Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 03.01.1999, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Máttur hersins Síðan 1992 hafa allir ráðherrar í ríkisstjórn Alsír verið skipaðir af hemum á beinan eða óbeinan hátt og sjá þeir fyrrnefndu sér augljósan hag í að rugga bátnum ekki of mikið ef þeir vilja halda stöðum sínum og forréttindum. Það er hins vegar fjarri því að eining ríki meðal hers- ins heldur skiptist hann niður í marga hópa eftir deildum og landsvæðum, sem síðan keppast sín á milli um að ná sem stærstum hluta af olíugróða landsins. Allir ráðherrar hafa einhvern ákveðinn hóp á bak við sig og fyrir utan dag- legan rekstur ríkisins ber þeim skylda til að verja hagsmuni síns hóps þegar fjármagninu er skipt upp. Þegar taka þarf stórar ákvarð- anir koma ráðherrarnir hins vegar ekki við sögu, heldur er boðað til hringborðsfundar meðal æðstu ráðamanna öryggissveita landsins. Fundir þessir eru ávallt haldnir í skjóli myrkurs þar sem þeir stang- ast á við stjómarskrá landsins, en talið er að allar helstu ákvarðanir ríkisstjórnarinnar megi rekja til þessa leynihrings. Forseti landsins verður hins vegar að samþykkja all- ar þær ákvarðanir sem teknar eru, en hingað til hafa þeir forsetar sem ekki hafa spilað með verið neyddir til að segja af sér eða látið lífið und- ir gmnsamlegum kringumstæðum. Heimildir herma hins vegar að harkalegar rimmur hafi átt sér stað á milli Zeroual forseta og háttsettra aðila innan hersins og að rígur á milli þeirra fari vaxandi. Til að halda í ásýnd lýðræðis hef- ur stjómin ekki lagt í að banna aðra stjómarandstöðuflokka en FIS en það er einfaldlega vegna þess að þeim þykir engin ástæða til þess. Með pólitísku braski hefur stjórn- inni tekist að kljúfa stjómarand- stöðuna það mikið að þeim stafar engin ógn af henni. Ef stjómarand- staðan hins vegar ógnar valdi hers og stjórnar er umburðarlyndi þeirra afar takmarkað, eins og ör- lög FIS em glöggt merki um. Jafn- vel þótt stjórnarandstaðan samein- ist hefur það ekki reynst stjórninni erfitt að kljúfa hana á nýjan leik. Arið 1995 tók meginþon-i stjórn- málaflokka í Alsír - þar með taldir FLN og FIS - þátt í friðarviðræð- um í Róm fyrir tilstilli nefndar á vegum Vatíkansins. Eftir talsvert þóf tókst að ná samkomulagi um ýmis grundvallaratriði sem leggja áttu gmnninn að frekari friðar- viðræðum í framtíðinni og tókst jafnvel að fá FIS til að láta af flest- um róttækustu kröfum sínum. Er samkomulagið var svo lagt fyrir ríkisstjórnina þverneitaði Liamine Zeroual, forseti Alsír, að fallast á samkomulagið og bar við að full- veldi Alsírs yrði stefnt í voða með samkomulagi sem gert hefði verið með aðild kristinna manna í Vatíkaninu. Hin raunverulega ástæða var hins vegar sú að í sam- komulaginu var grein er hljóðaði sem svo að herinn ætti framvegis ekki að koma nálægt stjórnmálum í landinu. Var Zeroual, sem er fyrr- um hershöfðingi, að ganga erinda velgjörðarmanna sinna innan hers- ins, sem höfðu skipað hann forseta árið 1995. Með takmörkuðum lýðræðis- og efnahagsumbótum hefur stjóm Li- amine Zerouals forseta tekist að draga að einhverju leyti úr and- spymu landsmanna á stjóminni. Þá hefur áróður stjómarinnar gegn íslömsku frelsisfylkingunni og fang- elsun tveggja helstu leiðtoga hennar valdið því að FIS hefur sundrast og er ekki lengur talin ógna valdi ríkis- stjórnarinnar. GIA-samtökin em hins vegar enn starfrækt og em hin hefðbundnu ramadan-morð á óbreyttum borgumm nú þegar haf- in, hverjir svo sem það era sem þar eiga hlut að máli. Það má færa rök fyrir því að lykillinn að pólitískri framtíð Alsírs liggi á hringborði herráðsins, en svo lengi sem tilvem GIA er haldið á lofti getur herinn endalaust afsakað hlutdeild sína í stjórnmálum landsins. Höfundur er stjórnmálafræðingur við nám í Kaupmannahöfn. ALSÍRSKIR þorpsbúar halda á vopnum sem þeir segja skæruliða hafa myrt nágranna sína með. Reuters NÝLEGA gekk ramadan, heilagasta hátíð múslima, í garð, en fyrir almenning í Alsír er ekki yfir miklu að fagna. Það er einmitt í kringum hátíðina sem morðalda vopnaðra stigamanna hefur staðið sem hæst síðastliðin sex ár, eða síðan herinn í landinu ógilti úrslit þingkosninganna árið 1992 sem Islamska frelsishreyfing- in, FIS, var talin ömgg um að vinna. Fréttaflutningur á Vestur- löndum af atburðunum í Aisír hefur oftast skýrt svo frá að öfgasamtök múslima beri ábyrgðina á flestu því sem illa hefur farið í landinu. Stað- reyndin er hins vegar sú að raun- vemleikinn í Alsír er oftast hulinn þokuskýjum sem erfitt getur reynst að sjá í gegnum, og ekki bætir það úr skák að allir fjölmiðlar landsins lúta strangri ritskoðun stjómvalda áður en fréttaflutningur getur átt sér stað. Aðdragandi óreiðunnar Rætur vandans sem Alsírbúar hafa átt við að etja síðastliðin ár má rekja aftur til frelsisbaráttunnar sem landið háði gegn frönskum ný- lenduherram sínum, en Frakkar höfðu haft aðsetur og yfirráð í land- inu síðan 1830 er þeir bám sigur af hólmi yfir herjurn ottómanska heimsveldisins. Arið 1954 hóf alsírski Þjóðfi-elsisherinn (ALN) vopnaða baráttu gegn nýlenduvaldinu, en Frakkar, sem vora orðnir stór minnihlutahópur í landinu, hugsuðu með skelfingu til þess að þurfa að lúta yfirráðum Alsírbúa auk þess sem þjóðarstolt Frakklands leyfði þeim ekki að gefa eina af dýrmæt- ustu nýlendum landsins í burtu. Út- koman varð grimmdarlegt borg- arastríð þar sem þúsundir hermanna og óbreyttra borgara létu lífið. Arið 1962 sáu Frakkar sér vænna að yfírgefa Alsír sökum mikils þrýstings heima fyrir og tók Þjóðfrelsisflokkurinn (FLN) við stjórn landsins eftir þjóðaratkvæði sama ár. En þó svo að FLN hafi tekið við stjóm landsins að nafninu til hafði herinn mikil ítök og má segja að hann hafi í raun stjómað landinu í skjóli FLN. Þrátt fyrir að Alsír sé gætt miklum náttúrulegum auðæfum í landbúnaði og sé fjórtánda stærsta olíuframleiðslu- land í heiminum þá er efnahagur landsins rústir einar. Mikil fólksfjölgun, efnahagsleg óstjóm og stórfelld spilling meðal valdastéttarinnar gerðu það að verkum að um miðjan níunda ára- tuginn voru fjárhirslur ríkisins orðnar tómar. Áðalástæðan var sú Ógiiaröld í Alsír Blóðug borgarastyrjöld hefur geisað í Alsír undanfarin ár. Kári Þór Samúelsson rekur bakgrunn þeirra deilna og segir margt fióknara en það virðist við fyrstu sýn. að ríldsstjómin hafði undanfarna áratugi fjármagnað illa úthugsaðar fjárfestingar með gífurlegri lántöku erlendis og notað olíuforðann sem tryggingu. Þegar olíuverðið svo hrandi á heimsmörkuðum 1985-86 gat stjómin ekki lengur staðið skil á skuldum sínum og stóð frammi fyrir gjaldþroti. Með versnandi efna- hagsástandi fylgdi vaxandi kurr meðal almennings sem fannst stjómin hafa bragðist hlutverki sínu og æ háværari raddir fóra að draga lögmæti ríkisstjómarinnar í efa. Háværastar voru raddirnar meðal meðlima Islömsku frelsis- fylkingarinnar, FIS, sem var sam- suða ýmissa samtaka múslima í Al- sír. Árið 1988 brutust út allsherjar óeirðir í landinu sem herinn barði niður af mikilli hörku og hundruð féllu fyrir byssukúlum öryggis- sveita á strætum Algeirsborgar. Eftir óeirðirnar ákvað stjórnin að byrja lýðræðisumbætur í Iandinu. Stofnun nýrra stjórnmálaflokka var gefin frjáls og fjölmiðlar landsins voru um tíma þeir frjálsustu í Arabaheiminum. Auk þess gaf stjórnin þjóðinni loforð um að haldnar yrðu frjálsar kosningar. í héraðakosningum árið 1990 vann íslamska frelsisfylkingin hreinan meirihluta og tók við stjómar- taumunum í meirihluta borga og héraða í landinu, þar á meðal Al- geirsborg. í Ijósi þessa krafðist FIS að haldnar yrðu þingkosningar hið snarasta og sá ríkisstjórnin sig til- neydda til að fallast á það. Skoðanakannanir fyrir þingkosn- ingamar 1991 gáfu til kynna að Þjóðfrelsisflokkurinn, FLN, myndi bera sigur úr býtum. Það kom hins vegar í ljós eftir fyrstu umferð kosninganna að FIS hafði náð til sín stóram hluta atkvæða og virtust lík- leg til að ná til sín 2/3 sæta á þingi eftir aðra umferð kosninganna. Það hefði gert þeim kleift að standa við kosningaloforð sitt um að breyta stjórnarskrá ríkisins í anda lögmála og koma á fót rétttrúnaðarríki. Sú staðreynd að gamla kerfið með öll- um sínum forréttindum gæti verið að líða undir lok var áfall fyrir her- inn sem hugðist með kosningunum gefa FLN lýðræðislegt lögmæti í augum almennings og viðhalda þannig óbreyttu ástandi. I örvænt- ingu sinni aflýsti herinn seinni um- ferð kosninganna, bannaði FIS, lýsti yfir herlögum og neyddi for- seta landsins, Chadli Bendjeded, til að segja af sér. í kjölfar valdaráns- ins hófu öfgamenn múslima hefnd- araðgerðir gegn ýmsum aðilum samfélagsins er þóttu hliðhollir ríkisstjórninni, í fyrstu gegn embættismönnum en brátt urðu menntamenn og fjölmiðlafólk að skotmörkum. Stjórnin svaraði að- gerðum þeirra af hörku. Skuggastríðið Því er oftast haldið fram að helstu sökudólgar fjöldamorðanna í Alsír séu öfgasamtök er kallast GIA. Samtökin voru stofnuð í kjölf- ar valdaránsins af öfgamönnum múslima, sem töldu að eina leiðin til valda í landinu væri að heyja heilagt stríð gegn spilltum trúleysingjum ríkisstjórnarinnar og þeim sem hana studdu. Samtökunum er stjórnað af bókstafstrúarmönnum og mönnuð að hluta af stríðsmönn- um er börðust gegn Rauða hernum í Afganistan á níunda áratugnum. Meginþorri meðlima samtakanna eru hins vegar ungir og ómenntaðir menn sem finna sér ekki stað í þjóðfélagi þar sem atvinnuleysi er um og yfir 50% meðal ungs fólks, og eru þeir auðveld bráð fyrir seiðandi boðskap bókstafstrúarmanna sem öll svör finna í Kóraninum. Árið 1994 brá herinn á það ráð að útdeila vopnum meðal útvaldra borgara í landinu til að þeir gætu varið sig sjálfir gegn skæraliðum múslima, þar sem mikill hluti hers- ins var bundinn við gæslustörf í olíuiðnaði landsins og hafði ekki nægilegt bolmagn til að berjast gegn skæruliðum GIA. Útkoman varð hins vegar sú að í stað eins hóps, sem fór myrðandi og nauðg- andi um landsbyggðina, vora þeir orðnir margir. Grimmileg fjölda- morð og hefndaraðgerðir vora framin á báða bóga gegn fjölskyld- um þeirra sem grunaðir voru um aðild að einhverjum af þessum hryðjuverkahópum og náði morð- aldan í Alsír hámarki það árið. Þess utan var herinn sjálfur einnig grunaður um aðild að fjöldamorðum og pyntingum og grunsemdir hafa vaxið með tímanum vegna þess að bæði herinn og stjórnin hafa þver- tekið fyrir allar óháðar rannsóknir á ódæðisverkunum. Þrátt fyrir að GIA sé oftast lýst sem hinum vopnaða armi FIS eða tengt þeim á einhvern hátt þá er það reginmisskilningur. GIA hefur aldrei verið tengt neinum samtök- um heldur heyja þeir sitt eigið heilaga stríð gegn ríkisvaldinu burtséð frá því hvað leiðtogar FIS hafa um málið að segja. Hins vegar hefur samtökunum tekist að koma miklu óorði á FIS og í augum al- mennings í Alsír er GIA og FIS ein- ungis tvær hliðar á sömu mynt, en það er að miklu leyti ritstýrðum fjölmiðlum landsins að þakka. Þrálátur orðrómur hefur reyndar verið á kreiki þess efnis að GIÁ hafi verið stofnað af alsírsku leynilög- reglunni einmitt með það markmið í huga að sverta orðstír FIS. Fjölmiðlar í Alsír birta sjaldan fréttii' af ódæðisverkunum sem eiga sér stað í landinu og þær fáu fréttir sem birtast eru undantekningar- laust jákvæðar í garð stjómarhers- ins. Margir ritstjórar og blaðamenn hafa lent í fangelsi fyrir greinaskrif sem þykja „óhliðholl öryggi lands- ins og varðmönnum lagar og reglu“ og margir hafa verið myrtir af óþekktum ódæðismönnum. Það heftir einnig áreiðanlegan frétta- flutning af atburðunum að ódæðis- mennirnir era aldrei teknir lifandi eða færðir fyrir dómstóla. Dómstól- ar í Alsír eru reyndar hvergi sján- legir í stjórnmálum landsins nema sem armur ríkisvaldsins. Að lang- mestu leyti sjá þeir um deilur milli einstaklinga en þess utan er hlut- verk þeirra einungis að strá sykri yfir stefnu ríkisstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.