Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.01.1999, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Stofnun Árna Magnússonar og bað hann segja ofurlítið frá Jóni lærða og hans merkilegu ævi: „Hann fæddist í Ofeigsfirði við Str- andir 1574. Að eigin sögn var hann á fyrstu æskudögum mjög handgeng- inn mönnum sem mótast höfðu fyrir siðaskipti og var Jón alla tíð mjög hlynntur kaþólsku. Árið 1600 kvænist hann Sigríði Þorleifsdóttur og hefja þau næsta ár búskap á Stóra-Fjarð- arhomi í Kollafirði í Strandasýslu. Sigríður fylgdi Jóni á öllum hans hrakningum og eru sagnir um hana í Bjamarey meðan Jón er erlendis 1636-1637. Jón vai- síðan nokkur ár á Skarði á Skarðsströnd. Hann nefnir ýmislegt þar, m.a. Skarðsbók post- ulasagna, og segir frá steinhúsi á Skarði fyrir siðaskipti, því eina á Is- landi sem heimildir eru um frá þeim tíma. Svo er hann í Ólafseyjum undan Skarðsströnd þar sem hann kveðst hafa fengist við afturgöngu Geir- mundar heljarskinns. Frá ámnum 1611-1612 hafa varðveist kvæði frá hendi Jóns sem heita Fjandafæla og Snjáfjallavísui• hinar síðari. Með þeim kvæðum átti hann að hafa komið fyrir draugum á Stað á Snæfjöllum - og leikur mörgum forvitni á að vita hvemig þau hafa verið kveðin gegn draugsa. Jón snýr síðan aftur í fæð- ingarsveit sína og dvelur þar um hríð. Árið 1615 voru Spánverjavígin svokölluðu. Þá voru spænskfr hval- veiðimenn, Baskar, sem hér höfðu orðið skipreika, drepnir fyrir tilstilli Ara í Ögri. Um þessa atburði semur Jón rit sem heitir Sönn frásaga af spanskra manna skipbrotum og slagi. Mér hefur dottið í hug að það væri málskjal vegna eftirmála um vígin, en Alþingisbækur þetta ár, sem og mörg skjöl frá þessum tíma, hafa ekki varðveist, brannu 1728. Upp úr þessu fer Jón suður á Snæ- fellsnes og er undir Jökli nokkur ár. Hann stundaði búskap og sjósókn, en fékkst jafnframt við smíðar og var kallaður tannsmiður. Hugur hans var þó snemma bundinn fomum fræðum, hann sat tíðum við skriftir og var jafnvel vændur um að hafa sagt mönnum til um foman átrúnað og haldið galdraskóla. Jón var ekki skólagenginn, en dvaldi um tíma með Staðarhóls-Páli. Hann kunni þýsku, en segist sjálfur ekki kunna latínu. Hann byrjar snemma að skrifa og er t.d. Guðmundar saga í uppskrift Jóns til á skinni frá árinu 1592, eins og Stefán Karlsson hefur dregið fram. Bjöm Jónsson lögréttumaður á Skarðsá var jafnaldri Jóns og er þekktasti sagnfræðingui- þessa tíma. Hann semur Skarðsárannál - að til- mælum Hólabiskups. Að ósk Hóla- manna skrifaði Jón lærði Grænlands annál árið 1623. Var lengst af haldið að Bjöm á Skarðsá hefði skrifað Grænlands annál, en Ólafur Hall- dórsson sýndi fram á það í doktorsritr gerð sinni 1978 að Jón væri höfund- urinn. Það er því augsýnilegt að snemma er Jón lærði í allnokkrum metum - jafnt hjá lærðum sem leikum, þótt þeir síðamefndu hafi fyrst og fremst haft áhuga á fjölkynngi Jóns. „Galdrar“ þessa tíma fólust í ýmsum særingum, húsráðum, blóðstemm- um, sem viðgengust í kaþólsku og talið var ákaflega saklaust. Það hafði lengi verið talið slæmt að vinna mönnum mein með galdri, en allt í lagi að nota þessa kunnáttu sér til þæginda, þ.e. góðgaldur eða svokall- aður hvítigaldur. Svo dæmi séu tekin úr kverinu Bót eður viðsjá við illu ákasti, sem varð Jóni lærða sjálfum til dómsáfellingar 1631, vora þetta særingar og ráð við: eldsgangi, lík- amsgimdum, vitfirringu, álfagangi, röngum dómi, fjanda freistni, hatri, frelsi jóðsjúkra kvenna, skipsskaða, stuldi, vopnabiti, æði, sjódrauga- gangi, gulusótt, útsótt, matleiða, hósta, kláða, höfuðverk o.fl. í upphafi sautjándu aldar verða geysimiklar viðhorfsbreytingar í þessum efhum á íslandi og víðar. Þá fara menn að líta svo á að slíkar sær- ingakúnstir séu vanbrúkun á guðs orði. Þetta er ný hugsun sem lands- menn eru lengi að átta sig á. Og þess vegna kemst Jón í kast við lögin. Arið 1627 skrifar prófastur Snæ- fellinga, Guðmundur Einarsson á Staðarstað, mikið rit gegn Fjanda- fælu Jóns lærða. Rit Guðmundar heitir Hugrás eða Lítil hugrás yfir svik og vélræði djöfulsins sem stundum gengur réttur, stundum hlykkjóttur að spilla mannkynsins sáluhjálp. Á eftir formála stendur: ;iþri8iú jj tn £»• rvtw/a. nll. c!í' í . <5/.. GANGLERI og „þrenning Óðins“. Endurgerð Jóns Guðmundssonar lærða á teikningu í Uppsala Eddu, 14. aldar skinn- bók sem Jón skrifaði upp. Efst til vinstri í myndinni stendur: „Þeir þrír höfðingjar eður þrenning Óðins í Valhöll, sem segir í Gylfaginning." Ofan við myndina af Ganglera stendur: „Gangleri spyr.“ Loks stendur neðan við þrenningu Óð- ins: „Hér situr Hár, Jafnhár og Þriðji í hásæti. Gylfir stendur frammi en þeir rausa alla sína hálfsanna djúpstæða Hárslygi etc.“ Þessi uppskrift Jóns barst til Oxford um 1690 og er varðveitt í Bodleian-bókasafninu í Oxford. „Fyrri partur þessa bæklings um höggorminn, sem réttur og boginn gengur að því verki að spilla vorri sáluhjálp." Seinni partur Hugrásar er „um þann dikt (Fjandafæluna) sem Jón Guðmundsson ort hefur“. Þar fjallar Guðmundur um djöfulleg- ar kenningar í Fjandafælu Jóns lærða. I framhaldi af skrifum Guðmund- ar hraktist Jón suður á Akranes og síðan suður á Miðnes þar sem Guð- mundur sonur hans var prestur. Hann fór í Hólaskóla og hefur vænt- anlega notið góðs af því orðspori sem fór af fræðimennsku fóður síns. Þá réð raunar á Hólastað Guðbrandur Þorláksson, tengdafaðir Ara í Ögri, en Guðbrandur hefur ekki látið skrif Jóns um Spánverjavígin spilla fyrir skólagöngu sonar hans. Árið 1630 var Jón ákærður fyrir galdur og dæmdur útlægur á Bessa- stöðum ári síðar. Hann flýði þá aust- ur á firði og dvaldist m.a. nokkur ár í Bjarnarey út af Vopnafirði. „Vænt er úti í Bjarnarey að búa,“ er viðlagið í einu kvæða hans. Jón var ekki sekur um að hafa unnið mönnum mein með kukli sínu, en við því lá líflátsdómur á þessum tíma. í tilviki Jóns virðist hafa verið um fremur saklausa hluti að ræða sem ekki vora ætlaðir öðrum til meins. Dómar fyrir kukl frá þessum wr- ííýtfeitfttS/Ofl Stóf soá. €áp. »a* Osþa'es* | rvr~—tnag'Qrt w»/ «8 %«*»« Sftrobú °a rr-Msasfcfae' .‘Wt.ettt*otðtaketf ^ ♦ Og þS SW htu, . . MSttmen \>m •tU'Mlte v.. fltf fðuSatjpfta línlL <jgb-Á „ -J” 3 ðfl fautm vnZ, ípuþu/ 09 íqu Otpf, . %c!l>t p*ze ^ ími Iti5 fpntfáimS Og i» fé1 fti tíjnl jb fiS# íjn fögjf ýJútf í N. E N* »ta~> jiei. S'Su/aaurúP «*V»KÍf>.4rÍKÚÍll/'>»?fiStf ý**,' . 't^oir 0J>S *S*I Orftfrotfo%nóai^/ iop ttúi, ,ir u.ttt or <t*u/ &fc* \>n p *>n y í Bfoiii oeCfðfrmfil* toítýooiTrit U, c 0 11 e c. s t, r - :SoS pW* x. Wi JÓN lærði var listaskrifari svo sem þessi mynd sýnir (Lbs. 1235,8 vo). Þetta er eftirrit af Euangelia, pistlar og collectur, sem gefið var á Hól- um 1581. Aðeins eitt óheilt eintak er varðveitt af prentuninni. Jón skrifaði handritið á árunum 1596-1997 og er það fyllra en varðveitta prentaða eintakið, sem hefur ekki skreytta upphafsstafi. ái'um sýnast mjög harðir og menn eru dæmdir fyrir litlar sakir. Og þannig var litið á þetta í Kaup- mapnahöfn. Árið 1636 fer Jón til Hafnar að fá réttingu mála sinna. Hann er yfir- heyrður af háskólaráðinu sem kemst að þeirri niðurstöðu að sakir Jóns séu ekki nógu miklai' og að mál hans eigi að takast upp að nýju. Forseti dóms- ins var fræðimaðurinn Ole Worm sem var mikill áhugamaður um rúnir. Það er víst að Worm hefur vitað að Jón var rúnameistari og hugsanlegt að Þorlákur Skúlason Hólabiskup hafi sent Worm rúnastafróf sem Jón lærði skrifaði upp og Worm birti í riti sínu um rúnir. Ole Worm reyndist Jóni vel og vildi halda yfir honum verndarhendi, en Worm og Brynjólf- ur biskup Sveinsson voru vinir og samstarfsmenn. Við heimkomuna til Islands 1637 var fyrri dómur um útlegð Jóns samt sem áður staðfestur, en sæst á að hann gæti dvalist áfram á Austur- landi. Jón er síðan á Austurlandi til dauðadags 1658. Hálfáttræður vann Jón það afrek að eignast son sem kallaðist Jón litli lærði og eru sagnir um hann. Fékk gamli maðurinn sekt fyrir þetta hórdómsbrot. Brynjólfur Sveinsson er Jóni mjög vinsamlegur á þessum „útlegðai'“-ár- um. Jón segir í ævikvæði sínu sem hann orti til Brynjólfs 1649 að það hafi stytt upp í raunum sínum „með biskupi blíðum", en Brynjólfur vai'ð biskup 1639. Brynjólfur sýndi þeirri vitneskju sem Jón bjó yfir mikinn áhuga og fékk hann til að slaifa m.a. Samantektir og Ristingar. Árið 1649 er Brynjólfur orðinn áhyggjufullur um ástand fræða í landinu og segir í bréfi til Worms að Amgrímur lærði sé látinn, Bjöm á Skarðsá orðinn blindur og Jón lærði „ónýtur sér og öðrum á Austurlandi", en allir þrír fengust við rúnir. Það sýnir hversu mikils Brynjólfur mat Jón að hann skuli nefiia hann í þessum félagsskap. Jón hefur fengið misjafnan dóm í sögunni. Hann geldur þess að þegar farið var að skrifa um hann voru menn ákaflega raunsæislega þenkj- andi og lausir við hjátrú. En Jón er að skrifa það sem Brynjólfur biskup biður hann um. Og mönnum hættir til að gleyma því að lýsingar Jóns eru partur af heimsmynd þess tíma. í riti sínu Undur íslands talar Gísli Oddsson, sem var biskup á undan Brynjólfi, um álfa og ýmislegt fleira eins og sjálfsagða hluti. Sama er að segja um Odd Einarsson og íslands- lýsingu hans. Og gamlar kaþólskar bænfr era keimlíkar særingum." Handritafræði er seinunnin og mikið þolinmæðisverk. Einai’ hefur leitað heimilda víða um lönd, svo sem í Danmörku, Svíþjóð og Englandi. „Besta handrit Samantekta er varð- veitt í Svíþjóð,“ segh- hann, „skrifað 1692 í laumi fyrir Svía, en ungar upp- skriftir Eddanna brannu hjá Árna Magnússyni 1728.“ Og lengi er von á einum, eins og þar stendur. Árið 1977 vora t.d. seld fáein handrit hjá Sothe- býs á Englandi úr safni hins fræga handritasafnara Sir Thomas Phillipps, en handritsafn hans var um 28.000 númer sem er u.þ.b. helm- ingi meira en handritanúmerin í Landsbókasafni og Ámastofnun. Phillipps átti m.a. fyrmefnda Skarðs- bók postulasagna. I safni hans reynd- ist líka vera handrit frá 18. öld með texta Samantekta Jóns lærða nokkuð styttum. Einar fjallar ítarlega í bók sinni um handrit Samantekta og ber þau saman. Texti handritsins sem selt var hjá Sotheby’s var frá Bfrni á Skarðsá og telur Einar að Bjöm hafi fengið Samantekta-texta Jóns úi' Skálholti, skrifað hann upp og stytt, en styttingin var einkum fólgin í því að fella niður texta úr Snorra Eddu og halda viðbótum Jóns lærða. Og mikið af kveðskap Jóns fannst í handritapakka sem barst hingað til lands frá Vesturheimi á þriðja áratug þessarar aldar. Vestur-íslendingm- að nafni Sigmundur Matthíasson Long skrifaði upp 27 kvæði þar vestra árið 1894 og sagði þau vera eftir Jón lærða. Kvæðin era ekki varðveitt ann- ars staðar. Við samanburð á kvæðun- um og öðram ritum Jóns telur Einar augljóst að Sigmundur Long hafi haft lög að mæla, kvæðin séu Jóns. En varðveisla þeirra er sannarlega með nokkram ólíkindum. Jón lærði deyr 1658 og hálfri þriðju öld síðar skrifar maður nokkui' kvæði hans upp í Vest- urheimi - og er það eina varðveitta handrit þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.