Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 44

Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MORGUNBLADIÐ pltrgtwMalíili STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÍSRAEL Á TÍMAMÓTUM BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, átti ekki annarra kosta völ en að flýta kosningum, sem áætlað var að halda árið 2000 en verða haldnar fyrri hluta næsta árs þess í stað. Samkomulagið sem gert var í Wye í Bandaríkjunum við Palestínumenn hefur sætt harðri and- stöðu innan Likud-flokksins, flokks forsætisráðherrans, og margir áhrifamenn þar telja að of langt hafi verið gengið. Síðast í gær lýsti Benjamin Begin, sonur Menachems Beg- ins, fyrrverandi forsætisráðherra og stofnanda Likud, því yfir að hann myndi ganga úr Likud og bjóða sig fram gegn Netanyahu en kosið er beint til embættis forsætisráð- herra. Það sem Begin og fleiri áhrifamenn á hægri væng ísraelskra stjórnmála setja helst fyrir sig er sú ákvörðun að afhenda Palestínumönnum aukið land á Vesturbakkan- um. Telja þeir að þar með sé enn eitt skrefið stigið í átt að sjálfstæði ríkis Palestínumanna. Þar sem ljóst var að stefna forsætisráðherrans naut ekki nægjanlegs stuðnings innan flokks hans, hvað þá meðal samstarfsflokka í ríkis- stjórn, voru kosningar óhjákvæmilegar. Það er hins vegar vafamál hvort ísraelskir kjósendur standa frammi fyrir skýrum kostum er þeir ganga að kjör- borðinu. Fyrir síðustu kosningar hamraði Netanyahu á því að hann væri hæfasti leiðtoginn til að standa vörð um hags- muni ísraela. Hann myndi sýna Palestínumönnum hörku og berjast af alefli gegn hryðjuverkum. Eftir að hann komst til valda stóð Netanyahu hins vegar frammi fyrir sama pólitíska veruleika og aðrir ísraelskir ráðamenn í gegnum tíðina. Örlög ísraela og Palestínumanna eru sam- tvinnuð og eina leiðin að varanlegum friði er samkomulag um friðsamlega sambúð þjóðanna. Sanngjörn skipting lands hlýtur ávallt að verða kjarni slíks samkomulags. Leiðtogi Likud-flokksins varð því að samþykkja málamiðl- un um afhendingu lands, þrátt fyrir að það gengi þvert á hina sögulegu stefnu Likud. Næstu ár ráða sköpum í samskiptum ísraela og Palest- ínumanna. Yasser Ai-afat, leiðtogi Palestínumanna, hefur margsinnis gefið í skyn að hann muni lýsa yfir sjálfstæði ríkisins jafnvel þegar á næsta ári. Enn er eftir að semja um framtíð ísraelsku höfuðborgarinnar Jerúsalem, sem Palestínumenn gera einnig tilkall til að hluta. í ljósi þessa er nauðsynlegt, að í ísrael sé við völd stjórn er hefur skýrt umboð kjósenda. Það flækir stöðu mála að það er ekki einungis hægrivængur Likud sem hefur klofið sig úr flokknum heldur einnig áhrifamiklir miðjumenn, er sótt gætu fylgi inn í raðir kjósenda Verkamannaflokksins. Kosningarnar gætu því að einhverju leyti þýtt uppstokkun ísraelska flokkakerfisins. Eftir stendur hins vegar, að verulegur meirihluti kjósenda virðist samkvæmt könnun- um styðja áframhaldandi samninga við Palestínumenn. Það er því líklega skynsamlegra að efna til kosninga, þó svo að það tefji friðarviðræður, en að viðhalda þeirri sjálf- heldu, sem ríkt hefur innan ríkisstjórnar Netanyahu und- anfarna mánuði. FJARNÁM TILRAUNIR með fjarnám hófust í Háskóla íslands og Endurmenntunarstofnun háskólans í haust og telst af nemendum og kennurum sem þátt tóku hafa tekist vel, eins og fram kom í umfjöllun hér í blaðinu. Búnaðurinn sem notaður er gerir það að verkum, að nemendur víða um land geta fylgst með fyrirlestri kennara á sjónvarpsskjá. Kennarinn og þeir nemendur sem hann er með í stofu geta svo náð tal- og sjónsambandi við þessa nemendur. Kennar- inn getur einnig varpað upp glærum, skyggnum, sýnt myndband og 35 mm myndir með hjálp Netsins. Einnig geta nemendur úr öllum landshornum átt í samræðum um efnið og skipst á skoðunum. Sambandið er með öðrum orð- um gagnvirkt og „lifandi“. Með tilkomu fjarnáms má í vissum skilningi segja að fjarlægðir séu hættar að skipta máli. Fjarnám veitir þannig mörgum sem annars hafa ekki getað stundað nám nýja möguleika, svo sem fjölskyldufólki og sjúkum. Fjar- nám hlýtur auk þess að vera tæki til þess að styrkja hinar dreifðu byggðir landsins í sessi en ein af meginástæðum fólksfækkunar í þeim hefur verið flótti ungs fólks sem hef- ur verið að leita sér háskólamenntunar á höfuðborgar- svæðinu og í öðrum þéttbýliskjörnum. Islendingar gripnir með um 10 kg af fíkniefnum Átta í varðhaldi lendis og erlei VIÐ rannsókn á bruna í bflskúr við Rauðagerði í Reykjavík vaknaði grunu ieynast í skúrnum eða íbúð við hann. Fundust við leit þa Morgunblaðið/Golli MIKIÐ af fíkniefnum hefur að undanförnu verið tekið af íslendingum liérlendis og í nokkrum Evrópulöndum. Síðustu árin hefur lög- reglan verið venju frem- ur á varðbergi kringum áramót vegna fíkniefna- innflutnings. Jóhannes Tómasson rekur hér nokkur mál sem nú eru í rannsókn hjá þýskum og íslenskum lögreglu- yfírvöldum. Sitja þegar átta manns í varðhaldi vegna þessara mála. SEX fíkniefnamál sem íslend- ingar eiga aðild að eru nú til rannsóknar hjá lögregluyfir- völdum í Þýskalandi og hér- lendis. Átta manns sitja þegar í gæsluvarðandi vegna þessara mála og eru sum þeirra enn ekki upplýst að fullu. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni í Reykjavík, segir að með góðri samvinnu við lögreglu erlendis hafi verið girt fyrir innflutning á tals- verðu magni fíkniefna hingað til lands að undanförnu. Fyrsta málið í mánuðinum kom upp í byrjun desember þegar íslend- ingur var handtekinn í lest er hann var á ferð frá Hollandi á leið til Frankfurt í Þýskalandi. Fundust í farangri hans tvö kg af kókaíni. Mað- urinn hefur áður komið við sögu í fíkniefnamálum hérlendis og er hann nú í haldi þýsku lögreglunnar þar sem mál hans er til rannsóknar. Fyrir rúmri viku var íslendingur handtekinn í flugstöðinni á Keflavík- urflugvelli við komu frá Bandaríkjun- um og reyndist hann vera með 630 g af kókaíni. Hann var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald og tveir menn sem handteknir voru við rannsókn málsins hafa verið úrskurð- aðir í mánaðar langt gæsluvarðhald. Þá fundust 1.400 g af amfetamíni og rúmlega 100 g af kókaíni á ís- lenskri konu á flugvellinum í Ham- borg 22. desember en hún var þá ný- lega komin þangað frá Kaupmanna- höfn. Samkvæmt upplýsingum blaðafull- trúa tollyfirvalda í Hamborg hugðist konan fljúga' til íslands þennan dag og við leit í öryggishliði á flugvellin- um fundu öryggisverðir amfetamínið sem konan hafði límt á skrokk sér og kókaínið í stígvéli hennar. I öllum hamaganginum leið yfir konuna skamma stund og var henni þá komið undir læknishendur eftir að öryggis- verðirnir höfðu gert tollinum viðvart um mál hennar. Konan er enn í haldi og er mál hennar í rannsókn bæði hjá þýska tolleftirlitinu og lögreglunni. Líklegt er talið að konan hafi ætlað til íslands með efnin, hún verið burðar- dýr. Beðið framsals til Þýskalands Á Þorláksmessu voru tveir íslend- ingar handteknir í Lúxemborg en þýsk og íslensk lögregluyfirvöld höfðu fylgst með þeim um tíma. Lög- regla í Lúxemborg handtók þá að beiðni þýsku lögreglunnar. Mennirnir eru grunaðir um að standa bak við fíkniefnamál í Þýskalandi. Lögreglan í Þýskalandi vinnur nú að því að fá mennina framselda þangað sem gæti tekið nokkra daga. Mál þeirra er því enn í rannsókn og ekki hægt að greina nánar frá umfangi þess. Þá fundust fíkniefni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í húsi við Rauðagerði nýverið. Á kvennasalerni í Leifsstöð fundust þriðjudaginn 22. desember rúm tvö kg af fíkniefnum sem ætlað er að séu hass. Efnin fund- ust við hreingerningu og var þeim komið til tollvarða sem létu lögreglu á Keflavíkurflugvelli vita. Málið er nú í rannsókn hjá ávana- og fíkniefna- deild lögreglunnar en enginn hefur verið handtekinn vegna þess. í framhaldi af bruna í bílskúr við Rauðagerði í Reykjavík að morgni annars dags jóla fundust 4,5 kg af hassi. Vökul augu lögreglunnar á vettvangi urðu til þess að grunur vaknaði og fundust fíkniefni í húsinu eftir leit þar og í bílskúrnum. Er mál- ið í rannsókn en einn húsráðenda var handtekinn og hefur fólk sem tengist húsinu komið við sögu hjá lögregl- unni áður. í brunanum urðu miklar skemmdir á bílskúmum og bíl sem stóð fyrir utan og nokkrar á íbúðar- húsinu sjálfu. Alls er hér um að ræða sex fíkni- efnamál og hafa í þeim verið gerð upptæk rúmlega 10 kg af ýmsum vímuefnum. Átta manns hafa verið handteknir í tengslum við fimm mál- anna en enginn ennþa vegna hass- fundarins í Leifsstöð. I samtölum við lögregluna kom fram að búast megi við að þeir sem nú sitja í gæsluvarð- haldi og hafa verið gripnir með fíkni- efni megi búast við að vera í varð- haldi allt þar til dómur fellur í málum þeiiTa. Meira um smygltilraunir fyrir áramót Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá lögi-eglunni í Reykjavík, segir að starfsmenn toll- gæslu og lögreglu séu venju fremur ái'vakrir varðandi fíkniefnaleit á þessum árstíma og því hafi verið lagt hald á óvenju mikið af fíkniefnum á tiltölulega skömmum tíma. Hann seg- ir reynslu undanfarinna ára hafa sýnt að fyrir áramót virðist reynt í aukn- um mæli að koma vímuefnum á markað, fíkniefnasalar séu að birgja sig upp til að eiga efni sem seljist við tímamót eins og nú fara í hönd. Ómar Smári leggur áherslu á að þrátt fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.