Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 33 FRIÐRIK Friðriksson er fæddur í aðalhlutverkið og lék það af miklu öryggi og þokka... segir ni.a. í umsögninni. Á myndinni eru Pétur Pan og Vanda, sem Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur. Pétur Pan í vanda LEIKLIST Leikfélag Reykjavfkur f Borgarleikhúsinu PÉTUR PAN Höfundur: J.M. Barrie. Þýðandi og höfundur söngtexta: Karl Ágúst Ulfs- son. Leiksljdri: María Sigurðardóttir. Tdnlist: Kjartan Ólafsson. Leikmynd: Jdn Þórisson. Búningar: Una Collins. Lýsing: Elfar Bjarnason. Danshöf- undur: Lára Stefánsdóttir. Flugbrell- ur: Nick Kirby og Ragnar Hólmars- son. Skylmingar: Örn Leifsson. Leik- arar: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Beata Kretovicova, Bjartur Karlsson, Daníel Traustason, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Emilía Benedikta Gísladóttir, Finnur Guðmundsson, Friðrik Friðriksson, Gísli Rúnar Jónsson, Guðjón Karlsson, Helga Margrét Schram, Hjalti Rúnar Jóns- son, Inga María Valdimarsdóttir, Jó- hann G. Jóhannsson, Jón Magnús Arnarsson, Júlía Aradóttir, Kristín Una Friðjónsddttir, Oddný Arnars- dóttir, Sara Nassim, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Vignir Jó- hannsson, Sigursteinn Stefánsson, Steindór Grétar Jónsson og Tinna Ágústsddttir. Laugardagur 26. des- ember, annar dagur jóla. PÉTUR Pan, söguhetja J.M. Barrie, er löngu orðinn tákngei’v- ingur hins ábyrgðarlausa karl- manns sem vill ekki fullorðnast og í sálfræðihjali leikmanna er vísað til hans ef ætlað er að fullorðnir karl- menn þjáist af ótta við að takast á hendur ábyrgð þá sem fylgir stöðu fjölskylduföður og eiginmanns. Þessi duld í sálarlífí karla er eins og rauður þráður í þessu verki og enginn þeirra er þar undanskilinn. Hinar örfáu kvenpersónur verks- ins - móðir barnanna, Vanda, hundtíkin og jafnvel Tígurlilja indíánaprinsessa - eru hins vegar ábyrgar og móðmiegar og eru skynsemin og skylduræknin upp- máluð. Sú eina sem er undanskilin er álfurinn Skellibjalla, en hún fórnar þó frekar iífí sínu fyrir Pét- ur en að horfa á hann fara sér að voða - sem er mjög í anda móður- hyggju verksins. Verstur allra er þó faðir barn- anna, en vegna rangra ákvarðana hans kemst Pétur Pan í kynni við börnin og tælir þau til að bregðast foreldrum sínum og halda til Hvergilands. Faðirinn hefur öll völdin í málum fjölskyldunnar en hin skynsama móðir hlýðir honum gegn betii vitund. Hans annað sjálf í Hvergilandi er enginn annar en Krókur skipstjóri sem er grímmur siðblindingi, hlægilegur í vanmætti sínum gegn Pétri; móðirin verður einfaldlega að virðulegri indíána- mömmu. Þessi framantöldu gildi höfund- arins eru leikstjóranum ljós og hann útfærir sýninguna vel út frá þessum forsendum. Aftur á móti er einhver allsherjar losarabragur á sýningunni þannig að æ ofan í æ kemur það fyrir að áhrifamikil at- riði missa marks vegna þess að ekki er staldrað við og þeim gefinn nógu mikill tími og rúm til að áhorfendur geti tileinkað sér þau. Á þetta sérstaklega við þegar tjaldið fellur íyrir hlé og svo er þráðurinn er tekin upp aftur að hléi loknu. Þetta veldur því að þeir sem eru gerkunnugir söguþræðin- um sakna meiri aga í leiknum en hinir halda hann slitróttan. Tvennt má nefna um útlit sýn- ingarinnar: Aðalpersónan sækir útlit sitt meira í gríska skógarpúk- ann Pan en hefð er fyrir og er vel að minna á þessi tengsl enda er búningur Pétur ft-umlegur og hitt- ir í mark. Þetta á við um ýmsa aðra búninga og leiktjöld þar sem sköpunargáfa og listrænn smekk- ur eru látin ráða. Það vill brenna við um ýmis önnur gervi og leik- tjöld að myndræn áhrif teikni- myndar Disney-fyrirtækisins eftir sögunni séu of mikil. Þetta á sér- staklega við um gervi Króks skip- stjóra og sumra nóta hans en átti víðar við. Ljósin ýttu víða undir ævintýraljóma sýningarinnar en eltiljósamaður var ekki nógu bein- skeyttm- og of mikið af sýninguni fór fram í hálfrökkri. Tónlistin setti skemmtilegan svip á sýning- una en sönglögin og textarnir bættu litlu við hana. Þýðingin var í heild prýðilega af hendi leyst. Leikur hvers og eins var kraft- mikill og leikgleðin ríkjandi. Þess vegna var agaleysi í hópatriðunum mjög bagalegt. Friðrik Friðriks- son er fæddur í aðalhlutverkið og lék það af miklu öryggi og þokka. Það lifnaði yfír sýningunni í hvert sinn sem hann birtist á sviðinu enda fór ekki fram hjá neinum hvað hann sagði eða tók sér fyrir hendur. Gísli Rúnar fór offari í hlutverkum föðurins og Ki’óks skipstjóra. Hlátursrokurnar urðu leiðigjarnar til lengdar og þessar skrípafígúrur skelfdu varla eitt einasta barn. Það er kannski helsta brotalöm sýningarinnar hve lítið var gert úr skuggahliðum verksins, þeirri lífshættu sem per- sónurnar lenda iðulega í og ógn sem vofír yfir. Sigrún Edda Björnsdóttir náði vel að sýna þessa alvöru sem býr víða í verk- inu í ljúfvæmnu lokaatriðinu en annars var allt í glensi og gamni. Sýningin er skemmtileg og hríf- andi en einhvernveginn var búist við meiru - miklu meiru. Sveinn Haraldsson iæöasrnári' Heimasíða: http://www. centrum.is/svh . Netfang: frjalslyndiflokkurinn@centrum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.