Morgunblaðið - 29.12.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 37
LISTIR
„Hve iðrar margt
líf eitt augnakast“
MARÍA Ellingsen og Arnar Jónsson í Dómsdegi eftir Egil Eðvarðsson.
SJÓIWARP
DÓMSDAGUR
Handrit og leikstjórn: Egill Eðvarðs-
son. Leikendur: María Ellingsen,
Arnar Jónsson, Hilmir Snær Guðna-
son, Ingvar E. Sigurðsson, Ása Hlín
Svavarsdóttir, Benedikt Erlingsson,
Erla Ruth Harðardóttir, Guðfínna
Rúnarsdóttir, Pálmi Gestsson, Guð-
mundur Ólafsson, Magnús Ólafsson
o.fl.
VETURINN 1892-98 leysti Ein-
ar Benediktsson, þá nýútskrifaður
lögfræðingur frá Hafnarháskóla,
tímabundið af sýslumann Þingey-
inga, föður sinn Benedikt Sveins-
son. Meðal mála sem komu til kasta
hans var kæra um að systkinin Sig-
urjón og Sólborg, vinnuhjú á Sval-
barði í Þistilfirði, hefðu átt saman
barn og borið út á laun. Einar hélt
þegar austur og réttaði í málinu, yf-
irheyrði heimilisfólk og játaði Sig-
urjón að hafa tekið barnslíkið og
grafið. Sólborg fyrirfór sér nóttina
áður en að yfirheyrslu hennar kom.
Segir sagan að hún hafi dáið í hönd-
um Einars og varð hann aldrei sam-
ur maður eftir. I mörg ár þjáðist
hann af myrkfælni og mátti aldrei
einn vera og taldi Sólborgu fylgja
sér og ásækja sig í svefni. Sögnin
um síra Odd og Sólveigu á Miklabæ
í Skagafirði varcí Einari síðar tilefni
í eitt af hans stórfenglegustu kvæð-
um og er greinilegt að reynsla hans
af ásókn Sólborgar hefur orðið hon-
um hvati að sköpun kvæðisins.
Atburðirnir á Svalbarði, Sólborg-
armál, verða Agli Eðvarðssyni að
yrkisefni í myndinni Dómsdagur
sem Sjónvarpið frumsýndi á 2. jóla-
dag. Sögusvið myndarinnar er ann-
ars vegar HerdísaiTÍk í ársbyrjun
1940, þar sem Einar dvaldi síðustu
æviár sín og lést 12. janúar 1940.
Hins vegar gerist sagan á Svalbarði
viku af janúar 1893 og nær fram á
12. dag þess sama mánaðar.
Tengiliðurinn er blaðakonan Anna
sem María Ellingsen leikur, hún
fær skilaboð á miðilsfundi um að
Sólborg vilji ná fram sannleikanum
í máli sínu; Anna heimsækir Einar
til Herdísai-víkur, og dvelur hjá
honum síðustu daga hans og fær
upp úr honum slitrótta frásögn af
rás atburða á Svalbarði hina örlaga-
ríku daga 47 ánim fyrr. Ótti Einars
við dagsetninguna 12. janúar er
mikill, hann telur víst að Sólborg
muni vitja sín þann dag. Hvort hún
hefur gert það árlega er ósagt,
hugsanlega finnur Einar skapadæg-
ur sitt nálgast.
Myndhöfundurinn lætur allar
persónur Sólborgarmála „ganga
aftur“ með því að þær eru hinar
sömu og verða á leið Önnu í leit
hennar að efnisþáttum Sólborgar-
mála. Sjálf er hún Sólborg í útliti,
hugsanlega afturgengin eða endur-
fædd í þeim tilgangi að leiða sann-
leikann í ljós. Þegar hún birtist í
Herdísarvík telur Einar víst að hún
sé komin að vitja sín. Allt er þetta
hæfilega órætt og bregður drauga-
legri birtu um svið myndarinnar.
Forsaga málsins milli systkin-
anna er tekin frjálslegum tökum,
sökudólgur er fundinn í húsbónda
þeirra, séra Ólafi Pedersen. í hon-
um birtist hið sígilda íslenska bók-
menntaminni um illa innrætta guðs-
manninn sem fer troðnar sagnaslóð-
ir í þvingunum sínum á vinnuhjúun-
um og tryggingu á játningu Sigur-
jóns um þátt hans í barnsmorðinu.
Prestsfrúnni er einnig ætlaður sá
hlutur í atburðarásinni að hafa
komið eitrinu í hendur Sólborgar.
Hvort um hreinan uppspuna hand-
ritshöfundar er að ræða eða hvort
einhverjar heimildir styðja þessa
túlkun er undirrituðum ókunnugt
um.
Myndin er stílhrein og unnin af
mikilli vandvirkni, greinilegt er að
mikil alúð hefur verið lögð í útlit
persóna og umgjörð myndarinnar,
hvert myndskeiðið á fætur öðru fal-
lega samsett og endursköpun hinna
tveggja tímaskeiða ágætlega trú-
verðug. Frásagnarstíllinn er þó ein-
kennilega dempaður, nánast einsog
höfundurinn vildi halda ákveðinni
fjarlægð á viðfangsefnið, langur
inngangur myndarinnar með rödd
yfir minnti fremur á leikna heimild-
armynd en dramatíska kvikmynd.
Þrátt fyrir að lifandi samband
kviknaði á milli þeirra Arnars Jóns-
sonar og Maríu Ellingsen í hlut-
verkum Ónnu og Einars eldra vant-
aði nokkuð á að efnið væri tekið
föstum dramatískum tökum og úr
því yrði grípandi örlaga- og per-
sónusaga en ekki hlutlæg frásögn
af þó meira og minna skáldaðri at-
burðarás.
Leikurinn í myndinni undirstrik-
aði hlutlæga frásögnina, meira lagt
upp úr þöglum svipbrigðum en töl-
uðum samskiptum, hinn talaði texti
varð á köflum allt að því aukaatriði,
stundum var honum þó ofaukið eins
og sumt af því sem Anna segir yfir
mynd í upphafinu. Persónusköpun-
in galt fyrir þessa aðferð, Einar
yngri, Sigurjón og Sólborg ásamt
heimilisfólki að Svalbarði varð ekki
verulega hugstætt, örlög þessa
fólks náðu ekki að snerta raunveru-
lega tilfinningu í brjósti áhorfand-
ans. Hugsýki Einars eftir atburðina
á Svalbarði - sem er þó forsenda
persónusköpunar Einars eldra -
kom hvergi fram og þannig varð
ótti Einars eldra við afturgöngu
Sólborgar alls ekki ljós og virtist
skelfing hans fremur stafa af elli-
glöpum en ævilöngum samvisku-
kvölum. Arnar Jónsson tefldi á
tæpasta vað í túlkun sinni, hann
sýndi framúrskarandi innlifun í
hlutverkið og ekki fór á milli mála
að Einar var frá upphafi í andar-
slitrunum. Túlkun Hilmis Snæs
Guðnasonar á Einari yngi-a var al-
gjör andstæða þessa, yfirvegaður
og stilltur, glæsimenni hið ytra, val-
menni hið innra. Hvort tveggja
gildar forsendur til túlkunar en
tenginguna á milli skorti, hvað
gerði glæsimennið að því fram-
gengna skari sem raun bar vitni.
Hafi viðfangsefni myndarinnar ver-
ið að tengja saman á dramatískan
hátt dapurleg endalok Einars
Benediktssonar og örlög Sólborgar
verður hún að teljast fremur mis-
heppnuð; hafi ætlunin verið að
skapa skáldlegan ramma um sögu-
lega atburði hefur það að mestu
leyti tekist. Væntingar áhorfenda
hafa þó vafalaust fremur beinst í
fyrrnefndu áttina.
Hávar Sigurjónsson
JiiSUiJJJJJ1 7JJJJJJJJJJ-J/
Stuðningur þinn
gæti fækkað slysum
JAPISI
Saim/innulerili'Lanilsýii
Landsbanki
íslands
Banki alira landsmanna
L
Skattfrjálsir vinningar
<SB> TOYOTA
Tákn um gceði