Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 24

Morgunblaðið - 03.01.1999, Side 24
24 SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÉR sjást veiðistaðirnir Fagridalur, nær, og Tunguvað, íja;r, en í baksýn eru Árgilsstaðir. Þessir veiðistaðir hafa gefið mörg hundruð iaxa síðustu tvö sumur og eru með gjöfulustu laxahyljum landsins ef ekki þeir gjöfulustu. Rangárþingí hefur verið áberandi síðustu sumur. Þar hefur markviss ræktun verið í gangi, við báðar Rangárnar og síðar einnig við Þverá. Lengst af hafa árnar verið Einar Lúðvíksson Uppgangur í laxveiði á stöng 1 að breyta nefndar í einni andrá, en tilhneigingin hef- ur verið að aðskilja þær í umræðunni og í sumar sem leið var Eystri-Rangá ein og sér með mestu laxveiði á landsvísu, eða milli 2.600 og 2.700 laxa. En saga ræktunar á þessum slóðum hófst ekki í gær. Einar Lúðvíksson, sem er sleppimeistari við Eystri-Rangá, fæddist árið 1963, eða árið sem faðir hans, Lúðvík Gizurarson, byrjaði að fíkta við seiðasleppingar. Guðmundur Guðjónsson hitti Einar á dögunum og fræddist af honum um leyndardóma velgengni í seiðasleppingum. ISKRÆKTARFÉ LAGIÐ Rangá var stofnað árið 1930. Félagið freistaði þess að rækta sjóbirting og var einnig með laxaseiði úr Soginu. Rangárnar voru báðar annálaðar sjóbirtingsár og kom lítið út úr laxeldinu annað en stöku stórlax með greinilegu Sogslagi. Rangámar báðar eru frá náttúrunnar hendi lítt fallnar til laxaframleiðslu og sjóbirtingur var jafnan mikill. Röð áfalla hjálpaði þó til að knésetja sterka sjóbirtings- stofna þessara áa. Það má segja að það hafi byrjað upp úr 1920 er hlaðið var fyrir Þverá og Markar- fljóti stuggað austur á bóginn. Þverá, sem áður hafði verið mikið jökulvatn breyttist á skömmum tíma í meinleysislega bergvatnsá. Einar segir að við að vatnið hafi minnkað svo mjög í farvegi Þverár og Hólsár hafi afrán sílamáfs auk- ist stórkostlega, en sílamáfurinn nam land hér á landi snemma á öldinni og er nú mjög liðmargur. Áður var þama allt á kafi í vatni og jökulleir og athyglisvert er að skoða þessa kenningu Einars í ljósi þess að flestar helstu sjóbirtings- veiðiár í Skaftafellssýslum renna ekki beint til sjávar, heldur út í jökulfljót. ,jUgeng stærð á sjóbirtingi í Rangánum á þessum ámm var 8 til 14 pund, sem sagt gamall fiskur sem bendir til lítils veiðiálags. Þetta var líka áður en minkurinn óð um allt. Reikna má með að veiði- álagið hafi verið vel innan við 10 prósent. Þegar vatn minnkaði stórlega þornuðu tjarnir og lækir sem smá- birtingurinn notaði mikið í upp- vextinum. Annað sem skipti miklu máli var, að upp úr seinni heims- styrjöld fóra menn í auknum mæli að nota nælonnet við veiðiskapinn. Segja má síðan, að Heklugosið 1947 hafi toppað þetta ferli áfalla, en þá fylltust ámar af vikri. Botn- dýi'alíf allt varð fyrir miklu áfalli og þetta hafði fyrir vikið hi'oðaleg- ar afleiðingar fyrir seiðafram- leiðslu Rangánna. Það tók ámar nokkur ár að hreinsa mesta vikur- inn, en það era eftir sem áður mikl- ir vikurskaflar á upptakasvæðum beggja ánna. I vorleysingum og vatnavöxtum heldur vikur áfram að berast í ámar. Vatnsborð þeirra hækkaði, en hefur lækkað aftur og munar þar rúmum metra. Áhrif gossins 1947 hafa því minnkað, en ég gæti tráað því að það tæki allt upp í öld fyrir ámar,“ segir Einai'. Farið að huga að laxi Heklugos hafa iðulega spúð eldi og eimyrju yfir nærsveitir sínar. I gegn um aldirnar hefur hvert stór- gosið rekið annað. Sjóbirtingurinn er óstöðugur fiskm- og þegar hin uppsöfnuðu áföll höfðu sveigt stofna Rangánna niður í lágmark fóra heimamenn að huga að lax- rækt þó svo að þær séu ekki heppi- legar fyrir lax frá náttúrunnar hendi. Þegar fyrstu tilraunimar fjöraðu út, tilraunir á vegum Fisk- ræktarfélagsins Rangár og síðar Fiskræktarfélags Rangæinga, fóra aðrir að hugsa sér til hreyfings. Þarna runnu þessar fallegu vatns- miklu ár, en því miður lítill fiskur saman við allt þetta vatn. Ættaróðalið Einar Lúðvíksson tengist þess- um fiskræktarþreifingum á þann hátt að faðir hans, Lúðvík Gizurar- son, byrjaði að þreifa sig áfram á efsta svæði Eystri-Rangár, svokölluðu „svæði 9“ árið 1963, eða árið sem Einar fæddist. Árgilsstað- ir hafa verið í eign fjölskyldunnar í 250 ár og Lúðvík var þar í sveit. Þekkti þar hvem stein og hól og fékk fljótt brennandi áhuga á veiði- skap og fiskrækt. Einar fékk áhug- ann sem sagt í vöggugjöf og hann var byrjaður að vasast í þessu með föður sínum þegar hann man fyrst eftir sér. Aðstæður á þessum efsta hluta Eystri-Rangár vora alveg þokka- legar, Fiská rennur í ána og er nokkuð góð uppeldisstöð. Einar segir hana hliðstæða Stóra-Laxá og Kálfá. Lítill sem enginn lax var á svæði 9 og sjóbirtingur kom bæði seint og í litlu magni. Það var því ekki verið að troða öðrum stofnum um tær með laxræktinni. „Sumum fannst það hálfgert grín hvernig pabbi fór að þessu og því var líkt við það sem á ensku hefur verið kallað „saturated bombing", sem gæti útlagst handahófskennt sprengjuregn. Enda var ekki alltaf gæðunum íyrir að fara á þeim seið- um sem í boði vora, en pabbi tók þann pól í hæðina að það hlyti alltaf eitthvað að skila sér og allt væri betra en ekkert,“ segir Einar. Lúðvík var með efsta svæðið á leigu frá Veiðifélagi Eystri-Rangár um allnokkurra ára skeið og var þá ásamt Einari með margs konar til- raunir í seiðasleppingum. Á þeim áram mótaðist Einar sem fiskrækt- annaður og útkoman er sú að gam- alþekkt orðatiltæki þess efnis að enginn skóli sé betri en skóli reynsl- unnar á enn við rök að styðjast. En fyrir þremur áram ákvað veiðifélagið að framlengja ekki leigusamninginn og færa efsta svæðið inn í heildarpakkann. Þar með vora þeir feðgar dottnir út úr hringiðunni. En það var aðeins tímabundið hvað Einar áhrærði, því umsjónarmaður sleppitjarna við Eystri-Rangá forfallaðist á ög- urstundu og sá sem leysti hann af slasaðist á hestbaki. Það var því þrautalending veiðifélagsins að leita eftir aðstoð Einars þótt það þætti e.t.v. miður til fundið eftir samskipti félagsins og þeiraa feðga. En Eystri-Rangá var löngu farin að renna um æðar Einars og hann fann strax að hann gat ekki farið undan kallinu í flæmingi. Hann hefur nú séð um sleppingamar síð- ustu þi-jú sumur og veiði fer vax-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.