Morgunblaðið - 29.12.1998, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Um bækur
og fj ölmiðla
„Gagnrýni hefur líka ákveðið upplýsingar-
hlutverk, henni er ætlað að leiða lesand-
ann inn í viðkomandi verk á einhverjum
ákveðnum forsendum. Vitringarnir prír á
Bylgjunni mættu hafa pað í huga næst
pegar peir reyna að vera frumlegir. “
Bókmenntir hafa löngum
verið gæluverkefni ís-
lenskra fjölmiðla. Á
tímum flokkspólitísku
blaðanna var bókmenntaumfjöll-
un hluti af hinni pólitísku bar-
áttu, bókmenntirnar endur-
spegluðu samfélagið og þær
þurftu að gera það á „réttan“
hátt. Það var því ekki aðeins af
menningarlegum áhuga að hvert
einasta blað, hversu smátt í snið-
um sem það var, lagði metnað
sinn í að rýna í bækur - og þá
auðvitað út frá sínu sjónarhorni.
Nú þykja bókmenntir skipta
minna máli í (flokks)pólitískri
umræðu og fjölmiðlar fjalla um
þær á öðrum
VIÐHORF forsendum og
út frá öðru
Eftir Þrost .. ,
Helgason sjonarhorm.
Bokmenntaa-
hugamönnum hlýtur að þykja
þetta breyting til batnaðar. Hitt
er verra að sumir fjölmiðlar
telja nú enga ástæðu til að fjalla
um bókmenntir. Dagblaðið Dag-
ur hefur til að mynda ekki haft
nægilegan menningarlegan
metnað til þess að taka þátt í
umræðu um bókmenntir frekar
en aðrar listgreinar og næst-
stærsta sjónvarpsstöð landsins,
Stöð 2, hefur nánast algjörlega
fríað sig menningarlegri ábyrgð,
sennilega á þeirri hæpnu for-
sendu að menning selji ekki.
Eigendur Stöðvar 2 reka
einnig útvarpsstöðina Bylgjuna
sem hefur viljað láta taka sig al-
varlega. Bylgjan bauð, að mér
skilst, upp á bókmenntagagn-
rýni í fyrsta skipti nú í nóvem-
ber og desember. Einn gagnrýn-
andi var ráðinn til starfans, Kol-
brún Bergþórsdóttir, sem vænt-
anlega hefur farið mikinn í upp-
hrópunum og stjörnugjöfum.
Undirritaður missti raunar al-
veg af eiginlegum ritdómum
Kolbrúnar en heyrði viðtal þar
sem hún fjallaði um einhverja
„sterka bók“ og „snilldarlega
skrifaða“ sem hefði „haldið sér“
alveg til síðasta orðs. Ritdómar
Kolbrúnar hafa vafalaust verið
sérlega upplýsandi um inntak og
eðli þeirra bóka sem hún fjallaði
um og upphrópanirnar vel rök-
studdar. Bylgjan lauk svo bók-
menntaumfjöllun sinni á árinu
með grátlega hlægilegum þætti
Hrafns Jökulssonar og Jakobs
Bjarnars Grétarssonar á annan í
jólum sem nefndist Eftir flóðið.
Þar var miklum tíma eytt í til-
raun til að leggja mat á skáld-
sögur ársins með því að bera
saman upphafs- og lokalínur
þeirra. Eins og fram kom í þætt-
inum var ástæðan fyrir þessari
nálgun spekinganna tveggja sú
að þeir höfðu ekki lesið annað en
þessar tvær málsgreinar í
hverju verki. Það grátlega var
að þetta mistókst algjörlega
þrátt fyrir að þeir Hrafn og Jak-
ob hefðu eytt miklum tíma í að
skrifa niður öll upphöf og lok í
skáldsögum ársins í bókabúð
Máls og menningar, eins og
greint var frá í þættinum. Það
hlægilega var að þeim virtist
vera fúlasta alvara með þessu
tilstandi.
Sjónvarpið hefur verið gagn-
rýnt harðlega fyrir að sinna ekki
bókmenntum sem skyldi. Undan-
farin ár hafa bókmenntir verið
gagnrýndar í dægurmálaþættin-
um Dagsljósi. Hið knappa sam-
talsform sem þar var beitt virtist
hins vegar ekki henta nægilega
vel; gagnrýnin varð að einhvers
konar viðburði eða sjói en bæk-
umar sjálfar lentu í bakgrunnin-
um. í vetur hefui- verið gerð til-
raun með annars konar umfjöllun
þar sem Ástráður Eysteinsson
hefúr vakið athygli á áhugaverð-
um bókum og velt upp ýmsum
hliðum á bókmenntunum og bók-
menntaútgáfunni. Þessi nálgun
hefur sumurn ekki þótt nægilega
beitt. Kvartað hefur verið undan
þvi að ekki væri tekin nægilega
skýi- afstaða til einstakra bóka,
en er ekki ákveðin afstaða fólgin í
valinu á þeim verkum sem fjallað
er um í þáttunum? Þetta form
mætti vafalaust þróa og víkka
þannig að úr yrði markverð og
góð sjónvarpsumfjöllun um bók-
menntir.
Morgunblaðið hefur einnig
verið gagmýnt fyrir að taka
ekki nægilega skýra afstöðu til
bóka. I fyrrnefndum þætti á
Bylgjunni lét Kolbrún Bergþórs-
dóttir, sem einmitt byggir gagn-
rýni sína á skýrum dómsorðum
(Gott! Vont! Stjarna! Haus-
kúpa!), þá skoðun sína í ljós að
gagnrýnendur Morgunblaðsins
væru ekki nægilega afdráttar-
lausir í skoðunum sínum. Jó-
hann Páll Valdimarsson, útgáfu-
stjóri Forlagsins, tók í sama
streng og sagðist miklu fremur
vilja að gagnrýnendur segðu
skýrt og skorinort hvort þeim
þætti bók góð eða vond. Jóhann
tók reyndar fram að þetta af-
stöðuleysi Morgunblaðsins hefði
einungis gert vart við sig fram-
anaf hausti en síðan hafi dómar-
ar farið að sýna tennurnar.
Hrafn Jökulsson beit svo höfuð-
ið af skömminni, eins og honum
hættir til að gera, og kallaði
gagnrýnendur blaðsins „dauðyfl-
in á Mogganum".
Það er erfitt að svara svona
beinskeyttum gagnrýnendum
sem virðast ekki kunna að lesa
afstöðu út úr texta nema hann
innihaldi orð eins og gott og vont
eða auðskilin tákn eins og ★ eða
. Auðvitað er alltaf falin af-
staða í gagnrýni. Stundum kann
gagnrýnandi hins vegar að kjósa
að kveða ekki upp skýran dóm
með afdráttarlausum einkunn-
um, hugsanlega vill hann fyrst
og fremst vekja athygli á um-
ræddri bók, hvetja fólk til að lesa
hana, en í því er vissulega falin
ákveðin afstaða. Þannig er gagn-
rýni ávallt leiðbeinandi fyrir
kaupendur. Hins vegar verður
einnig að hafa það í huga að
gagnrýni hefur annað og meira
hlutverk en að selja bækur fyrir
útgefendur. Það er mikilvægt að
gagnrýnandi sé sér meðvitaður
um að hann er að taka þátt í bók-
menntalegri og menningarlegri
umræðu. Gagnrýni hefur líka
ákveðið upplýsingarhlutverk,
henni er ætlað að leiða lesand-
ann inn í viðkomandi verk á
ákveðnum forsendum. Vitring-
amir þrír á Bylgjunni mættu
hafa það í huga næst þegar þeir
reyna að vera framlegir.
+ Magnea Katrín
Þorvarðardótt-
ir fæddist í Reykja-
vík 10. október
1923. Hún lést á
Vífilsstaðaspítala
17. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Þor-
varður Magnússon
verkamaður og
Sigríður Kristjáns-
dóttir húsfreyja.
Bróðir Katrínar
var Kristján R.
Þorvarðarson, f.
30. janúar 1922, d.
26. október siðastliðinn.
Eiginmaður Katrínar var
Guðlaugur G. Pétursson versl-
unarmaður, f. 15. desember
1913, d. 11. maí 1987. Sonur
Hún Katrín Þorvarðardóttir er
látin. Pabbi og síðar ég kölluðum
hana alltaf Kötu okkar.
Það var mikið lán fyrir mig að fá
að kynnast Kötu, en hún og eigin-
maður hennar, Guðlaugur Péturs-
son, bjuggu ásamt syni sínum Þor-
varði á Hvaleyrarbraut 5 í Hafnar-
firði, en þar var einnig æskuheimili
mitt.
Þorvarður mun hafa verið eins
þeirra er Þorvarður
Guðlaugsson, f. 20.
maí 1956. Eigin-
kona hans er Guð-
rún Gísladóttir, f.
13. ágúst 1957.
Þeirra börn eru
Magnea Katrín, f.
19. apríl 1977, Unn-
ur María, f. 11. mars
1981, Klara Hrönn,
f. 2. júlí 1991, og
Guðrún Halla, f. 14.
nóvember 1993.
Katrín ólst upp í
Reykjavík. Hún og
Guðlaugur fluttust
til Hafnarfjarðar 1958 og
bjuggu þar í 21 ár er þau flutt-
ust til Reykjavíkur.
Útför Katrínar fór fram frá
Fossvogskirkju 28. desember.
árs þegar þau fluttu á Hvaleyrar-
brautina. Fjölskyldur okkar bund-
ust strax traustum vináttuböndum,
sem aldrei hrikti í. Kata vai- ein-
stök, alltaf gat ég leitað til hennar,
sama hvað gekk á. Alltaf kom hún
mér í gott skap með sinni ljúfu
framkomu. Hún gaf sér góðan tíma
til að spjalla og henni leið best þeg-
ar hún hafði eitthvað að gefa öðr-
um.
Hún sýndi mér fádæma þolin-
mæði í öll þau skipti sem ég fór
með skellinöðruna mína í gegnum
innganginn hjá henni inn í þvotta-
húsið okkar, til þess að gera við
hana. Það voru nú ekki ónotin frá
henni þótt ég væri að stelast yfir
ganginn hennar. Það var í mesta
lagi að hún opnaði fram og segði:
„Nú ert þetta þú, Siggi minn?“
Oft hafði ég gaman af Þoi-varði,
sem fylgdi mér eins og skugginn.
Eitt sinn var ég að gera við skell-
inöðruna inni í þvottahúsi, en hún
hafði verið treg í gang. Þurfti ég
að þurrka kerti o.fl. Loks fór hún í
gang og gaf ég henni nokkrum
sinnum vel inn. Hlaust af því mikill
hávaði. Þoi’varður spurði hvað ég
væri að gera. Sagði ég honum að
ég ætlaði að gera allt vitlaust í
húsinu. Nokkru seinna hverfur
Þorvarður. Við Kata fórum að leita
og finnum hann loks þar sem hann
situr við fótstigna saumavél og
stígur og stígur eins og kraftar
hans leyfa og segir: „Eg ætla að
gera allt vitlaust í húsinu eins og
Siggi."
Eg á margar ógleymanlegar
minningar frá þessum árum á
Hvaleyrarbrautinni. Kata var mér
sannur vinur og um leið og ég
sendi Þorvarði og fjölskyldu hans
innilegar samúðarkveðjur bið ég
guð að blessa minningu góðrar
konu, Katrínar Þorvarðardóttur.
Sigurður Sigurjónsson
og fjölskylda.
KATRÍN
ÞOR VARÐARDÓTTIR
LAUFEY
ÁSBJÖRNSDÓTTIR
+ Laufey Ás-
björnsdóttir var
fædd í Reykjavík
29. mars 1914. Hún
lést 9. desember á
elli- og hjúkrunar-
hcimilinu Grund.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg Pét-
ursdóttir, f. 14.
september 1871 á
Bala í Brautarholts-
hreppi, d. 21. janú-
ar 1967, og Ásbjörn
Guðmundsson, f. 3.
júní 1866 á Árnar-
holti í Gaulverjabæ,
d. 1958. Þau eignuðust átta
börn og var Laufey yngst
þeirra. Þau voru: 1) Pétur, f. 3.
sept. 1898, d. 1. okt. 1917. 2)
María, f. 8. júní 1901, d. 20.
ágúst 1926. 3) Valdimar, f. 11.
júní 1903, d. 31. júlí 1903. 4)
Bjarni, f. 3. júlí 1907, d. 19.
febrúar 1944. 5) Guðmundur
Valdimar, f. 24. sept. 1905, d.
19. des. 1995. 6) Randver, f. 20.
júlí 1907, d. 7. febrúar 1925. 7)
Ásbjörg, f. 17. júní 1909, og býr
hún í Hafnarfirði.
Laufey giftist 31. ágúst 1940
Bjartmari Einarssyni frá Stykk-
ishólmi, hann lést 9.
janúar 1963. Þau
eignuðust eina dótt-
ur, Steinunni Ingi-
björgu, sem er gift
Birgi Axelssyni.
Þeirra börn eru: 1)
Einar Gunnar. 2)
Bjartmar, sambýlis-
kona hans er Ásta
Björk Sveinsdóttir
og eiga þau tvo
syni, Svein Andra, f.
1995, og Birgi Þór,
f. 1998. 3) Axel Val-
ur, kvæntur Berg-
lind Kristinsdóttur
og eiga þau eina dóttur, Álf-
heiði Eddu, f. 1998.
Laufey giftist seinni manni
sínum 31. okt. 1970, Jens Vig-
fússyni, f. 27. des. 1912, d. 7.
janúar 1983.
Laufey bjó alla sína tíð í
Reykjavík, hún vann í mörg ár
á gæsluvöllum Reykjavíkur,
lengst þó á gæsluvellinum við
Njálsgötu. Laufey dvaldi síð-
ustu árin á elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund.
Útför Laufeyjar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
UTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauní 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringínn. www.utfararstofa.ehf.is/
Þegar ancllál ber
að hönJum
Úifa ra rfyjónusia
sem byggir á
langri rcynslu
Utfararstofa
Kirkjugarðanna ehf
Sími 551 1266
www.uifarastofa.com
Ef fuglar mínir fengju vængjamátt,
þá fljúga þeir um loftið draumablátt,
og þér, sem hæst í himinsölum býrð,
skal helgað þeirra flug og söngvadýrð.
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól,
að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól,
og setjast loks á silfurbláa tjöm
og syngja fyrir lítil englaböm.
Og eins og bamið rís frá svefnsins sæng,
eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng.
Er tungan kennir töfra söngs og máis,
þá teygir hann sinn hvíta svanaháls.
Nú fljúga mínir fuglar, góða dís.
Nú fagna englar guðs í Paradís.
(DavíðStef.)
Elsku Laufey langamma, því
miður fengum við aldrei tækifæri
að kynnast þér því þú varst orðin
svo veik þegar við fæddumst en við
vitum að þú hefðir verið eins góð
við okkur eins og þú varst alltaf
svo góð við pabbana okkar þegar
þeir voru litlir eins og við eram
núna. Guð geymi þig, elsku
langamma okkar.
Sveinn Andri, Birgir Þór
og Álfheiður Edda.
Skilafrestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fostudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, fóstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
EMómabúðín
Öarðskom
v/ T"ossv'o0skii‘kjMgai‘ð
Sfmi« 554 0500