Morgunblaðið - 29.12.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 53
INGIMAR
INGIMARSSON
+ Ingimar Ingi-
marsson fæddist
í Reykjavík 28. maí
1925. Hann lést á
heimili sínu, Tjalda-
nesi 1, Garðabæ, 16.
desember síðastlið-
inn. Móðir hans var
Herborg Guðmunds-
dóttir, fædd 6. febrú-
ar 1900. Hún lést 5.
desember 1996. Fað-
ir Herborgar var
Guðmundur Jóns-
son, verslunarmaður
í Stykkishólmi, _ og
móðir hennar Olöf
Helgadóttir, húsmóðir. Faðii’
Ingimars var Ingimar Brynjólfs-
son, stórkaupmaður í Reykjavík,
fæddur 19. ágúst 1892, dáimi 25.
desember 1976. Faðir hans var
Brypjólfúr Jónsson, prestur á
Ólafsvöllum á Skeiðum, og móðir
hans Ingunn Eyjólfsdóttir, hús-
freyja. Bræður Ingimars eru
Gunnar, verslunarmaður, og
Bogi, hæstaréttarlögmaður, báð-
ir búsettir í Reykjavík.
Ingimar ólst upp í Reykjavík.
Hann kvæntist 2. júní 1950 Sól-
veigu Geirsdóttur ættaðri frá
Hallanda í Flóa. Sólveig fæddist
4. september 1924. Hennar for-
eldrar voin Geii' Vigfússon,
bóndi í Hallanda í Flóa, fæddur 3.
júlí 1900, dáinn 29. júlí 1975, og
Margrét Þorsteinsdóttir, hús-
freyja, fædd 20. ágúst 1896, dáin
5. mars 1987. Börn Sólveigar og
Ingimars eru Ingi-
mar Örn, fæddur 13.
ágúst 1950, kvæntur
Ellu Kristínu Karls-
dóttur og eiga þau
fjögur börn. Geir
fæddur 29. október
1951, kvæntur Unu
Hannesdóttur og
eiga þau þijú böm.
Auður fædd 10. sept-
ember 1959, gift
Ómari Hafsteinssyni
og eiga þau þijú
böm. Öll em þau bú-
sett í Garðabæ.
Ingimar lauk
stúdentsprófí frá Menntskólan-
um í Reykjavík 1945 og atvinnu-
flugmannsprófum í Englandi
1949. Árið 1957 dvaldi Ingimar í
Bandaríkjunum og lauk þar
námi í flugumsjón. Ingimar
starfaði fyrst sem flugmaður
hjá Flugfélagi íslands, síðan
sem vaktstjóri í flugumsjón hjá
Flugmálastjórn íslands, Loft-
leiðum og síðast hjá Flugleiðum
þar sem hann vann til starfs-
loka. Ingimar var einn af stofn-
endum Félags flugumsjónar-
manna á Islandi og var formað-
ur þess um árabil og fulltrúi
þess í samninganefndum flest ár
frá stofnun. Einnig sat hann í
stjórn fleiri félagasamtaka.
Útför Ingimars verður gerð
frá Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Elsku pabbi. Það er með miklum
trega að ég sest niður núna á Þorláks-
messu til að ski-ifa nokkur kveðjuorð
til þín. Núna þegar jólahátíðin fer að
ganga í garð er söknuðurinn ennþá
sárari. Allar ljúfai- og kærar minning-
ar hrannast upp í hugann.
En efst í huga mér núna er hvílíkan
styrk og kjark þú sýndir í veikindum
þínum. Aldrei léstu bugast og aldrei
heyrðist þú kvai-ta. Jafnvel síðasta
daginn sem þú lifðir, þá spurði ég þig
hvernig þér liði. Og þú svaraðir um
hæl að þér liði vel.
Það var mikil Iífsreynsla og mun
aldi’ei gleymast að fá að halda í hönd-
ina á þér og vera hjá þér þegai- þú
kvaddir þennan heim. Eg vona að þú
hafir skynjað nærveru okkar mömmu
og það hafi hjálpað þér. Það er erfitt
að hugsa um þig öðruvísi en að
mamma komi líka upp í hugann. Sam-
rýndari hjónum hef ég aldrei kynnst.
Hvað þið nutuð þess að ferðast sam-
an, bæði innanlands og utan. Og gerð-
uð mikið af því.
Oft fórum ég, Ómar og krakkamir
líka með ykkur. Þær eru orðnar
margar Flórídaferðú’nai’, núna á síð-
ustu árum. Þar naustu þín vel í sól-
inni, að borða góðan mat, ferðast um
og bara njóta lífsins. Einnig ferðir
okkar í sumarbústaðina ykkar í Mjóa-
nesið við Þingvallavatn og í Flóann.
Þú hafðii- gaman af að taka þar upp
veiðistöngina og varst mjög fimur
með flugustöngina, enda þaulvanur.
En nú er komið að jeiðarlokum.
Eins og þú þráðir lífið. Ég vil þakka
þér elsku pabbi minn fyrir alla góð-
vildina og hjálpsemina í gegnum árin.
Alltaf varst þú reiðubúinn að leggja
hönd á plóg, ef eitthvað var. Böniun-
um varstu sérlega góður afi, þau
sakna þín sárt.
En mestur er missir mömmu. Hún
er búin að standa eins og klettur við
hlið þér í gegnum veikindin og hefur
stutt þig eins og hægt var. Og ekki er
síðri hetjuskapurinn í henni þessa
dagana.
Þú fékkst að dvelja heima allan tím-
ann og deyja heima. Er það ekki síst
að þakka heimahlynningu krabba-
meinsfélagsins að það var hægt.
Ég vil hér nota tækifærið og þakka
þeim fyrir frábært starf í alla staði.
Óðruvísi hefði þetta ekki verið hægt.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Umjjósiðlátmigdreyma
og Ijúfa engla geyma
öll bömin þín svo sofi rótt
(Matt Joch.)
Hafðu þökk fyrir alit pabbi minn og
Guð geymi þig.
Auður.
Mér er bæði ljúft og skylt að minn-
ast hér elskulegs tengdafóðm- míns,
Ingimars Ingimarssonar. Svo margt
kemur upp í huga mér og minning-
arnar streyma fram. Nú þegar sól
hækkai- á lofti og allir fagna heilögum
jólum er undarlegt að sitja með dap-
urt hjarta og söknuð í sinni. Kannski
hefur heilagleiki jólanna aldrei snert
mig svo djúpt.
Við Ingimar áttum samleið í tutt-
ugu og þrjú ár og aldrei bar skugga á
okkar vináttu. Við Geir hófum búskap
okkar í Tjaldanesinu, þar sem Ingi-
mar var svo til einn búinn að byggja
myndarlegt hús. Það var strax ákveð-
ið að við skyldum sjálf byggja okkar
eigið hús í nágrenninu og Ingimar
sagði: „Ki’akkar mínir, hér er ég með
mínar tvær hendur tilbúinn til aðstoð-
ar.“
Lífið hefur verið tengdafóður mín-
um gott. Hann kvæntist Sólveigu,
yndislegri konu sinni, sem vann ást
hans við fyrstu sýn. Hjónaband þeirra
var einstaklega gotL Þau unnu sam-
hent að öllum verkefnum og máttu
hvorugt af hinu sjá. Umhyggja þehra
kom ekki síst í Ijós, eftir að Ingimai-
veiktist. Sólveig hjúkraði honum af al-
úð fi’am á síðustu stund og hann sýndi
í staðinn þakklæti og æðmleysi.
Minningin um góðan mann er okkur
huggun nú í sorginni. Guð styrki þig,
elsku Sólveig.
Blessuð sé minning Ingimai’s Ingi-
marssonar.
Una Hannesdóttir.
Þó að við aðstandendur þínir höfum
horft upp á hvemig sjúkdómurinn dró
smátt og smátt úr þér mátt, og að við
höfum séð í hvað stefndi undir það síð-
asta, er maður aldrei undir það búinn
þegar að kveðjustundinni kemui’.
Fyrir mér varst þú miklu meii’a en
tengdafaðir, líka góður félagi og góður
drengur. Þegar ég kom inn í fjöl-
skyldu þína fýrir tólf árum tókuð þið
hjónin mér alveg einstaklega vel og
hefur mér fundist ég vera á heimavelli
alla tíð síðan.
Þú varst búinn að glíma við þessi
erfiðu veikindi í yfir þrjú ár, en aldrei
heyrði ég þig kvarta. Þú tókst á þessu
af þvílíkri karlmennsku og kjarki,
lífslöngunin var það sterk.
Ingimar, ég vil þakka þér fyrir allar
góðu stundimar sem við áttum sam-
an, á Flórída, Þingvöllum við veiði-
skap eða að dytta að bústaðnum. Þá
er ferðin um Evi’ópu héma um árið
með ykkur hjónum alveg ógleyman-
leg.
Ég veit að þín mun verða sárt sakn-
að af bamabömunum, enda varst þú
einstaklega góður afi og í miklu uppá-
haldi hjá þeim.
Hann Ingimai’ vai’ með samvisku-
samari mönnum sem ég hef hitt um
ævina, vildi hafa hlutina á hreinu og í
lagi, enda skilur hann við gott bú og
má vera stoltur af sínu ævistarfi.
Ingimar, þín verðm- alltaf minnst
með virðingu og hlýhug.
Þinn tengdasonur
Omar.
Þegar hátíðh-nar nálguðust barst sú
harmafregn að fóðurbróðir minn,
Ingimar Ingimai’sson, væri látinn.
Ingimar hafði um nokkurt skeið glímt
við illvígan sjúkdóm og öllum sem til
þekktu mátti vera ljóst hvert stefndi.
Það fær því þó ekki breytt að tíðindi
sem þessi koma alltaf óvænt.
Af samskiptum mínum við frænda
minn á ég margar ljúfar minningar.
Það sem var mjög einkennandi við
Ingimai’ var létt lund hans og þægi-
legt viðmót. Þegar hann var annars
vegar var hlátur jafnan nærri og frá
fyrstu tíð man ég eftir tilhlökkun fyrir
mannamót með honum.
Frænda minn prýddu margir góðir
mannkostir. Hann kom mér alltaf fyr-
ir sjónir sem einstaklega kröftugur
og atorkusamur maður. Þegar árin
færðust yfir þótti mér hann hvergi
slaka á, enda hefði annað ekki verið
líkt ft’ænda mínum. Þegai’ Ingimai’
lét af störfum fyrir aldurs sakir hafði
hann að nægu að hverfa, en hann
naut mjög að ferðast innanlands og
utan og hafði ýmis áhugamál tengd
útiveiu.
Undanfarin ár voiu samskipti mín
og Ingimars meh-i en oft áður. Gáfum
við okkur gjaiuan góðan tíma til að
ræða ýmis málefhi og hugsa ég með
söknuði til þeirra stunda. í nokkur
skipti innti ég frænda minn eftir líðan
hans og heilsufari. Hann svaraði mér í
helstu atriðum, en ég fann að hann
vildi ekki dvelja óþarflega lengi við
slíka umræðu. Ég gat þess einnig
nokktum sinnum hve vel hann bæri
sig og svarði hann þá að ástæðulaust
væri að ganga haltur meðan báðir
fætur væru jafn langir. Þetta tilsvar
lýsti vel fi’ænda mínum og styrk hans.
Ingimar og Sólveig eiginkona hans
bjuggu lengst af í Garðabæ, fyrst í
Breiðási og síðan á Tjaldanesi. Heim-
ili þeirra vai’ í senn hlýlegt og fallegt
og þangað var gott að koma. I eitt
skipti bjó ég hjá þeim hjónum hluta úr
sumri meðan foreldrar mính’ dvöldu
erlendis. Sá tími er mér enn í fersku
minni þótt ég hafi verið ungur að ár-
um. Þar hafði ég nóg fyrir stafni og
áttu húsráðendur ekki í neinum vand-
ræðum með að halda mér sælum og
glöðum í vistinni.
Ég og fjölskylda mín vottum Sól-
veigu, börnum, tengdabörnum og
barnabömum dýpstu samúð okkar í
sorg þeirra. Blessuð sé minning góðs
frænda.
Benedikt Bogason.
Þú varst besti afi í heiminum, ég
þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyi-h’ mig eins og að fara með mig í
mai’ga bfltúi’a og gefa mér margar fal-
legar gjafir. Það var mjög gaman að
ferðast til útlanda með þér og ömmu,
það var líka mjög gaman að fai-a í bú-
staðina á Þingvöllum og í Flóanum.
Þú varst alltaf svo góður við mig og
gafst mér alltaf soðin egg þegar ég
kom í heimsókn eða í pössun. Þú last
stundum ævintýi’i fyrir mig og Pétur.
Það er svo leiðinlegt að þú gast ekki
verið hjá okkur um jólin. Þegai- við
komum í mat til ykkar gafstu okkur
alltaf ís í desert. Ég mun alltaf sakna
þín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt
Æ,virstmigaðþértaka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
Þín
Herdís Ómarsdóttir.
• Fleirí mimnngargreinar um
Ingimar Ingimarsson bíða birtingar
og munu birlast (blaðinu næstu
daga.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA ARNFRÍÐUR VÍGLUNDSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja
á Blómsturvölum,
lést á Kristnesspítala 21. desember.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju í dag,
þriðjudaginn 29. desember, kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Kristnesspítala njóta þess.
Stefán Þorsteinsson,
Víglundur Þorsteinsson,
Haukur Þorsteinsson,
Sigurður Þorsteinsson,
Páll Þorsteinsson,
Ásta Þorsteinsdóttir,
Ragnheiður Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson,
Anna Björnsdóttir,
Kristjana Skarphéðinsdóttir,
Aðalheiður Gísladóttir,
Arndís Steinþórsdóttir,
Sigurbjörg Einarsdóttir,
Grétar Óli Sveinbjörnsson,
Guðbjörg Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir og afi,
JÓNAS BJARNASON
fyrrv. yfirlæknir,
andaðist á heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt
annars dags jóla.
Jóhanna Tryggvadóttir,
Bjarni Jónasson, Anna S. Guðmundsdóttir,
Tryggvi Jónasson, Kristín Hraundal,
Helga Jónasdóttir, Snæbjörn Geir Viggósson,
Jónas Jónasson, Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir,
Herdís Jónasdóttir, Brynjar Þórsson,
Jóhanna Jónasdóttir,
Ásgeir Jónasson,
Málfríður Bjarnadóttir, Bjarni Bjarnason
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SVEINN S. MAGNÚSSON,
Hátröð 7,
Kópavogi,
andaðist á Landakotsspítala fimmtudaginn
24. desember.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mið-
vikudaginn 30. desember kl. 10.30.
Kristjana Indriðadóttir,
Gylfi Sveinsson, Sigríður Anna Þorgrímsdóttir,
Guðbjörg Sveinsdóttir,
Kristín Sveinsdóttir, Einar Oddgeirsson,
Jóna Sveinsdóttir, Lárus Óli Þorvaldsson,
Sveinn Goði Sveinsson,
barnabörn og langafabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT KRISTBJÖRNSDÓTTIR,
Grænumörk 3,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 14. desember síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristbjörn Guðlaugsson, Lína Guðmundsdóttir,
Vilborg Þóra Guðlaugsdóttir, Guðmundur Kristvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,
SIGURLÍN SIGURÐARDÓTTIR LONG,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 27. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Long, Þórarinn Haukur Hallvarðsson,
Unnur L. Thorarensen, Oddur C.S. Thorarensen,
Jónína Long,
Anna Birna Long,
Einar Long, Salína Helgadóttir.