Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 79

Morgunblaðið - 29.12.1998, Qupperneq 79
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998 79 FOLK I FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó, Stjörnubíó, Regnboginn og Nýja bíó í Keflavík sýna um jólin myndina Rush Hour með Jackie Chan og Chris _______________Tucker í aðalhlutverkum.________ Bardag’ahetj an og kjaft- askurinn leysa vandann Frumsýning MESTA bardagahetja Aust- urlanda og mesti kjaftask- ur Vesturlanda taka sam- an höndum í myndinni Rush Hour. Þetta era Jackie Chan og Chris Tucker. Chan leikur lögregluforingjann Lee, sem er aðalmaðurinn í lög- reglunni í Hong Kong. Lee er hörkutól og heiðarleg lögga en hann er ekki mikill fyrir mann að sjá og þess vegna dettur engum sem sér hann í fyrsta skipti í hug að hann sé snillingur í bardagaí- þróttum og frægur meistari. Uppáhaldsnemandi Lee er 11 ára dóttir kínversks auðmanns. Þegar henni er rænt í Ameríku af brjáluðum glæpamanni, sem drap líka félaga Lees, er Lee sendur til Ameríku til þess að bjarga stúlkunni. Bandarískum lög- regluyfirvöldum líkar ekki að verið sé að segja þeim fyiir verkum með því að senda einhvern út- lending til aðstoðar. Þess vegna felur FBI mesta vandræðamanni lögregl- unnar í Los Angeles það verkefni að aðstoða Lee. Aðstoðarmaðurinn heitir James Carter (Chris Tucker) og hann er ósvífinn, skeytingar- laus, hrokafullur og fer svo mikið í taugarnar á fólki að það neita allir að vinna með hon- um. Carter heldur fyrst að þarna sé komið tækifæri fyrir sig til að koma sér vel við FBI en uppgötvar svo að hann á bara að vera barnapía og koma í veg fyrir að litli Kínverjinn sé að þvælast fyrir við rannsóknina. En eins og svo margir aðrir vanmeta bæði Cai'ter og FBI Lee og áður en nokkur veit er hann búinn að stinga báða aðila af, kominn á kaf í málið og fai’inn að sýna snilli sína í bardagaíþrótt- um. Þeir sem hafa séð myndir með Jackie Chan vita að þar fer ein- stakur hæfileikamaður í bardaga- listum og auk þess leikur hann sjálfur öll þau óti-úlegu áhættuat- riði, sem pi'ýða myndir hans. Und- anfai’in 12 ár hefur Jackie Chan bara leikið i myndum, sem gerðar eru í Hong Kong, en hafa síðan verið sýndar um allan heim. Áður hafði hann reynt að leiKa í vest- rænum kvikmyndum en orðið fyrir vonbi-igðum. Hann hafði lent í for- múlumyndum hjá kvikmyndagerð- armönnum sem skynjuðu ekki hverslags hæfileikum Jackie bjó yfir. Jackie tókst þess vegna það sem engum hafði tekist síðan Bruce Lee var og hét, að verða kvik- myndastjarna á Vesturlöndum með því að leika í kvikmyndum, sem gerðar eru í Hong Kong. Rush Hour er fyi-sta myndin í 12 ár þar sem Jaekie vinnur fyrir bandan'skt kvikmyndafyi-irtæki. „Ég vandaði mig mikið,“ segir Jackie Chan. „Ég valdi að vinna með Roger Bii-nbaum, sem er þekktur framleiðandi, Bi-ett Ratner, leikstjóra, sem er fullur af orku; og Chris Tucker, sem er ein- hver fyndnasti leikari, sem til er. Vegna þeii’ra ákvað ég að slá til núna og vinna fyi’ir Bandaríkja- menn aftur.“ Chi-is Tucker, sem síðast sást hér á landi í Lethal Weapon 4, hef- ur lengi vei’ið vinsæll sjónvarps- CARTER og Lee lenda í ýmsu í Rush Hour. leikari en sló í gegn sem kvik- myndaleikai’i með myndinni Mon- ey Talks, sem Brett Ratner leik- stýrði einnig. Eftir þá mynd var hann að drukkna í alls kyns tilboð- um. Hann valdi að leika með Jackie Chan. „Ég fann að það yrði sérstakt _ samband milli okkar tveggja. Ég bandarískur og hann úr ólíkum menningarheimi. Þetta gaf mikið svigním til að skapa eitt- hvað skemmtilegt." Tucker segir að hann og Jackie hafi verið sammála um hvers lags mynd þeir vildu gei’a. „Við vildum ekki mynd með miklu af spreng- ingum. Ég vil gei’a þessa litlu hluti, sem koma fólki til að hlæja.“ Jackie Chan er hóg\'ær eins og austi’ænna manna er siður. I flest- um viðtölum eys hann samstai’fs- menn sína hrósi en segist líka hafa séð í handi’iti myndai’innar tæki- færi til að standa undir auknum kröfum sem leikari. „Þessi mynd sýnir persónuleika minn mun bet- ur en Hong Kong myndirnar gerðu,“ segir Jackie Chan um Rush Hour, myndina, sem fór beint á topp aðsóknarlistans í Bandaríkjunum þegar hún var framsýnd. JACKIE Chan snýr aftur til Hollywood í niyndinni Rush Hour í hlutverki löggunnar Lee. BIOIN í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason/ Hildur Loftsdóttir BÍÓBORGIN Soldier ★★ Kurt Russell ærið fámáll í dæmigerði’i rambómynd. Góð sviðsmynd en lítilfjöriegt inntak. Mulan ★ ★ ★ V2 Disneymyndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Afbragðs fjölskylduskemmtun. Ég kem heim um jólin ★ ★ Alveg ágæt grínmynd fyrir ung- lingana. Jonathan Taylor-Thom- as er bæði fyndinn og sætur í aðalhlutverkinu. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Practical Magic ★★ Náttúrulitlar en ekki óaðlaðandi nornir í ráðvilltri gamanmynd. The Negotiator ★★‘/2 Góðir saman, Jackson og Spacey, en lengd myndai’innar ekki raunhæf. Mulan ★★★’/2 Sjá Bíóborgin. Ég kem heim um jólin ★ ★ Alveg ágæt grínmynd fyrir ung- lingana. Jonathan Taylor-Thom- as er bæði fyndinn og sætur í aðalhlutverkinu. Töfrasverðið ★★ Warner-teiknimynd sem nær hvorki gæðum né ævintýrablæ Disney-mynda. HÁSKÓLABÍÓ Hvaða draumar okkar vitja ★★★ Meðan við fei’ðumst milli helvítis og himnai’íkis fáum við tilsögn um tilgang lífsins í fallegi’i ævin- týramynd fyrir fullorðna. Ut úrsýn ★★★ Ástin grípur í handjárnin milli löggu og bófa að hætti Elmores Leonai’ds, sem fær ágæta með- höndlun að þessu sinni. Fyndin, fjörug, ki-ydduð fui’ðupei’sónum skáldsins sem ei’u undur vel leiknar yfir línuna. Maurar ★★★ Frábærlega vel gei’ð tölvuteikni- mynd. Leikai’avalið hið kostu- legasta með Woody Allen í far- ai’broddi. Fínasta skemmtun fyrir fjölskylduna. KRINGLUBÍÓ Practical Magic ★★ Sjá Sambíóin, Álfabakka. Negotiator ★★V2 Góðh’ saman, Jackson og Spacey, en lengd myndarinnar ekki raunhæf. Mulan ★★★‘/2 Sjá Bíóborgin. Foreldragildran ★★ Rómantísk gamanmynd um tví- bura sem reyna að koma for- eldrum sínum saman á ný. Stelpumynd út í gegn. LAUGARÁSBÍÓ Rush Hour ★★Ví2 Afbragðsgóð gamanmynd með Chris Tucker og Jackie Chan en hasarhliðin öllu síðri. The Odd Couple II ★ Ósmekklegheit og subbuskapur era aðalki-yddið í þessari klisju- súpu. The Truman Show ★★★★ Jim Carrey fer á kostum í frá- bærri ádeilu á bandaríska sjón- vai’psveröld. Ein af frumlegustu og bestu myndum ái’sins. REGNBOGINN Rush Hour ★★'/2 Sjá Laugarásbíó. There’s Something About Mary ★★★ Klúr, dásamleg, ýkt, þorin og sérlega fyndin kvikmynd um Maríu og vonbiðlana. STJÖRNUBÍÓ Rush Hour ★★V2 Sjá Laugarásbfó. Sögusagnir ★★ Enn einn B-blóðhrollurinn, hvorki verri né betri en fjöldi slíkra eftirlíkinga. Stelpurnar góðar og bara að myndin væri jafn hressileg og upphafs- atriðið. Sílkíbolir - Margir litir Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.