Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Léttir og lystugir ábætis- réttir ✓ Við Islendingar höldum fast í okkar jólasiði, segir Kristín Gestsdottir, svo sem alltof matarmikla ábætisrétti. BÖRNIN vilja ekki lengur þunga rjómabúðinga, og því skyldum við ekki láta þau ráða? Bragð er að þá barnið fínnur. Hægt er um vik þegar nóg er til af ávöxtum og alls kyns mögrum mjólkurvörum, við þurfum ekki allan þennan rjóma. í stað kara- mellu- og súkkulaðisósu má nota ferska ávexti og ávaxtasósur með ís, t.d. kirsuberjasósu, sem fæst tilbúin í krukkum. Eins er mun skemmtilegra að bera ábætis- réttinn fram í smáskálum eða diskum eins og víðast er gert á veitingastöðum í stað þess að skella stórri skál á borðið. Þetta er einkum hentugt ef mandla er í „grautnum". Þá þarf enginn að belgja sig út á honum til að næla í möndluna. Hægt er að móta „desertinn" í einnota drykkj- arílátum og hvolfa úr þegar stíft er orðið. Þetta er skrifað sunnudaginn 20. desember og hinn langþráði jólasnjór er kominn með látum og ekki öllum til gleði svo sem kaupmönnum á Laugaveginum. Snjóinn hefur vantað til að lýsa upp skammdegið, þó að við séum dugleg að lýsa upp með alls kon- ar marglitum perum. A þriðju- daginn eru vetrarsólstöður og þá birtir á ný. Vonandi taka flestir mót komandi jólum og áramótum með sól í sál og sinni. Gleðilegt nýár. Abætisréttir barnanna Hér er tillaga að þremur mis- munandi tegundum af ávaxta- hlaupi. Hér var notað Toro-hlaup og notað minna vatn en gefið er upp á pakkanum, en nota má aðr- ar tegundir. 1. 1 pk. sítrónuhlaup, 3 dl sjóðandi vatn, 2 ferskar perur 2. 1 pk. jarðarberjahlaup, 4 dl sjóðandi vatn, 200 g fersk jarðarber 3. 1 pk kívíhlaup, 31/2 dl sjóðandi vatn, 150 g steinlaus græn vínber Sama aðferð er við allar teg- undir. Hlaupduftið leyst upp í sjóðandi vatni. Perur afhýddar og rifnar gróft, settar út í sítrónuhlaupið. Jarðarber skorin í sneiðar og sett út í jarðarberja- hlaupið. Vinber skorin í tvennt, steinar fjarlægðir, ef einhverjir eru, þau sett í kívíhlaupið. Ekki er hægt að nota ferskt kívi, þar sem í þeim eru efnakljúfar sem valda því að matarlím stífnar ekki. Þessu er helt í einnota drykkjarflát. Bera má vanilluís með. Tvískipt vínberjalaup Fyrri hlufi '/2 lítri Ijós vínberjasafi 1 peli sætt hvífvín eða eplasíder 8 blöð matarlím 500 g græn vínber 1. Hellið víninu (sídemum) í skál. Skerið vínberin í sundur langsum og takið úr þeim steina. Setjið í vínið til þess að skurður- inn dökkni ekki. 2. Leggið matar- límið í bleyti í kalt vatn í 5 mínút- ur. Hitið 1-2 dl af vínberjasafan- um og bræðið matarlímið í hon- um. Hellið því sem eftir er af safanum út í og setjið saman við hvítvínið með vínberjunum. Hellið í glös á fæti, hallið þeim síðan þannig að hlaupið verði skakkt í glasinu, sjá meðfylgj- andi teikningu. Síðari hluti 1 peli rjómi + 1 peli mjólk '/2 vanillustöng eða V* tsk. dropar 5 eggjarauður 2'/2 msk. sykur 7 blöð matarlím 1. Hálffyllið eldhúsvaskinn með köldu vatni. Setjið lítið kalt vatn í skál og leggið matarlímið í bleyti í það. 3. Þeytið eggjarauðurnar vel með sykri. 4. Setjið mjólk og rjóma í pott, kljúfíð vanillustöngina, skafíð kornin innan úr henni út í og lát- ið sjóða upp. Takið frá 1 dl af mjólkurblandinu, vindið matar- límið upp úr vatninu og bræðið í þessum eina desilítra. Hellið helming mjólkurblöndunnar í pottinum út í eggjahræruna og hellið því síðan saman við það sem eftir er í pottinum. Bregðið á heita helluna þar til þetta er við að sjóða og hefur þykknað en má alls ekki ná að sjóða, þá skilja eggin sig. Hafið hröð handtök og skellið pottinum í kalda vatnið í vaskinum þar til mesti hiti er rokinn úr. Hrærið í og setjið matarlímsblönduna út í. Kælið án þess að hlaupi saman. Hellið þessu köldu yfír vínberjahlaupið í glösunum, setjið í kæliskáp og látið stífna. Þegar þetta er borið fram er smáhrísla af vínberjum hengd á glasbarminn. Sjá meðfylgjandi teikningu. í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Jólasaga að norðan ÞAÐ voru að koma jól. Nonni litli sem var 8 ára hlakkaði mikið til og var orðinn spenntur að fá jóla- pakkana. Hann hafði tekið eftir því að pabbi hans var búinn að fá skrítið spjald sem hann notaði í búðinni. Svo núna þurfti hann ekki að nota peningana sína lengur. Þetta fannst Nonna skrítið en hann varð samt glaður því að oft höfðu mamma hans og pabbi talað um, „að þau vantaði svo mikið peninga“ og sérstaklega um jólin. Nú voru þessar áhyggjur þeirra örugglega úr sög- unni, hélt Nonni. Hann var mikið að spá í svona hluti þó að hann væri bara 8 ára, oft hafði mamma hans sagt við hann að hann ætti eftir að verða bankastjóri þegar hann yrði stór. Tíminn leið og allir voru að komast í jólaskapið. En það var eitt sem angraði Nonna. Fréttirnar í sjón- varpinu. Þær voru svo sorglegar. Allir þessir krakkar sem fengu ekkert að borða og áttu svo hvergi heima. Nonni hugsaði mik- ið um þetta, og þegar hann fékk vasapeninginn setti hann hluta af honum í söfnunarbaukinn, sem mamma hans hafði sett upp á ískápinn. Einn daginn fór Nonni með pabba sínum í bæinn. Þeir ætluðu að kaupa jóla- gjöfína handa mömmu. Nonni var spenntur því honum fannst svo gaman að fara með pabba þegar þeir voru að velja eitthvað handa mömmu. Þeir fóru íyrst í bankann, en fyrst fór pabbi í hraðbankann. Setti spjaldið í og viti menn. Það kom fullt af peningum út úr kassanum. Frábært spjald, hugsaði Nonni litli. Og þá... þá fékk hann svo frábæra hugmynd... Aðfangadagur rann upp. Pabbi átti eftir að versla smá í matinn og var að tygja sig til þegar hann kallaði. Elskan, hefur þú séð VISA-kortið mitt...? Að snúa sér að bæninni EG ER viss um að margur maðurinn er ósáttur við sjálfan sig vegna þess að jólin, þessi kristilega hátíð, er honum einungis verald- leg hátíð. Löngunin býr í huga hans að nálgast þann veruleika sem jólin boða, að sonur Guðs hafi komið í heiminn til að frelsa synd- uga menn og að hann sé lifandi og að unnt sé að eiga samfélag við hann og öðlast nýtt líf. Ráðið til þess að bæta úr þessu er að snúa sér að bæninni og sjálfri Biblíunni. í hinni helgu bók er okkur leiðbeint um veginn til frelsarans og það sem meira er, boðskapur henn- ar, fagnaðarerindið, skap- ar trúna í hjartanu, ef til vill ekki strax en um síðir ef menn gefast ekki upp. Og er ekki gott að taka ákvörðun og byrja þessa leit einmitt á jólunum? Þá mætti hefja jólahaldið á heimilinu með helgistund. Fjölskyldan sest við hátíð- arJborðið. Biblían er tekin fram og lesin jóiafrásagan í 2. kapítula Lúkasai’guð- spjalls. Annað hvort lesa húsbændur eða sæmilega læst barn. Síðan spenna allir greipar og biðja stutta bæn. Ef fólk treystir sér ekki til að biðja frá eigin brjósti má fara með t.d. tvö þekkt bænavers, Ó, Jesú bróðir besti, og Vertu Guð faðir faðir minn: Og að lokum biðja allir Faðir vor. Með þessu er frelsarinn beðinn að koma inn á heimilið og inn í hjartað. Það er gott að mega minnast þeiiTa orða hans að þann sem til hans kemur muni hann alls ekki burtu reka. Upphaf þess að fylgja honum er að opna hugann í bæn til hans og gefa gaum að orði hans. Fróðlegt væri að fá viðbrögð einhverra sem tækju upp þennan sið. Gleðileg jól! Frændi. Tapað/fundið Peysa fannst í poka á Laugavegi PEYSA í plastpoka fannst á Laugaveginum fyrir jól. Upplýsingar í síma 551 3865. GSM-sími týndist GSM-sími, blár Nokia 5110, týndist sl. sunnu- dagsnótt 20. des. á Þórs- kaffi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 565 2653. SKAK Um.sjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á Guðmundar Arasonar mótinu í Hafnarfirði fyrir jólin. Svíinn Ralf Ákesson (2.510) var með hvítt og átti leik, en Bragi Þorfinnsson (2.235) hafði svart. 27. Bd5! (Hug- myndin á bak við þetta línurof er að fá ráðrúm til að leika 28. Dh5 með óverjandi máthótun á f7) 27. Dcl+? (Flýtir lyrir ósigrinum. Eina von svarts var að leika 27. - Dxd5 og láta drottninguna af hendi.) 28. Kh2 - Del 29. Dh5 og svartur gafst upp. Með morgunkaffinu Ast er... að elska hann allan, að meðtalinni bumbunni. TM Reg. U.S. Pat. Off. — all rigbts reserved (c) 1998 Los Angeles Times Syndicate ÞETTAerréttþjáþér, þetta eru gullstangir. Víkveiji skrifar... AUNDANFÖRNUM vikum hafa fjölmargir rithöfundar og lista- menn mátt sæta því, að gagn- rýnendur dagblaðanna og að nokkru leyti ljósvakamiðlanna hafa fjallað um bækur þeirra, útgefna diska með frumsömdum tónverkum eða flutningi íslenzkra listamanna á þekktum verkum innlendum og er- lendum og hefur sitt sýnzt hverjum. Gagnrýnin umfjöllun er viðkvæmt mál fyrir rithöfunda og listamenn. Hún snertir verk, sem þeir hafa lengi unnið að og sumir þeirra lýsa því stundum á þann veg, að það sé eins og verið sé að gagnrýna börnin þeirra, þegar fjallað er um verk þeirra með þeim hætti, sem gert er. En gagnrýnin er ekki bara per- sónulega viðkvæm. Það getur varðað mikla hagsmuni hvort hún er jákvæð eða neikvæð. í sumum tilvikum getur það ráðið úrslitum um, hvort bók eða diskur selst eða hvort leikrit gengur lengi en til allr- ar hamingju er það ekki aðalreglan. Þá væru áhrif gagnrýnenda og fjölmiðla of mikil. Dæmi eru um það, að mjög neikvæð gagnrýni og blaðaskrif í kjölfarið geta haft þveröfug áhrif og stuðlað að aukinni sölu eða aukinni aðsókn. Þetta er hins vegar ekkert nýtt og heldur ekkert nútímafyrirbæri. Og rithöfundar og aðrir listamenn geta huggað sig við það, að því fer fjarri, að gagnrýnendur hafi alltaf rétt fyrir sér. Mörg fræg dæmi eru til um það, að þeir hafí þvert á móti haft kolrangt fyrir sér. Margir þeir, sem mest hefur verið hampað af samtíma sínum, eru nú öllum gleymdir en þeir, sem urðu fyrir mestu mótlæti í þessum efnum hafa skilið eftir sig verk, sem eru í há- vegum höfð. XXX EINN frægasti píanókonsert allra tíma er fyrsti píanókonsert Tsjajkovskís. Hann var saminn fyrir 120 árum og er nú til í 75 mismun- andi útgáfum á geisladiskum. I stór- merkri ævisögu tónskáldsins, sem brezki blaðamaðurinn og rithöfund- urinn Anthony Holden hefur skrif- að, segir frá viðtökunum, sem píanó- konsertinn fékk. „Einskis virði“, „ekki hægt að spila hann“, „klaufalegur", „rudda- legur“. Þetta voru nokkur þeirra orða, sem Nikolaj Rubinstein, mikill áhrifamaður í rússnesku tónlistarlífí lét falla um píanókonsertinn, þegar Tsjajkovskí spilaði hann fyrir hann í fyrsta sinn. Nikolaj Rubinstein settist sjálfur við píanóið og byrjaði að spila, sneri sér að Tsjajkovskí og og æpti á tónskáldið: „Þetta til dæmis, hvað á þetta að vera? Og þetta? Það er úti- lokað að þú hafír ætlað þér þetta.“ Tsjajkovskí gekk þegjandi út úr herberginu og Rubinstein elti hann, endurtók gagnrýni sína og lagði til ákveðnar breytingar. Svar tónskáldsins var: „Ég breyti ekki einni einustu nótu. Ég gef verkið út nákvæmlega eins og það er.“ XXX RUBINSTEIN átti eftir að breyta afstöðu sinni til fyi-sta píanókonsei-tsins og stjómaði flutn- ingi hans, þegar hann var fluttur í Moskvu í fyrsta sinn, en viðtökur rússneskra gagnrýnenda voru mjög daufai- eftir að konsertinn var fyrst fluttur í Rússlandi en það var í Pét- ursborg. Öðru máli gegndi um Bandaríkin, en þar var konsertinn fluttur opinberlega í fyrsta sinn áður en hann var leikinn á tónleikum í Rússlandi. Það var þýzld píanistinn Hans von Biflow, sem lék hann í Boston árið 1875 og þar fékk hann strax miklar og jákvæðar undirtektir. Nú ætlar Víkverji ekki að halda því fram, að um þessi jól hafí komið út listaverk, sem eigi eftir að lifa jafn lengi og píanókonsert Tsjajk- ovskís. Þó er aldrei að vita. En það er nokkur huggun fyrir þá, sem leggja verk sín undir almanna dóm að vita, að fyrstu viðbrögð gagn- rýnenda eru enginn endanlegur dómur, eins og fjölmörg dæmi sýna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.