Morgunblaðið - 29.12.1998, Side 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Átta manns í gæsluvarðhaldi
vegna fíkniefnamála
Yfír 10 kíló af
fíkniefnum tek-
in úr umferð
YFIR 10 kg af fíkniefnum hafa
verið tekin af Islendingum í des-
ember bæði hérlendis og í Þýska-
landi. Alls er hér um að ræða sex
mál og sitja nú átta manns í gæslu-
varðhaldi í tengslum við fimm mál-
anna. Rannsókn þeirra alh-a er enn
gangi. Enginn hafði síðdegis í
gær verið handtekinn vegna vímu-
efna sem skilin vom eftir í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar skömmu
fyrirjól.
Omar Smári Armannsson yfir-
lögregluþjónn segir að lögreglan
hér fylgist náið með uppruna fíkni-
efna sem hingað berast. Því sé nú
ekki síður lögð áhersla á að ná er-
lendis þeim Islendingum sem vitað
er að stundað hafi innflutning eit-
urlyfja og hyggi ef til vill á áfram-
haldandi innflutning. Því fylgist
lögregla hér og erlendis með
þekktum fíkniefnasölum og skiptist
á upplýsingum.
Slík samvinna leiddi til hand-
töku að minnsta kosti þriggja
manna í Þýskalandi og Lúxemborg
nýlega. Þau mál eru öll til
rannsóknar hjá þýskum lögreglu-
yfirvöldum og má búast við að
fólki sitji í gæsluvarðhaldi þar til
dómur verður kveðinn upp í mál-
um þess.
Að undanförnu hefur verið
komið í veg fyrir flutning á rúm-
um tveimur kílóum af kókaíni
hingað til lands og 1,4 kg af am-
fetamíni. Þá hefur verið lagt hald
á 6,7 kg af hassi hérlendis og um
630 grömm af kókaíni síðustu
daga. Af þessu magni voru tvö kg
sem fundust í salerni í Leifsstöð
22. desember.
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn-
ir á Vogi, segir að meira sé nú í
umferð af kannabisefnum og am-
fetamíni og að neysla kókaíns sé
vaxandi hérlendis.
■ Átta í varðhaldi/44
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Nýstofnað eignarhaldsíelag í Lúxemborg eignast 16,9% hlutafjár í FBA
Heildarkaupverðið tæp-
lega 2,2 milljarðar króna
EIGNARHALDSFÉLAG í Lúx-
emborg, Scandinavian Holding
S.A., sem er í vörslu Kaupthing
Luxembourg S.A. hefur keypt
16,9% hlut í Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins af sex sparisjóðum og
dótturfélögum á tæpa 2,2 milljarða
króna. Jafnframt hefur Scandinavi-
an Holding atkvæðisrétt yfir 4,1%
af heildarhlutafé bankans. Samtals
hefur félagið því atkvæðisrétt yfir
21% í FBA.
Viðskiptastofa SPRON hefur
selt Scandinavian Holding eignar-
hlut sparisjóðanna og dótturfélags
í FBA að nafnvirði 671,5 milljónir
króna. Eignarhlutur þeirra fer því
úr 9,9% niður í óverulegan hluta.
Kaupþing hefur einnig selt Scand-
inavian Holding allan eignarhlut
sinn í bankanum ásamt atkvæða-
rétti að nafnvirði 476 milljónir
króna og fer beinn eignarhlutur
Kaupþings í FBA úr 7% niður í 0%.
Aður hafði Kaupþing selt öðrum
aðilum 2% hlut í FBA.
Að sögn Guðmundar Hauksson-
ar, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis og
stjórnarformanns Scandinavian
Holding, voru bréfin seld á geng-
inu 1,88 sem er sama gengi og
sparisjóðirnir keyptu hlutinn á af
Búnaðarbanka Islands og við-
skiptavinum hans í síðustu viku.
Heildarsöluverðmæti bréfanna er
2.157,3 milljónir króna.
Scandinavian Holding S.A. var
stofnað nýverið vegna kaupanna á
hlutabréfunum í FBA en hluthafar
eru: Kaupþing hf., Sparisjóður
Hafnarfjarðar, Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis, Spari-
sjóður vélstjóra, Sparisjóðabanki
íslands hf., Spai’isjóður Mýrasýslu,
Sparisjóðurinn í Keflavík og Spari-
sjóður Siglufjarðar. Að sögn Guð-
mundar verður félagið síðar opnað
fyrir öðrum sparisjóðum.
Getur opnað dyr að
íslenskum markaði
Guðmundur segir söluna vera
eðlilegt framhald af því vinnulagi
sem sparisjóðirnir hafi haft í við-
skiptum sem þessum. „Við eigum
mikið samstarf á mörgum sviðum
og jafnan í gegnum dótturfélög
sem sparisjóðirnir eiga saman.
Sparisjóðirnir og dótturfélög eiga
orðið umtalsverðan hlut í Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins og
við teljum að það fari vel á því að
haldið sé utan um þessa eign með
sama hætti og við gerum í öðrum
félögum.
Ein af ástæðunum fyrir því að
félagið er skráð í Lúxemborg er til
þess að geta opnað dyi' fyrir
alþjóðlega fjárfesta inn á íslenskan
markað. Islenskur fjármagns-
markaður er ekkert einangrað fyr-
irbæri heldur tengist hann alþjóð-
legum mörkuðum. Kaupþing hefur
haslað sér völl í Lúxemborg og við
eigum nokkur félög þar nú þegar.
Erlendir aðilar þekkja lagalega
umhverfið í Lúxemboi'g og upp-
byggingu félaga á þessum grunni
en ekki ísland og það umhverfi
sem við störfum í. Því töldum við
betra að stíga þetta skref strax
sem við kynnum ef til vill að stíga
síðar,“ segir Guðmundur.
Guðmundur telur ekki tímabært
að tjá sig um það á þessu stigi
hvort Scandinavian Holding muni
áfram eiga hlutinn í FBA eða
Hvort hann verður seldur. „Við
ákváðum að halda utan um eignar-
hlutinn í FBA í gegnum dótt-
urfélag. Hvernig þetta verður í
framtíðinni á eftir að koma í ljós
meðal annars hvernig staðið verð-
ur að sölunni á 51% hlutafjár í
FBA sem ríkið á eftir að selja.
Hvort við komum að því verður að
ráðast. Fyrr en við vitum með
hvaða hætti salan fer fram á þeim
hlut get ég ekki tjáð mig um hvort
við höfum hug á að eignast stærri
hlut en það er ekki ólíklegt,“ segir
Guðmundur Hauksson.
Forskot á
áramótin
JÓLAHÁTÍÐIN var varla um
garð gengin er farið var að und-
irbúa áramótin. Hjálparsveit
skáta á Akureyri stóð fyrir flug-
eldasýningu á sunnudag og lýsti
hún fagurlega upp kirkjuna og
miðbæ Akureyrar.
-------------
Tillögu
um opið
prófkjör
vísað frá
SAMKOMULAG A-flokkanna um
prófkjör í Reykjavík var samþykkt
á fundi kjördæmisráðs alþýðu-
bandalagsfélaganna í Reykjavík í
gærkvöldi með þeirri viðbót að lögð
var áhersla á að áfram yrði leitað
leiða til að ná samkomulagi við
Kvennalistann og Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. Tillögu Helga Hjörvars
borgarfulltrúa og Bryndísar
Hlöðversdóttur alþingismanns, um
að kjördæmisráðið legðist ekki
gegn því að kjósendur í prófkjörinu
gætu kosið milli hólfa var vísað frá
með 33 atkvæðum gegn 25.
Tillaga Bryndísar og Helga gerði
ráð fyrir að prófkjörið yrði opið líkt
og verður á Reykjanesi þannig að
stuðningsmenn Alþýðubandalagsins
geti kosið frambjóðendur hinna
flokkanna og öfugt. Talið er að
Kvennalistinn hefði betur getað
sætt sig við þessa útfærslu en þá
sem A-flokkarnir náðu saman um.
Bæði Alþýðuflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið hafa staðfest tillöguna
og lítur út fyrir að Kvennalistinn
standi nú frammi fyrir því að
samþykkja hana eða hafna henni.
Aflaði fyrir 775 milljónir í ár
BALDVIN Þorsteinsson EA,
frystitogari Samherja hf., á
Akureyri veiddi um 7.100 tonn af
fiski á þessu ári og er verðmæti
aflans um 775 milljónir króna.
Eftir því sem næst verður
komist er þetta mesta afla-
verðmæti sem íslenskt fískiskip
hefur komið með að landi á einu
ári. Baldvin Þorsteinsson kom
nýr til landsins árið 1992 og hefur
á hverju ári síðan verið með
mesta aílaverðmæti íslenskra
skipa. Aflaverðmæti skipsins á
síðasta ári var um 670 milljónir.
Arnar HU, frystitogari Skag-
strendings á Skagaströnd, kemur
næstur á eftir Baldvini Þorsteins-
syni með um 750 milljónir í afla-
verðmæti. Afii skipsins upp úr sjó
er um 5.500 tonn, en þar af eru
um 2.800 tonn af þorski.
■ Aflaverðmætið/18