Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 68
68 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
MORGUNBLADIÐ
FRÉTTIR
Ný UNESCO-nefnd skipuð
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur skipað nýja UNESCO-nefnd
fyrir árin 1999 til 2000.
Nefndina skipa: Sveinn Einars-
son leikstjóri, fulltrúi fyrir menn-
ingarmál og formaður, Guðný
Helgadóttir deildarstjóri, fulltrúi
fyrir menntamál og ritari, Birgir
Tjörvi Pétursson lögfræðingur, full-
trúi íyrir málefni ungs fólks, Hall-
dór I. Elíasson prófessor, fulltrúi
fyrir vísindamál, Urður Gunnars-
dóttir blaðamaður, fulltrúi fyrir fjöl-
miðla, og Guðni Bragason sendi-
ráðunautur, fulltrúi utanríkisráðu-
neytisins.
Hlutverk íslensku UNESCO-
nefndarinnar er að vera ríkisstjórn-
inni og sendinefnd íslands á aðal-
ráðstefnu UNESCO til ráðuneytis í
málum er varða UNESCO og
tengiliður milli UNESCO og ís-
lenskra mennta-, vísinda- og ann-
arra menningarstofnana.
Leikfími á
Gigtarmiðstöð
Vann leikjatölvu
í Hermannaleik
LEIKFI byrjar aftur hjá Gigtar-
miðstöðinni eftir jólafrí 6. janúar
nk. og er öllum velkomið að vera
með. í boði er þjálfun í 10-14
manna hópum undir handleiðslu
sérhæfðs fagfólks.
I janúar 1999 verða eftirfarandi
hópar í boði: Almenn leikfimi, kín-
versk leikfimi, jóga, vatnsleikfimi,
sérhæfðir hópar fyrir einstaklinga
með vefjagigt og hryggikt og leik-
fimi með miklum stuðningi þar sem
áhersla er lögð á að örva líkamsvit-
und.
Leikfimin fer fram í húsnæði GI
að Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í
Sjálfsbjargarlaug í Hátúni. Upplýs-
ingar eru gefnar á skrifstofu GI.
------------------
■ HÚMANISTAFLOKKURINN
mótmælir í yfirlýsingu „þeirri
skerðingu á persónufrelsi og mann-
réttindum sem felst i myndatöku
lögregiunnar af þátttakendum í
friðsamlegum mótmælum gegn
árásum á Irak við Bandaríska sendi
ráðið föstudaginn 18. desember sl.
Rétturinn til friðsamlegra mót-
mælaaðgerða er verndaður sam-
kvæmt Stjórnarskrá íslands og
Mannréttindayfiriýsingu Samein-
uðu þjóðanna," segir í yfirlýsingu
Húmanistaflokksins.
Á DÖGUNUM stóðu Morgunblað-
ið á Netinu, Sambíóin og BT fyr-
ir Hermannaleik á mbl.is. Leik-
urinn var í tilefni frumsýningar
á „Soldier" með Kurt Russel og
Jason Scott Lee. Auk miða á
myndina áttu þátttakendur í
leiknum möguleika á að vinna
Sony Playstation-leikjatölvu
frá BT.
Vinningshöfum hefur verið
sendur tölvupóstur auk þess sem
hægt er að skoða lista yfír vinn-
ingshafa í samnefndum lið í
flokknum Dægradvöl á mbl.is.
Aðalvinninginn vann að þessu
sinni Sigurlaug Mjöll Jónasdóttir
sem á myndinni hefur tekið við
honum úr hendi Guðmundar
Magnasonar markaðsstjóra BT.
itiKerti
tOtíroa-
slK.
Skínandi
gott verð!
Pýramídakerti
45 sm.. ...399,-
35 sm.....199,-
25 sm..... 59."
Smáratorgi 1 Holtagörðum v/Holtaveg
200 Kópavogi 104 Reykjavík
510 7000 588 7499
Skeifunni 13 Norðurtanga3 Reykjavíkurvegi 72
108Reykjavík 600Akureyri 220 Hafnarfjörður
568 7499 462 6662 565 5560
Hii »^ i ú j i f
| fm k I J i ) i T""T
\ [ y-.' 5 \ jx ' / '■./*& / >v
^ |
w.. . /.WM
Úr dagbók lögreglunnar
Annasöm jólahelgi
24. til 28.
desember 1998
JÓLAHÁTÍÐIN var að mestu tíð-
indalítil fyrii' lögreglumenn á höf-
uðborgarsvæðinu. Utköll fremur fá
eins og gjaman Á þessum árstíma
en verkefni mörg hver þó erfið við-
fangs.
Umferðarmálefni
Um helgina var lögi'eglu tilkynnt
um 43 umferðaróhöpp en ekki er
vitað um alvarleg slys á fólki.
Bifreið var ekið á ljósastaur á
Holtavegi við Sæbraut að morgni
aðfangadags. Ökumaður kenndi til
í hálsi og brjósti og var fluttur á
slysadeild. Lögreglu barst tilkynn-
ing um miðjan dag á aðfangadag að
bifreið hefði verið ekið út af Hafra-
vatnsvegi. Er lögregla kom á stað-
inn kom í ljós að ökumaður sem
grunaður er um ölvun við akstur
hafði misst stjórn á bifreiðinni með
fyrrgreindum afleiðingum. Þá var
bílvelta á Hringbraut við Landspít-
alann að kvöldi laugardags. Engin
slys urðu á fólki.
Brunar
Að morgni laugardags var lög-
reglu tilkynnt um lausan eld í bíl-
skúr í austurborginni. Er lögregl-
an kom á staðinn var mikill eldur í
skúrnum og hafði hann læst. sig í
bifreið sem stóð þar fyrir utan.
Slökkvilið kom á staðinn og náði að
slökkva eldinn en auk framan-
greinds voru skemmdir á íbúðar-
húsi við skúrinn. Vökul augu lög-
reglu á vettvangi urðu síðan til
þess að lagt var hald á um 4 kíló af
ætluðum kannabisefnum og var
einn húsráðenda handtekinn vegna
málsins. Kemur það til viðbótar
miklu magni slíkra efna sem hald
hefur verið lagt á á síðustu dögum.
Þá var lögregla og slökkvilið kallað
að fjölbýlishúsi í austurborginni
vegna reyks. í ljós kom að kveikt
hafði verið í rusli í anddyi'i húss-
ins.
Skemmtanahald
Talsvert fjölmenni sótti
skemmtistaði í borginni eftir opn-
un þeirra að kvöldi laugardags. Að
mestu gekk það skemmtanahald
ágætlega fyrir sig þótt alltaf sé
eitthvað um samskiptaerfiðleika
milli gesta. Einn dyravörður varð
að leita aðstoðar á slysadeild eftir
að hafa slasast í átökum við gest.
Þá var karlmaður stöðvaður af
dyravörðum eins skemmtistaðar er
hann var á leið út af staðnum með
fangið fullt af fötum og handtösku.
Hann var handtekinn og fluttur á
lögreglustöð. Reyndar urðu lög-
reglumenn að hafa afskipti af
tveimur veitingastöðum sem höfðu
opið aðfaranótt laugardags, sem
ekki er heimilt samkvæmt lögum
um helgidagafrið.
Innbrot
Um helgina var tilkynnt um 15
innbrot á heimili, í ökutæki og fyr-
irtæki. í einu þeirra var brotin
rúða í sýningarglugga í verslun á
Laugavegi og þaðan stolið
nokkrum verðmætum.
GLOBALREFUND
The World's Leader in
Tax Refund Services
búsettir
erlendis
ATHUGIÐ!
Allar verslanir merktar með
bjóða upp á ca
15% endurgreiðslu
afvöruverði við brottfór frá landinu
Það marg borgar sig að versla Tax-free
EINFALT OG ORUGGT
GLOBAL REFUND A ISLANDI
Kaplahrauni 15 • 220 Hafnarfjörður
Sími: 555 2833
* A eimwgis við viirur sem fluttar eni frá latulinu.