla vinsælda
meðal Bandaríkjamanna eftir að full-
trúadeildin samþykkti 19. þessa
mánaðai- að ákæra hann fyrir mein-
særi og tilraun til að hindra fram-
gang réttvísinnar vegna rannsóknar-
innar á sambandi hans við Monicu
Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í
Hvíta húsinu. Samkvæmt nýjustu
könnunum eru rúmlega 70% Banda-
ríkjamanna ánægð með störf forset-
ans.
Óvissa um málsmeðferðina
Þetta er aðeins í annað sinn í sögu
Bandaríkjanna sem þingið höfðar
mál gegn forseta til embættismissis.
Andrew Johnson var ákærður árið
1868 vegna deilu um uppbygginguna
í suðurríkjunum eftir þrælastríðið en
hélt embættinu þar sem ákæran var
felld í öldungadeildinni með aðeins
eins atkvæðis mun.
Þar sem 130 ár eru liðin frá því
réttað var yfir Johnson ríkir allmikil
óvissa um hvemig standa eigi að
réttarhöldunum yfir Clinton. Nokkr-
ir þingmenn sögðu að ef ákæran á
hendur Clinton fengi ekki nógu
mörg atkvæði þyrfti deildin að hefj-
ast handa við að leggja drög að vít-
um á forsetann.
„Ef við getum ekki sakfellt hann
þurfum við að gera það næstbesta og
það er að benda þjóðinni á hversu
slæm hegðun Clintons var,“ sagði
Orrin Hatch, formaður dómsmála-
nefndar öldungadeildarinnar og
repúblikani frá Utah. „Við þurfum
að gera okkar allra besta til að sýna
þjóðinni að forsetinn hefur flekkað
embættið, að hann hefur gert rangt
og komið þjóðinni í mikinn vanda.“
Mike McCurry, fyi-rverandi tals-
maður forsetans, sagði að Clint-
on hefði þegar fengið þá refs-
ingu „sem skaðar hann mest“
og átti þar við málshöfðun
þingsins. Repúblikaninn Mitch
McConnell sagði að öldunga-
deildin ætti að greiða atkvæði
um ákæruna á hendur forsetan-
um áður en hún íhugaði vítur á
hann.
Dole vill að Clinton viður-
kenni meinsæri
Gert er ráð fyrir að réttar-
höldin hefjist í annarri vikunni í
janúar, skömmu eftir að jólahléi
þingsins lýkur. Bob Dole, fyrr-
verandi öldungadeildarþing-
maður og frambjóðandi
repúblikana i forsetakosningun-
um árið 1996, sagði að forystu-
menn flokkanna ættu að geta
náð samkomulagi um vítur á forset-
ann. Hann lagði til að ákæruatriðin
tvö yrðu tekin saman í eina yfirlýs-
ingu sem Clinton myndi undirrita við
opinbera athöfn. „Þar myndi hann
viðurkenna þá staðreynd að hann
laug,“ sagði Dole.
Clinton hefur viðurkennt að hafa
átt í „óviðeigandi" sambandi við
Lewinsky en neitað því að hafa borið
ljúgvitni í eiðsvörnum yfirlýsingum
sínum um málið.
Tom DeLay, einn af forystumönn-
um repúblikana í fulltrúadeildinni
hefur lagt til að öldungadeildin fái
ýmis gögn um málið sem fulltrúa-
deildin hafi ekki fengið áður en hún
samþykkti málshöfðunina. Sú tillaga
virðist ekki njóta mikils stuðnings
meðal repúblikana og demókrata og
dagblaðið Washington Post hafnaði
henni í forystugrein. „Enginn trúir
því að dómsmálanefnd fulltrúadeild-
arinnar hefði sniðgengið þessi óbirtu
gögn ef þau hefðu verið talin skipta
máli,“ sagði blaðið.
Spá forsetaskiptum
í Rússlandi og undir-
fötum frá Lewinsky
FRÉTTASKÝRENDUR breska
útvarpsins.BBC, eru teknir til
við að rýna í framtíðina og spá
um þróun mála á næsta ári. Sjá
þeir fyrir sér að Borís Jeltsín
muni hverfa af forsetastóli í
Rússlandi og að Monica Lewin-
sky muni hleypa af stokkum
undirfatalínu með nafni sínu.
Stephen Sackur, fréttaritari
BBC í Washington, sér í sinni
kristalskúlu að Bill Clinton
Bandaríkjaforseti muni eiga
erfitt ár fyrir höndum eftir að
hafa hlotið vítur frá hendi öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings
en komast hjá því að verða
dæmdur frá embætti.
Hann spáir því einnig, að
klámkóngurinn Larry Flynt
muni birta í tímaritum sínum
ásakanir um framhjáhald og
kynlífsiðju á hendur nokkrum
háttsettum repúblikönum.
Loks sér Sackur fyrir sér að
Monica Lewinsky muni fá enn
ineiri fjölmiðlaathygli árið
1999 en í ár. „Ég spái því að
hún muni hleypa af stokkunum
eigin ilmvatnslínu og undir-
fatalínu,“ segir Sackur.
Atvinnulausir kunna
að rísa upp í Kína
Matt, Frei, Asíufréttaritari
BBC, segist sjá fyrir sér auk-
inn efnahagsvanda í Asíuríkj-
um. Kreppa muni ríkja þar
áfram og segja til sín í efna-
hagslífi á Vesturlöndum.
Frei spáir vandræðum í
Kína. Segir hann að milljónir
verkamanna, sem sagt hefur
verið upp starfí hjá ríkisfyrir-
tækjum, hafi mótmælt kjörum
sínum á götum úti þó lítið hafí
verið sagt frá mótmælunum í
fjölmiðlum. Haldi ríkisstjórnin
áfram efnahagsumbótum með
pólitískri kúgun gætu gífurleg
mótmæli átt sér stað og hætta
skapast á að upp úr syði.
Alan Little í Moskvu segist
leggja höfuð sitt að veði og
spáir því að nýr forseti taki við
völdum í Rússlandi. „Sá nýi,
hver svo sem það verður, mun
verða hortugri í garð Vestur-
landa, miklum mun þjóðernis-
sinnaðri en Jeltsín og mun
hrokafyllri í því að reka hags-
muni Rússa á alþjóðavett-
vangi,“ segir hann.
Upplausn í Evrulandi
Peter Day, fréttaskýrandi á
sviði viðskipta hjá BBC, segir
að búast megi við að athafna-
lífið taki fljótt og vel við evr-
unni, hinum nýja sameiginlega
gjaldmiðli Evrópusambands-
landanna, sem verður að veru-
leika í byrjun nýs árs.
Day segir þó að þegar til
langs tíma sé litið kunni óveð-
ursský að leynast handan sjón-
deildarhrings Evrulandsins,
eins og hann nefnir hagkerfíð
sem evran nær til og verður
hið næst stærsta í heimi á eftir
því bandaríska.
„Evran er pólitisk hugdetta
sem hefur verið þröngvað upp
á nokkur gerólík hagkerfí og
kann til lengri tíma litið að
framkalla upplaúsn ef hún skil-
ar ekki tilætluðum árangri,"
segir Day.