Morgunblaðið - 29.12.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 65
Þann 1. janúar taka gildi ný lög sem gefa launþegum tækifæri til að leggja
2,2% af óskattlögðum launum inn á lífeyrissöfnunarreikning. Nú býðst þér
því tækifæri á hagkvæmum sparnaði sem leggur hornstein að rýmri fjárhag
á þínum efri árum.
Greið leið að góðum lífeyri
íslandsbanki og VÍB bjóða einfaldar og þægilegar leiðir sem skila traustri ávöxtun
er byggist á mikilli reynslu og þekkingu fyrirtækjanna á fjármálamarkaði.
Lífeyrisreikningur íslandsbanka er verðtryggóur, bundinn innlánsreikningur þar
sem saman fer lágmarksáhætta og góð ávöxtun. Miðað er við að ávöxtun
reikningsins verði ávallt sambærileg við það sem best gerist á sambærilegum
reikningum á hverjum tíma.
ALVÍB er séreignarlífeyrissjóður hjá VÍB með 8,5% raunávöxtun á árinu 1998
(að jafnaði 7,9% á ári frá stofnun árið 1990). Hann er fjölmennasti séreignar-
lífeyrissjóður landsins með yfir 6.500 sjóðfélaga og sá eini sem býður sjóðfélögum
að skoða inneign og innborganir á vefnum. Með ALVÍB getur þú valið á milli
þriggja verðbréfasafna eftir því hversu mikla áhættu þú vilt taka, eða eftir aldri.
Að auki getur þú valið að leggja hluta sparnaðar þíns á Lífeyrisreikning
íslandsbanka og hluta á ALVÍB í þeim hlutföllum sem þú óskar.
Hvar þú safnar lífeyrinum er ekki ævibindandi ákvörðun. Þú hefur möguleika á aó
breyta skiptingu lífeyrisins á milli sparnaðarforma þér að kostnaðarlausu.
í stuttu máli
Nú gefst þér á einfaldan og hagkvæman hátt tækifæri til að leggja fyrir litla
upphæð af mánaðarlaununum þínum. Þannig safnar þú þér upp sjóði sem hækkar
eftirlaunin þín eða gefur þér tækifæri á að hætta fyrr að vinna án þess að skerða
þín lögbundnu eftirlaun.
Hafir þú áhuga á auknu fjárhagslegu öryggi á efri árum, hafðu þá samband við
ráðgjafa VÍB (sími 560 8900), þjónustufulltrúa í næsta útibúi íslandsbanka eða
símaþjónustu íslandsbanka 5 75 75 75.
ALVÍB og
Lífeyrisreikningur
íslandsbanka
Greið leið að góðum lífeyri!
í kjölfar breytinga
á lögum um
lífeyrissparnað
bjóða íslandsbanki
og VÍB nýjar leiðir í
lífeyrismálum!
VÍB
ÍSLANDSBANKI