Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Stiklað á stóru í heimi hestamennskunnar Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson HÓPREIÐ hestamanna á landsmótinu á Melgerðismelum var aldrei þessu vant einn af hápunktum mótsins, þar sem riddarar fóru á glæstum gæðingum í fallegri kvöldbirtunni undir fánaborg. Súrsætt ár senn að lok- um komið A enda er runnið viðburðaríkt ár í hesta- / / mennskunni á Islandi. Ar sem helst verður í minnum haft fyrir glæsilegt landsmót, hitasóttarfaraldur í hrossum og afdrifarík átök á vettvangi hrossaræktar. Valdimar Kristinsson rifjar hér upp það helsta af vettvangi hestamennskunnar á árinu sem senn er á enda runnið. HESTAMENN tóku hross sín á hús á framanverðum síðasta vetri í þeirri góðu trú að framundan væru spennandi tímar þar sem undirbún- ingur fyrir landsmót setti mark sitt á hestamennskuna öðru fremur. Um miðjan febrúar voru fyrstu vetrar- mótin haldin og allt með eðlilegum hætti en skömmu síðar er greind smitandi hitasótt í hrossum á höfuð- borgarsvæðinu og fljótlega upp úr því eru settar á hömlur um samgang hesta og hestamanna. Öll starfsemi tamninga og járningamanna á svæð- inu Iamast og sömuleiðis verða hrossaflutningabílstjórar að hafa hægt um sig og útflutningur stöðv- aðist. Fyrstu viðbrögð yfirvalda voru að reyna að einangra þau svæði sem sóttin geisaði á í upphafi. Fljótlega breiddist sóttin þó austur fyrir fjall og um það bil hálfum mánuði eftir að ljóst var að um smitandi sjúkdóm væri að ræða var ljóst að lítið eða ekki réðst við útbreiðsluna á Suður- landi. Sú ákvörðun var tekin að reynt yrði að hamla útbreiðslu til annarra landssvæða en sóttin varð ekki ham- in og á tímabili var fyrirhugað lands- mót í Eyjafirði í uppnámi og mörg- um spurningum velt upp í umræðu um hitasóttina sem ekki varð svarað. Mikil óvissa ríkti að heita má allan marsmánuð og lengi vel vai’ ekki Ijóst hvort landsmótið yrði haldið eða ekki. Öll hestamót önnur voru meira og minna í uppnámi. Ekki tókst að greina veiruna fyrr en langt var liðið á sumar og tafði það fyrir að leyfður yrði útflutningur á nýjan leik. Víðtæk áhrif hitasóttar Nú þegar hitasóttin er að mestu um garð gengin er fróðlegt að líta til baka og velta fyrir sér áhrif'um henn- ar. í fyrsta lagi olli hitasóttin veru- legu fjárhagstjóni hjá fjölda manna. Sala á hrossum bæði innan og sér- staklega til útlanda dróst saman. A meðan sóttin geysaði sunnan og vestanlands má segja að sala hrossa innanlands hafi verið í algjöru lág- marki. Útflutningsbann var í gildi frá því seinni partinn í febrúar og al- veg fram á mitt sumar. Þá setti sótt- in mark sitt á samskipti hestamanna landshluta á milli. Ótal samkomum hestamanna var frestað eða þeim af- lýst og upp komu atvik þar sem skarst í odda milli manna. Taugatitr- ings gætti í yfirlýsingum og ákveðið mynstur mátti greina í viðbrögðum og skoðunum hestamanna eftir því hvoru megin hryggjar þeir lágu. I stuttu máli sagt voru menn ákveðnir og herskáir í baráttunni gegn sótt- inni þegar þeir voru á ósýktum svæðum en rólegri og yfirvegaðri þegar þeir höfðu upplifað gang sótt- arinnar. Sóttin reyndist ekki bráð- drepandi og flestir sluppu vel frá henni. Þeir sem hinsvegar lentu í því að missa hross fannst mörgum hverjum of lítið gert úr skaðsemi sóttarinnar. Sóttin tók því á taugar hestamanna, reyndi nokkuð á þolrif þeirra og spilaði sterkt á tilfmningar. Ef finna á eitthvað jákvætt við komu hitasóttarinnar þá er það helst að talið er að íslensk hross séu nú sterkari á svellinu hvað veikindum viðkemur þegar þau eru flutt úr landi. Algengt hefur verið að hross héðan veikist flest hver fljótlega eftir að þau koma á erlenda grund en nú er von að minna verði um slíkt. Þá er hægt að líta á þennan faraldur sem alvarlega og dýrkeypta viðvörun og góða æfíngu fyrir hestamenn. Það er lán í óláni að ekki skuli hafa verið al- varlegri sjúkdómur á ferðinni en raun varð á. Hestamenn og aðrir að- ilar verið vaktir til meðvitundar um að hættan á að alvarlegir smitsjúk- dómar geta borist til landsins er svo sannarlega fyrir hendi. Ætla má að íslenski hrossastofninn hafi nú myndað ónæmi fyrir þessari sótt en vert er að muna að stofninn er enn berskjaldaður fyrir öðrum smitsjúk- dómum. Gott landsmót þrátt fyrir ýmsar raunir Landsmótið var haldið á Melgerð- ismelum eftir langa þrautagöngu sem seint virtist ætla að taka enda. Ekki skal hér rakin þrautasaga Ey- firðinga til að fá landsmótið en hita- sóttin setti allt í uppnám en forráða- menn mótsins sýndu einstakan styrk og héldu ótrauðir áfram þrátt fyrir óvissuna. Talið er að hitsóttin hafi eitthvað dregið úr aðsókn erlendra gesta. Næsta áfallið var þegar eig- endur Orra frá Þúfu ákváðu að sýna hann ekki með afkvæmum til heið- ursverðlauna á Melgerðismelum. Þarna var í raun um að ræða fyrstu áhrif þess að ákveðið hafði verið að landsmót skyldu haldin á tveggja ára fresti. Ef næsta landsmót yrði haldið 2002 í stað 2000 má ætla að Orri hefði komið fram með afkvæmum í sumar. Nú hafa kynbótahrossaeig- endur valkost um á hvaða landsmóti þeir kjósa að sýna hross sín. Þriðja áfallið kom svo síðustu daga fyrir mótið þegar aftakaveður gerði á Norðurlandi daginn áður en mótið átti að hefjast. Fyrstu daga mótsins slapp fyrir horn með veðrið og fór heldur batnandi. Þessi hvellur dró úr aðsókn að mótinu sem þó reyndist þegar upp var staðið nokkuð í sam- ræmi við raunhæfar vonir aðstand- enda mótsins. Mótið sjálft tókst ágætlega, hesta- kostur prýðilegur og framkvæmd og umgjörð mótsins fengu góða dóma víðast hvar. Skipulag valla og kyn- bótasýningar var gagnrýnt réttilega enda virðist þáttur kynbótahrossa í mótinu hafa farið meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá móts- gestum. Þrátt fyrir að mótið hafi í heild sinni tekist vel hefur það ekki fengið þann dóm að vera besta landsmótið sem haldið hefur verið til þessa eins og verið hefur hlutskipti að öllum líkindum allra landsmóta til þessa. Ekki er hægt að skilja við landsmótið án þess að minnast á hópreið mótsins sem fram fór á laug- ardagskvöldi í stað sunnudagsmorg- uns. Þarna hittu forráðamenn móts- ins naglann svo sannai’lega á höfuð- ið. Hópreiðin hlaut verðskuldaða at- hygli fullskipaðrar brekkunnar sem var nýmæli. Líklegt þykir að þessi háttur verði hafður á með hópreiðir framtíðarinnar. Mótahald með blóma íslandsmótið var haldið á Skag- anum þar sem Dreyramenn stóðu vel að málum og uppskáru glæsilegt mót. Allt virtist þar með hefðbundn- um hætti að öðru leyti en því að tölt- bikarinn eftirsótti fór 1 fyrsta sinn austur á firði þar sem Hans Kjerúlf og hestur hans Laufi frá Kollaleiru höfðu sigur í töltinu. Mótið var sterkt hvað hestakost og knapa varð- ar og ljóst að mikil gróska er í þess- um þætti hestamennskunnar varðar. Þeir Dreyramenn létu ekki þar við sitja heldur héldu einnig hið árlega Islandsbankamót í ágúst sem tókst ágætlega. Islendingar sendu sveit manna og kvenna á Norðurlandamótt í Dan- mörku þar sem árangurinn slapp þokkalega fyrir horn, sérstaklega fyrir góða frammistöðu Huldu Gústafsdóttur og Hugins frá Kjart- ansstöðum sem vann tvo titla. Þá sigraði Sigurður S. Pálsson í tölti unglinga á Ivani frá Hæringsstöðum og þótti það ekki síður góð frammi- staða. Að öðru leyti var mótahald ársins í nokkuð svipuðum skorðum og verið hefur. Murneyramótið var nú haldið seinni partinn í júní í stað júlí og virtust menn nokkuð ánægðir með breytinguna og bendir allt til að mót- inu verði valinn staður á þessum tíma í framtíðinni. Vinsældir síðsum- armótanna minnka ekki og keppnis^ tímabilið heldur áfram að lengjast fram á haustið. Mótið á Andvaravöll- um var að þessu sinni haldið í ein- stakri haustblíðu og þai’ var sett met sem hefur ekki ennþá hlotið staðfest- ingu. Það er örlítið fyndið að nú loks- ins þegar haustmótið á Andvaravöll- um er ekki kallað Metamót eins og gert hefur verið frá upphafi skuli í fyrsta sinn sett met þar. Fáksmenn stóðu myndarlega að endurreisn kappreiðanna með sex bikarmótum en eitt þeirra var haldið á landsmótinu. Hin mótin voru hald- in á Víðivöllum félagsvelli þeiiTa Fáksmanna. Tókst þetta með mikl- um ágætum en þrátt fyrir það er hinni eiginlegu endurreisn ekki lok- ið. Verður væntanlega framhald á næsta ári og því má gera ráð fyrir að margir munu vera á höttunum eftir spretthörðum stökkhestum í vetur og þjálfa þá sem slíka. Á einu þess- ara móta náðist tími undir gildandi meti í 150 metra skeiði en hann fæst ekki staðfestur þar sem ekki var vindmælir á staðnum! Útflutningur hrossa var að vonum talsvert minni en verið hefur undan- farin ár vegna hitasóttarinnar en á árinu fóru utan 1995 hross sem er ríflega 800 færri hross en árið 1997. Miðað við aðstæður þykii- þetta mjög viðunandi en almennt hafði verið reiknað með nýju meti í hrossaút- flutningi. Ýmsar blikur eru á lofti í markaðsmálum og beinast augu manna helst að Þýskalandsmarkaði sem virðist vera að hrynja. Þjóðverj- ar hafa sem kunnugt er keypt um helming þeiira hrossa sem seld hafa verið úr landi en nú er orðin breyt- ing þar á. Spurningin snýst um það hvort hér sé varanleg breyting á ferðinni eða hitt hvort hægt sé að klóra í bakkann og auka söluna á nýjan leik. SeJjendur líta í auknum mæli til Bandaríkjanna og virðist það skoðun margra að þar liggi möguleikar framtíðarinnar. Einnig er talið að möguleikar í öðrum Evr- ópulöndum séu ekki fullreyndir og er þá verið að tala um Frakkland, Ítalíu og Bretlandseyjar. Sameinaðir hestamenn Landsamband hestamannafélaga lauk á árinu sínu fyrsta starfsári sem sameinuð samtök hestamanna og virðist sem hestamenn séu yfir höfuð ánægðir með breytingarnar. Sam- tökin fengu nýtt húsnæði í Iþrótta- miðstöðinni í Laugardal sem þykh’ rúm og góð og nýtt starfsfólk var ráðið til starfa fyrir samtökin. Árið fór að mestu leyti í vinnu vegna sam- einingarinnar. Fyrsta ársþing sam- einaðra samtaka var svo haldið í lok október á Akureyri. Þingstörf ein- kenndust mjög af miklum fjölda til- lagna sem vörðuðu keppni og móta- hald. Ástæður þess voru raktar til þess að allar breytingar á reglum voru settar til hliðar á síðustu árs- þingum beggja samtaka fyrir sam- einingu. Hitt þykir svo umhugsunar- vert hvort starfsemin muni snúast eingöngu um keppni og reglur þar að lútandi en ekki önnur mikilvæg mál hestamennskunnar. Úrtölumenn sameiningar bentu á að með samein- ingu yrði hlutur hins almenna hesta- manns, sem stundar einungis al- mennar útreiðar og ferðalög á hest- um, fyrir borð borinn og starfsemin snúist fyrst og fremst um keppni. í því sambandi hefur verið bent á að mikill meirihluti hestamanna í land- inu fyllir þennan hóp og því vá fyrir dyrum ef hagsmunum meirihlutans verður ekki sinnt sem skyldi. Jón Al- bert. Sigurbjörnsson var kjörinn for- maður LH á þinginu en hann er fyrr- um formaður Hestaíþróttasambands íslands og fyrrverandi varaformaður sameinaðra samtaka LH fyrsta starfsárið. Breyttur ferðamáti Ferðalög hestamanna aukast ár frá ári og þykir einn af hápunktum hestamennskunnar að komast í gott ferðalag. Breyting hefur orðið á fyr- irkomulagi ferðanna á síðustu árum og hélt sú þróun áfram í sumar. Áð- ur fóru menn í lengri ferðir uppi á hálendinu en nú eru menn meira í byggð eða útjaðri byggðar. Kostir þess þykja að auðveldara er með beit fyrir hrossin og ekki þarf að flytja með hey handa þeim eins og tíðkast nú orðið þegar farið er yfii’ hálandið. Þá þarf fólk ekki að gista í tjöldum heldur nýtir sér þá fjölbreyttu möguleika sem eru á gistingu víða um sveitir landsins. Einnig er auð- veldara að stilla vegalengdum í hóf sem riðnar eru dag hvern með þessu móti. Þessi ferðalög þykja léttari og skemmtilegri á margan hátt en lengri ferðir yfir hálendið. Það verð- ur þó alltaf svo að hver hestamaður verður að fara eina góða alvöru há- lendisferð á ævinni sé þess nokkur kostur. Hestamenn nota haustið til fund- arhalda um hið víðfeðma áhugamál þeirra sem er í raun orðin stór at- vinnugrein. Á aðalfundi Félags hrossabænda var gerð hálfgildings hallarbylting og skipt um formann. Bergur Pálsson taldi sig ekki hafa þann stuðning sem hann taldi sig þurfa til að halda áfram formennsku og gaf því ekki kost á sér til endur- kjörs en í hans stað var kjörinn Kristinn Guðnason. Eftirmálar fund- aiáns urðu meiri en menn áttu von á því eftir að stór orð voru látin falla í fjölmiðlum varð endirinn sá að gerð- ur var starfslokasamningur við Kristin Hugason hrossaræktaiTáðu- naut en hann hafði talið ómaklega að Bergi vegið og lýst sig lítt fúsan til samstarfs við nýkjörinn formann FH. Þykir mörgum eftirsjá í Ki'istni Hugasyni sem þykir hafa unnið mjög gott starf við endurskipulagningu á öllu skýrsluhaldi og skipulagi hrossaræktai’ hjá Bændasamtökun- um. Hrossafjöldinn í landinu vai’ tals- vert til umræðu á árinu og virðast hestaeigendur nú almennt gera sér ljóst að endimörkum er náð hvað fjöldann vai’ðar miðað við núverandi afsetningarmöguleika. Mörgum hefði þó þótt betra að hestamenn hefðu sannfærst nokkrum árum fyiT því vandinn hefði verið auðleysan- legi’i þá en nú. Félag hrossabænda vinnur nú í lok ársins að neyðarað- gerðum með sölu hrossakjöts til Rússlands og þykii’ það dapurlegt fyrir orðspor hrossaræktar að leita þurfi eftir ríkisstyi’k til að fækka hrossum en eigi að síður nauðsynlegt en eins og málum sé komið. Arðsem- isútreikningai’ frá hagþjónustu land- búnaðarins ýtti verulega við mönn- um þar sem sýnt var fram á hvert sé kostnaðarverð sex vetra tamins hests. Ljóst þótti að menn væru að selja hross í stórum stíl á kostnaðar- verði og jafnvel að borga með þeim mörgum hverjum. Þegar þannig er komið velti menn fyrir sér hver sé tilgangurinn að framleiða slík hross. Nú þegar líður að lokum ársins 1998 eru hestamenn að taka hross á hús og hefja undirbúning fyrir næsta árið og gildir þar einu hvort um er að ræða keppni eða ferðalög. Öll hross þarf að þjálfa fyrir átök sumarsins auk þess sem þjálfunin eða útreið- arnar eru stór hluti af ánægjunni. Framundan er heimsmeistaramót í Þýskalandi og má ætla að hart verði barist um sæti í íslenska liðinu. Það kemur í hlut austlenskra hesta- manna að halda stórmót í ár á Iða- völlum á Héraði. Umsjónarmenn hestaþáttar Morgunblaðsins, Valdi- mar Kristinsson og Ásdís Haralds- dóttir, senda hestamönnum um allt land þakkir fyrir samstai’fíð og óskir um góðar stundir í samneyti við hestinn á nýju ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 295. tölublað (29.12.1998)
https://timarit.is/issue/131293

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

295. tölublað (29.12.1998)

Aðgerðir: