Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 27/12 ‘98 - 2/1 ‘99
►SAMKOMULAG náðist um
að atkvæðagreiðsla færi
fram meðal starfsmanna
Landssímans hf. um tilbuð
fyrirtækisins um gerð vinnu-
staðasamninga, en Rafíðnað-
arsambandið hafði lýst yfír
óánægju með atkvæða-
greiðsluna og vinnubrögð
stjórnenda Landssímans i
málinu.
►41 EINSTAKLINGUR lést
af slysförum á árinu sem
leið. Þar af létust 27 manns í
umferðarslysum, og er það
mikil fjölgun miðað við síð-
ustu tvö ár þar á undan, þeg-
ar 11 og 17 manns fórust í
umferðarslysum.
►NÝSTOFNAÐ eignar-
haldsfélag í Lúxemborg,
Scandinavian Holding S.A.,
sem er í vörslu Kaupthing
Luxembourg S.A. keypti
16,9% hlut í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins af sex
sparisjóðum og dótturfélög-
um á tæpa 2,2 miiljarða
króna.
►ELDGOSINU, sem hófst í
Grímsvötnum hinn 18. des-
ember sl., lauk sköinmu fyr-
ir áramót. Að sögn jarðvís-
indamanna mældist enginn
órói á jarðskjálftamælum frá
klukkan 14 mánudaginn 28.
desember, að frátalinni smá-
hviðu. Töldu þeir gosinu lok-
ið og afléttu Almannavarnir
ríkisins þeim viðbúnaði sem
verið hafði frá upphafí goss-
ins.
► AÐGÖN GUMIÐ AR á tón-
leika Bjarkar Guðmunds-
dóttur söngkonu sem haldnir
verða í næstu viku í Þjóð-
leikhúsinu seldust upp á 20
minútum. Um 300 manna
biðröð myndaðist fyrir utan
Þjóðleikhúsið þegar miða-
sala á tónleikana hófst og
ekki fengu allir miða.
Yfír 10 kg
af fíkniefnum
tekin úr umferð
YFIR 10 kg af fikniefnum voru tekin af
Islendingum í desernber, bæði hérlend-
is og í Þýskalandi. I vikunni sem leið
sátu átta manns í gæsluvarðhaldi í
tengslum við fímm málanna. Lögreglan
hefur lagt áherslu á að fylgjast náið
með uppnma fíkniefna sem hingað ber-
ast og hefur samvinna við lögreglu á
meginlandinu leitt til handtöku að
minnsta kosti þriggja manna í Þýska-
landi og Lúxemborg nýlega.
SÍF og Íslandssíld
sameinast
STJÓRNIR SÍF hf. og Íslandssíldar hf.
undirrituðu samkomuiag um samruna
félaganna. Samruninn gildir frá og með
fyrsta október sl. og verður hið samein-
aða félag rekið undir nafni SÍF. Reikn-
að er með að heildarvelta SÍF-sam-
stæðunnar eftir samrunann verði um 20
milljarðar króna, en árleg velta Islands-
síldai' hefur veríð um 1,5 milljarðar
króna.
Örn Arnarson
íþróttamaður ársins
ÖRN Arnarson,
sundmaður 1
Sundféiagi
Hafnarfjarðar,
var útnefndur
íþróttamaður
ársins hjá Sam-
tökum íþróttaf-
réttamanna.
Einum sólar-
hring eftir út-
nefninguna
setti hann fimm
Islandsmet í
sundi á Jólasundmóti sundfélags Hafn-
arfjarðar. Bætti hann þar á meðal fímm
ára gamait Islandsmet Loga Jes Krist-
jánssonar í 400 m baksundi um 8 sek-
úndur.
Rauðir kmerar
biðjast afsökunar
KHIEU Samphan og Nuon Chea, sem
voru meðal helstu leiðtoga skæruliða-
hreyfingar Rauðu kmeranna í Kambó-
díu, báðust á þriðjudag í fyrsta sinn af-
sökunar á grimmdarverkum sem framin
voru í stjórnartíð hreyfingarinnar á átt-
unda áratugnum, en talið er að allt að
tvær milljónir Kambódíumanna hafí þá
látið lífið. Tvímenningamir gáfu sig
fram á laugardag í síðustu viku, eftir að
stjórnvöld höfðu heitið því að taka þá
ekki höndum. Lýsti Khieu Samphan því
yfir að þetta væru endalok Rauðu kmer-
anna.
frakar skjóta á banda-
rískar herflugvélar
ÍRAKAR skutu á mánudag að banda-
rískum herflugvélum á eftirlitsflugi yf-
ir írak. Sögðu þeir að flugmennirnir
hefðu skotið á loftvarnastöð íraka í
norðurhluta landsins og þeim hefði
verið svarað með gagnárás. Bretar og
Bandaríkjamenn sögðu ábyrgðina hins
vegar alfarið hafa verið íraka, sem hafí
byrjað skothríð á flugvélarnar, en þær
voru í eftirlitsflugi. Hafí bandarísku
flugmennirnir brugðist rétt við og
varist. _ Stjórnvöld í Bagdad sögðu að
fjórir Irakar hefðu fallið og sjö særst,
og að íraskar loftvarnasveitir hefðu lík-
lega skotið niður vestræna herþotu.
Fulltrúar bandarískra og breskra her-
málayfirvalda sögðu hins vegar að
engra flugvéla væri saknað.
► SEXTÁN ferðamenn voru
teknir í gíslingu af mannræn-
ingjum á leið sinni til suður-
héraða Jemen á mánudag.
Fjórir ferðalanganna, þrír
Bretar og einn Ástrali, létu
lífíð í átökum á þriðjudag,
þegar öryggissveit jemensku
lögreglunnar réðst að búðum
mannræningjanna, sem eru
meðlimir herskárra öfgahópa
múslima. Tókst að bjarga
hinum gíslunum, en tveir
þeirra særðust lítillega.
►LIKUD-FLOKKURINN og
Verkamannaflokkurinn náðu
á mánudag samkomulagi um
að efnt yrði til þingkosninga í
Israel 17. maí á næsta ári.
Ze’ev Benjamin Begin, einka-
sonur Mcnachems Begins,
stofnanda Likud-flokksins, til-
kynnti að hann hygðist segja
sig úr flokknum og gefa kost
á sér gegn Benjamin Net-
anyahu forsætisráðherra í
kosningunum. Þá gáfu
Yitzhak Mordechai varnar-
málaráðherra og Ariel Shar-
on utanríkisráðherra í skyn
að þeir kynnu að snúa baki
við honum.
►HÖRÐ átök hafa blossað
upp að nýju í Angóla, og
herma fregnir að tugir
manna hafi fallið undanfarn-
ar vikur. I vikunni var skotin
niður flugvél sem flytja átti
tíu eftirlitsmenn Sameinuðu
þjóðanna til stríðshrjáðra
fjallahéraða Iandsins.
►SEX keppendur í einni
sögufrægustu siglingakeppni
Ástralíu fórust á mánudag,
eftir að þeir lentu í ofviðri á
leiðinni frá borginni Sydney
á austurströndinni til borgar-
innar Hobart á eynni Tasm-
aníu suður af landinu.
FRÉTTIR
Finnbogi Jónsson nýr forstjóri fslenskra sjávarafurða
Æskilegt að auka sam-
starf sölusamtakanna
FINNBOGI Jónsson
sem ráðinn hefur verið
forstjóri Islenskra sjáv-
arafurða telur æskilegt
að auka samstarf Sölu-
miðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og Islenskra
sjávarafurða á einstök-
um sviðum og mörkuð-
um.
Stjórn íslenskra
sjávarafurða hf. hefur
ákveðið að ráða Finn-
boga Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Síldar-
vinnslunnar hf. í Nes-
kaupstað, sem for-
stjóra fyrirtækisins og
tekur hann til starfa í
byrjun mars. „Fyrst og fremst að
þetta er ögrandi verkefni á öðru
sviði en ég nú vinn á en þó skyldu.
Starfið er spennandi,“ sagði Finn-
bogi þegar hann var spurður að því
hvað hefði ráðið því að hann ákvað
að skipta um starfsvettvang.
Niðurstaða fengin
í sameiningarmál
Finnbogi er 48 ára að aldri og
lauk námi í eðlisverkfræði og
rekstrarhagfræði. Hann hefur
starfað sem framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar hf.
frá 1986. Segir Finn-
bogi að það sé mikil
eftirsjá í starfinu í
Neskaupstað. „Það
hefur verið gaman að
starfa hér með góðu
fólki. En ég hef verið
hér í tólf og hálft ár og
ágætur tími til að
breyta,“ segir hann.
Síldarvinnslan er
hluthafi í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna hf.
og Finnbogi situr þar í
stjórn. Spurður að því
hvort hann tæki sam-
einingu fyrirtækjanna
aftur á dagskrá sagði
Finnbogi: „Það mál var til umræðu í
desember og kom ákveðin niður-
staða. Það er ekki uppi á borði við
þessa ráðningu." Spurður um eigið
álit á kostum sameiningar fyrir-
tækjanna rifjaði Finnbogi upp fyrri
ummæli sín um málið. „Eg hef sagt
að ég teldi æskilegt að fyrirtækin
hefðu meira samstarf á einstökum
sviðum og mörkuðum. Það er ekk-
ert sem útilokar það í framtíðinni."
Spurður um fyrirkomulag sölu-
mála hjá Síldarvinnslunni í kjölfar
ráðningar hans til ÍS sagði Finn-
bogi að þar yrðu ekki breytingar á,
hann væri einungis að skipta um
starf.
Gengið hækkar um 15%
Finnbogi segir að ráðning sín til
IS hafi átt stuttan aðdraganda,
vikutíma, og endanlega hafi verið
gengið frá henni á gamlársdag.
Frétt um málið birtist um hádegi á
gamlársdag, eftir lokun Verðbréfa-
þings þann dag. Þá um morguninn
urðu töluverð viðskipti með hluta-
bréf ÍS og gengi þeirra hækkaði um
nærri 15%. Seld voru hlutabréf fyr-
ir 25 milljónir og gengið hækkaði úr
2,05 í 2,35%.
Stefán Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþings Is-
lands, kvaðst engu geta svarað um
það hvort Verðbréfaþingið myndi
kanna það hvort eðlilega hefði ver-
ið staðið að tilkynningu um ráðn-
ingu nýs forstjóra ÍS og hugsanleg
áhrif þess á viðskipti með hluta-
bréf félagsins þennan morgunn.
Almennt um viðskipti og gengi
hlutabréfa síðasta dag ársins sagði
hann að knappur tími hefði gefist
til að yfirfara viðskipti dagsins á
gamlársdag en unnið yt-ði úr upp-
lýsingunum fyrsta vinnudag á nýju
ári.
Finnbogi
Jónsson
Lítur á spítalann
sem hamraborg
FÁLKI hefur verið tíður gestur í
nágrenni Borgarspítalans að
undanförnu og náðist þessi
mynd af honum skömmu fyrir
jól.
„Ég lá hér á deild A-6 og var
staddur í anddyrinu með mynda-
vélina, þegar maður á deild B-6
kom hlaupandi og bað mjg að
taka myndavélina með. Ég fór
inn til hans og sá þá fálkann sitja
á handriðinu. Ég náði að taka
tvær myndir gegnum óhreina
rúðu og með flassi, án þess að
fuglinn hreyfði sig. Menn reyndu
síðan að opna gluggann og þá
flaug hann,“ segir Gísli Jónsson,
fyrrverandi prófessor, sem tók
myndina af fálkanum.
Myndin var tekin á 6. hæð spít-
alans og að sögn Gísla telja kunn-
ugir að fálkinn líti á spítalann
sem nokkurs konar hamraborg,
þar sem hann getur sest á fjöl-
margar syllur. „Þá hefur hann
nóg af fuglum til að veiða í skóg-
ræktinni rétt fyrir neðan spítal-
ann og eins úti í kirkjugarði,
þannig að hann er spikfeitur og
sællegur,“ segir Gísli.
Ljósmynd/Gísli Jónsson
FÁLKINN bærði ekki á sér á
handriði svala á sjöttu hæð
Borgarspítalans þótt tvær
myndir væru teknar af honum.
Mestu viðskipti í sögu Yerðbréfaþings fslands
Viðskiptin í fyrra 60%
meiri en árið 1997
Velta á Verðbréfaþingi íslands 1997-98
Upphæðir i milljörðum kr. 1997 1998 Breyting
Húsbréf og húsnæðisbréf 24,3 83,9 +245%
Bankavíxlar 36,4 68,4 +88%
Ríkisvíxlar 77,7 63,3 -19%
Spariskírteini 28,4 50,3 +77%
Hlutabréf 13,3 12,7 -5%
Ríkisbréf 8,4 10,8 +29%
Önnur skuldabréf 0,4 11,8 +2850%
SAMTALS 188,9 301,2 +59,4%
OTM (óskráð hlutabréf) 3,4 0,7 -79%
HEILDARVIÐSKIPTI á Verð-
bréfaþingi Islands námu rúmum 301
milljarði króna á árinu 1998 og voni
þau mestu á einu ári í sögu þingsins,
nærri því 60% meiri en á árinu 1997.
Árið var metár í flestum viðskiptum.
Mestu viðskipti á einum degi urðu
15. október síðastliðinn, 4,5 milljarð-
ar kr., og mestu viðskipti í einum
mánuði urðu í mars, 42,6 milljarðar.
Meiri viðskipti urðu með flestar
tegundir skráðra verðbréfa en fyrr,
nema með ríkisvíxla og hlutabréf.
Viðskipti með ríkisvíxla urðu tæp-
lega 19% minni en árið 1997, en hins
vegar varð mikil aukning viðskipta
með bankavíxla og heildarviðskipti
víxla jukust um 15% á þinginu milli
ára, að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu Verðbréfaþings íslands.
Metmánuður í hluta-
bréfaviðskiptum
Hlutabréfaviðskipti ái'sins námu
12,7 milljörðum króna og voru því
tæplega 5% minni en árið 1997.
Framan af árinu voru hlutabréfavið-
skipti miklu minni en næstu misseri
á undan en glæddust þegar leið á ár-
ið. í desember urðu mestu hluta-
bréfaviðskipti í einum mánuði í sögu
þingsins, 2.493 milljónir kr., en eldra
metið sem var frá apríl 1997 var um
320 milljónum kr. lægra.
Úrvalsvísitala aðallista Verðbréfa-
þings hækkaði á árinu um 9,55%.
Utanþingsviðskipti, það er við-
skipti þingaðila með skráð bréf sem
ekki fara fram í viðskiptakerfi Verð-
bréfaþings en tilkynnt eru til þings-
ins samkvæmt reglum þess, voru
mun meiri á árinu 1998 en fyrr. Hins
vegar liggja heildartölur um þau við-
skipti ekki fyrir fyrr en að loknum
fyrsta viðskiptadegi nýs árs, þriðju-
daginn 5. janúar. „Þó er einsýnt að
viðskipti þingaðila, þ.e. banka, spari-
sjóða og verðbréfafyrirtækja, með
skráð bréf hafí í heildina verið meh'i
en nokkru sinni fyrr,“ segir í tilkynn-
ingu Verðbréfaþings.